Tíminn - 26.04.1986, Síða 6

Tíminn - 26.04.1986, Síða 6
Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Erfiðmálog farsæl vinnubrögð Nú hafa þingmenn tekiö lokasprettinn og voru þinglausnir síðasta vetrardag, þannig að þeir geta fariö heim í kjördæmin með farfuglunum. Sú skoðun er almenn að það þing sem nú er nýlokið hafi ekki verið átakamikið og í huga margra er það sama og að vera lélegt þing sem lítiö liggur eftir í bitastæðri löggjöf. Þarna þarf ekki endilega að vera samhengi á milli, og ef málið er skoðað, liggur margvísleg löggjöf eftir þetta þing sem á eftir að hafa mikil áhrif í þjóðfélaginu. Það hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé í vaxandi mæli afgreiðslustofnun fyrir ýmsa aðila út í bæ, t.d. aðila vinnumarkaðarins. Meginþættir löggjafarinnar séu ákveðnir utan veggja alþingishússins og séu svo af- greiddir eftir pöntun með smávægilegum breytingum. Alþingismenn þurfa ekki aö blygöast sín fyrir það að vinna að undirbúningi mála í samvinnu við samtök fólksins í þjóðfélaginu. Það hefur verið gert í nokkrum mæli nú og ef til vill er það þess vegna sem þetta er ekki talið átakamikið þing. Friður náðist um veigamikla lagasetningu í húsnæðismálum og ríkisfjármálum í tengslum við kjarasamninga, og um gagngera breytingu á fjármálakerfi sjávarútvegsins. Löggjöf um aðgerðir í ríkisfjármálum í tengslum við kjarasamningana sem eiga að stuðla að því að koma verðbólgunni niður í eins stafs tölu, breytt húsnæðis- lánakerfi og endurskipulagning á fjárhagslegri uppbygg- ingu sjávarútvegsins eru þau mál þessa þings sem án efa eiga eftir að hafa mest áhrif í þjóðfélaginu. Af annarri lagasetningu má nefna sveitarstjórnarlög sem opna leiðina fyrir auknu sjálfstæði sveitarfélaga, og einnig náðist víðtæk samstaða um það að framlengja stjórnun fiskveiða með kvóta og sóknarmarkskerfi til tveggja ára. Fjöldamörg fleiri lög má nefna sem samþykkt voru á þessu þingi og þegar málið er skoðað verður ekki sagt með sanni að þetta þing hafi verið afkastalítið og látið stjórnast utan úr bæ, eins og stjórnaraðstaðan vill vera láta. í þeim ráðuneytum sem ráðherrar Framsóknarflokks- ins hafa farið með hefur verið unnið mikið starf undir forustu þeirra að undirbúningi mála sem náð hafa fram. Sjávarútvegsráðherra hefur haft forustu um framleng- ingu laga um stjórnun fiskveiða, og fjármálalega endurskipulagningu í sjávarútvegi, þannig að þar er nú gjörbreytt umhverfi. Allar þessar breytingar sem eru byltingarkenndar hafa verið unnar í samvinnu við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Landbúnaðarráðherra hefur unnið að hinum erfið- ustu málum við endurskipulagningu á framleiðslustjórn- un í landbúnaði. Vinnan í vetúr hefur beinst að setningu reglugerða í framhaldi af hinni viðamiklu löggjöf um landbúnaðarmál sem samþykkt var fyrir ári síðan. Þetta voru nauðsynlegar aðgerðir og framsóknarmenn gátu ekki vikið sér undan þeirri ábyrgð að hafa um þar forustu þótt ekki væri líklegt til vinsælda í bili. í félagsmálaráðuneytinu hefur verið unnið að gjör- breyttri húsnæðislöggjöf, og breyttri löggjöf um sveit- arstjórnarmál, og munu þessi mál hafa víðtæk áhrif. Forsætisráðherra hefur haf forustu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heild, og ber ábyrgð á stefnunni í efnahagsmálum. Framsóknarmenn hafa haft forustu í ríkisstjórn og á Alþingi um farsæl vinnubrögð sem hafa þokað áleiðis hinum erfiðustu málum. 