Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 19
Sunnudagur 13. apríl 1986 '
Tíminn 19
Falsaðar sígarettur
Lögreglan í Shanghai hefur nú
brennt yfir 4 þúsund karton af
sviknum sígarettum.
Þó Kínverjar séu mesta tóbaks-
framleiðslu-þjóð í heimi, framleiða
helmingi meira af sígarettum en
Bandaríkjamenn, þykir Kínverjum
erlendar sígarettur mun eftirsóknar-
verðari en þær innlendu. Á þessu
ætluðu óprúttnir menn að græða
stórfé. Þeir keyptu mikið magn af
erlendum sígarettum, opnuðu pakk-
ana, tóku gæða-sígaretturnar úr og
létu venjulegar kínverskar sígarettur
í staðinn. Fölsuðu sígarettupakkana
seldu þeir síðan á svörtum markaði
á uppsprengdu verði.
Lögreglan komst síðan í málið og
greip þrjótana, svo minna varð úr
hagnaðinum en ráð var fyrir gert.
Ekki fylgir sögunni hvað hinir
óprúttnu falsarar gerðu við erlendu
sígaretturnar sem þeir losuðu úr
pökkunum.
Hláturmildur
morðhundur
Richard Ramirez, sem játað hefur
á sig 14 morð, sprakk úr hlátri í
réttarsal í síðustu viku, þegar mál
hans var tekið fyrir.
Ramirez játaði á sig morð sem
hinn svokallaði „nætur-huldumað-
ur“ framdi, en hann hélt íbúum
Kaliforníu í skelfingu um sex mán-
aða skeið.
Ramirez hafði verið þögull og eins
og út á þekju allt réttarhaldið þar til
ung kona bar vitni og sagðist hafa
lifað af árás hans fyrir nokkrum
mánuðum. Þetta fannst Ramirez
fyndið, byrjaði fyrst að glotta, síðan
að flissa, gat síðan ekki setið á sér
lengur og sprakk úr hlátri. Réttar-
vörðurinn varð að leiða hann út úr
réttarsalnum, svo það gæti haldið
áfram án truflana. Ramirez fékk
ekki að fara aftur inn í salinn fyrr en
hann hafði jafnað sig af hlátrinum.
Honum mun haf þótt það æði-
fyndið að einhver teldi að hann
slyppi lifandi frá honum.
Óvinsæll frambjóðandi látinn
Sá maður sem hefur fengið fæst
atkvæði í kosningum er nú látinn.
Þetta var Bretinn George Boaks,
sem fór fram í 28 kosningum, en
uppskar ekki nema 1772 atkvæði
alls.
Boaks sem var liðsforingi á eftir-
launum barðist fyrir bættum sam-
göngum, betra lofti, þingbundnu
einræði og öðrum merkum málefn-
um.
Hátindurinn á pólitískum ferli
hans var árið 1974 þegar hann fékk
240 atkvæði í bæjarstjórnarkosning-
um í Wimbledon, en árið 1982 var
hann í öldudal og fékk ekki nema 5
atkvæði í kosningum til þingsins er
hann bauð sig fram í Glasgow.
Boáks setti mikinn svip á umhverfi
sitt, ók^um á stóru mótorhjóli sem
hann kallaði Baoksmobile og var fús
til að ræðá við hvern sem var um
stjórnmál. Hann hlaut mikla höfuð-
áverka fyrir þremur árum er hann
lenti í slysi á Boaksmobilnum.
Boaks sagði eitt sinn: „Þið getið
kallað mig fífl, fávita eða hvað sem
þið viljið, það skiptir ekki máli, svo
framarlega sem ég fæ fólk til þess að
hugsa.“
Það er algengt að kosningaseðlar
í Bretlandi séu fullir af allskyns
smá-framboðum, en nú hverfur nafn
George Boaks af þeim.
TORFÆRUHJÓL
AUTFYRm BMX
BMX-hjalmar BMX-húfur
nuí"!rímfr BMX-treflar
BMX-hanskar BMX-sokkar
o«í“PeySUr BMX-hnéhlif
n«í^U,X.Ur BMX-púðar
BMX-jakkar BMX-merki
BÚÐÍtí
Sendum i póstkröfu.
Kreditkortaþjónusta
Varahluta- og
viðgerðarþjónusta
AURKID
Ármúla 40
Sími 35320.
FRÁ BÚNAÐARDEILD
TTVAC
Júgurhlífar
prufupappír
Sparkvamir
Mjólkur-
sýnikönnur