Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Sunnudagur 13. apríl 1986 *E ast barnsbein í öskunni. Ferrando segir ennfremur að dóttir kerlingar muni hafa rænt sveininum og kastað honum á eldinn. Til hennar hafi ekkert spurst síðan, en Ferrando segist aldrei gleyma ásjónu hennar. Hermennirnir bölva norninni í skelf- ingu. Þessa sömu nótt kemur farand- söngvarinn að höllinni og kemst óséður að turnherbergi Leónóru. Hann syngur til hennar úr garðinum og hún hleypur út á móti honum. En greifinn stígur fram og hefur heyrt söngvarann, sem er Manrico, hefja upp raust sína. I þann mund kemur Leónóra í garðinn og játar greifan- um ást sína. Manrico hleypur að og sakar hana um ótryggð, en Leónóra gerir sér grein fyrir að hún hafi farið mannavillt í náttmyrkrinu og játar nú söngvaranum ást sína einum. Luna greifi verður heltekinn af af- brýði, segir að nú hafi Leónóra kveðið upp dauðadóm yfir farand- söngvaranum, en formælir honum í þokkabót, þegar hann heyrir að Manrico er herforingi Urgels greifa, sem stýrir óvinaliði gegn honum í borgarastríðinu. Hér er ekki beðið boðanna og hverfa þeir óvinir af sviði til að berjast. Það spillir ekki fyrir, að vita söguþráðinn fyrir fram, því að tón- listin magnar upp spennuna. Óperan er sungin á frummálinu, ítölsku, og er því rétt'að kynna sér vel atburða- rásina til að geta notið sýningar íslensku óperunnar til hins ýtrasta. I einvíginu hefur söngvarinn betur, en þá varsem rödd afhimnum byði honum að höggva ekki, heldur þyrma lífi greifans. Manrico kemst svo aftur til sígaunabúða þar sem móðir hans, Azucena, er. Hún segir honum söguna af móður hennar, sem var brennd á báli Luna greifa hins eldri. Hún segir honum að hún hafi í hefndarskyni og bræði rænt syni greifans og fleygt honum á bálið. f sama mund hafi hún upp- götvað, sér til ógurlegrar skelfingar, að það var hennar eigin sonur sem engdist til dauðs í logunum, en sonur greifans var heill á húfi. Manr- ico spyr með hryllingi hvort hann sé þá ekki raunverulegur sonur hennar, en hún fullvissar hann um að svo sé, - heiftin hafi svipt hana viti um stundarsakir. Hún minnir hann svo á móðurást sína. Síðar fréttir Manrico, að Leónóru hafi verið sagt, að Luna greifi hafi fellt hann í einvíginu og að hún vilji ganga í klaustur. Luna greifi bíður hennar í klaustrinu og vill nema hana á brott með sér, en Manrico kemur með mönnum sínum og Leónóra flýr í fang hans. Þau fara brott saman, en Luna situr eftir með sárt ennið. Luna tekst þó að handsama móður Manricos, en Ferrando höfuðsmað- ur ber kennsl á hana, sem nornina sem rændi bróður greifans, Garzia, úr vöggu. Luna greifa finnst þá kominn tími til að kveikja upp í nýjum kesti. Leónóra og Manrico bíða þess að vera gefin saman, er þau fregna, að móðir hans muni senn verða leidd á bálið. Manrico fer þegar til bjargar móður sinni, en Leónóra verður ein eftir í kapellunni. Aðför Manricos tekst nú ekki betur en svo, að hann verður sjálfur hnepptur í varðhald greifans sem hugsar þeim mæðginum gott til glóð- Tímamyndir: Sverrir Vilhelmsson og Pétur Sigurðsson arinnar. En Leónóra kemur til hall- arinnar og biður Luna að miskunna þeim. En Luna vill hefnd og espist því meir sem Leónóra biður hann sárar. Loks segir hún að Luna skuli fá hennar, ef hann þyrmir Manrico. Hann trúir vart sínum eigin eyrurn, en lætur til leiðast og segir að Manrico muni lifa. Leónóra snýr sér undan, tekur eitur sem hún hafði geymt í hring sínum, en fyllist fögn- uði yfir lífgjöfinni. Manrico og móðir hans eru í dýflissu greifans og þangað kemur Leónóra, til að færa þeim gleðitíð- indin. Hún biður Manrico að flýta sér, en segist ekki geta komið með