6 Tíminn Laugardagur 26. apríl 1986 GARRI Borgarst jórarnir tveir í borgarkeifínu er almennt talaft um borgarstjftrana tvo. Annar er auftvitaft Davíð Oddsson, en hinn er Ómar Kinarsson, framkvæmda- stjóri Æskulýftsráfts og „alt muli|>t“ maftur. Er hann nefndur litli borgarstjórinn af borgarstarfs- mönnum til aftgreiningar, cn völd hans hafa vaxift ævintýralega hratt aft undanförnu og efast enginn um, aft allt scm hann gerir og afthefst sé meft fullu samþvkki Davífts Odds- sonar. Er tekift til þess, hvcrsu umsvif Æskulýftsráðs cni orðin víft- feftm á kostnað annarrar æskulýðs- starfsemi í borginni, sem rekin er af ýmsum félagasamtökum að mestu í sjálfboftavinnu. Margir sjálfstieðismenn eru í forystu í þessum félögum og fylgjast þeir meft vaxandi lörundrun á þetta bákn þenjast út á alla kanta mcft tilheyrandi bruftli og óhófi, þvert á yfirlýsta stefnu Sjálfstæftisflokks- ins um minnkandi opinber afskipti. Frekir til fjárins Svo virftist, sem sérstakir vildar- vinir Davífts Oddssonar séu skæftastir og frekastir til fjárins, komist þeir yflr sjófti hjá hinu opinhera. Er ekki ýkjalangt síftan, aft l'orniaftur Listahátíftarnefndar horgurinnar, sem jufnframt er for- stöðumaftiir I.ista- og skcmmti- deildar Sjónvarpsins. fékk tiltal frá menntamálaráftlierra fyrir eyftslu- semi hjá Sjónvarpinu, og kuila menn þó ekki allt önunu sínu á þeim bæ. Viröist sama hvert litift er, þegar stutthuxnadeild ihaldsins cr annars vegar og sjóftir hins opinbera hins vegar. þá er eins og ininkur sé kominn í hænsnabú. Innkaupastofnun þvælist fyrir Ef reynt er aft hafa hemil á eyðslusemi vildarvina Davíðs hjá borginni, hregðast þeir ókvæða við, og tala um óþarfu afskipta- semí. hannig cr Innkaupastofnun Reykjavíkurborgnr, sem liafa á umsjón og afthald með innkaupum Alhert á bens- íninu. Þorsteinn á hrcmsunni. Davíft í óhófinu. ómar í hruftl- mu. borgurinnar, eitur í þeirra beinum. Nýlega gerðist þessi stofnun svo ósviTin að neita bciftni Æskulýös- ráfts um aft senda tvo menn til (itlanda til aft kuupu hljómflutn- ingstæki fyrir eina af félagsmift- stöðvum borgarinnar, eins og þaö væri ekki sjálfsagftur lilutur. Dýrt ferðalag borgarstjóranna Þessi nýja stcfna, aft sérstakir sendimenn horgarinnar séu á staðnum erlendis til aft sjá meft eigin augum þaft, sem kaupu skal, framhjá Innkaupastofnun, hefur þann galla helstan, aft hún getur reynst borgarbúum æfti dýr. Þann- ig munu borgarstjórarnir tveir hafa á ferftalagi í Bretlandi komist að raun um, aft hagstæftast væri fyrir Rey kjavíkurborg að kaupa hljóm- flutningskerii fyrir rúmar 20 niillj- ónir króna í tengslum viö 200 ára afmæli borgurinnar, sem þýftir, að á hverju ári í 200 ár hefði borgin lagt fram 100 þúsund krónur í þessu skyni. Sérfræðingarnir Ekki er til þess vitaft, að borgar- stjórarnir tveir hafi sérþekkingu á liljómflutningstækjum en sjálfsagt hafa þeir hugsaft sem svo, að eftir því scm tækin væru dýrari, þeim mun betri væru þau. Ekkert væri aft niarka álit íslenskra innflytjenda á þessu svifti. sem treysta sér til aft útvega fullnægjundi tæki á fjórft- ungs vcrfti. Og svo lutnuftu borg- arstjórarnir á niótleik, ef einhver ætlafti að fetta fingur út í þessi kaup. Og víkur nú sögunni til fjármálaráftuncytisiiis. Snjallræðið Á þeim tíma, sem borgarstjór- arnir tveir voru í þessu „græju- bralli“, var Albert Guftmundsson fjárinálaráfthcrra landsins, ákaf- lega lipur maftur, þegar fclla þurfti niður gjöld til ríkisins af ýmsum nauftsynlegum tækjum, sbr. gáma- krana Eintskips í Sundahöfn. Al- bert munafti ckkert um að fella niftur aftflutningsgjöld af þessum hljómflutningskcriuni. Þá