Tíminn - 26.04.1986, Qupperneq 10
14 Tíminn
Fiskeldi
íslandslax hf. erfiskeldisfyrirtæki í eigu innlendra
og norskra aðila. Aðsetur er að Stað vestan
Grindavíkur.
Óskum eftir að ráða karla eða konur í eftirtalin
störf.
1. Fiskeldismann til starfa við laxeldi. Menntun
og reynsla í fiskeldi nauðsynleg. Ráðningartími
er frá 1. júní nk.
2. Vélstjóra/fiskeldismann til starfa við laxeldi,
ásamt vélgæslu og minniháttar viðhaldi á
vélum. Vélstjóramenntun áskilin. Reynsla í
fiskeldi æskileg. Ráðningartími erfrá 1. júní nk.
3. Fiskeldismann til starfa við lúðueldi.
Reynsla í fiskeldi æskileg. Ráðningartími frá 1.
júní nk.
4. Fiskeldismann til starfa í seiðaeldisstöð.
Menntun og reynsla í fiskeldi æskileg. Ráðning-
artími frá 1. sept. nk.
Störfin krefjast búsetu í Grindavík.
Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf skulu sendartil íslandslax hf., pósthólf
55, 240 Grindavík.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk.
Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma.
íslandslax hf.
Skattskrá Norðurlandsumdæmis
vestra 1985
Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr 75/1981 verða
skattskrár í Norðurlandsumdæmi vestra ásamt
launaskattskrám fyrir gjaldárið 1985, lagðar fram
til sýnis dagana 29. apríl til 12. maí 1986.
Skattskrárnar liggja frammi á eftirtöldum stöðum í
umdæminu:
Á skattstofunni Siglufirði.
Á bæjarskrifstofunum Sauðárkróki
í öðrum sveitarfélögum í umdæminu, hjá umboðs-
mönnum skattstjóra. Á sömu stöðum og tíma
liggja frammi til sýnis sölugjaldsskrár fyrir árið
1984 skv. 27. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt,
sbr. 6. gr. laga nr. 33/1982.
Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur
myndast við framlagningu skattskránna.
Siglufirði 25. apríl 1986.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra.
Bogi Sigurbjörnsson.
Fyrirlestrar um
fiskeldi og kynbætur
Sunnudaginn 27. apríl kl. 4 síðdegis verða fluttir
fyrirlestrar um fiskeldi og kynbótamál í sal A á
annarri hæð í nýju álmu Bændahallarinnar.
1. Dr. Harald Skjervold prófessor frá Ási í Noregi
fjallar um notkun á erfðatækni í kynbótum
búfjár og eldisfiska.
2. Sivert Gröntvedt formaður sölusamtaka
norskra fiskeldisfyrirtækja og dr. Harald Skjer-
vold greina frá þróun fiskeldis í Noregi með
tilliti til líffræðilegra þátta og markaðsmála.
Fundurinn er öllum opinn.
Búnaðarfélag íslands, -Veiðlmálastofnun og
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.
Hjúkrunarfræðingar
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga á gjör-
gæsludeild, barnadeild, slysadeild, handlækninga-
lyflækningadeild og bæklunardeild.
Hafið samband við hjúkrunarforstjóra eða hjúkrun-
arframkvæmdastjóra og fáið upplýsingar um störf
og aðbúnað í síma 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri
Laugardagur 26. apríl 1986
BESTA SKÁKIN
Með 40. hefti sínu sem kom út
fyrir nokkrum vikum varð júgóslavn-
eska skáktímaritið Informant 20 ára.
Informant hefur mest allan þennan
tíma verið talið kjörbók skákmanns-
ins, eitt mikilvægasta fræðirit sem
kemur út ár hvert þó það eigi í
sívaxandi samkeppni við önnur
ámóta rit. Informant kemur út
tvisvar á ári og þar er að finna úrvals
skákir ákveðins tímabils. Rit nr. 40
gerir skil seinni parti síðasta árs með
mótatöflum, skákum sem í flestum
tilvikum eru skýrðar af teflendunum
sjálfum ásamt aragrúa af upplýsing-
um öðrum. Hinum nýja stigalista
FIDE er þarna gerð skil. Skákirnar
eru flokkaðar af mikilli nákvæmni
eftir byrjanakerfum og athugasemd-
irnar eru á alþjóðamáli sem hvert
mannsbarn skilur auðveldlega.
Bestu skákmenn heims hafa löngum
haldið mikið upp á þetta rit. Bobby
Fischer sótti þangað allmikinn fróð-
leik auk þess að gera athugasemdir
við nokkrar skákir sínar og í dag eru
þeir Karpov og Kasparov, sem
óumdeilanlega bera höfuð og herðar
yfir aðra skákmenn, með mikilvirk-
ustu höfundum. Þeir gera báðir
ítarlega grein fyrir taflmennsku sinni
í síðasta heimsmeistaraeinvígi og
varpa þær athugasemdir, margar
hverjar a.m.k., nýju Ijósi á vopna-
viðskiptin í Moskvu.
Einhver forvitnilegasti þáttur
bókarinnar er val nokkurra þekktra
stórmeistara á bestu skákum hvers
undangengis heftis.
Mikhael Tal þótti koma fram með
mikilvægustu nýjungina fyrri part
árs 1985 en þar var á ferðinni
endurbót sem Anatoly Karpov lúrði
á þegar hann tefldi við Kasparov en
fékk aldrei að nota. Endurbótin ku
vera runnin undan rifjum skákmeist-
arans Vitolins sem er afar hug-
myndaríkur skákmaður og er þekkt-
ur fyrir framlag sitt til skákteór-
íunnar meðal annars með magnaðri
endurbót á „eitraða - peðsafbrigð-
inu" í Sikileyjarvörn.
