Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn SÓL HF. HLÝTUR ALÞJÓÐLEG VERÐLAUN í byrjun þessaárshlaul fyrirtækið SÓL h.f. í Reykjavík alþjóðleg verðlaun, „International Food Award 1986“, fyrir framrriistöðu í íslenskum matvælaiðnaði. sem sýnilega hefur vakið athygli víðar en hér á landi. Verðlaunin cru árlega veitt nokkrum útvöldum iðnfyrirtækjum, af The Trtide Leader's Club og Editorial Office, fyrir athygliverðan árangur og nýjungar í matvælaframleiðslu. Þessi verðlaun voru fyrst veitt árið 1978, en frá þeim tíma hefur fjöldi þekktra iðnfyrirtækja vítt um veröld hlotið þessa viðurkenningu. Matvælafyrirtæki í 46 ríkjum í öllum heimsálfum hafa hlotið International Food verðlaunin og í ár bættist ísland í hópinn. í ár voru verðlaunin veitt í mars sl. í Barcelona á Spáni að viðstöddum fjölda fulltrúa matvælafyrirtækja um allan heim, fjölmiðla og spánskra stjórnvalda. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri SÓLAR h.f., gat ekki verið viðstaddur til að taka við verðlaununum í Barcelona. Iðnfyrirtækin, sem hljóta verðlaunin, cru valin af alþjóðlegri dómnefnd, cn International Food verðlaunin, eru talin afar mikilvæg aiþjóðleg viðurkenning í matvælaiðnaði. Þau cru stytta úr bronsi og marmara og eftir spánska myndhöggvarann, Martin Perrilán. International Food Award verðlaunin til SÓLAR h.f. cr viðurkenning, sem gefur til kynna, að íslensk iðnfyrirtæki standa fyllilega jafnfætis erlendum keppinautum. (Fréttatilkynning) Verðlaunin úr bronsi og marmara eftir spánska myndhöggvarann. MÆLSKIR GAGNFRÆÐASKOLANEMAR Nú nýverið leiddu saman hesta sína fjölbrautaskólinn og gagnfræðaskólinn í Garðabæ í árvissri ræðukeppni skólanna, sem nú hefur farið fram tvisvar. í fyrra fóru gagnfræðanemar með nauman sigur af hólmi, þcgar þeir sigruðu með aðeins þremur stigum. í ár var rætt um sameiningu Norðurlandanna í eitt lýðveldi. Töldu fjölbrautamenn rcttast að ganga í eina sæng með frændum okkar í norðrinu, cn gagnfræðaskólanemendur sáu ýmsa vankanta á þcim ráðahag. Tókst Berki Gunarssyni úr liði gagnfræðaskólans að sannfæra áhorfendur og dómara um mál sitt svo vel. að hann stóð uppi sem stigahæsti ræðumaður kvöldsins. Ekki voru þetta einu gleðifregnir gagnfræðinga, þvi að í annað skipti í röð tókst þeim að klekkja á sér eldri mönnum, og sigruðu keppnina með 33 stigum. Það var því kátt á hjalla í Garðaskóla en fjölbrautafræðingar gengu sneyptir til síns heima, - staðráðnir í því, að sýna „krökkunum" í tvo heimana að ári. Sigurliðið: Almar Sigurðsson, Eva Jóhannsdóttir, Börkur Gunnarsson og Már Másson. NÝ NÝ MÁLVERK á samsýningu að Daði Guðbjörnsson. I gær, laugardag, klukkan 14.00 opnuðu myndlistarmennirnir Daði Guðbjörnsson, Kristinn Harðarson og Helgi Þ. Friðjónsson málverkasýnjngu að Kjarvalsstöðum. Allir hafa þeir mikið sýnt áður, - heima og erlendis, — og „eru löngu landsþekktir þannig lagað", svo vitnað sé í Daða, en Tíminn truflaði hann við skemmtiþátt Ómars, Á líðandi stundu, í vikunni. Kjarvalsstöðum Á sýningunni verða vatnslitamyndir og teikningar. cn hcnni lýkur 26. aprtl. „Það er kannski ekki svo mikil nýbreytni í listinni hjá okkur. En þetta eru allt saman miklu betri málverk en við höfum verið að gcra undanfarið.