Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn köldmat. Þetta er verknaður sem á dögum Greenpeace, vistfræði, frið- unar, grænmetisæta o.s.frv. þykir allt að því vilimannslegur. Þegar því er bætt við að Hemingway, sem síðustu ár sín var af öllum kallaður „Papa“ (eins og synir hans höfðu kallað hann), hafði mikla ánægju af því að ráðast að hverjum sem var og biðja hann að kýla sig í magann af öllum mætti, eða skora á menn í annars konar kraftadelluleiki og fyll- eríislæti. Var hann að reyna að sanna eitthvað fyrir sjálfum sér, og öðrum? Var hann að refsa sér fyrir hugsanir sem hann vildi ekki kannast við? Hann sagði eitt sinn: „Hvernig í andskotanum getur rithöfundur velt sér upp úr eigin harmleikjum? Þú ættir að bjóða þá velkomna, því alvarlegur rithöfundur verður að vera særður á hræðilegan hátt áður en hann getur skrifað eitthvað alvar- legt.“ En kannski velti hann sér upp úr sínum eigin harmleikjuni, og meir en hann var tilbúinn að viður- kenna. Ef hann væri uppi á okkar tímum, þegar karlmaður getur verið karlmaður og samt sem áður verið særður, hefði hann þá verið jafn harður við sjálfan sig? EDENSGARÐUR Þá erum við komin að bókinni sem varð kveikjan að þessari grein og kemur út í næsta mánuði, tuttugu og fimm árum eftir dauða höfundar. Þrátt fyrir að Hemingway hafi fund- ist hún það mikilvæg að hann sagði í bréfum til vina sinna að hann vildi Ijúka við hana áður en „eitthvað gerðist". þá hefurekkja hans, Mary, og útgefandi hans neitað að gefa bókina út í öll þessi ár, og rökstutt það með því að hún væri einskis virði. En mun þessi bók raunveru- lega varpa einhverju nýju ljósi á persónu Hemingways, - sem enn er um margt óljós. Opinber ævisagnahöfundur Hem- ingway, Carlos Baker, las handritið þegar hann vann að bþk sinni A Life Story, og fjallar um bókina í henni. Hemingway byrjaði á Edensgarðin- um árið 1946 og vann við hana öðru hverju allt frá því að hann framdi sjálfsmorð, fimmtán árum síðar. Hemingway sjálfur lýsir henni á dularfullan hátt, eins og hún fjallaði um „hamingjuna í garðinum sem maðurinn verður að losna út úr“. Baker lýsir henni sem, „einkennileg ný skáldsaga, byggð að hluta til á minningum Hemingway frá fyrstu tveimur hjónaböndunum, með útúr- dúrum til hliðar við meginefnið, sem byggðir eru á lífi hans með Mary“. Sagan fjallar um ungan amerískan rithöfund og konu hans, sem bæði laðast að sömu konunni. Bókin hefst í litlu þorpi á frönsku Rivierunni, þar sem Hemingway og Pauline eyddu hveitibrauðsdögunum. Baker skrifar: „A næturnar stunduðu þau tilraunir með að hafa endaskipti á kynhlutverkunum, hún tók sér nafn- ið Pete og hann notaði nafnið Cat- herine.“ IVopnin kvödd, eyðir unga parið nautnafullum dögum á hótel- um. þar sem þau elskast og loka sig frá umhverfinu (en það endar með harmleik). Baker segir að Heming- way hafi byggt þetta á þeim tíma er hann var rtieð Hadley, sem, eins og stúlkan í Vopnin kvödd, „var djúpt sokkin í drauma um algeran sam- runa hjóna að hún þráði að líkjast eiginmanni sínum í einu og öllu". Hemingway sltrifaði síðar til Mary og bað hana að lita á sér hárið svo þau bæru sama háralit, og eitt sinn litaði hann á sér hárið með lit sem var samskonar og hennar. Baker ásakar hann einnig í bók sinni fyrir að hafa óbeint lagt mikla áherslu á kynlíf í bókum sínum, með öðrum orðum; lifað