Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 3. maí 1986 Framfærsluvísitalan: Gæti farið örlítið yf ir rauða strikið „Það er mjög tvísýnt hvort hún fer yfir rauða strikið eða ekki,“ sagði Vilhjálmur Ólafsson á Hagstofunni í samtali við Tímann í gær aðspurður um líkur á að vísitalan haldist innan þeirra viðmiðunarmarka sem sett voru í kjarasamningunum í febrúar sl. Vilhjálmur sagði að venjan væri að nota fyrstu viku hvers mánaðar til að kanna verðlag og að þeir myndu ganga í það strax eftir helg- ina. Hann sagði, að það væri mjög lítið af upplýsingum sem lægju fyrir nú þegar því útreikningarnir byggð- ust nær eingöngu á verði í verslun- um, að frátöldu bensínverði, hús- næðisliðum, skyldutryggingum á bifreiðum, og þess háttar. Miðað við útlitið eins og það er nú og með ofangreindum fyrirvörum taldi hann þó sennilegt að vísitalan myndi fara ca 0,1-0,3% yfir rauða strikið. Ákveðið hefur verið að auka nið- urgreiðslur á kjöti um 5% og mun það hafa í för með sér um 0,25% lækkun vísitölunnar. Áfengis- og tóbakshækkunin sem varð nýlega hækkaði hins vegar vísitöluna um ca. 0,25% þannig að auknar niður- greiðslur jafna út áhrif áfengis- og tóbakshækkunarinnar. Að sögn Vil- hjálms Ólafssonar mun framfærslu- vísitalan ekki liggja endanlega fyrir fyrr en eftir fund kauplagsnefndar, ,en hann verður haldinn mánudaginn 12- maí. - BG Kirkjukór Fljótshlíöar: Söngskemmtun í Goðalandi Kirkjukór Fljótsdalshlíðar býð- ur fyrrverandi kórfélögum til söng- skemmtunar, laugardaginn 3. maí í Félagsheimilinu Goðalandi kl. 14.00. Á dagskrá verður kórsöngur, kvartettsöngur og stuttur leikþátt- ur auk kaffiveitinga. Kirkjukórinn var stofnaður 1947 með sameiningu kóra Hlíðarenda og Breiðabólsstaðarkirkna en þeir kórar voru stofnaður 1942. Aðal- verkefni kórsins hefur verið að annast söng við messur og aðrar kirkjulegar athafnir, auk annarra athafna. Kórinn hefur átt því láni að fagna á síðustu árum að mikið af ungu fólki hefur sungið með kórn- um og hefur það lífgað upp á starfsemina. Kórfélagar eru nú um , 20 talsins og organisti og söngstjóri er frú Margrét Runólfsdóttir í Fljótsdal. Skemmtunin verður endurtekin sunnudaginn 4. maí kl. 21.00 oger þá opin almenningi. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Sjúkraliðarnir genguútl.maí Annarri deild sjúkrahússins var lokað „Þetta er ófremdarástand," sagði hjúkrðnarfræðingur á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja um ástandið sem þar skapaðist við það að allir sjúkra- liðar sem þar störfuðu - sem fylltu um 14 stöðugildi - hættu störfum frá og með 1. maí eftir 3ja mánaða framlengdan uppsagnarfrest frá því í vetur. Afleiðingin er sú að búið er að senda heim eða á sjúkrahús í Reykjavík aliflesta sjúklinga er voru á handlæknis- og lyflæknisdeild sjúkrahússins, sem nú helur verið lokað fyrir aðra sjúklinga en sæng- urkonur. Þeir sjúklingar sem hvorki var hægt að senda heim eða „suður" voru fluttir á öldunardeildina sem enn er haldið opinni. Að sögn hjúkrunarfræðings verð- ur reynt að senda flesta scm á bráðri læknishjálp þurfa að halda til Reykjavíkur meðan þetta ástand varir. En mikið álag er nú sagt á því starfsliði sjúkrahússins sem eftir er í starfi. „Það er ekkert að frétta - við erum bara hættar og förum að leita okkur að öðrum störfum þar sem við losnum þá væntanlega við þessa miklu nætur-, helgar- og hátíðavinnu en förum að eiga frí eins og aðrir,“ sagði Sigurleif Guðfinnsdóttir, trún- aðarmaður sjúkraliða. Hún sagði bæjaryfirvöld lítið hafa við þær rætt áður en þær hættu og ekkert síðan. Sjúkraliðar hafi nú í nær heilt ár haldið fram kröfu um 4.500 kr. launauppbót á mánuði fyrir fullt starf bæði til samræmis við hjúkrunarfræðinga og vegna mikils vinnuálags. Bæjarstjórn hafi í síð- ustu viku boðið á