Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn Sunnudagur 13. apríl 1986 Hættu jegar amr Vísindamenn hafa nú komist aö því aö virkt samband er á milli andlegrar líðanar og líkamlegrar. Kvíöi, þunglyndi og streita geta verið heilsunni hættuleg. Andleg velferð mannkyns er besta heilsuverndin. Ellen hafði ekki þurft að leita til læknis í mörg ár, þar til fyrir stuttu. Þó annað fólk legðist í pestir og væri iðulega með kvef, þá virtist sem einhver héldi hlífðarskildi yfir Ellen. En lánið virðist hafa snúist gegn henni. Snemma í janúar fékk hún slæmt kvef, smitaðist síðan í febrúar af flensu, og hefur síðan haft slæman hósta sem hún virðist ekki ætla að losna við. Það hefur verið slæm tilviljun að þetta skyldi koma fyrir um leið og hún missti vinnuna um ára- mótin, eftir að fyrirtækið sem hún vann hjá lokaði vegna rekstrarerfiðleika og það virðist sem Eilen þurfi að fara að berj- ast fyrir sínum starfsferli á ný. En cr þetta tilviljun? Brjóstvitið gæti sagt okkur að okkur væri hættara við kvefi þegar við værum undir álagi, en þegar okkur iíður vel á sálinni. Það að hugarástand geti valdið líkamlegum sjúkdóm- um er þekkt úr þjóðsögum og öðrum bókmenntum. En nú eru jafnvel vísindamenn byrjaðir að taka þennan möguleika alvarlega. Samtök sálfræðinga, ónæmisfræð- inga, taugasjúkdómafræðinga og örverufræðinga, sérfræðinga sem sjaldan lítaút fyrirsitt þrönga svið, hafa nú tekið höndurn saman og vinna á nýju sviði sem hefurfengið mörg nöfn eins og til dæmis; hegð- unar-ónæmisfræði. sálar-ónæmis- fræði, og jafnvel „taugaónæm- ismælingar". Bak við þessar fjöl- þættu rannsóknir liggur löngunin til þess að skilja efnafræðilegar og líkamlegar verkanir á milli hugar og líkama, og mögulega að geta komiö í veg fyrir sjúkdóma scm stafa af slæmu hugarástandi. Fyrir aðéins tíu árum hefðu ERLEND MÁLEFNL Þórarinn Þórarinsson skrifar: Stjórnir margra Ameríkuríkja vantrúaðar á stefnu Reagans Hvetja hann til að draga úr stuðningi við skæruliða AF HÁLFU ríkisstjórnar Hondúras er það ekki viðurkennt, að þar dvelji skæruliðar, sem stefni að því að steypa ríkisstjórn nábúaríkisins, Nicaragúa, af stóli. Stjórn Hondúras lýsir jafnframt yfir því að það sé yfirlýst stefna hennar, að engar árásir séu gerðar frá Hondúras inn í nábúarikin. Skæruliðar þeir, sem berjast gegn stjórn Nicaragúa, hafist nær eingöngu við í Costa Rica, öðru nábúaríki Nicaragúa. Á sama tíma og stjórnin í Hondúr- as lýsir þessu yfir, berst Reagan forseti fyrir því, að þingið veiti 100 milljónum dollara til skæruliðanna, sem berjast gegn stjórn sandinista í Nicaragúa. Það er opinbert leynd- armál að meginþorri þessara skæru- liða, eða frá 10-15 þúsund hafi bækistöðvar sínar í Hondúras. Það er efalítið, að stjórn Hondúr- as kærir sig ekkert um nærveru þessara skæruliða og hún kýs að losna við þá úr landinu. Hins vegar æskir hún vafalaust stuðnings Bandaríkjanna við her Hondúras til þess að hann sé nógu öflugur til að verja landamæri ríkisins og ekki síður til að halda uppi lögum, því að án hersins gæti hin sárafátæka alþýða landsins reynt að brjótast til valda. Almenn fátækt er sögð hvergi eða óvíða mciri en í Hondúras. Hondúriska ríkinu hefur að veru- legu leyti verið haldið uppi með styrk frá Bandaríkjastjórn. Hann nam rúmum 200 milljónum dollara á árinu 1985. Vegna þess, að Hond- úras er fjárhagslega háð Bandaríkj-. unum, verður ríkisstjórnin þar að sætta sig við nærveru skæruliðanna, sem hún vill opinberlega ekki kann- ast við. Er fregnir bárust um það, þegar öldungadeild Bandaríkjanna var að fjalla um fjárbeiðni Reagans til skæruliðanna, að Nicaragúa hefði ráðist inn í Hondúras, var ekki tekið undir það af stjórn Hondúras fyrr en seint og um síðir, og þá í því formi, að Bandaríkin voru beðin um aðstoð til að flytja hondúriskt herlið til landamæranna. Aldrei bárust neinar fréttir um vopnaviðskipti milli her- ntanna frá Nicaragúa og Hondúras og stjórn Nicaragúa mótmælti inn- rásarsögunni sem uppspuna, enda hún sennilega sett á svið af skærulið- unt, ef einhver fótur er fyrir henni. Margt bendir til, að sæmileg sam- búð gæti haldist milli Hondúras og Nicaragúa ef utanaðkomandi áhrif kæmu ekki til. Sandinistar hafa ærn- ar ástæður til