Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 17
Tíminn 17 flestir sérfræðingar, er fjalla um sjúkdóma eins og kvef, þvertekið fyrir að uni eitthvert samband við hugarásatand gæti verið að ræða. Samkvæmt bókinni getur smitsjúk- dómur einungis komist með einum hætti í líkama hins sýkta; með því að veira. vírus eða baktería nái að komast í áðurnefndan líkama. Hinsvegar gætu þættir, eins og: elli, vannæring og ofþreyta minnk-' að þol sjúklinga fyrir sjúkdómin- um. En í bókunum er ekkert rúm fyrir kenningar sem gera ráð fyrir að gleði, þunglyndi, afslöppun eða stress gætu haft áhrif á ástæður sjúkdómanna. í dag er þessi áður viðurkenndi sannleikur dreginn í efa 'af æ fleiri vísindamönnum. Breska kvef- rannsóknarstöðin í Salisbury hefur gegnt veigantiklu hlutverki í þess- ari hugarfarsbreytingu. Rannsókn- ir hennar hafa sýnt að jafnvel smávægilegar breytingar á heilsu megi rekja til hugarástands. Og ef sú kenning er tekin gild má allt eins gera ráð fyrir að hugurinn hafi einnig áhrif á veigameiri sjúk- dóma, eins og krabbamein. í nærfellt fjóra áratugi hafa sjálf- boðaliðar aðstoðað við rannsókn á nýju lyfi gegn veirum, og hafa sannað að kvef orsakast af nefveiru og öðrum skyldum veirum. Árið 1975 frakvæmdi sálfræðingurinn Richard Totman. ásamt starfs- mönnum bresku kvef-rannsóknar- stöðvarinnar, þeim Wallace Craig og Sylvia Reed, fyrstu sálfræðilegu rannsóknina á kvefi. Vísinda- mennirnir sýktu 48 sjálfboðaliða með tveimur kunnum kvefveirum. Síðan var 23 af þessum sjálfboða- liðum boðið að taka „nýtt lyf", sem í raun var lyfleysa, og var sagt að hugsanlega kæmi það í veg fyrir kvefið. Þau voru einnig vöruð við því að ef þau samþykktu að taka þátt í þessari tilraun yrðu þau að gangast undir rannsókn á melting- arvökva og í henni yrði notast við magaslöngur. Vísindamennirnir ætluðu ekki að framkvæma neina rannsókn á meltingarvökvum, heldur var sjálfboðaliðunum sagt þetta í þeim tilgangi að „stressa" þá upp. Hinum helmingi hópsins var hvorki boðið lyfið, né hótað magaslöngunni. Toman og sam- starfsmenn hans bjuggust við. að þeir sem voru í 23 manna hópnum fengu vægan kvíða eða eftirsjá eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Það gæti orðið þcss valdandi að þeir réttlættu fyrir sér ákvörðun sína og „ykju" með því verkan lyfleysunnar, sem eins og áður sagði verkaði ekki, og gætu þar með beitt hugarorkunni til að hindra kvefið í að skjóta rótum. Vísindamennirnir höfðu rangt fyrir sér. Þegar hóparnir voru kall- aðir inn til rannsóknar kom í Ijós að 23 menningarnir höfðu mun alvarlegra kvef en hinir. Stress virtist því auka hættu á sjúkdómn- um í stað þess að aðstoða líkamann í að vinna bug á þeim. Totman-hópurinn gerði einnig kannanir utan stofnunarinnar. Þeir létu stóran hóp fólks ganga reglu- lega til sálfræðings og fylgdust grannt með andlcgri líðan þeirra. Síðan gáfu þeir sjálfboðaliðunum kvefveirur. Þegar rannsókninni lauk kom í ljós að þeir sem höfðu misst ástvin, vinnuna, höfðu skilið eða lent í öðru sem gat talist „stressandi", fengu mun frekar kvef cn hinir. Það var ekki einungis að kvefið legðist þyngra á þá, heldur fundu vísindamennirnir fleiri nefveirur í þeim en hinum. Vísindamenn hafa nú rcynt að finna skýringar á þessu samhengi á milli