Besta skákin var talin viðureign
sovéska skákmeistarans Alexander
Beljavskí og Englendingsins John
Nunn sem tefld var í ársbyrjun 1985
á skákmótinu í Wijk aan Zee.
Þessi skák er til meðferðar hér.
Dómnefndin gaf henni 78 stig af 90
mögulegum. Sigur Kasparovs yfir
Húbner í 1. einvígisskák þeirra kom
næst á eftir með 75 stig:
Wijk aan Zee 1985
Hvítt: Alexander Beljavskí.
Svart: John Nunn.
Kóngsindversk vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 Bg7
4. e4 d6
5. f3 0-0
6. Be3 Rbd7
(Óvenjulegt afbrigði sem Nunn
beitti fyrst í sigurskák sinni við
Rúmenann Cheorghiu. Cheorghiu
lék 7. Rh3).
7. Dd2 c5
8. d5 Re5
9. h3?!
(Eðlilegur leikur en Nunn getur þess
í aths. sínum að hann hafi rannsakað
afleiðingar hans niður í kjölinn.
Síðar í þessu móti lék Jan Timman
9. Bg5 gegn Nunn og fékk betri
stöðu.)
9. ..Rh5
10. Bf2 f5
11. exf5 Hxf5!
(Upphaf að djúphugsaðri leikfléttu.
Eftir 11. - gxf5 12. f4! nær hvítur
betri stöðu. Svartur fórnar manni en
fær mikið spil fyrir.).
12. g4 Hxf3
13. gxh5 Df8!
£ IV
(II i I ■ i
1 I i III
Ifi A 1 A
A
2 A
A 0 0
IBI B 1 0n
Nunn getur þess að fram að þessu
hafi hann fylgt heimarannsóknum
en með 14. leik sínum hafi Beljavskí
brugðið út af. Hvítur á afar erfitt um
vik þó hann sé manni yfir en hann
finnur besta varnarmöguleikann.)
14. Re4! Bh6
15. Dc2?
(Hér átti hvítur að leika 15. De2 og
reyna að berjast í hinni flóknu stöðu
sem kemur upp eftir 15. - Rd3t 16.
Dxd3 Hxd3 17. Bxd3 Df4. Svartur
hótar 18. - Bf5 en með 18. Hdl!
heldur hvítur í horfinu.)
15. .. Df4!
(Fallegur leikur. Menn svarts bætast
í sóknina með endurnýjuðum krafti.
Nú hótar svartur 16. - Bf5 o.s.frv.)
16. Re2 Hxf2!
17. Rxf2 Rf3t
18. Kdl Dh4!
19. Rd3
(Hvítur getur sig vart hrært þó hann
sé heilum hrók yfir. Þetta er eina
leið hvíts til að forðast mannstap.)
19. .. Bf5
20. Recl
(Hér var best að leika 20. Rc3 og
Nunn gefur upp framhaldið 20. - Rd2
21. b3 Rxfl 22. Hxfl Dxh5t 23. Re2
Dxh3 24. Hxf5 Dxf5 og svartur hefur
þrjú peð fyrir manninn og betri
stöðu.)
20. .. Rd2!
(Hótar 21. - De 22. Hgl De3.)
21. hxg6 hxg6
22. Bg2 Rxc4
23. Df2 Re3t
24. Ke2 Dc4
£
1 i 1 | 11
11 | 1 11!
I A 11 ±
II # 1 11
II 1 P V A
A 0 Æ m On Álllllll
IBII H 11 111 fí
(Hvítur er enn hrók yfir en er
varnarlaus engu að síður. Það er
eftirtektarvert að Nunn hefur náð að
yfirspila hinn öfluga andstæðing sinn
á afar rólegan hátt þó miklu liði sé
undir.)
25. Bf3 Hf8
(Nýr maður bætist í sóknina. Það
hillir undir leikslok.)
26. Hgl Rc2
27. Kdl Bxd3
- og hvítur gafst upp. Glæsileg skák
sem Nunn telur eina sína bestu.
Gpps, klaufi varstu
... en þetta gerir svo sem ekkert til
Effco þurrkan gerir hluti sem þessa að smámáli
utan. Það er alltaf öruggara að hafa
Effco þurrkuna við hendina, hvort
sem það er á heimilinu, í sumar-
bústaðnum, bátnum eða bílnum.
Já, það er fátt sem reynist Effco
þurrkunni ofraun.
Enginn sem á Effco þurrku kipp-
ir sér upp við svona smáslys. Enda
þurrkar Effco þurrkan upp allt sem
sullast og hellist niður. Með Effco
þurrkunni er enginn vandi að halda
eldhúsinu fínu, sama hvað gengur
á. Hún gerir eldhússtörfin ánægju-
legri en nokkru sinni fyrr. En hún
er ekki bara til að þrífa þess háttar
ósköp. Þú notar hana líka til að
þrífa bílinn - jafnt að innan sem
Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum
og verslunum.
Heildsala Höggdeyfir — EFFCO sfmi 73233
veffíco-ÞurrKan W-,
ÞEGAR KOMIÐ
ER AF VEGUM
MEÐ BUNDNU
SLITLAGI.. .
FÖRUM VARLEGA!
y
UMFERÐAR
RÁÐ
—------k