Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.04.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. apríl 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR Hafsteinn Þorvaldsson HEILSURÆKTISTAD DRYKKJUTÍSKU Barátta uinhverfisverndar- manna hefur stöðugt verið að eflast á undanförnum árum. Markmiðin eru flest áhugaverð, þ.e. að berjast fyrir ýmsurn náttúruverndar-sjón- armiðum, svo og bættu umhverfi mannsins í víðtækri merkingu. Á meðan baráttan snýst fyrst og fremst gegn frárennslismengun, og skipulags- og náttúruspjöllum í umhverfinu, flæða vímuefnin (þar á meðal áfengið) yfir þjóðina, og eru á góðri leið með að valda meira böli og tjóni en skæðustu drep- sóttir fyrr á öldum. Sívaxandi taugaveiklun fólks á ýmsum aldri, sem rekja má til áfengisneyslu, og/eða erfiðra heim- ilisástæðna af ýmsum öðrum ástæð- um, veldur því líka að læknar ávísa í meira lagi en nokkru sinni fyrr á allskonar róandi lyf. Firnamargir virðast svo nota sér ástandið, og flytja inn ólöglega og selja svokölluð eiturlyf, og að sögn kunnugra vex sá hópur óhugnan- lega ört sem verður fíkniefnaneysl- unni að bráð. Ef okkur fslendingum á að tak- ast að sporna hér við fótum, og helst að ná undirtökunum í glím- unni við þennan vágest, þarf margt að koma til. Ráðast verður að rótum vandans, sem býsna oft er af félagslegum toga. Læknar, félags- ráðgjafar, sálfræðingar, og aðrir þeir sem vandann skynja og vilja leysa, verða að taka höndum saman, og freysta þess að lækna ýmsa persónulega bresti í mann- skepnunni. án þess að þurfa að nota til þess mikið magn lyfja. En áhrifaríkasta lækningin verð- ur samt alltaf skilningur foreldra og nánustu vina, á meðan menn reyna að ná áttum í svartnætti Þaö veldur vissum ugg að komast aö því, aö einstaklingar sem dvalist hafa á sjúkra- stofnunum, skuli vera látnir taka þar inn allt aö 10 til 18 tegundir lyfja. Enda hafa lyfja- kaup ýmissa sjúkra- stofnana og lyfjabúða ekki aukist í hundruð- um kílóa á síðustu árum heldur í tonna- vís. vímuþjóðfélagsins. Það veldur vissum ugg, að kom- ast að því, að einstaklingar sem dvalið hafa á sjúkrastofnunum, skuli vera látnir taka þar inn allt að 10 til 18 tegundir lyfja. Enda hafa lyfjakaup ýmissra sjúkrastofnana, og lyfjabúða ekki aukist í hundruð- um kílóa á síðustu árum, heldur í tonnavís. Sem leikmaður getur maður lítið sagt, en maður leyfir sér að spyrja, er þetta hægt, og getur þetta þjón- að einhverjum læknisfræðilegum tilgangi, þegar svona er komið? Það er auðvitað lögboðin skylda sérfræðinga á þessu sviði, að freysta þess að lina þrautir, og lækna fólk, en þessi gengdarlausa lyfjanotkun á fullkomlega löglegan hátt, veldur fleirum áhyggjum en undirrituðum, þar á meðal ein- staklingum í læknastétt. Við skulum hafa það í huga, að til þess að neyslan verði að vana- bindandi fíkn þarf að ástunda hana í nokkurn tíma. Ég vona að það hafi í engum tilfellum verið sá tími, sem sjúkt fólk hefur af einhverjum ástæðum þurft aö dvelja á sjúkrastofnunum. Þeir ógæfusömu einstaklingar sem ánetjast einhverskonar ávana- eða fíkniefnum, verða því miður oft VJ Ef við hinir eldri búum æskunni gott atlæti og aöstööu, og erum henni jafnframt góö fyrirmynd, þarf engu að kvíða. þrælar slíkrar neyslu þar til yfir lýkur, með ólýsanlegum hörntung- um. Pað er jafnframt sorglegt til þess að vita, að á tímum velmegunar og örra framfara á flestum sviðum, skuli ungt fólk þurfa að búa við þannig uppeldisaðstæður, sent