andlegrar og líkamlegrar líð- « anar. Helstu kenningar eru þær að andleg vanlíðan veiki varnir líkam- ans gegn veirum, dragi úr virkni þeirra þátta í blóðinu cr ráðast á utanaðkomandi veirur. Það hefur komið í ljós við rann- sóknir á rottum að vanmáttur til þess að ráða við umhverfi sitt getur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Not- aðir voru tveir hópar af rottum: annar fékk raflost með reglulegu millibili og gat stöðvað það með því að ýta á þar til gerðan takka, en hinn hópurinn gat sér enga björg veitt. Það kom í ljós að sá hópur sent var gersamlega á valdi vísindamannanna var mun mót- tækilegri fyrir sjúkdómum. Vísindamenn eru helst á því að ástæðu þessa sc fyrst og fremst að leita í hormónakerfinu; adrenalíni, testorsterónum. insúlíni ogjafnvel vaxtahormónum. Það hefur verið ljóst í mörg ár að hugurinn stjórnar adrenalíninu að einhverju leyti, en það er nú fyrst sem líklegt þykir að hann stjórni einnig hinum áður- nefndu efnum. En hvers vegna geta þessi efni verið hættuleg heilsunni? Ein kenning er að svarið liggi í þróun mannsins. Þegar tígrisdýr réðst á írummanninn, jókst adreéalín- strcymi í líkamanum og hann fékk aukinn kraft og gat þá hugsanlega forðað sér eða ráðið niðurlögum skepnunnar. í dag lendum við sjaldnar í svona skyndilegri hættu. Oftar herjar á okkur kvíði, stress og önnur langvarandi sálræn vanda- mál. Margir vísindamenn vilja mcina að það sé þessi langvarandi áhrif adrenalíns og annarra efna er hugurinn stjórnar sem hafi þessi slæniu áhrif á líkamann. Að þau geti dregið úr gctu hans að ráða niðurlögum utanaðkomandi veira, og jafnvel verið sjálf uppspretta sjúkdóma. Ef þetta reynist rctt, þá er heilsu- gæsla komin langt út fyrir það svið sem við eigum að venjast. Varnir gegn atvinnuleysi verða þá að telj- ast heilsuvernd, eftirlit með álagi í ivinnu og í skóla sömulciðis. Og almenn andlcg líðan ntanna er það markmið sem heilsugæsla ætti að snúast um. GULLIBETRI Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson: Það mun örugglega mikið bera á fánahyllingum og mexíkönskum sombren- höttum þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer þar fram í júní. Á þessum veili verður skorið úr um það hver hreppi heimsmeistaratitilinn í knattspymu 1986. Það mun gerast þann 30. júní en þá fer úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar fram á Aztecaleikvanginum í Mexíkóborg. Sá völlur getur tekið við 110.000 manns en að sjálfsögðu er löngu uppselt á úrslitaleikinn. Heimsins mesta knattspyrnuhátíð - Sú hátíð nálgast óðfluga - Verðlag í Mexíkó breytist Iíka óðfluga - Hverjir leika til úrslita? Þó ekki sé nema rúmur mánuður þangað til mesta íþróttahátíð heims fer fram eru gestgjafarnir enn hinir rólegustu ogfyrirvenjulegan Mexík- ana gæti heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu eins verið eftir hundrað ár. Grákaldur veruleikinn er nefni- lega enn aðalumræðuefnið í Mexíkó enda er sá veruleiki all ískyggilegur fyrir Mexíkana ef vel er að gáð. Hvar sem menn mætast er lækkandi olíuverð ellegar erlendar skuldir aðal hitamálið. Olíuverð fellur þó örugglega í skuggann þann 31. maí næstkom- andi þegar opnunarleikur heimsins mestu knattspyrnuhátíðar verður leikinn. Þar eigast við núverandi heimsmeistarar