honum. Hann þykist sjá í hendi sér, að Leónóra hafi selt Luna ást sína og bölvar henni. Hún segir þá frá eitrinu sem hún hefur tekið, heldur en að verða öðrum gefin. En þá er allt um seinan, - Luna kemur að þeim, þar sem Leónóra liggur deyj- andi fyrir fótum Manrico. Luna skipar mönnum sínum að færa far- andsöngvarann umsvifalaust út og höggva hann og sér sjálfur til þess, að móðir hans fylgist með aftökunni út um fangelsisgluggann. Þegar hún sér son sinn deyja ákallar hún guðina og segir Luna, að Manrico hafi verið löngu týndur bróðir hans. Luna greifi bregst við með hryllingi, en Azucena hnígur niður með orðun- um: „Móðir, þín er hefnt“ og spring- ur svo úr harmi. Luna greifi stendur einn eftir lifandi. FRijMsYnD Kristinn Sigmundsson „Greifinn er í þjónustu konungsins af^ Aragóníu á Spáni og er af svipaðri tign og Leónóra, sem er hirðmey drottningar. Greifinn er eitt af lykilhlutverkum í þessu stykki; hann er ástfanginn af Leónóru og hún hefur að öllum líkindum verið ætluð honum frá blautu barnsbeini, - það kemur allavega fram að hann þykist eiga hana.“ Nú söngst þú í annarri Verdi óperu í vetur, Grímudansleiknum í Þjóðleikhús- inu. Er mikill munur á þessum persónum, greifanum og Anckarström? „Já, munurinn er talsverður. Anckar- ström er miklu dramatískari persóna mús- íkalskt. en þannig finnst mér hlutverk Luna greifameira spennandi. Ég tel að í II Trovatore séu fleiri spennadi „músíkölsk moment" en í Grímudansleiknum, enda trónir Farandsöngvarinn jafn hátt og Rigo- letto og La Traviata hvað vinsældir snertir. Við höfum aðeins gert hefðbundnar stytt- ingar á verkinu, en Deckert hljómsveitar- stjóri er vel hnútum kunnugur, hefur meðal annars stjórnað þessu verki í Ríkis- óperunni í Vínarborg. Þessir niðurskurðir rýra gildi óperunnar ekki neitt." Næst spjallaði ég stuttlega við Viðar Gunn- arsson, en hann fer með hlutverk Ferrand- os, höfuðsmanns í her greifans. Þetta er stærsta hlutverk hans til þessa, en síðast söng hann í uppfærslu Þjóðleikhússins á Grímudansleik aukahlutverkið Tom, sem sóttist eftir lífi tenórsins. Viðar er enn við sama heygarðshornið og gengur af tenórnum dauðum í þessari óperu eins og öðrum. Viðar Gunnarsson „Ferrando opnar óperuna og vekur strax upp spennu í leiknum," sagði Viðar. „Hann er eins konar sögumaður og er sá sem ber kennsl á konuna, sem talin er vera morðingi bróður greifans. Það er mjög erfitt að opna á þessari aríu, því að í henni er mikill flúrsöngur neðarlega á tónsviði bassans. En arían er mjög fræg og falleg. Nú, Ferrando er að sjálfsögðu mikið eldri en greifinn. Líklegast er hann jafn- aldri föður hans, sem dó úr harmi, eftir að sonur hans hvarf. Ferrando verður þess vegna þulurinn, sem minnir menn á fortíð- ina og útskýrir orsakirnar," (því óperah fjallar um afleiðingar fyrst og fremst innsk. blm.). „Mér finnst mjög gaman að vinna í þessu húsi,“ svaraði Viðar aðspurður. „Það er ekki að sjá annað, en að það gangi vel að setja hér upp stóra óperu. Æfingar hafa gengið vel og eiga æfingarstjórarnir þökk skilið fyrir þeirra starf.“ Að þessum orðum loknum laumaðist blaðamaður út, enda margoft þvælst fyrir, þar sem vinnandi fólk var að störfum. Það var sem maður hefði himnana höndum tekið, þegar glitti í útgöngudyrnar og blaðamaður gerði sér grein fyrir að hann væri sloppinn úr ranghölum hússins. Þó var einni þraut enn ólokið, því að blaða- maður þurfti að klofa yfir Garðar Cortes og Elísabetu Eiríksdóttur, þar sem þau lágu á gólfinu og sungu hástöfum um dauða og ástir. Hér er hver afkimi notaður til æfinga enda fórnfúst starf, að vera óperusöngvari. j>j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.