Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. maí 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND Kanada: Heimssýningin hafin Vancouver-Reuter Heimsins stærsta sýning er hafin. Heimssýningin EXPO '86 hófst í gær. Búist er við að um 20 milljónir manna leggi leið sína til kanadísku borgarinnar Vancouver í sumar til að skoða heimssýninguna. Hjónakorn ein voru a.m.k. mætt á staðinn í gær til að setja sýning- una. Það voru Karl Bretaprins og kona hans Díana. Pils Díönu olli annars nokkrum úlfaþyt í Kanada í gær. Það mun vera 8 sentimetrum styttra en tískan segir til um þar í landi. Heimssýningin mun standa yfir næstu sex mánuðina í þessari fal- legu borg í Bresku-Kólumbíu en alls eru 54 lönd viðriðin það sem gestum verður boðið að skoða. Bandaríkin og Sovétríkin munu sýna það nýjasta í geimtæknimál- um sínum og Kínverjar hafa komið upp líkani af sjálfum Kínamúrn- um. Svisslendingar eru einnig fyrir- ferðamiklir á sýningunni því 24 metra háu svissnesku gæða- og risaúri hefur verið komið upp í Vancouver. Hér verður allt milli himins og jarðar sýnt næstu sex mánuðina. Þetta er sú fallega borg Vancouver í Kanada. SVÍÞJÓÐ: Fimm Tékkar fá reisupassann Stokkhólmur-Reuter Sænsk stjórnvöld vísuðu í gær fimm Tékkum úr landi. Þeir voru allir starfsmenn tékkneska sendi- ráðsins í Stokkhólmi og fengu reisu- passann vegna „aðgerða sem sam- rýmdust ekki störfum þeirra sem sendiráðsmanna" - orðasamband sem venjulega er notað til að lýsa njósnum. Þetta ku vera fyrsta brottvísun austur-cvrópskra sendiráðsmanna frá Svíþjóð síðan Ingvar Carlsson . tók við forsætisráðherraembættinu eftir að Olof Palme var myrtur þann 28. febrúar síðastliðinn. í desember árið 1983 ráku sænsk yfirvöld tvo sovéska sendiráðsmcnn og sovéskan borgara úr landi. Var það gcrt eftir að heimildir bárust um að þcir hefðu njósnað um viðkvæmt iðnaðarmál í Svíaríki. Sænskir embættismenn sögðu í gær að þarlend rannsóknarlögregla hefði komist að því að Tékkarnir ,fimm hefðu njósnað um hernaðar- mannvirki og háþróaðan iðnað tengdum þeim. Fréttaskýring: Hundraðföld hernaðaraðstoð Barátta Reagans Bandaríkjafor- seta fyrir auknum vopnasendingum til skæruliða þeirra sem berjast gegn Nicaraguastjórn, hefur á ný beint athyglinni að hinni gífurlegu aukn- ingu í bandarískri hernaðaríhlutun í Mið-Ameríku. Bandarísk stjórn- völd eyða nú meira en þremur milljónum dollara (um 120 milljónir íslenskra króna) á dag í hernaðarað- stoð til Mið-Ameríku. Er Reagan forseti settist í valda- stól árið 1981 lýsti hann yfir að „dregin yrði lína gegn kommúnistum í Mið-Ameríku". Hernaðaraðstoðin til svæðisins hefur síðan aukist í samræmi við yfirlýsingu Reagans. „Ekkert annað svæði hefur verið eins mikið hervætt á svo skömmum tíma," segir vestrænn stjórnarerind- reki sem kunnugur er ástandi mála í Mið-Ameríku. „Aukningin hefur verið mikil og stöðug." Samkvæmt tölum stjórnarinnar í Washington nemur hernaðaraðstoð til El Salvador, Honduras, Costa Rica, Panama, Guatemala og Contra-skæruliðanna, sem berjast gegn stjórn sandinista í Nicaragua, alls um 1,2 milljörðum dollara á ári. Tölur sjálfstæðra stofnana eru raunar mun hærri, allt frá sjö upp í tuttugu milljarða dollara. En jafnvel þótt farið sé eftir opinberum tölum er ljóst að hernað- araðstoðinni hefur vaxið fiskur um hrygg svo ekki sé meira sagt. El