ítalir og Búlgarar. fbúar Mexíkó, sem telja um 75 milljónir, munu frá þeim tíma og reyndar allan júnímánuð aðeins ræða um einn hlut - knattspymu og aftur knattspyrnu. Víst er að stjórnendur hótela og eigendur samgöngutækja munu sannarlega ræða um knattspyrnu þó um vissar áherslubreytingar geti ver- ið að ræða í þeim samræðum. Yfir- völd í Mexíkó hafa nefnilega af því dulitlar áhyggjurað sumirætli sér að græða heljarins mikla peninga- summu á þeim 40 þúsund erlendu knattspyrnuáhugamönnum og 5 þús- und fréttamönnum sem væntanlegir eru til Mexíkó í tilefni keppninnar. Mörg hótel í Mexíkóborg og á öðrum stöðum þar sem keppt verður hafa reyndar þegar tvöfaldað allt sitt verðlag og segja sumir það aðeins byrjunina.á stórfelldu okri. Einnig er vitað að eftirsókn í bandaríska dollara verður mikil meðan á keppn- inni stendur og verður það sjálfsagt aðalgjaldmiðillinn í landinu á þess- Já, það verður ekki um villst. Yfir- skeggið snýr upp á við. Heimsraeist- arakeppnin er í nánd. um tíma þó dollarahark sé bannað samkvæmt lögum. Sögusagnir um væntanlegt okur fengu byr undir báða vængi nú um daginn þegar fréttist af hóteli í Queretaro er hugðist fimmfalda allt verðlag á þjónustu sinni. Þar í borg munu Vestur-Þjóðverjar, Danir, Uruguaymenn og Skotar leika sinn undanriðil til lykta. Ekki er reiknað með að Skotar greiði fimmfalt fyrir alla þjónustu. Gróðasjónarmið ráða miklu í sambandi við væntanlegt aurakropp en cfnahagsástandið í landinu mun einnig eiga sína sök á uppsprengdu verði. Margir heiðarlegir hótel- eigendur, bílaeigendur og fleiri sem hagsmuna eiga að gæta, óttast nefni- lega að mexíkanska pesóið eigi enn eftir að falla í verði í samanburði við Bandaríkjadal og því mun gróði þeira eyðast upp á aðeins örfáum vikum. Hvað þó sem öllu auratali lfður er víst að keppnin mun fara fram með glæsibrag og búist er við einni þeirri jöfnustu heimsmeistarakeppni sem haldin hefur verið ef marka má orð knattspyrnusérfræðinga og þjálfara um allan heim. Undirbúningur allur hefur gengið þokkalega, sérstaklega í sambandi við undirbúning keppnisvallanna sjálfra. Nokkur seinkun hefur þó orðið í Puebla þar sem ítalir, Arg- entínumenn, Suður-Kóreumenn og Búlgarir munu há leiki sína. Búist er við að um 160 lönd muni sýna beint frá keppninni í sjónvarpi og er ísland þar meðtalið. Leikirnir munu draga gífurlegan fjölda manna að skjánum enda er hér um að ræða > stærstu íþróttahátíð heims ásamt Ólympíuleikunum. Urslitaleikurinn mun fara fram á Aztecaleikvanginum í Mexíkóborg þann 30. júní en sá leikvangur tekur 110.000 manns. Uppselt er að sjálf- sögðu á leikinn, eins og reyndar alla leiki í Mexíkóborg, og svartamark- aðsbrask með miða er nú þegar hafið. Hverjir koma svo til að mætast í þeim leik? Um það er erfitt að spá þó nafn Brasilíu hafi líklega oftast borið á góma í því sambandi. Sú skoðun byggir þó meira á sögulegri væntumþykju heldur en góðum ár- angri liðsins uppá síðkastið. Argentxnumenn, Frakkar, ítalir ásamt gestgjöfunum Mexíkönum eiga einnig góða möguleika á að komast í úrslitaleikinn og víst er að kæmust heimamenn þangað myndu allar efnahagsáhyggjur hverfa sem dögg fyrir sólu hjá þorra þjóðarinnar - að minnsta kosti um tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.