Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
KVENNALISTINN hefur sent
Gorbasjef leiötoga Sovétríkjanna orö-
sendingu vegna kjarnorkuslyssins í
Chernobyl. Þar er m.a. mótmælt og
fordæmd sú leynd sem sovésk yfirvöld
hafa viöhaft vegna slyssins og þess
krafist aö Sovétríkin sýni i framtíoinni
ábyrgari viöhorf gagnvart þeim sem áttu
á hættu aö fá yfir sig geislavirkt úrfelli.
SUÐURNESJAMENN efna til
atvinnumálaráðstefnu á laugardaginn þar
sem fjallað veröur um ýmsa atvinnumögu-
leika. Þingmenn kjördæmisins veröa sér-
staklega boðaöir.
ben^Ínlítrinn lækkaði í gær
urrf2 krónur, í 28 krónur og hefur hann
þá lækkað um 7 krónur frá áramótum. I
landinu eru nú birgðir af bensíni til
fjögurra mánaða og voru þær keyptar í
mars og apríl á mjög hagstæöu verði eöa
129$ tonnið. Undanfarna daga hefur
veröiö hækkað og er nú 152$ tonnið en
verðið fór í 210$ tonnið í byrjun ársins.
FARGJALDALÆKKUN
Flugleiða á Luxemborg - New York
leiðinni mun einungis standa í stuttan
tíma. Eins og fram hefur komið var
fargjaldið lækkað í rúmar 8 þús. kr. fyrir
stuttu og er það sama verð og People
Express býður upp á. En hátíðin stendur
stutt. Flugleiðamenn lækkuðu verðið ein-
ungis til þess að komast í bandarísku
pressuna.
FLAK TF-ORM hefur nú verið
rannsakað að hluta. Ljóst er að getgátur
sem komu fram í dagblöðum hafa margar
hverjar reynst sannar. Karl Eiríksson
formaður flugslysanefndar sagði á blaða-
mannafundi sem haldinn var í gær að
líklegt væri að vélin hefði flogið í gegnum
mikla fallvinda og fengið á sig ísingu. Þá
er talið sannað að ekki hafi verið afl á
öðrum hreyflinum. Ákveðið hefur verið að
senda út hluta úr hreyflinum til frekari
rannsóknar.
SJÖ ÁKÆRUR sem lagðar hafa
verið fram á hendur Hermanni Björgvins-
syni fyrir fjársvik, hafa verið sendar til
ríkissaksóknara frá rannsóknarlögreglu.
Að sögn Þóris Oddssonar hjá rannsóknar-
lögreglunni var málið sent til saksóknara
og hann beðinn um að taka afstöðu til
þeirra atriða sem voru kærð af skjólstæð-
ingum Bergs.
NORSKA ríkisstjórnin sagði form-
lega af sér í gær og hefur Verkamanna-
flokkurinn fallist á að mynda nýja minni-
hlutastjórn. Leiðtogi Verkamannaflokks-
ins er Gro Harlem Brundtland og mun hún
taka við forsætisráðherraembættinu af
Kára Willoch.
KRUMMI
Ríkisskattstjóri vinnur eftir læknisvottorðum lækna SÁÁ:
Læknisvottorð upp á
skattaniðurfellingu
Dæmi þess að menn fari í meðferð gagngert til þess að fá niðurfellingu á sköttum
„Auðvitað er þetta misnotað
eins og allt annað,“ sagði Þórarinn
Tyrfingsson, læknir SÁÁ að Vogi,
þegar hann var inntur eftir því
hvort menn notuðu áfengismeð-
ferð gagngert til þess að fá niður-
fellingu á sköttum. En samkvæmt
heimildum Tímans hafa verið
brögð að því að menn færu í
meðferð við áfengisneyslu til þess
að verða sér úti um læknisvottorð
sem tryggði þeim skattafslátt.
Samkvæmt 66. grein laga um
tekjuskatt er ríkisskattstjóra
heimilt að fella niður gjöld ein-
staklinga sem vegna veikinda hafa
átt í erfiðleikum með að standa í
skilum, og hefur þetta ákvæði sjálf-
sagt verið sett í lögin vegna núver-
andi skattafyrirkomulags, þar sem
menn greiða gjöld af tekjum ársins
á undan. Hjá embætti ríkisskatt-
stjóra fengust þær upplýsingar að
þar teldust alkóhólistar, sem farið
hefðu í meðferð, falla undir þetta
ákvæði. Hefur umsóknum þeirra
stórfjölgað undanfarin ár og eru til
dæmi þess að menn hafi komið
strax daginn eftir að þeir útskrifuð-
ust til þess að fá klippt af skulda-
halanum.