-viðstöndum á miklum tímamótum ílistokkar," sagði Daði. „Annars má segja, að nýja málverkið sé alltaf jafn nýtt." Sunnudagur 13. apríl 1986 Tónlistarskólinn í Garðabæ: LÍFIBLÁSIÐ í LISTASJÓÐ - Blásarakvintett Reykjavíkur að Kirkjuhvoli í Kirkjuhvoli í Garðabæ verða á þriðjudaginn kemur klukkan 20.30 haldnir tónleikar á vegum Tónlistarskólans í Görðum. Blásarakvintett Reykjavíkur leikur og Gísll Magnússon, píanóleikari og skólastjóri tonlistarskolans, leikur með í einu verkanna. Á efnisskránni eru 6 bagatellur eftir György Ligeti, blásarakvintett eftir Jean Francaix og kvintett í es-dúr KV452 eftir meistara Mozart. „Blásarakvintettinn hcfur skipað sér fastan sess í tónlistarlífinu, síðan hann var stofnaður 1981," sagði Gísli Magnússon í viðtali við helgarblaðið „Mcðlimir hans leika allir með Sinfóníuhljómsveit íslands og fjórir þeirra eru kennarar við Tónlistarskóla Garðabæjar. Þeir hafa haldið tónleika bæði í Evrópu og á íslandi við góðan orðstír. Efnisskrá þeirra cr mjög fjölbreytt; allt frá sígildum verkum til nútímaverka, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir þá“. í Blásarakvintett Reykjavíkur leika Bernharður Wilkinson á flautur, Daði Kolbeinsson á óbó, Einar Jóhannesson á klarinett, Jósef Ognibene á horn og Hafsteinn Guðmundsson á fagott. Tónleikarnir á þriðjudagskvöld verða aðrir tónleikarnir í röð slíkra, sem tónlistarkennarar í tónlistarskólanum standa fyrir, en ágóði af þeint rennur óskiptur til svokallaðs Listasjóðs Tónlistarskólans í Garðabæ. Á fyrstu tónleikunum lék Martin Berkofsky á píanó, en hann er slaghörpukennari í Garðabæ. Listasjóðurinn var stofnaður í haust og honunt er ætlað að létta undir nteð nemendum skólans, sem halda utan til framhaldsnáms og einnig að gera kleif kaup á listaverkum til að prýða skólann og hverju því öðru, sem hefur menningarlegt gildi og göfgar mannsins anda. - I>j- Blásarakvintett Reykjavíkurf.v. Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson, Jósef Ognibene og Bernharður Wilkinson. SPÆNSK MENNING KYNNT í Félagsstofnun stúdenta Spænskudeild Háskóla íslands gengst fyrir spænsku kvöldi í Félagsstofnun stúdenta, sunnudaginn 13. apríl klukkan 20:30. Á dagskránni verða söngur, tónlist og ljóð frá Spáni og Rómönsku Ameríku. Flutningurfer fram á spænsku og íslensku jöfnurn höndum. í vetur er spænska kennd sent aðalgrein við háskólann fyrsta sinni og af því tilefni vilja nemendur í greininni vekja athygli á þeirri fjölbreyttu menningu sem er að finna í hinum spænskuntælandi heimi. Uppákomuna kalla nemendur „Menningarkvöld Spænsku- deildarinnar" og þar koma fram Jesus Potenciano, Berglind Gunnarsdóttir, Helgi Hálfdánarson, Páli Eyjólfsson, Julio Ocares, Sigrún Á. Eiríksdóttir og Juan Carlos. Á efnisskránni kennir margra grasa, m.a. upplestur ljóða, gítarleikur og söngur og þýðingar lesnar. Nautinu kynnt spænsk menning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.