leitt geti til þess að það missi fótanna á þessum hála ís. Hvort sent menn vilja viður- kenna það eða ekki, er áfengis- neyslan yfirleitt upphaf ógæfunnar sem á eftir fer. Það er því hættuleg blekking þegar jafnvel umvöndunaraðilar eru að reyna að horfa fram hjá þeirri staðreynd. í áfengismálunum höfum við átt ábyrga stjórnmálamenn og ráð- herra,sem skynjað hafa vandann og sýnt gott fordæmi, en því miður er sá hópur forystumanna í þjóð- félaginu miklu stærri sem drekkur Bakkusi til dýrðar við öll möguleg, og ómöguleg tækifæri, það er slæm fyrirmynd, og til skammar. Þessir aðilar eiga vonandi eftir að skilja það, að það er ekkert fínt við það, að veita fólki áfengi, eða önnur vímuefni, þegar hægt er með sóma að bjóða gestuni sínum aðrar veitingar. Þrátt fyrir allar hrakspár í þess- um efnum, er ég bjartsýnn, og trúi ég því statt og stöðugt, að það verði æskufólkið okkar, hin svo- kallaða heilsuræktar-kynslóð, sem á eftir að ganga hér fram fyrir skjöldu, og hafna þeirri drykkju- tísku og spillingu sem hér hefur meira og minna viðgengist í sam- kvæmis- og skemmtanalífinu allt frá stríðslokum. „Partý-kynslóö- in“ sem ég hcfi kallað svo, kynslóð sígarettureykinga sem aðallega varð til á stríðsárunum, mun renna sitt skeið, og við taka kynslóð heilbrigðara lífernis, scm áður hef- ur verið að vikið. Hvað sem gerast kann um herta löggjöf og eftirlit í þessum málum hjá okkur. verður það forvarnar- starf hinnar frjálsu íþrót'ta- og æskulýðshreyfingar í Iandinu sem ég bind mestar vonir við, með öflugum og góöum stuðningi ríkis og sveitarfélaga. Ef við hinir cldri búum æskunni gott atlæti og að- stöðu, og erurn hcnni jafnframt góð fyrirmynd þarf engu að kvíða. Æska íslands cr að upplagi þrótt- mikil og sterk. Halsteinn Þorvaldsson. Jón Sigfús Sigurjónsson: Sveitarst órnarkosningar Hluti erindis sem flutt var á ráðstefnu um sveitarstjórnarmál hinn 19. apríl sl. Ráðstefnuna sóttu kosningastjórar og frambjóðendur Framsóknarflokksins úr flestum sveitarfélögum landsins. Annars vegar fjallaði erindið um lög og reglur um framkvæmd sveit- arstjórnarkosninga, einkum atriði sem gæta þarf við framlagningu framboðslista, framboðsfresti, kærufresti o.fl. Hins vegar um réttindi og skyldur sveitarstjórn- armanna. Lög og reglur um framkvæmd sveitarstjórnarkosninga: Hinn 16. apríl sl. samþykkti Alþingi ný sveitarstjórnarlög. f 3. kafla þeirra eru ákvæði um kosn- ingar til sveitarstjórna. Enn fremur gilda lög nr. 52/1959 um kosningar til Alþingis, einnig um kosningar til sveitarstjórna eftir því sem við á, með þeim frávikum sem nýju sveitarstjórnarlögin ákveða. Með gildistöku nýju sveitarstjórnarlag- anna, falla úr gildi lög nr. 1/1962 um sveitarstjórnarkosningar og eldri sveitarstjórnarlög, nr. 58/ 1961. I og III kafli nýju laganna öðlast þegar gildi. Aðrir hlutar laganna taka gildi að afloknum sveitar- stjórnarkosningum 1986, nema VIII kafli laganna sem fjallar um fjármál sveitarfélaga, tekurgildi 1. jan. 1987. 1. Kosningaréttur. Skv. nýju lögunum eru nú almenn skilyrði kosningaréttar: a) 18 ára aldur. b) íslenskur ríkisborgararéttur. c) Lögheimili í sveitarfélaginu. Hér er mikilvæg ein úndantekn- ing sem gerð er frá lögheimilis- skilyrðinu, um þá sem dvelja á Norðurlöndum og hafa tilkynnt flutning þangað. Þeir eiga kosn- ingarétt til sveitarstjórna ef þeir falla undir ákvæði 10. gr. lögheim- ilislaga nr. 35/1960, (námsfólk o.fl.). 