Tíminn - 23.04.1986, Qupperneq 6
6 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Ritstjóri: NíelsÁrniLund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Oréttlæti sem
verðuraðuppræta
Skýrsla fjármálaráðherra um störf nefndar sem
kannaði umfang skattsvika í þjóðfélaginu hefur
vakið verulega athygli og umtal síðan hún var lögð
fram. í skýrslunni kemur fram að umfang nótu-
lausra viðskipta var mjög verulegt og er ástæða til
þess að ætla að slík viðskipti nemi um 900
milljónum króna, og þar af um 440 milljónum í
byggingariðnaðinum, þar „sem möguleikar til dul-
innar starfsemi og skattsvika, eru mestir,“ eins og
segir í skýrslunni.
Alþýðuflokksmenn sperra nú stélið í framhaldi
af þessum upplýsingum og halda fundi um skatt-
svikin og þykjast hinir einu og sönnu mótherjar
skattsvikaranna í þjóðfélaginu. Þessi umræða
þeirra og annarra mun halda áfram nú um hríð, en
síðan dettur hún niður á ný ef að líkum lætur.
Framsóknarmenn hafa fyrir löngu gert sér grein
fyrir þeirri óhæfu sem skattsvikin eru, og þessi
skýrsla kemur alveg heim við kenningar þeirra.
Þingmenn flokksins hafa nú á tveimur þingum í röð
flutt tillögu um úttekt á svartri atvinnustarfsemi og
nótulausum viðskiptum, en af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum dagaði tillagan upp í nefnd á
síðasta þingi. Tillagan var flutt aftur á síðasta þingi
og hefur nú verið vísað til ríkisstjórnarinnar, og er
þess að vænta að nú verði tekið á þessu vandamáli
og reynt að komast fyrir rætur þess. Það er betra
seint en aldrei. Það má geta þess að ef tillaga
framsóknarþingmanna, sem Stefán Guðmundsson
var fyrsti flutningsmaður að, hefði verið samþykkt
fyrir ári, og unnið í framhaldi af henni, væru menn
nú miklu betur í stakk búnir til þess að fást við þetta
höfuðmein í skattsvikunum, nótulaus viðskipti.
Nú þurfa stjórnvöld að láta hendur standa fram
úr ermum og koma lögum yfir skattsvikarana.
Skattsvikin eru óþolandi þjóðfélagslegt óréttlæti
sem verður að uppræta.
Hin öfgafulla umræða sem hefur verið um
skattpíningu og ríkisútgjöldin í þjóðfélaginu, hefur
verið vatn á millu skattsvikaranna, jafnvel réttlæt-
ing á gerðum þeirra.
Þessi öfgaumræða um útgjöld til sameiginlegra
þarfa er því undarlegri þar sem það liggur nú fyrir
að ríkisútgjöld eru lægst hér miðað við öll okkar
nágrannalönd.
Því ber nú að vænta að þessari umræðu linni, og
almenn fordæming flokkanna á skattsvikum endist
lengur en fram yfir þær kosningar sem fram undan
eru.
Miövikudagur 23. apríl 1986
llllllllllllllllfllllllllll GARRI
■ Æ
Hin heilaga prósenta
Áratugum saman hefur kjara-
barátta allra launastétta á íslandi
verið háð undir merkjum hinna
lægst launuðu í landinu, vcrka-
munnum og verkakonum. I>au
voru l'ramvarðarsveitin og oftar en
ekki voru það þcirra félög, sem ein
voru spennt fyrir verkfallsvagninn
til að færa fórnir fvrir þá hópa í
verkalýðshreyfingunni, scm miklu
meira báru úr býtum fyrir vinnu
sína. Þeir betur settu tóku allt sitt
á þurru. Verkfalli erfiöisfólksins
lauk svo meö samningum um prós-
entuhækkun kaupgjalds. Sömu
prósentu fyrir alla. Krónunum í
launaumslögum hinna bctur settu
Ijölgaði hclniingi meira en hjá
erfiðismönnunum ineð fórnarlund-
ina, sem cinir báru kjaruskerðingu
verkfallsins. Það voru þakkirnar til
þeirra, sem brutu ísinn fyrir alla
hina.
Þessari útgerð stjórnuðu hinir
pólitísku verkalýðseigendur.
Þeirra pólitík virtist byggjast á því,
að unnt væri að halda baráttunni
fyrir „alræði öreiganna" áfram og
llokknum hæfilega stórum.
Þegar verðbólgan tók að magn-
ast og vísitöluskrúfan að snúast
hraöar hrakaði kjörum hinna verst
settu mest. Vísitalan hafði nefni-
lega hina heilögu prósentu inn-
byggða í sjálfa sig.
