Tíminn - 26.04.1986, Page 15

Tíminn - 26.04.1986, Page 15
Laugardagur 26. apríl 1986 Tíminn 19 ÚTVARP/SJÓNVARP Sjónvarp sunnudag kl. 20.50 og mánudag kl. 21.50: Á mánudagskvöld kl. 21.50 sýnir sjónvarpið Frostrósir Jökuls Jakobsson- ar. Þar fara m.a. Róbert Arnfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir með hlutverk. Verk Jökuls Jakobssonar Aðdáendur leikrita Jökuls Jakobssonar eiga nú góða daga í vændum. Sjónvarpið er að hefja endursýningar á þeim leikritum hans sem það á í fórum sínum. Fyrsta sýning er á sunnudag kl. 20.50. Það er Romm handa Rósalind sem frumsýnt var í sjónvarpinu árið 1968. Á mánudagskvöld kl. 21.50 verða Frostrósir sýndar og um næstu helgi Keramik. Útvarp laugardag kl. 21.35: Lögregla og fólk „Lögregla og fólk“ nefnist frásögu- þáttur sem Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari og rithöfund- ur les í útvarpi í kvöld kl. 21.35. Þátturinn birtist í bók Steingríms „Spegill samtíðar" sem kom út 1967 en var upphaflega skrifaður fyrir 22-23 árum, þegar Steingrím- ur starfaði við blaðamennsku. Almenningur hefur dagleg sam- skipti við lögreglu án þess þó að gera sér fulla grein fyrir því í hverju starf hennar er fólgið. Steingrímur fékk leyfi lögreglu- stjóra til að fylgjast með lögreglu- þjónum að störfum að kvöld- og næturlagi fyrir yfir 20 árum, „sem áhorfandi en ekki þátttakandi,“ vill hann taka fram. En þó að langt sé um liðið má gera því skóna að næturstörf lögreglunnar séu eitt af því fáa sem ekki hefur tekið mikl- um breytinguiti á þessum tíma. Steingrímur St. Th. Sigurðsson „Þetta er „inside story“ og ég lýsi m.a. andrúmsloftinu á gömlu lögreglustöðinni í Pósthús- stræti,“ segir Steingrímur. Tónlist er skotið inn í frásögn- ina, valin samkvæmt efninu „og eru það áhrif frá því þegar Ragnheið- ur Davíðsdóttir yfirheyrði mig á Rás 2,“ segir Steingrímur. Útvarp mánudag kl. 22.20: Erfátækt í velferðarríkinu? - lokaþáttur Undanfarna tvo mánudaga hafa menn velt fyrir sér spurningunni: er fátækt í velferðarríkinu? í þáttum í útvarpinu í umsjá Einars Kristj- ánssonar. Þriðji og síðasti þáttur verður nú á mánudaginn kl. 22.20. Þá verður efnt til hringborðsum- ræðna með þátttöku Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, Þórarins V. Þórarinssonar og Ás- mundar Stefánssonar forseta Al- þýðusambands íslands. Fjallað verður m.a. um kjararannsóknir og kjarasamninga hér á landi eink- um með tilliti til febrúarsamning- anna í vetur. Einnig verður rætt um framtíð velferðarríkisins hér á landi. Snorri Hjartarson var sæmdur bók- menntaverðlaunum Norðurlanda- ráðs 1981. Útvarp sunnudag kl. 13.30: „ÁN VONAR EKKERT LÍF“ I tilefni áttræðisafmælis Snorra Hjartarsonar skálds 22. apríl sl. sér Páll Valsson um dagskrá um hann í útvarpi á morgun, sunnudag kl. 13.30. Þar segir frá Snorra og ljóðum hans sem eru vel þekkt og kær íslenskum Ijóðaunnendum. Páll bendir á einkenni skáldsins og lesin verða fjölmörg ljóð úr bókum hans, en þær eru fjórar talsins: Kvæði (1944), Á Gnitaheiði (1952), Lauf og stjörnur (1966) og Hauströkkrið yfir mér (1979). Les- arar með Páli eru Svanhildur Ósk- arsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Laugardagur 26. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Step- hensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, framhald. 11.00 Á tólfta timanum Blandaður þáttur úr menningarlífinu í umsjá Þorgeirs Ólafssonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú Fréttaþáttur I vikulokin. 15.00 Miðdegistónleikar Sinfónia i g-moll eftir Ernst John Moeran. Enska sinfóníu- hljómsveitin leikur; Neville Dilkes stjórnar. 15.50 íslenskt mál Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip Þáttur um listir og menn- ingarmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 17.00 „Kattarloppann", saga af stfgvél- aða kettinum eftir Marcel Aymé Jón B. Guðlaugsson þýddi. Kristján Viggósson les. 17.40 Siðdegistónleikar. a. „Boðið upp i dans“, konsertvals eftir Carl Maria von Weber. Útvarpshljómsveitin í Berlin leik- ur; Robert Hanell stjórnar. b. „Létta riddaraliðið", forleikur eftir Franz von Suppé. Sinfóníuhljómsveitin í Detroit leikur; Paul Paray stjórnar. c. „Espana", hljómsveitarverk eftir Emanuel Chabrier. Sinfóniuhljómsveit spánska útvarpsins leikur; igor Markevitsj stjórnar. d. „Stundadansinn“, balletttónlist eftir Am- ilcare Ponchielli. Útvarpshljómsveitin í Berlín leikur; Robert Hanell stjórnar. Tónleikar tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Sama og þegið“ Umsjón: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. 20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 Atvinnusaga frá kreppuárunum Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Boga Jónsson, Gljúfraborg í Breiðdal. (Áður útvarpað 4. febrúar sl.). 21.05 Óperettutónlist Heinz Hoppe, Ingeborg Hallstein, Anna Moffo, Réne Kollo o.fl. syngja lög úr óperettum eftir Lehar, Strauss, Lanner og Offenbach með Rafaelhljómsveitinni; Peter Walden stjórnar. 