kynferðislífi í gegnum bækur sínar, kynferðislífi sem hann var ekki fær um að lifa í raunveru- leikanum. Þrátt fyrir að hann hafi verið þekktur kvennabósi, hefur fleiri en ein af fylgikvennum hans neitað því að hafa nokkru sinni sofið hjá honum. Ekkja hans, Mary, ásak- aði hann, nteira að segja, einu sinni fyrir að vera „gervimenni". Hvað þýðir þá allt þetta? Hversu mikið af nýju bókinni mun vera álitið staðreyndir, hversu mikið byggt á kynferðislegum draumórum, og hversu mikið skáldskapur byggð- ur á annarri .reynslu? Það verður sjálfsagt spurt ýmsr,aspurninga . Mun hin stytta útgáfa af skáldsög- unni - upphaflega 48 kaflar og 200.000 orða löng - skýra eitthvað, eða láta fleiri spurningum ósvarað? Mun hún bera upp spurningar um dulinn homosexualisma, eða dulinn (eða þá virkan) bisexualisma? Eða er hægt að skýra hana út frá saklaus- um leikjum á milli elskhuga? Mun fólk dæma Hemingway of harðlega? Kannski ættum við að minnast orða Hemingway sjálfs sem hann beinir til rithöfunda, til okkar allra. „Sem rithöfundur ættir þú aldrei að dæma. Þú átt að skilja". Emnia Dent Coad. í næsta mánuði kemur út ný skáldsaga eftir Ernest Hemingway, - The Garden of Eder 25 árum eftir að hann framdi sjálfsmorð. Mun hún á einhvern hátt svara spurningum um persónu þessa þekkta höfundar, - eða mun hún einungis bæta nýjum við? HEMINGWAY: ævi Hemingway var næst elstur af sex systkinum. Faðir hans var læknir í Oak Park í lllinois, en átti sumar- bústað í Micnigan þar sem fjölskyld- an eyddi löngurn sumarfríum. Þar var Hemingway alinn upp, að mestu utan dyra. Faðir hans kenndi honum að fiska og veiða, búa til byssukúlur, verka skinn, búa sér náttstað í náttúrunni, kveikja eld og elda bráð- ina. Dr. Hemingway fór oft með son sinn til langrar dvalar í óbyggðir Michigan, þar sem þeir lágu úti og veiddu sér til matar. Úr þeim ferðum fékk hann efnivið í nokkrar af sínum fyrstu smásögum. Bróðir hans, Leic- ester, fæddist ekki fyrr en Ernest var orðinn fimmtán ára, svo hann hafði óskipta athygli föðurins alla sína æsku. í skóla snérist áhugi hans einkum um íþróttirog ritsmíðar. Hannscndi skólablöðunum reglulega smásögur eftir sig. Heima voru erfiðleikar; móðir hans var músíkölsk, listræn og mjög stíf. Hún krafðist þess að börn hennar lærðu á hljóðfæri. Ern- est hataði liana og hljóp tvívegis að heiman; „Hún varð að stjórna öllum, hafa allt eins og hún vildi, og hún var tæfa,“ skrifaði hann síðar. Honum var ætlað að ganga mennta- veginn, en hætti í skóla og gerðist blaðamaður á Kansas City Star, foreldrum sínum til sárrar gremju. Hann vildi komast í stríðið og skráði sig sem sjálfboðaliða í Rauða krossinn, og fékk það verkefni að keyra sjúkrabíl á ítölsku vígstöðvun- um. Eftir sex vikur særðist hann; fékk sár á fæturnar eftir vélbyssu og var lagður á sjúkrahús og var þar í sex mánuði. Síðar fékk hann heið- ursmerki fyrir sárin, þar sem hann hafði verið að bjarga særðum þegar skothríðin hitti hann. Um sumarið var hann sendur heim til að safna kröftum, eyddi tímanum við veiðar ásamt vini sínum, réðst til starfa hjá Toronto Daily Star, og hitli Hedley Richardson, sem hann giftist árið eftir. Hann var þá tuttugu og tveggja ára. Þau fluttu til Parísar, þar sem hann vann áfram fyrirToronto Daily Star, og skrifaði einnig fyrir sjálfan sig, - fjármagnaði það einkum af peningum konu