Tíminn - 26.04.1986, Side 4
4 Tíminn
ALLIR SKEMMTA
SÉR í ÞÓRSCAFÉ
Linda Gray (Sue Ellen) með
Ijósa hárið í staðinn fyrir dökku
lokkana.
Linda Gray í
nýju hlutverki
Þórscal'é á 40 ára afmæli um
þessar munciir og cr afmælisins
minnst á margvíslegan hátt. M.;i
hefur verkið sett upp nýtt og full-
kornið diskótek á fyrstu hæðinni og
í suniar stendur til að breyta öllum
skem mtistaönum.
Allar helgar er boðiö upp á
fjölbreytta skemmtidagskrá. m.a.
skemmtir Ómar Ragnarsson mat-
argestum öll föstudags og laugar-
dagskvöld. Miðnætursviði hefur
veriö komið l'yrir á annarri hæð
hússins og þar hefur Pálmi Gunn-
arsson sungicð undanfarið. Meðan
hann bregður sér til Bergen í
byrjun maí til að syngja í Eurovis-
ionkeppninni munu Magnús og
Jóhann Ieysa hann af, en þegar
Icyflokkurinn kemur frá Bcrgen
mun Pálnti taka aftur þráðinn og
vænta má þess að Icy komi fram
með honum og syngi Gleðibank-
ann. Pálmi mun troða upp á Mið-
nætursviðinu öll föstudags og laug-
ardagskvöld.
Á annarri hæð hússins halda
Ponik og Einar uppi fjörinu og
spila undir dansi cn á neðri hæðinni
er diskótekið, sem einnig er opið
öll fimmtudagskvöld og er þá boðið
upp á fjölbreytta skemmtidagskrá.
Um helgar á föstudags og laugar-
dagskvöldum er opið frá kl. 20.00
fyrir matargesti og er boðið upp á
þríréttaða veislumáltíð.
Svipmynd frá diskótekinu í Þórs-
café, ásamt Óniari Ragnarssyni.
Christa McAuliffe var vinsæl kennslukona. „Hjá henni var alltaf
eitthvað að gerast. Það var ekki námsleiðinn í nemendum hennar,“ sagði
Charles Foley skólastjóri í Concord Higli, skólanum þar sem Christa
kenndi.
Hin átakanlega saga um kennslu-
konuna, sem var í áhöfn banda-
ríska geimfarsins sem fórst í flug-
taki, hefur nú orðið tilcfni að
kvikmynd.
Kennslukonan Christa Auliffe
hafði sótt um að komast í geimfcrð
og var valin úr stórum hópi um-
sækjanda til ælinga fyrir ferðina.
Nemendur hennar og fjölskylda
fylgdust með því þegar eldflaugin
tókst á loft, - en fagnaðarópin
hljóðnuðu og breyttust í grát þegar
áhorfendur gerðu sér grein lyrir
hvað hafði gersl.
Kontið hefur til greina að Linda
Gray lciki kennslukonuna Christa
McAulilfi. sem fórst þarna 37 ára
gömul. Linda hefur verið að breyta
um hárgreiðslu og háralit smám
saman. Nú er hún með Ijósbrúnt
hár, cn ekki hið dökka, síða hár,
scm prýðir „Sue Ellcn" í DALLAS-
þáttunum.
Á leið í sína hinstu för: Christa McAuliffe og nokkrir félagar hennar
ganga hrosandi og hress til gcimflaiigarinnar.
Linda sagðist ekki hafa þorað að
breyta um háralit í einu vctfangi,
en verið að sntálýsa hárið. „Nú
kann ég Ijómandi vel við að vera
ljóshærð," sagði hún er þcssi mynd
var tekin af henni.
ÚTLÖND
FRÉTTAYFIRLIT
MADRID — Bílasprengja
sprakk fyrir utan sjúkrahús í
miðborg Madríd í gærmorgun
oa varð fimm þjóðvarðliðum
að bana. Þetta var versta
skæruliðaaðgerð á Spáni á
síðustu tveimur árum.
BONN — Evrópubandalags-
rikin athuga nú hvort þau eigi
að koma á sérstökum öryggis-
reglum er varða farangur
sendiráðsmanna og sendi-
ráðsmenn sem grunaðir eru
um aðild að hryðjuverkastarf-
semi í evrópskum borgum.
MADRÍD — Stjórnvöld á
Spáni sögðust ætla að vísa 11
Líbýumönnum úr landi og eru
þrír þeirra sendiráðsstarfs-
menn. Tilkynning þessi fylgdi í
kjölfar samþykktar Evrópu-
bandalagsríkjanna um að
minnka umsvif líbýskra sendi-
ráða í Evropubandalags-
löndunum tólf.
LÚXEMBORG — Land-
búnaðarráðherrar ríkja
Evrópubandalagsins (EC)
komust að grunnsamkomulagi
um mikilvægar breytingar á
landbúnaðarstefnu þessara
ríkja. Breytingunum er ætlað
að draga úr offramleiðslu á
landbúnaðarvörum.
BEIRÚT - Óþekkt samtök
sem kalla sig „Byltingin heldur
áfram“ lýstu ábyrgð á hendur
sér vegna sprengingarinnar í
miðborg Lundúna. Sprenging-
in eyðilagði skrifstofu breska
flugfélagsins „British Airways“
við Oxfordstræti.
TRÍPÓLÍ — Muammar
Gaddafi Líbýuleiðtogi átti viðtal
við sovéskan blaðamann og
hvatti þar til alþjóðabaráttu „í
samvinnu við Sovétríkin og
önnur sósíalistaríki" gegn
heimsvaldastefnu.
LYON — Breskur viðskipta-
maður sem vann fyrir banda-
rískt fyrirtæki var skotinn til
bana í Frakklandi í gær.
Ónafngreindur símahringjandi
sem sagðist tala fyrir hönd
arabahóps lýsti morðinu á
hendur sér.
VIN — Samstarfsmenn Kurt
Waldheims, fyrrum aðalritara
SÞ og nú forsetaframbjóðanda
í Austurríki, sögðust í gær
vera að athuga fréttir um að
bandarísk stjórnvöld hefðu í
hyggju að neita honum um
ferðaleyfi til landsins.
LUNDÚNIR — Breska kon-
ungsfjölskyldan syrgði í gær
lát hertogynjunnar af Windsor,
bandarísku konunnar sem Eð-
varð VIII gekk að eiga á kostn-
að konungsnafnbótar. í gær
voru margar hugleiðingar á
lofti um örlög skartgripa og
annarra persónulegra eigna
hertogynjunar sem lést í París
89 ára að aldri.
MANILA — Corazon Aquino
forseti Filippseyja sagði árás
þá er varð Willie Vicoy Ijós-
myndara Reuters fréttasto-
funnar og sjö öðrum að bana
hafa mjög minnkað líkurnar á
samkomulagi við uppreisnar-
her kommúnista.