Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 5
 Sunnudagur 13. apríl 1986 f Tíminn 5 ENN UM USTAMENN Á ÞÓRSGÖTUNNI Glenn Hoddle leikur á Jan Mölby, þrumuskot og æ, æ, helvít- 4ið hann Grobbi slær boltann glæsi- lega yfir slána. Geiri sótbölvaði og leit með ofsa á vin sinn Kobba sem dansaði stríðsdans um stofugólfið. 2-1 fyrir Liverpool og það á heimavelli Tott- enhams, þvílík skömm. Kobbi sem veit að nú er ekki rétti tíminn til þess að stríða hinum skapstóra vini sínum, sagði með hægð, „Ég verð nú að játa að Tott- -1 enham átti skilið eitt stig, en það U eru mörkin sem gilda. Þetta mild- aði aðeins skap Geira. Síðan fara þeir að ræða leikinn á meðan þeir bíða eftir að Bjarni Fel komi með úrslitin í hinum leikjunum í enska boltanum. .’ Loksins þegar úrslitin komu þá voru þau heldur betur óvænt. Unit- ed tapaði á heimavelli, Coventry vann Everton o.s.frv. Þegar þeir félagarnir eru að fara yfir getraunaseðlana segir Geiri allt í einu, „Kobbi værirþú til í að kíkja ol'aðeins á eina röð hjá mér.“ * „Nei, ég má ekki vera að því.“ „Jú, komdu og klíptu mig því ég held að ég sé með tólf rétta,“ segir Geiri með bros á vör sem nær langt út undir eyru. Kobbi hreinlega ræðst á Geira, tekur af honum seðlana og fer yfir. „Ja, hver þremillinn 12 réttir eru [;það svo sannarlega. Djöfulsins heppni hjá þér, ótrúlegt, þú með 12 rétta. Ég er sannfærður urn að þú ert einn með tólf, þetta eru það erfið úrslit, lukkunnar pamfíll getur þú verið. Veistu hvað potturinn var í síðustu viku? Aðeins tvær milljón- ir, eitthundrað og sextfu þúsund kr. og hann er örugglega ekki minni núna.“ Geiri færði sig að símanum og valdi númer. „Já Gulli blessaður, systir þín er flugfreyja og nú vant- ar vin þinn allt það vín sem hún getur reddað, já og bjór. Ég ætla að halda rosalegt partí hérna í kvöld og þér er að sjálfsögðu boðið. Já og meðal annars, frítt vín ofan í alla. Aflrverju? Ég var með tólf rétta núna áðan. Já tólf rétta, alveg satt, OK blessaður." Geiri rétti Kobba tólið og sagði, „hringdu í allar helstu dömurnar tsem við þekkjum og bjóddu þeim hingað í kvöld.“ „Já, en hvernig eigum við að bjarga peningamálunum fyrir vín- Vertu ekki svona stressaður maður, VISA-kortið og ávísana- heftið verða að bjarga þessu þang- [að til ég fæ greidda peningana hjá 3etraunum. Þó að fimm séu með tólf rétta þá fær ég samt allavega nokkur hundruð þúsund, ekki satt?“ Kobbi róaðist við þetta svar, náði í svörtu bókina og fór að velja númer. Samkvæmið heppnaðist framar öllum vonum, allir voru sammála um að annað eins partí hefði ekki verið haldið. Eftir á var haldið í Hollywood og þar fengu ýmsir frían drykk út á VIS A-kort Geira, aðallega dömur. Eftir Hollywood var aftur farið heim til Geira og skemmt sér langt fram undir morgun. En þá voru okkar menn aldeilis ekki búnir að fá nóg, Kobbi kom með þá snilldar- tillögu að bregða sér til kóngsins Kóben. Geiri tók strax undirþetta, til Kaupmannahafnar skyldi farið með VlSA-kortið og heftið. Þegar þeir hringdu í farmiðasölu Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli kom í ljós að tvö sæti voru laus í þrjú vél- ina. Samkvæmisfötunum, tannburst- anum og lakkskónum var hent ofan í ferðatöskuna og þá voru menn ferðbúnir. Það var ekki laust við að flug- freyjurnar væru fegnar að losna við þessa lífsglöðu pilta þegar á Kast- rup flugvöll var komið. Þeir höfðu haldið sig stíft við drykkju á leið- inni og angrað marga farþegana með spaugi sínu, og svo ekki sé minnst á þessar óðu hendur þeirra sem flæktust allstaðar þar sem þær áttu ekki að vera. Þegar vinirnir komu til Kaup- mannahafnar þá voru þeir hreint ekki vissir hvert ætti að halda, en upp á skemmtun hljóðaði pró- grammið og skemmtun skyldi það vera. Þannig leið tíminn í glaum og gleði í... Tveim dögum seinna þegar þeir voru loksins orðnir allsgáðir, fannst þeim tímabært að hringja á klakann og athuga hve mikið Geiri hefði unnið í getraununum. Stúlkan í afgreiðslunni var ekk- ert nema liðiegheitin og fyrr en varði var hann kominn í samband við glaðlega kvenmannsrödd sem sagði „Getraunir góðan daginn.