Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 12
Til sölu Til sölu sumarbústaður (árshús) í Borgarfirði, ásamt útihúsum og 1 hektara eignarlands. Raf- magn og heitt vatn. Upplýsingar veitir Skeifan, fasteignamiðlun, sími 685556 Opið sunnudag kl. 1-4 Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar ein til tvær kennara- stööur í stærðfræöi. Við Menntaskólann í Kópavogi eru lausar kennarastöður í eftii töld- um greinum: íslensku og vélritun, félagsfræði og jarðfræði, stærð- fræði, sögu, dönsku 2/3 staða og hálf til heil staða í vfðskiptagreinum. Við Fjölbrautaskólann í Garðabæ staða frönskukennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 17. maí. Menntamálará&uneytið Útboð í skipaviðgerðir fyrir 6 skuttogara Útboðsgögn vegna vélarskipta, lenginga, ýmissra breytinga og endurbóta á 6 skuttogurum í eigu útgerðarfyrirtækja, sem eru aðilar að Félagi eig- enda japanskra skuttogara, verða afhent á skrif- stofu Ráðgarðs hf., Nóatúni 17, Reykjavík frá 8. maí til 16. maí 1986. Þeir aðilar, sem áhuga hafa á að bjóða í allt verkefnið, eða einhverja hluta þess geta fengið útboðsgögn gegn 10.000 kr. greiðslu fyrir hvert gagnasett. Tilboð í verkefnið verða opnuð 5. júní 1986. Þeir sem áhuga hafa á að fá útboðsgögn, hafi samband við Ráðgarð hf. í síma 68-66-88 þann 5. maí 1986 og láti vita hve mörg eintök þeir vilja fá og tilgreini hvort þau eigi að vera á íslensku eða ensku. Féiag eigenda japanskra skuttogara. Ráðgarður hf., tæknideild RÁÐGARÐUR STJÓRNUNAR OC REKSTRARRÁDGJÖF NÓATÚNI 17, 105RHYKJAVÍK, SÍMI (91)68 66 88 t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Einars Ágústssonar Þórunn Sigurðardóttir Helga Einarsdóttir Daníel Sigurðsson ErnaEinarsdóttir Jens R. Ingólfsson Sigurður Einarsson Barnabörn og aðrir vandamenn t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug til okkar við fráfall Maríu Guðmundsdóttur frá Mýrarkotí í Grímsnesi Ártúni 13, Solfossi Kristjana Sigmundsdóttir Þorlákur H. Helgason Margrét Guðmundsdóttir Sigmundur Bergur Magnússon Helgi E. B. Þórðarson 16 Tíminn Laugardagur 3. maí 1986 Á DAGSKRÁ GÓÐIR 0G SLÆMIR HLUTIR Söngvakeppnin í Bergen Blaðamenn þurfa oft að skrifa um bæði góða og slæma hluti. Um þessa helgi er það trúlega einkum einn viðburður sem er ofar í hugum landsmanna en flestir aðíir. Það er söngvakeppnin í Bergen og þátt- taka íslendinga í henni í fyrsta skipti. Það ánægjulega við þann atburð frá sjónarhóli blaðamanns er að það er góður hlutur til að skrifa um. Það sem verið hefur að gerast í þessu máli núna síðustu vikurnar er í stuttu máli að um þessa þátttöku hefur náð að skapast þjóðareining. Gleðibankinn, lagið sem fyrir valinu varð í keppnina, hljómar nú í eyrum okkar á öllum vinsældalistum og víðar daginn út og daginn inn, og fólk á öllum aldri raular það í tíma og ótíma. Hér hefur það með öðrum orð- um gerst að þjóðin er ánægð. Þeir sem að þessu stóðu hafa hitt í mark. Og þegar íslenska þjóðin er ánægð þá stendur hún saman. Það er fylgst af athygli með framgangi mála úti í Bergen hér heima um land allt, til sjávar og sveita. Þau Helga, Pálmi og Eiríkur hafa alla þjóðina á bak við sig. Þegar þetta er skrifað er ekkert vitað um úrslit mála í Bergen. Þau ráðast á laugardagskvöldið. Það er ákaflega erfitt að spá fyrir um hvernig niðurstaðan verður. Við íslendingar erum trúlega á einu máli um að Gleðibankinn beri af öllum hinum lögunum. En smekk- ur fólks af öðru þjóðerni er máski annar en okkar. Kannski kemur þjóðerniskenndin líka til hjá okk- ur og mótar skoðanir okkar meira en góðu hófi gegnir. En hvernig sem úrslitin verða þá er hitt víst að til þessa hefur allur framgangur þessa máls verið ánægjulegur. Það kveikir alltaf þægilega tilfinningu í brjóstum okkar hinna þegar landinn stendur sig vel erlendis. Hvort sem þau Helga, Pálmi og Eiríkur koma heim með sigurverðlaun eða