Salvador er gott dæmi um það. Árið 1980 fengu stjórnvöld þar tæplega sex milljónir dollara (um 240 mill- jónir króna) í hernaðarstyrk frá Bandaríkjastjórn. Aðstoð þessi er nú rúmlega milljón dollarar á dag. Hernaðaraðstoð Bandaríkja- stjórnar hefur þó að undanförnu mest beinst að Honduras, öðru fátækasta ríki vesturhvels jarðar. f stað dollaranna sem flæða inn í landið hafa stjórnvöld veitt um 12 þúsund Contra-skæruliðum leyfi til að reisa búðir á sínu landsvæði nálægt landamærunum við Nicaragua. Bandaríkjaher hefur einnig komið sér upp mjög góðri aðstöðu í Hond- uras og nýlega var hafin bygging á sjötta herflugvelli Bandaríkjamanna í landinu. Sá er aðeins í rúmlega 30 kílómetra fjarlægð frá landamærun- um við Nicaragua. Stjórn sandinista hefur haldið því fram að Bandaríkjaher muni gera innrás í Nicaragua eftir að her þeirra hafi sigrað Contra-skæruliðana í eitt skipti fyrir öll. Slíkt virðist óum- flýjanlegt enda er hinn 64 þúsund manna Nicaraguaher, sem sovéskir og kúbanskir hernaðarsérfræðingar hafa hjálpað til við að byggja upp, ,sá stærsti í Mið-Ameríku. Margir sérfræðingar í málefnum Mið-Ameríku eru einnig á því að stórveldið láti til skarar skríða gegn hinni vinstrisinnuðu stjórn í Nicara- gua, sem Reagan og hans menn hafa merkt með kommúnistastimpli. „Ef herstöðvarnar í Honduras verða ekki notaðar til innrásar í Nicaragua hvers vegna þurfa þá bandarískir skattgreiðendur að henda svona miklum peningum í uppbyggingu þeirra," var nýlega spurt í lesendabréfi einu í Banda- ríkjunum. Spurningin þótti nokkuð góð. Sexfaldur heimsmeistari: Allt er hægt Boston-Reuter Eigandi verslunarkeðju í Bandaríkjunum sem verslar mcð heilsuvörur bætti í vikunni sitt eigið heimsmet í samfelldum kollhnísum. Hann fór 7400 koll- hnísa fram á við og komst þannig yfir vegalengd sem telur 19,6 kílómetra. Ashrita Furman heitir maður- inn og er 31 árs. Hann á nú sex heimsmet sem skráð eru í heims- metabók Guinness. Auk koll- hnísanna má nefna að Furman hefur farið upp á Fujifjall í Japan og niður aftur á svokölluðum Pogostaf. „í kollhnísum er mesta vanda- málið ógleði og í ein tvö skipti hélt ég að nú væri komið að endalokunum", sagði Furman. Hann sagðist hafa farið kollhnís- ana til að heiðra kennara sinn, Sri Chinmoy, sem trúir að allt sé hægt í gegnum hugleiðslu. Auk áðurnefndra meta hefur Furman einnig komist í heims- metabók Guinness út á eftirtalið: ganga rúma 38 kílómetra með mjólkurflösku á höfði sínu, klappa saman höndum í samtals 50 klukkustundir og 17 mínútur, ganga ásamt þremur öðrum með 63,5 kílóa þunga manneskju leið sem taldi 204 kílómetra og fyrir að gefa kennara sínum stærsta blómvönd heims en sá innihélt alls 10 þúsund rósir. FRAMSOKNARVIST - HÓTEL SÖGU Glæsilegasta framsóknarvist ársins verður spiluð í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 8. maí (uppstigningardag) kl. 14:30. Aðalverðlaun karla og kvenna eru flugferð með Flugleiðum til Luxemborgar. Setning: Þrúður Helgadóttir 3. maður á lista fyrir Fram- sóknarflokkinn í Reykjavík. Ávörpflytja: Sigrún Magnúsdóttir 1. maður á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Stjórnandi: Baldur Hólmgeirsson. Aðgangseyrir er kr. 200.- og er kaffi og kökur innifalið í því verði. Allir hjartanlega velkomnir Framsóknarfélögin í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.