Tíminn - 23.04.1986, Síða 11
Miðvikudagur 23. apríl 1986
Tíminn 11
■il
BÓKMENNTIR
lllii
BEINT UR KJARNA
ÍSLENSKRAR MENNINGAR
Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastööum:
Glampar I fjarska á gullin þil, búskaparár og
veiöidagar, siöara bindi, Hörpuútgáfan,
1985.
Menn fara stundum hástemmdum
orðum um sveitamenninguna og
bókmenntina íslensku, og jafnvel
svo að margir brosa jafnvel út í
annað þegar þeir heyra þetta. En
hvað á að segja þegar maður á
níræðisaldri, sem eytt hefur blóman-
um úr ævi sinni í að byggja upp
stórbýli í sveit, sest niður að loknu
löngu ævistarfi og sendir frá sér
úrvalsbækur? Handbragð hans er
þannig að margur langskólagenginn
rithöfundur mætti heita stoltur af,
og hlýtur þá ekki eitthvað úr „þjóð-
ararfinum1' að vera hér að verki?
Efnið í bókinni er sótt í ýmsar
áttir, en líkt og í fyrra bindi með
sama nafni (1982) fer þar niest fyrir
minningum höfundar hvers konar
frá löngum búskaparferli. Líka eru
hestar og laxveiði áberandi í þessu
bindi.
Bókin hefst á löngum kafla þar
sem J>orsteinn rekur búskaparsögu
sína á Skálpastöðum, allt frá upphafi
og þar til hann lét búið í hendur sona
sinna 1970. t>að er hógværlega skrif-
aður kafli, sem rekur í raun jafn-
framt búskaparsögu þjóðarinnar á
miklum uppbyggingartímum á fyrri
hluta þessarar aidar.
Næst koma þrír minningaþættir
um einstaklinga, fyrst þáttur um
Vigfús Auðunsson, mikið heljar-
menni að kröftum. síðan annar um
nágrannafólk hans í Brautartungu,
og Ioks hlýlega skrifaður frásögu-
þáttur um föður Þorsteins, Guð-
mund Auðunsson. Allir eru þessir
þættir skrifaðir af hlýhug og ræktar-
semi.
Þá kemur frásögn um ungan erf-
iðleikapilt sem var um tíma á Skálpa-
stöðum hjá Þorsteini. í þeim kafla er
töluvert mikil sálarfræði, og þar er
því vel lýst hvernig yfirvegaður og
lífsreyndur maður getur komist í
gegnum skelina á vandræðaunglingi
og orðið honum til verulegrar
hjálpar. Hygg ég að margur sálfræð-
ingurinn gæti þóst stoltur af þeim
árangri, sem þar náðist, þótt ekki
dygði hann til fullrar björgunar.
Síðan kemur stutt frásögn af fé
sem flutt var á milli landshluta í
fjárskiptunum, og eftir það ferða-
saga úr bændaför til Noregs 1953.
Þar segir raunar ekki frá neinum
stórviðburðum, cn öll frásögnin er
þó lifandi í einfaldleika sínum og
skemmtileg aflestrar.
Þá kemur stutt saga úr bernsku
Þorsteins, og eftir það þrjár frásagnir
af hestum sem hann hefur átt. Loka-
kafli bókarinnar er svo löng frásögn
um Grímsá og Grafarhyl. Þar kentur
laxveiðiáhugi Þorsteins vel fram, en
við Grímsá hefur hann glímt meira
og minna nær alla ævi sína og þckkir
liana nianna best. Hefur hann þarna
dregið saman mikinn og skemmtileg-
an fróðleik um ána og veiðar í henni,
Winston Churchill.
LOKABINDI STRlÐS
SÖGU CHURCHILLS
Winston S. Churchill: The Second World
War. Volume V. Closing the Ring. Volume VI.
Triumph and Tragedy.
Penguin Books 1985.
671 716 bls.
Með þessum tveim bindum lýkur
endurútgáfu á hinu mikla ritverki Sir
Winston Churchill um síðari heims-
styrjöldina. Hið fyrra, Hringnum
lokað, segir frá innrás bandamanna
á Ítalíu og falli fasistastjórnar Muss-
ólinis, auk þess sem greint er frá
öðrum atburðum styrjaldarinnar á
tímabilinu frá því f.júní 1943 og fram
í júlí 1944. Hér segir frá hinni miklu
og erfiðu sókn norður eftir Ítalíu-
skaganum, frá átökum á Kyrrahafi
og frá ráðstefnum leiðtoga banda-
manna, m.a. frá Teheranfundinum
fræga. Þegar bókinni lýkur eru herir
Þjóðverja svo að segja króaðir af á
meginlandi Evrópu og bandamenn
reiðubúnir að hefja innrásina í Nor-
mandy og leggja til atlögu við
Evrópuvirki Hitlers: Festung Eur-
opa.
I síðara bindinu greinir frá innrás-
inni í Normandy og lokaátökum
styrjaldarinnar í Evrópu, en síðan
víkur sögunni austur til Asíu og
segir frá sfðustu mánuðum styrjald-
arinnar gegn Japönum. Ennfremur
segir frá fyrstu mánuðunum eftir
styrjöldina í Evrópu og þeim atburð-
um, sem sumir hafa talið marka
upphaf kalda stríðsins.