Þegar slíkar umsóknir berast er
unnið út frá læknisvottorði sem
læknar meðferðarstofnunarinnar
gefa út. í þeim er tilgreint hvenær
sjúklingurinn kom til meðferðar
og hversu lengi hann hafi átt við
áfengisvandamál að stríða. í ljósi
hæstaréttardóms sem nýverið féll,
og skar úr um að drykkjusýki félli
ekki undir veikindi í lögum um
Tryggingarstofnunina, kann mörg-
um að þykja einkennilegt að lækn-
ar hafi í raun vald til þess að strika
yfir skuldir alkóhólista.
Tíminn hefur fregnað af fleirum
en einum einstaklingi sem hefur
lagt það á sig að „ljúga“ uppá sig
alkóhólisma, gagngert til þess að
nýta sér þessa leið til þess að
hreinsa til í fjármálunum. Þó svo
að áfengismeðferð sé enginn leikur
töldu þessir menn til mikils að
vinna, þar sem þeir skulduðu
hundruð þúsunda í skatt.
Þegar Þórarinn Tyrfingsson var
spurður að því hvort mögulegt
væri að menn kæmust í gegnum
áfengismeðferð á fölskum forsend-
um, taldi hann að þar sem með-
ferðin væri alvarlegt mál, væri
ótrúlegt að einhver legði það á sig
að fara í gegnum hana án þess að
eiga við vandamá! að stríða.
-gse
Björgunar-
báturvígður
21. landsþing Slysavarnafélags
íslands hófst í gærdag, og
stendur alla helgina. Þingið fer
fram í félagsheimili slysavarna-
félagsins á Seltjarnarnesi.
Helstu mál sem rædd verða á
þinginu eru skipulagsbreyting-
ar hjá félaginu, kaupin á varð-
skipinu Þór, kaupin á björgun-
arbátunum frá Danmörku og
Englandi og fleira. Á myndinni
sést þegar vígður er nýr björgun-
arbátur í sundlauginni á Sel-
tjarnarnesi í gærdag að við-
stöddu fjölmenni. Báturinn
hlaut nafnið Ásgeir M.
Tíma-mynd Pétur
„Tilbúin fyrir löngu“
- segir Pálmi Gunnarsson sem lítur björtum augum á söngvakeppnina í kvöld
Þannig kemur Icy til með að líta út á skjánum í fötum frá Doris Day
and Night. Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson.
„Við vöknum klukkan tíu og
fáum okkur morgunmat," sagði
Pálmi Gunnarsson, einn af fuli-
trúum íslands í „Eurovision"-
keppninni, þegar Tíminn hafði
samband við hann til að forvitnast
um hvernig dagurinn í dag gengi
fyrir sig í Bergen. „Síðan förum
við að hita okkur upp“, bætti
hann við, „förum yfir lagið og
hitum upp raddböndin í morgun-
sturtunni. Síðan verður rennsli í
höllinni klukkan tvö og það
stendur til fimm. Þá verður frí
fram að sjálfri úrslitakeppninni.
Þá slappar maður bara af og
bíður rólegur.“
- Taugaspenntur?
„Ég hugsa að það sé hjá flest-
um ákveðinn taugaspenningur,
en ég er kannski orðinn það
gamall sjóari að ég er voða róleg-
ur yfir þessu.“
- Hvernig líst þér á hin lögin?
„Eg held að það verði sex lög
sem koma til með að bítast um
toppinn, þó svo að lögin í keppn-
inni séu frekar jöfn. Það er ekkert
sem er áberandi glimrandi. Fjöl-
miðlar hafa verið duglegir við að
spá og spekúlera, því þetta er
mikil fjölmiðlakeppni. En það er
erfitt fyrir mig að dæma um þessi
lög.“
- Er þetta góð tónlist?
„Mér finnst þetta vera að fær-
ast meira í átt að poppmúsík. Það
hefur verið sagt að það hafi verið
mikil „Eurovision-slykja“ yfir
þessari keppni, en þjóðirnar eru
nú að reyna að koma með eitt-
hvað nýtt.“
- Eruð þið vel undirbúin?
„Já, við voruni tilbúin í slaginn
fyrir löngu. Allar æfingarnar hafa
gengið eins og í sögu, og þetta
hefur verið mjög gaman. Við
höfum kynnst mörgu góðu fólki
og það hefur ekki verið neinn
rígur á milli keppenda."
- Eitthvað að lokum?
„Já, ég vil skila kveðju til allra
heima á íslandi, Við finnum virki-
lega mikið fyrir því að það standa
allir þar á bak við okkur, og við
vonum að við stöndum undir
því.“ -gsc