Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. apríl 1986 Tíminn 3 í Reanboqanum Laugardagur12. apríl kl. 19:00....................Mannkostir (litmynd, 1982) ^ ^ Sunnudagur 13. apríl kl. 19:00 . Valmúar á múrnum (svört hvít, 1979). Mánudagur 14. apríl kl. 19:00 . Grammófónn hershöfðingi (svört hvít). Þriðjudagur 15. apríl kl. 19:00.......í leynum (svört hvít, 1976). Miðvikudaginn 16. apríl kl. 19:00 verður svo ein myndanna endursýnd. „Albönsk kvikmyndagerð er - ásamt þeirri íslensku - meðal þeirra yngstu í Evrópu“ segir í kynningar- bæklingi um albanska kvik-! myndaviku í Regnboganum. Regnboginn hefur oftsinnis tekið að sér kvikmyndahátíðir á borð við þessa, en á nú heiðurinn af að vera fyrsta kvikmyndahús á íslandi, sem tekur til opinberrar sýningar kvik- myndir frá „fjarlægasta horni Evr- ópu, sem mörgum hefur virst svo framandi og fæstir fá rétta mynd af“, svo maður vitni í bæklinginn á ný. „Fyrir frelsun landsins var tæplega um að ræða neina kvikmyndagerð, en árið 1974 voru að frumkvæði Envers Hoxha hin fáu kvik- myndahús landsins þjóðnýtt og sam- tímis var stofnað fyrsta kvikmynda- fyrirtæki þjóðarinnar á vegum ríkis- ins, sem t'il að byrja með fékk það verkefni að framleiða frétta- og fræðslumyndir." Árið 1958 kom svo á tjaldið fyrsta leikna albanska kvik- myndin í fullri lengd, segir ennfrem- ur í kynningarpistli. „Þetta er ástar- saga sem gerðist við uppbyggingu á samyrkjubúi, þar sem unga fólkið þurfti samtímis að berjast gegn for- dómum og íhaldssemi hinnar eldri. Innihald hinnar nýju kvikmynda- framleiðslu var sósíalískt raunsæi", - og það er einmitt það raunsæi sem til sýnis vcrður í Regnboganum, vikuna 12. - 16. apríl n.k. Allar myndirnar eru sýndar í fullri lengd og með enskum texta. Að lokum segir í pistlinum: „Al- bönsk kvikmyndagerð lætur stöðugt meira að sér kveða á alþjóðavett- vangi og hefur unnið til verðlauna í ýmsum löndunt. Þessi kvik- myndavika er enn ein staðfesting á aukinni útbreiðslu albanskrar kvik- myndagerðar og er það von aðstand- enda hennar að hún geti orðið upphafið að auknum menningarleg- um samskiptum þjóðanna". Á sumrin flyst lífið í Hamborg út á götur, torg og garða. Borgin græna býður upp á svo ótrúlegt úrval alþjóðlegra skemmtana og listviðburða að pað hálfa væri nóg. Mest fer þetta fram undir berum himni, hvort sem um er að ræða rokk-konserta, sinfóníu- hljómleika, ballett eða tívolí. Og það segir sitt um sumar- veðráttuna. Hamborg ómar af hlátri, söng og dansi. Dag eftir dag, nótt eftir nótt. Hér á eftir fer lítið brot af pví sem boðið er upp á í sumar. Cats Fyrsta uppsetningin á hin- um fræga söngleik Cats, í Þýskalandi, fer á Qalirnar 18. apríl í Óperettuhúsinu í Hamborg. Afmæli hafnarínnar Höfnin í Hamborg verður 797 ára á þessu ári. Afmæli hennar er árlegur stórvið- burður í borginni. Þá erskotið upp flugeldum og ýmsar skemmtanir haldnar. (7.-11. maí.) Útitónleikar Fjölmargar hljómsveitir koma fram á röð tónleika sem haldnir verða í útileik- húsi, í skemmtigarði skammt frá Saarlandsstrasse. (9. maí - 29. júní og 9. ágúst - 12. september.) Flughátíð Fuhlsbuttel, alþjóðaflug- völlurinn í Hamborg, verður 75 ára þann 8. júní. Flug- áhugamenn munu finna þar ýmislegt við sitt hæfi í fjöl-f breyttri dagskrá og sýning- um. Hamboig - Áætlunarflugið byrjar 10. apríl I HAMBGRG ERU 9 YFIRBYGGÐAR GÖNGUGÖTUR PAR SEM HVER VÆRSLUNIN ER VIÐ AÐRA Kvikmyndir Kvikmyndaunnendur og framleiðendur hittast í Ham- burg Filmhaus til að taka þátt í evrópskri kvikmyndahátíð þeirra sem framleiða ódýrar kvikmyndir. (12.-15. júní.) Beethoven Níunda sinfónía Beet- hovens verður flutt á úti- hljómleikum á ráðhústorginu 21. júní. Aðgangur ókeypis. Rithötundar Þing alþjóðasamtaka rit- höfunda (PEN) verður í Ham- borg 22.-27. júní. Efni þings- ins verður hvernig samtíma- sagan endurspeglast í al- þjóða bókmenntum. Frægir höfundar víðs vegar að úr heiminum lesa upp og taka þátt í umræðum. Sinfónían Dagana 10.-17. og 31.júlí og 8. ágúst verður haldin röð sinfóníuhljómleika undir ber- um himni, á ráðhústorginu. Sumarieikhús Alþjóðleg hátíð leikhópa í Kampnagelfabrik. Leikhóp- arnir koma frá Japan, Banda- ríkjunum og Evrópu og þeir flytja ein áttatíu verk. (1 l.júlf til 8. ágúst.) Myndlistarkonur í Hamburg Kunsthalle verður fjallað um hlut kvenna í myndlist, allt frá dögum frönsku byltingarinnar. (11. júlí til 14. sept.) Verslunarhátíð Það eru níu yfirbyggðar verslunargötur í Hamborg. Þær halda sína sérstöku hátíð í sumar og kalla til alls konar listafólk og matreiðslumeist- ara. (9.-10. ágúst.) Ballett Hamborgarballettinn held- ur sex útisýningar á ráðhús- torginu, dagana 15. til 21. ágúst. Allt á floti Fjögurra daga útihátíð verður við innra Alstervatn dagana 28.-31. ágúst. Það verður mikið um dýrðir; alls konar vatnasport, tívolí og leikir. Útihátíð fytir alla fjöl- skylduna í fögru umhverfi. Kvennahátíð Listakonur frá fimm heims- álfum sýna margvísleg lista- verk. (23. ágúst til 15. sept- ember.) Rússasilfur Þessi fjársjóður fer ekki oft að heiman. En 11. september til 15. nóvember verður hægt að dást að silfurmunum frá rússneska keisaratímanum í Museum fur Kunst und Gew- erbe. ARNARFLUG Lágmúla 7. almi 84477

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.