21.35 „Lögregla og fólk“ Steingrímur Sig- urðsson les þátt úr bók sinni „Spegill samtíðar". 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.20 I' hnotskurn Umsjón: Valgaröur Stef- ánsson. Lesari með honum: Signý Páls- dóttir. (Frá Akureyri). 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 til kl. 03.00. Jl? 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi Sigurður Blöndal. 12.00 HLÉ 14.00 Laugardagur til lukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars- sonar. 17.00 Hringborðið Erna Arnardóttir stjórn- ar umræðuþætti um tónlist. 18.00 HLÉ. 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júlíusson kynnaframsækna rokk- tónlist. ' 21.00 Djassspjall Umsjón: Vernharður Linnet. 22.00 Bárujárn Þáttur úm þungarokk í umsjá Sigurðar Sverrissonar. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Á næturvakt með Þórarni Stefáns- syni. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 26. apríl 16.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.20 Búrabyggð (Fraggle Rock) Fimmtándi þáttur Brúðumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Auglýsingar og dagskrá. 20.35Dagbókin hans Dadda (The Secret Diary of Adrian Mole Aged 13 3/4 Fimmti þáttur Breskur myndaflokkur í sjö þáttum, gerður eftir bók Sue Townsends. Leikstjóri Peter Sasdy. Aöalhlutverk: Gian Sanmarco, Julie Walters, Stephen Moore Og Beryl Reid. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.05 Ævintýri í Austurlandahraðlestinni (Minder on the Orient Express) Ný bresk sjónvarpsmynd um söguhetjur vinsælla sjónvarpsþátta. Leikstjóri: Francis Meg- ahy. Aðalhlutverk: Dennis Waterman og George Cole. Söguhetjunum, Terry og Arthur, býðst óvænt tækifæri til að ferðast með Austurlandahraðlestinni. En böggull fylgir skammrifi. Þeir blandast i illdeilur glæpamanna og lögreglan er heldur ekki fjarri góðu gamni. Þýðandi Jóhanna Þrá- insdóttir. 22.50 Innrásin frá Mars (The War of the Worlds) Bandarisk biómynd frá 1952, gerð eftir vísindaskáldsögu eftir H.G. Wells. Leikstjóri: Byron Haskin. Aðalhlut- verk: Gene Barry. og Ann Robinson. Marsbúar búnir fullkomnum vígvélum ætla að leggja undir sig jörðina. Svo virðist sem þá bíti engin vopn en fámenn- ur hópur vísindamanna lætur ekki deigan síga. Þýðandi Baldur Hólmgeirsson. 0025 Dagskrárlok. Hjúkrunarfræðingar Leiðbeinendanámsekið fyrir hjúkrunarfræðinga í skyndihjálp verður haldið 2.-6. júní n.k. að báðum dögum meðtöldum. Kennt verður frá kl. 08.00-16.00 og fer kennslan fram í kennslusal R.K.Í. að Nóatúni 21, Rvk. Námskeiðsgjald verður kr. 4.500.- og eru kennslu- gögn innifalin. Umsóknarfrestur rennur út 10. maí n.k. Nánari upplýsingar verða veittar á aðalskrifstofu R.K.Í. Nóatúni 21, Rvk. s. 91-26722 Rauði kross íslands. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 E i 1 7\ Hm F býður þér þjónustu sina við ný- ■ a byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis j Við sögum i steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæði i vegg og gólf. M Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum i veggi oy gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þu þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá ■ tökum við það að okkur. ■ Hifir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þu ert ■ j i búsettur á landlnu. L, ■ Greiðsluskilmálar við allra hæfi m Fífuseli 12 il H HTCS HBS sími 91-73747 33 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA »£TEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN “4 St. Jósepsspítali Landakoti Staöa reynds AÐSTOÐARLÆKNIS viö handlækningadeild Landa- kotsspítala er laus til umsóknar. Staðan er veitt frá 1. sept. til eins árs. Umsóknir sendist inn fyrir 1. júní 1986, til yfirlæknis deildarinnar sem jafnframt gefur nánari upplýsingar. H JÚKRUNARFÆÐINGA vantar á vöknun og á svæfingar. Upplýsing- ar gefnar í síma 19600-290 alla virka daga. STARFSFÓLK vantar í þvottahús spítalans nú þegar og til sumarafl- eysinga. Upplýsingar eru veittar í síma 31460. Reykjavik 25.4. 1986. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug viö andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa Jóns H. Árnasonar, frá Steinnýjarstööum. Ingiríður Jónsdóttir, Una G. Jónsdóttir, Geir H. Hansen, Stefán H. Ingólfsson, Rúna S. Geirsdóttir t Öllum þeim er heiöruðu minningu föður okkar Andrésar Eyjólfssonar fyrrv. bónda og alþingismanns, Síðumúla í Hvítársíðu og sendu samúðarkveðjur, þökkum við innilega. Sérstakar þakkir til Hvítsíðinga og Ungmennafélags Reykdæla. Þorbjörg Andrésdóttir, Ingibjörg Andrésdóttir, Eyjólfur Andrésson, Magnús Andrésson, Guðrún Andrésdóttir t Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls litlu drengjanna okkar, Bjarka Ólafssonar og Vilbergs Örvars Egilssonar er létust af slysförum þann 12. apríl sl. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Þórðardóttir Ólafur Axelsson Jónína Bára Óskarsdóttir Egill Pálsson systkini og aðstandendur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.