Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. apríl 1986 Tíminn 11 „Þessi blöð segja frá nauðgunum með stríðsfyrirsagnaletri á forsíðu og birta síðan myndir af tælandi ungpíum á síðu 3. Það skal enginn segja mér annað en þessi tvö atriði séu samtengd," segir Clare Short, þingmaður Verkamannaflókksins. Þegar hún fyrir skömmu lagði til á þingi að myndir af brjóstaberum stúlkum yrðu bannaðar í breskum blöðum voru einu viðbrögðin sem hún fékk, hóstar og fliss frá karl- peningnum á þingi. „Þessar stúlkur eru skrambi að- laðandi. Það eru vissar konur hér á þingi sem gætu staðið sig vel í þessu starfi. Þetta er saklaust grín og hefur ekkert með aukin ofbeld- isafbrot að gera,” sagði Peter Bru- invels, einn af þingmönnum íhalds- flokksins, eftir ræðu Short. „Ef menn verða heitir og æstir. þá virka þessar myndir slakandi. en ekki hvetjandi til þess að fara út og nauðga konum," sagði Robert Adley, flokksbróðir Bruinvels. Samkvæmt Short hafa þessar myndir stuðlað að brengluðum hugmyndum um kynlíf, og það sem verst er, að börn hafa greiðan aðgang að þeirn. Þessar myndir ýta undir þá skoðun að konur séu ekkert annað en leikföng fyrir karla, einhverskonar gleðivakar. Tillaga Short fékk mikið fylgi, en þar sem ríkisstjórnin styður ekki málið eru hverfandi líkur á því að úr henni verði lög. Vikuna eftir að umræðurnar fóru fram á þingi. birti lögreglan skýrslu, þar sem kom í ljós að nauðgunum hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum. Af sex stöðum í Englandi og Wales sem getið var í skýrslunni hafði nauðgunarkærum fjölgað um 29%, en í London hafði þeim fjölgað um hvorki meira né minna en 56% á einu ári. Lögreglan sagði að aukninguna mætti að hluta til skýra með því að nú væri kvenfólk óhræddara við að kæra nauðganir en áður. í sömu viku birti The Sun tólf myndir af nöktu kvenfólki og sagði frá sjö kynferðislegum ofbeldis- glæpum. birti tvær myndir af fórn- arlömbum nauðgara; afungri konu með borða fyrir augunum og bak- svip af átta ára gamalli stúlku. David Montgomery, ritstjóri The Sunday News of the World, sem einnig birtir myndir af brjóstaberum stelpum, neitar því alfarið að nokkurt samband geti verið á milli þeirra og aukinna nauðgana. „Við erum jafn uggandi yfir þessari aukningu eins og hver annar, en það bætir ekkert að kenna þessum myndum um, - og þær eru á engan hátt tengdar frásögnum okkar af kynferðisaf- brotum," sagði Montgomery. Það var ástralski blaðakóngur- inn Rubert Murdock sem gerði brjóstin ómissandi þátt í breskri dagblaðaútgáfu, þegar hann keypti The Sun, sem þá var gjaldþrota, árið 1969. Ritstjórnarstefna Murdocks, að leggja höfuðáherslu á glæpafrá- sagnir, slúður. hneyksli og skreyta síðan þennan koktail með berum stelpum, gerði The Sun fljótíega að mest selda dagblaði Bretlands með upplag uppá 4,1 millj. ein- taka. Velgengni Murdock hefur haft afgérandi áhrif á breska blaðaút- gáfu. Þegar The Daily Star var í fjárhagseríiðleikum árið 1979, breyttu eigendur þess ritstjórnar- stefnunni í stíl við the Sun, og nú selst það blað í 1,3 milljónum cintaka. Bæði þessi blöð hampa stúlkun- um sínum, og reyna hvað þau geta að gera úr þeim þjóðarhctjur. Samantha Fox, sem getið var í upphafi greinarinnar, hefur notað frægð sína sem „síðu-3“-stúlka til að auðgast. Hún byrjaði að sitja fyrir þegar hún var fimmtán ára og hefur síðan verið reglulegur gestur á síðu 3. Frægð hennar er orðin það mikil að nú seljast Samantha Foxbolir, almanök, bækur, póstkort, myndbönd o.s.frv. eins og heitar lummur. Hún hefur meira að segja selt tölvufyrirtæki réttinn til að framleiða Samantha Fox- tölvuleik, sem verður einhverskon- ar tölvuútfærsla á nektarpókcr. Á síðasta ári flaug flughcrinn með hana til Norður-lrlands, til að hitta þar herdeild sem hafði kosið hana uppáhalds veggjaskrautið sitt. Fyrsta plata hennar, sem bar nafnið „Snertu mig - ég þrái skrokkinn á þér“, skaust beint upp í þriðja sæti á vinsældarlistanum. Ekki vill Tíminn verða sakaðurum að örva menn til kynferðis- legra óhæfu- verka, og því var ákveðið á rit- stjórnarfundi að setja þessa svörtu leppa fyrir brjóstin á þessum annars föngulega kvenmanni. Jafnvel Fox sjálf viðurkcnnir að citthvað óhugnanlcgt cr við það