lækkaði verðift um helming og hægt aft segja fjölmiftluni. aft tækin kost- uðu bara 10 inilljónir króna. Um þetta snjallræði voru borgarstjór- arnir innilega sammála. Babb í bátinn En þegar mikið er aft gera hjá borginni vift stjórnun hennar, vilja smámál eins og þetta glcymast. Óg einn góftan veðurdag skiptu sjálf- stæðismenn um fjármálaráðherra. Allf í einu var formaftur Sjálf- stæðisflokksins Þorsteinn Pálsson kominn í cmbættift. I staftinn fyrir að stíga á bensínið eins og Albcrt gerfti er hann fastur á bremsunni, og veltir hverri krónu ríksins fyrir sér. Davíft hefur því ekki treyst sér enn til aft stynja crindinu upp vift nýja fjármálaráðherrann, enda erf- itt aft rökstyftja beiftni um niður- fcllingu aftflutningsgjalda fyrir liorg, sem samkvæmt lýsingu Morgunblaösins býr við traustustu fjármálastjórn, sem þckkist á Vest- urlöndum. Garri. VÍTTOG BREITT ■11 HEFJUMST HANDA! Við þinglausnir í vikunni mæltist Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, forseta sameinaðs Alþingis, m.a. þannig: „Við þinglausnir á síðasta ári var gerð grein fyrir aðgerðum til úr- bóta á húsakosti Alþingis. Unnið hefur verið áfram að samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þingsins. Gert er ráð fyrir að tillögum að teikningum verði skilað í júní n.k. og dóm- nefnd hafi lokið störfum í júlímán- uði. Kemur þá til kasta Alþingis um hvert framhald verður á fram- kvæmdum til að leysa þann hús- næðisvanda, sem þingið býr nú við og búa svo um. að Alþingishúsið sjálft megi nota til nokkurrar fram- búðar." Það Alþingishús sem nú er notað, og flestir þekkja, var reist á árunum 1880-1881. Rúmlega ein öld er liðin og á þeim tíma hafa allar aðstæður hérlendis gjör- breyst, og er löggjafarsamkundan ekki þar undanskilin. Árið 1881 þinguðu 36 alþingismenn í 6 vikur í hinu nýreista stórhýsi, en veturinn 1985-1986 þinguðu 60 alþingis- menn í 23 vikur við vinnuaðstæður sem þekkjast hvergi hjá þjóðþing- um vestrænna lýðræðisríkja. Samkeppni um nýbyggingu Al- þingis, sem hleypt var af stokkun- um í vetur og forseti sameinaðs þings vísaði til í ræðu sinni, er virðingarvert og áhrifaríkt fyrsta skref í þá átt að leysa óviðunandi húsnæðisvanda Alþingis. Fag- mönnum hefur verið gefið einstakt tækifæri til að spreyta sig á verkefni sem hvort tveggja býður upp á þokkaleg peningaverðlaun, miðað við íslenskar aðstæður, og svo ekki síður þá miklu viðurkepningu sem slíkum verðlaunum hljóta að fylgja. En hvað gerist svo þegar úrskurður dómnefndar liggur fyrir í júlí? Hætt er við að svo umfangsmikil og dýr framkvæmd sem nýbygging fyrir Alþingi hlýtur að verða, hljóti ekki náð á næstunni fyrir augum þess hluta Alþingis sem lætur sig fjárveitingar mestu varða. Það þarf víst ekki að fjölyrða um þrengingar ríkissjóðs á undanförnum árum, en finna verður ráð þannig að fyrsta skrefið verði ekki það síð- asta. Þau eru ófá þjóðþrifamálin sem hafa aldrei orðið áþreifanlegri en pappírinn sem orðanna hljóðan er þrykkt á. Bygging Alþingishússins árið 1881 var grettistak sem fámenn og fátæk þjóði lyfti án þess að efast nokkru sinni um mikilvægi fjárfest- ingarinnar. Virðing þingsins sem stofnunar og þingræðisins sem stjórnarforms var talin vera í veði. Nú er þjóðin hvort tveggja fjöl- mennari og margfalt auðugri en þá og mun harðar vegið að þingi og þingræði. Því er vonandi að þegar á næsta þingi verði samþykkt rífleg fjárveiting til byggingar fyrsta áfanga nýbyggingar Alþingis. -SS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.