2. Kjörskrár. Varðandi kjörskrár er mikilvægt ákvæði í síðustu máls- grein 19. gr. nýju sv.stj.laganna. Samkvæmt því eiga menn kosn- ingarétt í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga lögheimili, þegar fram- boðsfrestur rennur út, þ.e.a.s. 3 vikum fyrir kjördag. Þess vegna þurfa sveitarstjórnir ac' lagfæra kjörskrárstofn í samræmi við flutn- inga inn og út úr sveitarfélaginu eftir 1. des. 1985. En á kjörskrár- stofni eru skráðirallireinstaklingar fæddir fyrir 1. jan. 1969 sem eru á upphaflegri íbúaskrá 1. des. 1985. Eg ætla ekki að fjalla nánar um kjörskrár en bendi mönnum á fyrirmæli sem Félagsmálaráðu- neytið sendir út til sveitarstjórna ásamt kjörskrám. 3. Dagsetningar vegna kosninga 1986. Kjördagur í kaupstöðum og hreppum þar sem 3/4 hluti íbúa býr í kauptúni er laugardagurinn 31. maí en í öðrum hreppum verður kosið 14. júní. Kjörskrá skal leggja fram 2. mán. fyrir kjördag. Aðrar mikilvægar dagsetningar vegna kosninganna eru: a) Framboðsfrestur rennur út 6. maí þar sem kosið er 31. maí en 20. maí þar sem kosið er 14. júní. b) Kærufrestur vegna kjörskrár rennur út 16. maí þar sem kosið er 31. maí, en 30. maí þar sem kosið er 14. júní. 4. Hlutbundnar kosningar, óhlut- bundnar kosningar. í 14. gr. nýju sv.stj.laganna segir að kosning skuli vera leynileg og annað hvort bundnar hlutfalls- kosningar, þar sem kosning er bundin við framboð á listum eða óbundnar kosningar, þar sem kosning er ekki bundin við framboð, en allir kjósendur í kjöri nema þeir sem löglega eru undan- þegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. Skv. 15. gr. skal kjósa bundinni hlutfallskosningu í sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 300. 5. Kjörgengi. Allir sem kosninga- rétt eiga í sveitarfélaginu eru kjör- gengir í sveitarstjórn, nema þeir hafi verið sviptir lögræði. 6. Frágangur framhoðslista. Framboðslista með nöfnum frambjóðenda og samþykki fram- bjóðenda skal skila til yfirkjör- stjórnar áður en framboðsfrestur rennur út, þ.e.a.s. fyrir 6. maí þar sem kosið er 31. maí en fyrir 20. maí þar sem kjördagur er 14. júní. Til þess að framboðslisti sé rétti- lega fram borinn þarf enn fremur sbr. 27. gr. nýju laganna, tiltekinn fjöldi kjósenda að mæla með listan- um. Lágmarksfjöldi meðmælenda skal vera: í sveitarfélagi með færri en 500 íbúa 10 meðmælendur. 1 sveitarfélagi með 501-2000 íbúa 20 meðmælendur. í sveitarfélagi með 2001-16000 íbúa 40 meðmælendur. í sveiturfélagi með 16000 og flciri íbúa 100 meðmælendur. Hámarksfjöldi meðntælenda skal vera tvöföld tilskilin lágmarks- tala. Helstu breytingar sem nýju. sveitarstjórnarlögin mæla fyrir um varðandi kosningar og framkvæmd þeirra, eru þessar: 1. Kosningaaldur lækkar í 18 ár. 2. Nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum fyrsta dag næsta mánaðar eftir kjördag. 3. Sérstakarreglureru um meðferð sveitarstjórnarmála meðan úrslit kosninga eru í óvissu. Heimild sveitarstjórnar sem situr á óvissu- tímabili, til að inna af hendi greiðslur og gangast undir skuld- bindingar er takmörkuð. 4. Framvegis er gert ráð fyrir að kjördagur verði sá sami í öllum sveitarfélögum, þ.e. annar laugar- dagur í júní. (Þetta ákv. tekur gildi í þar næstu kosningum). 5. Sérstök kjörnefnd fer með úr- skurðarvald um gildi kosningar í stað sveitarstjórnar. Reykjavík, 18. apríl 1986. Jón Sigfús Sigurjónsson, varaformaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Rvk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.