ekki þá er hitt víst að þjóðin er ánægð með sitt fólk. Það virðist tryggt að þessi þátttaka verði landi og þjóð til sóma. Skinnaiðnaður Eins og menn vita hefur ullar- og prjónaiðnaður landsmanna átt við verulega erfiðleika að stríða nú undanfarið. Raunar er ekki enn séð fyrir endann á þeim málum, en út úr blaðaumræðu hefur helst mátt lesa að þar sé um að kenna skorti á því að hugsað hafi verið fyrir hönnun. Með öðrum orðum þá hefur þar ekki verið gætt nægi- iega vel að því að fylgjast með tískusveiflum í markaðslöndunum og laga framleiðsluna eftir þeim. Að úrbótum á þessu er þó unnið og væntanlega tekst vel til um árangur. Að minnsta kosti verður að vænta þess, meðan ekki kemur annað í ljós, og bíða eftir að mönnum takist að snúa dæminu við. En sauðkindin gefur fleira af sér en ullina, og skinnaiðnaðurinn er blómlegur og hefur gengið mun betur nú undanfarið. Þar eru líka ýmsir skemmtilegir hlutir að gerast. Sá er hér ritar átti þess kost í síðustu viku að vera viðstaddur tískusýningu og kynningu á fatnaði framleiddum úr sauðskinnum hjá Skinnaiðnaði Sambands ísl. sam- vinnufélaga á Akureyri. Svo er skemmst af að segja að þar var fjöldamargt athyglisvert að sjá. Það fór ekki á milli mála að á þessu sviði hefur verið hugsað vel Alklæðnaður unninn úr sauðskinn um hjá Skinnaiðnaði Sambands ísl. samvinnufélaga á Akureyri. fyrir hönnuninni og hinum óhjá- kvæmilega og stöðuga eltingarleik við duttlunga tískunnar. Þarna voru sýndar bráðfallegar kuldaflík- ur úr mokkaskinnum fyrir bæði kynin, og einnig töluvert af léttari leðurfatnaði til hversdagsbrúks. Venjulegum fataberanda, alls ófróðum um vinnslu og meðferð skinna, kom kannski mest á óvart að sjá þarna léttar og meðfærilegar flíkur úr leðri í skærum litum, bláum og rauðum. í hugum manna er skinnfatnaður trúlega oftast tengdur kulda, frosti og vetrar- hörkum, en þarna kom í ljós að fatnað úr þessum efnum má ekki síður bera á heitum sumardögum. Hér hefur verið vel að staðið, enda skilar það sér í sölu, sem gengur vel. Til þessa hefur megin- hlutinn af þessum fatnaði farið til útflutnings. Hvenær kemur að því að hann verði hversdagsbúningur fólks á íslandi - eins konar þjóð- búningur líkt og grænu skinnfóðr- uðu kuldaúlpurnar forðum daga? Landhelgisgæslan Slæmi hluturinn, sem á dagskrá er í dag, er hins vegar grein sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtu- daginn var um Landhelgisgæsluna. Þar skrifar Guðbrandur Jónsson flugmaður um þyrluslysið þegar TF-RAN fórst í Jökulfjörðum í hittiðfyrra. í greininni ber höfundur for- svarsmenn gæslunnar vægast sagt mjög þungum sökum. Meðal ann- ars gagnrýnir hann ferð þyrlunnar, þegar slysið varð, og segir að það virki á sig „sem algjört tilgangs- leysi, því yfirlýstur tilgangur flugs- ins er svo óraunhæfur galeiðuþræl- dómur fyrir áhöfn þyrlunnar að með ólíkindum má teljast." Þar segir hann líka að uppgefin dagskrá frá yfirstjórn Landhelgisgæslunnar hafi hljóðað upp á 17 klukkustunda vinnudag í vikulok fyrir þyrluna og áhöfn hennar, um miðja nótt og langt fram á morgun. Engin flug- áætlun hafi verið gerð og engin vakt hafi verið í stjórnstöð gæsl- unnar þessa nótt. Þetta er vægast sagt hroðalegur áburður sem forsvarsmenn Land- helgisgæslu íslands fá hér á sig. Allir vita að varðskipin vinna gott starf, og í þorskastríðunum voru áhafnir þeirra nánast þjóðhetjur. En eins og menn vita er öryggi fyrir öllu í sambandi við hvaðeina sem snýr að flugi. Og í þessu tilviki lét öll áhöfn þyrlunnar Íífið. Hér er með öðrum orðum hætta á trúnað- arbresti á milli gæslunnar og landsmanna. Slíkt má ekki eiga sér stað. Það fer ekki á milli mála að hér verða forráðamenn gæslunnar að koma með fullnægjandi skýring- ar. Áburður um að hafa valdið manntjóni með gáleysi um flug- öryggi er ekkert gamanmál. -esig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.