móti 1 launaflokks hækkun - 7-800 kr,- og ítrekað það boð á fundi nú s.l. þriðjudag, sem sjúkraliðar hafa í báðum tilvikum hafnað. Að sögn Sigurlcifar eru föst laun sjúkraliða í Eyjum nú frá um 24 þús. í byrjun upp í hæst 32 þús. eftir 18 ára starf, eftir 3ja launaflokka hækk- un nú nýlega í kjölfar nýs starfsmats allra bæjarstarfsmanna, sem færði mörgum þcirra allt að 3ja launa- llokka hækkun. -HEI Listakonan við eitt verka sinna. Kjarvalsstaöir: Nína Gautadóttir sýnir akrýlmálverk Nína Gautadóttir opnar mál- verkasýningu á Kjarvalsstöðum í dag, 3. maí kl. 14.00.Sýnd verða 41 málverk sem unnin eru í akrýl og eru þau öll til sölu. Er þetta þriðja einkasýning Nínu á íslandi en hún hefur haldið fjórar einkasýningar erlendis auk fjölda samsýninga. Nína hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum sýningum, en auk málverka hefur hún sýnt veflistaverk og verk unnin í leður. Nína, sem búsett hcfur verið í Cameroun sl. ár, sýndi þessi sömu verk og hér eru sýnd í boði frönsku mcnningarmið- stöðvarinnar þar í landi, fyrir skömmu. Sýningin stendur til 19. maí og er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Réttarholtsskóli 30 ára Starfsfólk og nemendur Réttar- holtsskóla efna til sýningar í skólan- um í dag í tilefni 30 ára afmælis skólans og 200 ára afmælis Reykja- víkur. Skólinn verður opnaður kl. 13.00 en kl. 13.30 verður sýningin form- lega opnuð og lýkur henni kl. 18.00. Allan tímann munu núverandi og fyrrverandi nemendur sjá um skemmtiatriði, þar sem kennir ýmissa grasa. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirbúning sýningarinnar í gær, þar sem tveir nemendur standa við líkan af skólanum. Tímamynd Pétur Þýsk-íslenska h/f: Skattrannsókn lokið Viðbótarskattar 39 milljónir auk viðurlaga og vaxta f gær sendi Þýsk-íslenska h/f frá sér fréttatilkynningu varðandi skattamál fyrirtækisins. Tíminn leitaði til Garðars Valdi- marssonar skattrannsóknarstjóra og staðfesti hann að þær tölur sem fram koma í fréttatilkynningunni eru réttar. Þá sagði Garðar einnig að ástæðan fyrir því hversu hratt málið hefði gengið fyrir sig væri m.a. vegna þess hve allar upplýsingar hefðu legið vel fyrir og að mikil samvinna hefði verið við fyrirtækið að upplýsa málið. Fréttatilkynning fyrirtækisins er svohljóðandi: „Eins og fram kom í fréttum fjölmiðla í janúar sl. hóf rannsóknar- deild ríkisskattstjóraembættisins at- hugun á bókhaldi og skattskilum Þýzk-íslenzka hf. í nóvember 1985. Mjög hraður vöxtur félagsins á undanförnum árum hafði leitt til verulegra erfiðleika í tölvumálum fyrirtækisins sem orsökuðu mikla galla og ónákvæmni í bókhaldi. Forráðamenn félagsins lýstu þegar í upphafi yfir fullum vilja til að veita alla aðstoð við að upplýsa málið, leggja fram gögn og gefa upplýsing- ar, sem verða mættu til að komast til botns í skattskilum fyrirtækisins svo unnt yrði að leiðrétta þau. Vegna þessa hefur nú tekist að ljúka málinu á svo skömmum tíma. Ríkisskattstjóraembættið hefur nú lagt á félagið viðbótargjöld með viðurlögum og dráttarvöxtum. Hækk- un gjalda er vegna hækkunar á eignamati vörubirgða, vantalinnar sölu og lækkunar kostnaðar. Hækkanir skatta, ásamt viðurlög- um og dráttarvöxtum eru sem hér segir: Viðbótarsöluskattur kr. 2.771.659 og viðbótartekju- og eign- arskattur o.fl. kr. 36.052.834. Við- bótarskattar eru þannig samtals kr. 38.824.493. Auk þess er lagt á félag- ið vegna viðurlaga og dráttarvaxta kr. 12.882.207. Félagið gerir ráð fyrir að skatt- rannsóknarstjóri muni fljótlega láta reyna á sakhæfi vegna máls þessa og vísa því til úrskurðar dómsyfirvalda gegnum Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Þýzk-íslenzka hf. mun leitast við að mæta þessu áfalli með fjölþættum aðgerðum.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.