hversumikil áhrif hún hefurá fólk. „Mcr líkar ckki allskostar hvað sumir menn hugsa þegar þeir horfa á myndir af mcr, cg fæ alveg grænar bólur þegar ég hugsa um það", sagði hún eitt sinn í viðtali. „En það er samt bctra að þeir glápi á mig, en að þcir fari og nauðgi einhvbrjum," bætti hún við. ERU BERBRJÓSTA-MYNDIR NAUÐGANAHVETJANDI? Sdta, líantha Fox sem hefur atvinnu af þvi að láta taka af sér myndir þar sem hún er óklædd að ofanverðu, tryggði nýlega brjóstin sín fyrir 12,5 milljónir króna. Hin 19 ára fyrirsæta sýnir reglulega á sér brjóstin á síðu 3 í útbreiddustu dagblöðum Bretlands, The Sun og keppinaut þess, The Daily Star. Brjóstaberar stelpur eru aðal sölugagnið sem þessi blöð leggja fyrir karlkynslesendur í lægri þrepum þjóðféiagsins. Upp á síðkastið hefur ungfrú Fox, og aðrar stúlkur í sömu atvinnugrein, orðið umræðuefni í miklum deilum í Bretlandi umhugsanlegt samband á milli þessara stúlkumynda og nauðgana. Þessi deila hefur náð inn á þing og þar hefur The Sun verið sakað um að ýta undir nauðganir. KÍNVERSK FYRIRBÆRI Zhung Siping og konan, sem var fjarlægð. Það vakti heimsathygli þegar Yu litli Zhenhuan fæddist í heiminn árið 1977, en hann var loðinn sem api. Reyndar þýðir nafn hans, að alheimi hafi brugðið við, - alla vega er líklegt að móðir hans hafi hrokkið við, er hún sá hann fyrst. Hann líktist meira dýri en manni. Augnabrúnir og kollur voru sam- vaxin kolsvörtu hári og líkaminn allur var þakinn lubba, að undan- skildum lófum, vörum, iljum og nefbroddinum. Jafnvel eyru Yus voru hári vaxin. Þcgar hann varð tveggja ára, var hár hans orðið að mestu brúnt á litinn. Hjarta hans er eilítið stærra en gengur og gerist með börn á hans aldri og hann er hærri en 2ja ára Kínverjar flestir. Að öðru leyti er Yu eðlilegur. Þar sem mannfjöldi íKina nálgast óðfluga milljarðinn, er ekki að furða, að upp komi einn og einn Kínverji, sem ckki lítur út eins og aðrir Kínverjar. Sérstaklega eftir að bambustjaldið var opnað óviðkom- andi, hafa vestrænir vísindamenn unnið ötullega að kynningu á þcim vesalingum í Kína, sem fylla hóp undarlegra. Einn vísindamannanna heitir dr. Marteinn Bruber, og hér má líta sýnishorn úr safni hans: I hyrjun árs 1980 grófu vísinda- menn upp leifar Xu Yunbao, sem brann inni 1962, - þá 23 ára gamall. Hann var kafloðinn og þar að auki kroppinn. Hann varð aldrei hærri en 105 sentimetrar. Xu þessi var kallaður apadrengur- inn. Hann skreið á fjórum fótum. neitaði að klæða sig og skipti engu hvaða árstíð var. Hann tók ósoðin grjón fram yíir lagaðan mat. Hann hefur því líkst dýri að háttum einnig. því að hann gamnaði sér við að veiða menn! I safni Bruber má einnig finna andstæðu þeirra XuogYu.cn það eru sjö Kínverjar, sem eru hreint alveg sköllóttir, - og vex ekki eitt María de Jesús frá Brasilíu hefur verið kölluð „Ijótasta kona í heimi“. „Lioncl með Ijónsandlitið". Hann var sagður hafa alist upp hjá úlfum í Síbcríu, en sannleikurinn er víst sá, að hann fæddist í fjölleikahúsi og hafði mikið aðdráttarafl á áhorfend- ur scinna meir. Kínasnáðinn Yu Zhenhuan, loðinn frá hvirfli til ilja en við hestaheilsu. Apasnáðinn stingandi hárstrá á líkama þeirra, hvorki í cyrum, nefi eða undir höndum. Tvíhöfði En eitt almerkasta fyrirbærið er sjálfsagt vansköpun (ef ekki ofsköp- un) Zhang Siping. Á hægri lilið höfuðs hans var annað höfuð. Það var andlit konu. - Höfuðið hafði hár og tennur, en augu, nef og munnur voru óþroskuð. í höfuðkúpunni fannst heili, sem örugglega hefur verið ónothæfur. Þetta sníkilshöfuð var skorið burt » af læknum og tókst uppskurðurinn framar vonum. Zhang varð svo ánægður að hann skundaði strax af stað í konuleit, enda hafði hann verið ófrýnilegur í 35 ár og annað fólk forðast hann. Áríð 1980 gerðist sá undarlegi atburður, að fóstur fannst í maga 17 ára drengs í Kína. Hann kvartaði sáran, því hann átti erfitt með andar- drátt og seldi upp blóði og hárum. Varð þá ljóst hvers kyns var og fóstrið fjarlægt, en það hafði dreng- urinn borið með sér frá fæðingu. Fóstrið var um kílógram að þyngd og var farið að móta fyrir hári, tönnum og augum. Kínverski dreng- urinn er í fullu fjöri í dag. (Þýtt og cndursagt)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.