að hafa áhyggjur af fátækt og versnandi lífskjörum heima hjá sér, þótt þeir bæti ekki við sig ábyrgð og áhyggjum vegna fá- tæktarinnar í Hondúras. Að nafninu til hcfur lýðræðislega kjörinn forseti farið með völd í Hondúras síðan 1981, en áður fór hcrinn með stjórnina. í rauninni réði hann mestu áfram og ræður enn, þótt nýr forseti væri kjörinn á síðastliðnu ári á lýðræðislegan hátt. Vegna mikils fjárstuðnings frá Bandaríkjunum er herinn mjög háð- ur þeim, og forsetinn er neyddur til að fara að vilja hersins. I HINU nábúaríki Nicaragúa, Costa Rica, er lítil ánægja með nærveru skæruliðanna, sem halda Uppdráttur af Mið-Ameríku. í Hondúras er miðstöð skæruiið- anna, sem berjast gegn stjórn Nicaragúa. uppi árásum þaðan á Nicaragúa. Costa Rica er eina ríki Mið-Amer- íku, sem búið hefur við lýðræðislega stjórn og velferðarstjórnarfar. Á síðastliðnu ári náðist samkomulag um það milli stjórna Nicaragúa og Costa Rica að komið skyldi á alþjóð- legri friðargæslu á landamærum rfkj- anna og árásir yfir þau hindraðar á þann hátt. Þetta hefur ekki komist í framkvæmd, en leitað hefur verið aðstoðar svonefndra Contadora- ríkja til að koma þessu í framkvæmd. 1 Costa Rica fóru fram forseta- kosningar á síðastliðnu ári og er hinn nýkjörni forseti, Osar Arias, í þann veginn að taka við völdum. Arias er 43 ára lögfræðingur, ensku- menntaður, og hyggst láta málefni Mið-Ameríku til sín taka. Hann er fylgismaður þess, að komið verði upp alþjóðlegri friðargæslu á land- amærum Nicaragúa og Costa Rica. Nýlega hefur Arias í viðtali við breskan blaðamann látið ummæli falla, sem ekki hafa fallið Banda- ríkjastjórn í geð. Hann lýsti sig andvígan fyrirhugaðri fjárveitingu til skæruliðanna, sem vilja steypa stjórn Nicaragúa, og væri miklu skynsamlegra að verja henni til efna- hagslegrar uppbyggingar í Mið-Am- eríku. Jafnhliða hefur Arias lýst sig andvígan stjórnarháttum í Nicarag- úa, en í valdabaráttunni við fyrrver- andi einræðisherra þar, áttu sandin- istar hclsta skjólshús sitt í Costa Rica. Það gildir jafnt um stjórnina í Costa Rica og í Hondúras, að hún er mjög háð fjárframlögum frá Banda- ríkjunum. Það er því eftir aö sjá,. hvernig Arias reynist eftir að hann tekur við forsetaembættinu. ÞEGAR átökin um Nicaragúa eru undanskilin, hafa nýlegar forseta- kosningar í Guatemala dregið að sér mesta athygli í Mið-Ameríku. Þar hefur herstjórn farið með völd síðan 1954, þegar herinn rak lýðræðislega kjörinn forseta frá völdum með tilstyrk Bandaríkjanna, en hann þótti vinstri sinnaður. Forsetakosn- ingarnar í Guatemala á fyrra ári þóttu fara betur fram en búist hafði verið við. Sigurvegari varð Vincio Cerezo Arevalo, frambjóðandi Kristilega flokksins. Cerezo, sem er 43 ára gamall, er kominn af efnuðum ættuni. en hneigðist snemma til vinstri og hefur þrívegis verið sýnt banatilræði. Síðustu árin hefur hann búið í Washington. Hann sigraði í kosningunum með yfirburðum. Það vakti athygli. þegar hann tók við forsetaembættinu í janúar síðast- liðnum, að Ortega, forseti Nicarag- úa, var meðal boðsgesta. Cerezo hefur lýst því sem markmiði sínu að koma á friði í Mið-Ameríku. Flestir fréttaskýrendur telja, að Cerezo verði að fara gætilega í þessum efnum, því að annars muni herinn grípa í taumana á nýjan leik. Hinum nýju forsetum Costa Rica og Guatemala, sem vafalítið vilja koma á friði f Mið-Ameríku, er það verulegur styrkur, að þeir muni njóta stuðnings Contadoraríkjanna, en þau eru Mexikó, Venezúela, Cólombía, og Panama. Þessi ríki hafa um nokkurt skeið unnið að því að koma á friði í Mið- Ameríku. Til viðbótar við þau hafa nú bæst í þennan hóp Brasilía, Uruguay, Arg- entína og Perú. Öll þessi ríki hafa. lagt til við Bandaríkjastjórn að hætta stuðningi við skæruliða, sem vilja steypa stjórn sandinista. Þetta byggist m.a. á því, að þau óttast, að styrjöld í Nicaragúa muni líkleg til að hleypa af stokkunum skæruliðahreyfingum í flestum eða öllum ríkjum rómönsku Ameríku og muni þannig gera illt verra. Það stafi af misskilningi hjá Bandaríkja- stjórn, þegar hún álíti að niðurlög sandinista geti orðið til þess að gera ástandið friðvænlegra. Til þess þurfi að beita öðrum ráðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.