sinnar. Eftir beiðni lians var hann sendur af Toronto Daily Star sem fréttaritari í Grísk- tyrkneska strfðið. Hadley og hann eignuðust barn árið 1923. Næstu ár mótuðu líf Hemingway; skíði á vet- urna, nautaat á Spáni á suntrin. Á jólunum 1925 kom vinkona Hadley, Pauline Pfeiffer, með þeim á skíði . Hemingway og Pauline urðu ást- fangin. Um miðbik ársins 1927 hafði hann skilið við Hadíey og gengið að eiga Pauline, sem fljótlega varð barnshafandi. Árið 1928 skaut faðir hans sig, útkeyrður af heilsu- og fjárhagsáhyggjum. Útgáfa á fyrstu löngu sögu Hemingway árið eftir, Vopnin kvödd, gerðu hann þekktan sem rithöfund. í lok ársins 1930, hafði frami Hemingway gert honum kleift að korna sér upp aðstööu í Florida til að stunda ritstöf að vetrum. Ferða- lög til Spánar og safari-ferðir til Afríku gáfu honum cfnivið í fleiri sögur; Death in the Afternoon (1932), Green Hills in Africa (1935), To Have and Have Not (1937) og árið 1940 kom út hin fræga bók hans um spænsku borgarastyrjöldina; Hverjum klukkan glymur. Þegar hér var komiö var Heming- way fjörutíu og eins árs, faðir þriggja sona og í þann mund að kvænast í þriðja sinn, - Marty Gellhorn. Hverju klukkan glymur var kvik- mynduð og Hemingway hilti og veiddi með kvikmyndastjörnum eins og Ingrid Bcrgman og Gary Cooper (sem bæði léku í myndinni) í Sun Valley í Idaho. Hann hafði komið sér upp heimili á Kúbu, þar scm hann stundaði sjóstangaveiði. Hann fór enn oft til Spánar á sumrin og til Idaho á veiðar á haustin. Hann kcnndi sonum sínum þremur að veiða og skjóta, eins og faðir hans hafði kcnnt honum. Hann giftist fjórðu og síðustu konu sinni, Mary Welsh, árið 1946, þá orðinn fjörutíu og sjö ára. Hún tók þátt í ævintýralegu lífi hans í mörg ár; öll haust og nokkra vetur í Sun Valley, þar sem hann var orðinn nokkurs konar aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Eftir tíu ára hlé á ferða- lögum og langdvalir á Kúbu, fóru þau aftur til ldaho til að halda upp á jól og áramót. Hemingway var þung- lyndur yfir möguleikanum á að missa hús sitt á Kúbu vegna byltingarinnar. Sumir af bestu vinum hans voru nú látnir, þar á meðal Gary Cooper, og Itann hafði komist að því að hann hafði krabbamein. Hemingway- hjónin fóru aftur til Idaho næsta sumar, í fyrsta sinn um þann árs- tíma. Fólk tók eftir að skap hans hafði breyst, og það virtist enginn geta ráðið við hann. Að morgni sunnudagsins 2. júlí beit hann um tvíhleypta haglabyssu föður síns og skaut sig. HEMINGWAY: verk „Prósi er byggingalist, ekki innan- húss-arkitektúr“ (Hemingway). Sú þjálfun sem Hemingway fékk sem fréttaritari setti sitt mark á stíl hans sem rithöfundar, og kynni hans af rithöfundum í París, - Gertrude Stein, Ezra Pound og James Joyce, - varð til þess að fága og þróa þann stíl. Ævintýralegt og viðburðaríkt lífshlaup Hemingways markar spor í skáldverkum hans. Margar af sögum hans eru byggðar að miklu leyti á hans eigin ævi (í sumurn þeirra notar hann meira að segja raunveruleg nöfn söguhetjanna) að þær hafa verið kallaðir sjálfsævisögur. En þetta er ekki að öllu leyti satt; það er frekar hægt að segja að þær séu sjálfsævisögulegar, þær lúti ævi lians. „Góður texti er sannur texti," sagði Hemingway eitt sinn. Ef maður semur sögu vcrður hún sönn í réttu hlutfalli við þá þekkingu á lífinu og samviskusemi sem hann beitir. Þannig