Ósennilcgt er, aö þessari prósentu-
hefð í kjarasainningum verði breytt
að ráði á næstu árum. Svo rótföst
virðist hún orðin i íslendingseðl-
inu. Þess vegna verður að finna ný
ráð og mcöul til að hífa lægst
launaöa fólkið upp fyrir fátækra-
mörkin.
Bolungavíkur-
samningarnir
Bæjarstjórn Bolungavíkur tók
sér fyrir hendur um daginn að gcra
samning við verslunarmannafélag-
ið iim hækkun lágmarkslauna í 30
þúsund krónur í þágu nokkurra
skrifstofumanna í þjónustu bæjar-
ins.
Forseti bæjarstjórnarinnar lýsti
því i sjónvarpi af hvílikum mann-
kærlcik þessi saniningur væri
gcröur og fylgdi áskorun á alla
launagreiðendur að gcra slíkt hið
sama. Auðvitað var þetta aðeins
pólitískt bellibragð, cn ekki mann-
kærleikur. En ýmsir verkalýðsfor-
ingjar og að sjálfsögðu Svavar
Gestsson renna mjög hýru auga til
Bolungavíkursamningsins. Auð-
vitað gat bæjarstjórnin gert vel við
sína starfsmenn, án þess að gcra
um það sérstakan samning við
verslunarmannafélagið. Hún gat
farið eins að og bæjarfélög gera,
sem halda vilja í góða starfsmenn
með yfirborgunum, fastri yfirvinnu
o.fl. og undarlegur cr sá mannkær-
lcikur, sem fer ■ manngreinarálit
og skilur lægst launaða l'ólkið í
bæjarfélaginu eftir á köldum
klaka, t.d. konurnar i frystihúsun-
um á staönum. Auðvitað átti
mannkærleikur bæjarstjórnarinn-
ar einnig að ná til þcirra. Bæjar-
stjórnin gat hæglega ákveðið að
lækka eða fella niður útsvar af
þeim.
Það, sem hefur ráðið og mun
ráða í næstu framtíð prósentunni í
kjarasamninguin á íslandi, er af-
koma fyrirtækja í útgerð, fisk-
vinnslu og samkcppnisiönaöi.
Þessar atvinnugreinar geta ekki ýtt
kostnaðarhækkunum í rekstri sín-
iim út í verðlagið. Þær cru háðar
verðlagi á útflutningsvörum á
crlcndum mörkuðum eða keppa
við erlendar vörur á innlendum
markaöi. Fari kostnaður við rekst-
ur þessara greina upp fyrir þær
tekjur, sem markaðurinn skanimt-
ar þcini, er engin leið til önnur til
að koma í veg fyrir stöðvun þeirra
en gcngislækkanir með tilheyrandi
vcrðbólgu, sem reynslan hefur
kennt okkur að bitnar harðast á
þeini sem búa við bág kjör.
Á sagan að endurtaka
sig?
Lægstu laun eru nú talin um 19
þúsund krónur. Hækkun þeirra í
30 þúsund (Bolungavíkursamning-
urinn) þýðir 57,9 prósent launa-
hækkun. Ef slík prósentuhækkun
færi á alla línuna og upp allan
launastigann á einu ári, myndi
skapast ncyðarástand í íslensku
atvinnu- og efnahagslifi. Slík
launahækkun myndi ekki leiða til
aukningu kaupmáttar heldur hins
gagnstæða og cftir sætu láglauna-
stéttirnar á botninuin í enn verra
ásigkomulagi en nú. En segir ekki
reynslan okkur að miklar líkur séu
á, að slíkt ólán gæti yflr okkur
gengið verði ekki sinuaskipti hjá
þeim launþegum sem best eru
settir? Halda menn t.d. að það sé
einhvcr tilviljun, að samið var í
síðustu kjarasanmingum um sér-
stakar og aðskildar greiðslur til
hinna lægst launuöu í tveimur
sunimuin (3.000 kr. lS.apríl og
3.000 kr. 15. júní)? Efþessar 6.000
kr. hefðu fariö inn í viku cða
mánaöarknupiö (600 kr. á mánuði
á samningstímanum) þá hefðu
vargarnir í efri flokkunum séð til
þess, að þetta lítilræði til láglauna-
fólksins hefði hlaupið upp allan
launastigann i formi liinnar heilögu
prósentu.