“ Já, sælar, mig langaði bara að at- huga hvað hefði unnist mikið á tólf rétta.“ „2.045,384 kr,“ sagði konan og það tók Geira góðan tíma að melta þessa upphæð, 2.045,384 kr. Vá. Síðan sagði hann „já, já, mig langaði bara að vita það, þar eða ég er með tólf rétta." „Nei, nei vinur minn það stenst ekki, það var bara einn seðill með tólf rétta og hann átti gömul kona sem býr í vesturbænum." Geiri hló góðlátlega og sagði „liann var góður þessi, notar þú liann oft til að stríða vinningshöf- um. Seðillinn minn er númer 76202 og ég er með tólf rétta.“ Daman svaraði „Það er óskap- lega mikið að gera hjá mér og ég hef ekki tíma fyrir svona spaug, vertu blessaður." Síðan kom dauð- ur sónn. Geiri rétti tólið að Kobba og sagði „hringdu í getraunirnar og spurðu hvaða númer seðillinn hafi verið sem vann.“ Kobbi bað afgreiðsluna um núm- erið á getraununum. Það tók skamma stund að ná sambandi og aftur svaraði sama glaðlega röddin, „Getraunir góðan daginn.“ „Getur þú sagt mér hvaða númer var á seðlinum sem var með tólf rétta, 72223 jaá takk fyrir.“ Félagarnir litu á hvor annan og . sögðu samtímis „þetta er einhver misskilningur, það hlýtur bara að vera, nema ... Það getur hreinlega ekki verið að fíflið hann Raggi í sjoppunni hafi gleymt að skila seðl- unum. Geir tók tólið og bað skjálfradd- aður um númerið á Ragga sjoppu. Eftir skamma stund kom samband og glaðleg stúlkurödd sagði „Ragga sjoppa góðan daginn.“ „Er Ragnar við, ha ekki. Getur þú sagt mér hvort hann gleymdi nokkuð að skila getraunaseðlunum á föstudagskvöldið?" Stúlkan setti sorgartón í röddina og sagði „Hann Raggi greyið fót- brotnaði á föstudaginn og það hreinlega gleymdist í öllum látun- um að skila seðlunum." Geiri missti tólið á gólfið, leit á vin sinn og sagði „Hann gleymdi að skila. Hvað erum við við eiginlega búnir að eyða miklu, þrjú fjögur- hundruð þúsund? Ég frem sjálfsmorð, hvað eigum við eigin- lega að gera? Ég ætla að vona að það vanti menn í skógarhöggs- vinnu í Ástralíu. Frímann Gunnar Sverrisson skáld á Þórs- götunni í Reykjavík hringdi í Tím- ann og bað um leiðréttingu á þeim orðum sem snúa að honum í viðtali við Gunnar og Guðbjörn Guðbjörns- syni í síðasta helgarblaði. í viðtalinu við söngbræðurna segir, að nágrann- ar þeirra séu bestu nágrannar í heimi og með þeim er talinn Gunnar Sverrisson. Segja bræðurnir að hann „fylgist grannt með því, sem þeir eru 'að gera.“ Þessi orð geta, að mati Gunnars Sverrissonar, valdið misskilningi og vildi hann að það kæmi fram, að hann hafi aldrei tamið sér afskipta- semi og hnýsni, heldur sé hann unnandi sönglistarinnar og eigi það til að staldra við, er hann heyri tenórsöng út á götu þegar þeir bræður æfa sig. Blaðamaður hafði samband við þá Gunnar og Guðbjörn, sem sögðu orð þeirra hafa verið sögð með jákvæðu hugar- fari, - það væri lítið spennandi að stunda söngnámið ef enginn nennti að fylgjast með því Gunnar Sverrisson. ÍSLENSK SEÐLAÚTGÁFA í 100 ÁR Við minnumst aldaraF-^iis Árið 1886 voru í fyrsta skipti gefnir út peningaseðlar hér á landi. í tilefni af hundrað ára afraæli seðlaútgáfunnar hefur Seðlabankinn látið gera sérstaka 500 króna silfurmynt í takmörkuðu upplagi. Á framhlið myntarinnar er mynd fjallkonunnar, en fjallkonu- mynd var á bakhlið 50 kr. seðils 1886 og oft síðan á íslenskum seðlum. Á bakhlið er mynd af áraskipi undir seglum af gerð sem var algeng fyrir hundrað árum. Ágóði af sölu minnispenings þessa rennur til Þjóðhátíðarsjóðs, sem var stofnaður 1974 og veitir árlega styrki til varðveislu íslenskra menningarminj a. Hámarksupplag er 20.000 eintök. Þar af eru allt að 5000 peningar sérunnir úr 925/1000 silfri og allt að 15.000 peningar í venjulegri sláttu úr 500/1000 silfri. Söluverð er kr. 1250 fyrir sérunninn pening í vandaðri gjafaöskju, en kr. 780 fyrir venjulega sláttu í öskju. VERÐMÆT EIGN VEGLEG GJÖF - GRIPUR MEÐ SÖFNUNARGILDI SEDIABANKIISIANDS Sölustaðir: bankar, sparisjóðir og helstu myntsalar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.