að þegar hann skáldar upp sögu verður hún eins og hún hefði gerst í raunvcruleikanum... Sannur skáldskapur verður að spretta upp úr öllu því sem þú veist, hefur séð, hefur fundið fyrir. hefur lært. Texta Hemingway hefur verið lýst sem myndrænum. Með öðrum orð- um að orðin sjálf séu hluti af þeirri mynd sem hann drcgur upp. Hann velur orð sem hæfa þeirri persónu •.sem hann er að lýsa, í stað þess að nota lýsingarorð eða atviksorð. Sem dæmi; úr Vopnin kvödd: „Eftir kvöldmat mundi ég fara og hitta Catherine Barklay. Ég vildi að hún væri hér. Ég vildi aðég væri í Mílanó hjá henni. Mig mundi langa til að borða á Cova og laliba síðan niður Via Manzoni á heitu kvöldi og fara síðan yfir og beygja hjá síkinu og fara uppá hótel mcð Catherine Bar- klay. Kannski kæmi hún mcð. Kannski léti hún sem ég væri unnusti hennar sem fórst og við gætum labbað inn um framdyrnar og dyra- vörðurinn tæki ofan og ég mundi stoppa hjá skrifborði húsvarðarins og biðja um lykilinn og hún mundi bíða við lyftuna og síðan myndum við fara í lyftuna og hún færi mjög hægt upp brakandi á hverri hæð og síðan okkar hæð og strákurinn myndi opna hurðina og standa þar og hún myndi labba út og við mundum labba eftir ganginum og ég mundi stinga lyklinum í skráargatið og opna hurðina og fara inn og taka síðan upp símann og biðja þá að senda upp flösku af Capri bianco í silfurkæli með miklum klaka og þú gætir heyrt í ísnum slást í fötuna eftir ganginum og strákur mundi banka og ég mundi segja honum að skilja kælinn eftir fyrir utan dyrnar." Hemingway sagði einu sinni: „Fólk heldur að ég sé óupplýstur og þekki ekki þungaviktarorðin. Ég þekki þungaviktarorðin. En það eru eldri, betri orð, og ef þú getur komið þeim í þokkalega samsetningu þá standast þau.“ Það getur enginn efast um snilli Hemingway og fyrir hana var hann heiðraður með Nób- elsverðlaununum árið 1954. Hann varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, heiðraður og dáður fyrir þann til- finningaþrungna skáldskaparstíl sem hann ávann sér. En eitthvað lét hann í sölurnar. HEIMINGWAY: persónan Hemingway sagði einu sinni um dauða föður síns: „Það er satt að faðir minn framdi þennan verknað af heigulshætti, en það er líka hægt að líta hann öðrum augum. Þú gerir ekki slíkt nema þú hafir misst úthald- ið, eins og í stríði, þegar þú ert með ólæknandi sjúkdóm, eða að þú flýtir fyrir drukknun þar sem þú getur ekki synt yfir allt þetta haf.“ Hemingway sagðist ekki fyrst hafa kynnst sálrænum sársauka þegar hann komst að því að faðir hans var heigull þegar hann neitaði að slást við einhvern. Seinna, þegar hann var ásakaður á prenti fyrir heiguls- hátt í stríðinu, skrifaði hann til yfirmanns síns í hernum og bað hann um að birta opinberlega skýrsl- urnar um framgöngu hans í stríðinu. Þetta er raunveruleg karlmennska. Svo Hemingway hlýtur að hafa liðið illa og þjást í mörg ár, og notað veiðiferðir sínar til að draga úr og lina sársaukann. Það er erfitt fyrir okkur sem lifum í bæjum að skilja hversvegna maður, fyrir fimmtíu árum, sækist eftir því að vera svo nálægt vígstöðvum, nautaati, veið- um á stórum dýrum og sjóstanga- veiði. Og eftir að hafa veitt - það gæti verið stórt dádýr - með jafnmik- illi ánægju gera að dýrinu, flá það, verka skinnið og éta ferska lifrina í HEMN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.