Er ekki kominn tími til að stjórn-
málamenn fari að hugleiða úrræði
til að rjúfa vítahringinn um lág-
launafólkið. Uin það mun ég fjalla
á næstunui. Garri.
lllllllillllll VÍTTOG BREITT llllllllllllflfllllllllllflflllllllllllllllflflfll^
EIGNARRETTUR
AUDUNDAH
Smátt og smátt eru augu manna
að Ijúkast upp fyrir þeirri stað-
reynd að fiskur er verðmæti. Ekki
svo að skilja að ekki hafi verið
vitað að hann er auðsuppspretta en
veiðilag og vinnsluaðferðir hafa
yfirleitt ekki verið á þann veg að
þeir sem að unnu hafi haft tilfinn-
ingu fyrir að þeir hafi verið að
stússa við viðkvæma matvöru og
verðmikla.
Þúsundir og aftur þúsundir
tonna af fyrrum góðfiski voru
keyrðar í gúanó. Margra nátta
netafiskur lá í kös áður en hann var
hengdur upp í skreið sólarhringum
eftir að honum var landað og fiskur
hraðfrystur löngu, löngu eftir að
hann var dreginn úr sjó.
Þegar kvótakerfið var lögleitt
fór öll meðferð vörunnar batnandi
og meiri áhersla var lögð á að skila
sem verðmætustum afla á land.
magnið skipti minna máli. í fisk-
vinnslunni er einnig skilningur á
því að samhengi cr á milli gæða og
markaðsverðs.
Viðbrögðin láta ekki á sér
standa. Fiskur frá íslandi er orðinn
eftirsóttari vara en svo að hægt sé
að anna allri eftirspurninni. Þegar
svo er komið hækkar verðið sjálf-
krafa. En hinu má heldur ekki
gleyma að fiskneysla eykst mjög af
heilbrigðisástæðum og eru kaup-
endur kröfuharðir um vörugæði,
sem skiptir ekki síður máli en hvað
máltíðin kostar.
Útflutningur á gámafiski er orð-
ið mikið misklíðarefni milli útgerð-
armanna og sjómanna annars veg-
ar og fiskverkenda í landi hins
vegar. Útgerðin er að rétta úr
kútnum eftir margra ára olíuokur
og lágt fiskverð, sem reiknað er
eftir formúlu sem engir skilja nema
fáir útvaldir.
Dæmi eru um að margfalt hærra
verð fæst fyrir ferskan fisk erlendis
en fiskvinnslan getur greitt hér á
landi. Það þarf engum að koma á
óvart að nýr fiskur er eftirsóttari en
„unninn". Með nýjum viðhorfum
raskast hefðbundnir markaðir og
tekjuskiptingin innanlands tekur
heljarstökk. Þegar fiskur er seldur
nýr á erlenda markaði rennur
ágóðinn nær óskiptur til útgerðar-
ogsjómanna. Fiskvinnslustöðvarn-
ar og þeir sem þar vinna sitja eftir
og geta ekki keppt við fersk-
fisksöluna.
Friðrik Pálsson, forstjóri SH,
heftrr gert þetta að umtalsefni og
kennir kvótakerfinu um og spyr
hver eigi fiskinn í sjónum, en
kvótinn byggist á því að eigendum
tiltekinna skipa er úthlutað afla-
magni sem þeir mega veiða. Aðri
fá ekki að draga bein úr sjó.
Vel má fallast á þá skoðun ai
ekki sé eðlilegt að einstakir meni
eigi lögbundinn rétt á að nýt;
auðlindir allrar þjóðarinnar, o;
hirði bróðurpartinn af afrakstrin
urn. En forstjórinn stingur upp ;
þeim möguleika að fiskvinnslu
stöðvarnar fái eignarréttinn á fisk
þjóðarinnar.
Með þessu móti yrði eignarrétt
urinn aðeins færður af einni hend
á aðra, og fiskverðsformúlan hald;
sínu vafasama gildi.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút
vegsráðherra, hefur margítrekac
að kvótakerfið sé langt frá því ai
vera fullkomið og að sífelldrai
endurskoðunar á þvf sé þörf. Er
engin skárri aðferð hefur enn kom-
ið fram til að leysa það af hólmi
Það má heldur aldrei gleymast aé
kvótakerfið er fyrst og fremst seti
til að koma í veg fyrir ofveiði og
I vernda fiskistofna en það atrið;
verður sífellt meira utanveltu i
fiskveiðiumræðunni.
Kvótakerfið hefur leitt margt
gott af sér, svo sem meiri vöru-
vöndun og verðmeiri nýtingu
aflans. Það er ekki síst því að
þakka hve eftirspurn er mikil og
fiskverð hátt. Þessu vilja þeir
gleyma sem telja að skreiðarhjallar
og gúanó geymi fiskinn best.
En fer ekki að verða tímabært
að vekja umræðu um auðlinda-
skatt? Það verður að fást úr því
skorið hver á fiskinn á miðunum
viðlandið.