Eins og frá var skýrt í umfjöllun
um 1. og 2. bindi þessa verks hér í
blaðinu, var Sir Winston Churchill
einn færasti penni þeirra, sem á
enska tungu hafa ritað á þessari öld
og samdi mörg verk önnur en stríðs-
söguna. Hér verður ekkert endur-
tekið af því sem þar var sagt, en þess
eins getið, að þótt Stríðssaga Churc-
hills sé nú af mörgun talin úrelt og
hlutdræg sem sagnfræðirit, hefur
þessi útgáfa hlotið mjög góðar við-
tökur í Bretlandi. Meta menn þar
ekki síst frásagnargáfu og stílsnilld
höfundar, og einnig, að sagan býr
þrátt fyrir allt, yfir ýmsum upplýsing-
um, sem aðrir höfðu ekki aðgang að,
fyrr en löngu seinna. Pesónuleg
frásögn Churchills af atburðum er
og ávallt athyglisverð, þótt oft sé
hún lituð.
Jón Þ. Þór.
Þorsteinn Guðniundsson
og fléttar hann þar saman við marg-
víslegum persónulegum minningum
urn mcnn og málefni. Lýkur þeim
þætti, og bókinni, með skemmtilegri
frásögn af einurn tólf löxum sem
gerðu heiðarlega tilraun til að sleppa
undan ádrætti í hylnum og sýndu þar
töluvert meiri skynsemi en mcnn
myndu annars að óþekktu ætla
„skynlausum skepnum" af kynkvísl
þeirra.
Það sem mér líkar best við þessa
bók er það hvað mikið er í hcnni af
einlægri en þó yfirvegaðri frásagnar-
gleði. Þorsteinn á Skálpastöðum
kemur hér fram scm sögumaður
fyrst og fremst. Hann cr að segja frá
og rifja upp miriningar sínar um
menn, málleysingja og málefni sem
hann hefur kynnst á langri vegferð.
En þó að þetta séu fyrst og fremst
minningar hans sjálfs þá fellur hann
ekki í þá gryfju að fara hér að rita
neins konar ævisögu. Því fcr fjarri
að hann reki í þurru og annálslegu
frásöguformi allt það sem fyrir hann
hefur borið. Það sem honum tckst
kannski fyrst og fremst vel við er að
velja sér efni og að hafna öðru. Slíkt
er mikill vandi sem allir þeir. sem
fást við ritstörf, þurfa að heyja glímu
við, og hún getur oft orðið erfið.
í þessu sýnir Þorsteinn fullþroska
rithöfundartök á viðfangsefni sínu.
Og í öðru þykir mér raunar einnig
að þessi bók beri vott um verulega
rithöfundarhæfileika Þorsteins, þótt
vera megi að það sé ómeðvitað.
Bæði í þessari bók og í hinni fyrri
tekst honum nefnilega að draga upp
verulega trúverðuga og lifandi pers-
ónulýsingu, sem margur sá, sem
titlar sig með rithöfundarheiti, mætti
öfunda hann af. Þessi persónulýsing
er af honum sjálfum, því að hann
hefur þann háttinn á að leggja mikið
í skrif sín frá eigin brjósti. Lesandi
kemst því ekki hjá að kynnast Þor-
steini allnáið í gegnum skrif hans, og
ég hygg að flestum verði þau kynni
ánægjuleg.
Menn mega gjarnan lesa þessa
bók, ef þeir hafa sérstakan áhuga á
búriaðársögu, hestamennsku eða
laxveiði, og fylla með henni upp í
þekkingu sína á þeim sviðum. En ég
hef þá trú að menn geti einnig lesið
hana sér til verulegrar ánægju þótt
|ieir hafi ekki sérstakan áhuga á
neinu af þcssu þrennu. Það er vegna
þess að þetta er vel samin bók sem
sprottin cr bcint úr bókmcnntalífinu
í sveitum landsins í þúsund ár. Hún
er raunar sprottin beint úr kjarna
íslenskrar mcnningar.
Eysteinn Sigurösson
SUNNLENDINGAR
SUNNLENDINGAR
BOÐSKORT
Nýtt fyrirtæki, Vélar & Vagnar, byrjar starfsemi
sína hér á Selfossi 24. apríl, Sumardaginn fyrsta.
í tilefni af því bjóðum við öllum Sunnlendingum
til opnunarhátíðar í húsakynnum okkar að Eyrarvegi
15, sími 1504 og 1506.
Þar verður kynnt starfsemi fyrirtækisins: Bílaleiga
og bílasala.
Auk þess verður BÍLABORG HF með sýningu
á nýjum 1113203 bíl.
Sýnum einnig landbúnaðarvélar
ÍN i 1 J kynnir starfsemi sína, en Vélar &
Vagnar er umboðsaðili þessara fyrirtækja á
Suðurlandi.
Bn
Veitingar verða allan daginn, og
HOLTAKEXfyrir fullorðna en nýji sykurlausi
Hi'C-drykkurinn fyrir bömin.
Léttið ykkur upp og lítið inn hjá okkur á
Sumardaginn fyrsta,
Lyftingatröllín
koma fram
kl. 16.00.
V.
ELAR
\Agnar
Eyrarvegi 15, sími 1504 & 1506
P.S. Hringið og látið skrá bílinn eða landbúnaðartækið hjá okkur.