Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 14
1 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftirtilboöum í endur- nýjun lagna í steyptum stokk í hluta Breiöholts I, þriðja áfanga. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama staö, þriðjudaginn 13. maí nk. kl. 14.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuv«g! 3 — Sími 25800 Útboð Sm VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í gerö efra buröarlags og klæðningar á Þingvallaveg (Móa- kotsá - Stóralandstjörn) og Vesturlandsveg í Hvalfirði, (alls 11,2 km). Verki skal lokið fyrir 1. ágúst 1986. Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. maí nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 20. maí 1986. Vegamálastjóri LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða deildarfulltrúa í unglingaathvarfi. Verksvið deildarfulltrúa er að veita daglegu starfi athvarfsins forstöðu. Áskilin er háskólamenntun á sviði félags- og uppeldismála og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla í málefnum og meðferð unglinga. Upplýsingar veitir Snjólaug Stefánsdóttir í síma 622760 e.h. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 20. maí. LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVIKURBORG Er í þér einhver unglingur? Langar þig til að starfa með unglingum, fyrir unglinga og í þeirra hópi? Úti og inni? í gleði og sorg? Er það? Þá er útideildin þín deild. Og svo skemmtilega vill einmitt til að við ætlum að fara að bæta við starfsmanni. Við veitum upplýs- ingar um starfið í síma 621611 alla virka daga frá 13-17. En það má alveg koma fram strax að auk starfsgleðinnar þarf umsækjandi að hafa reynslu af unglingastarfi eða menntun sem tengist því. Þá er bara að skrifa umsókn og leggja hana inn á starfsmannahald Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, 5. hæð fyrir 20. maí nk. Það sakar sko ekki að sækja um. Útideildin FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N Vélsmiðja 200 Kópavogur Járnsmíði - Viðgerðir lceland Tel. 91-641055 Vélaviðgerðir - Nýsmíði 18 Tíminn Laugardagur 3. maí 1986 SKÁK Meistaramót í námunda við kjarnorkuslys 53. Skákþings Sovétríkjanna verður sennilega minnst fyrir þær sakir, að þegar dró undir lok þess varð kjarnorkuslys í næstu námunda við Kiev þar sem mótið fór fram. Því lauk um mánaðamótin apríl - maí, en fréttir af því voru ekki síður lengi að berast en af kjarnorkuslysinu í Chernobyl. Eins og kunnugt er þá mun Kiev eða Kænugarður vera ein sú borga Sovétríkjanna sem verst hefur orðið úti af völdum slyssins og er raunar ekki vitað hvernig meist- aramótinu reiddi af. Mótið einkenndist mjög af fjar- veru fremstu skákmanna Sovétríkj- anna. Karpov og Kasparov tóku ekki þátt og heldur ekki þeir Sokolov og Yusupov sem innan skamms hcfja einvígi sitt í áskorendakeppn- inni, né heldur Rafael Vaganian sem var sleginn út af Sokoloví í fyrstu hrinu einvíganna. Keppendur voru 18 og margir þeirra bestu fulltrúar yngstu kyn- slóðarinnar í Sovét. Þar í flokki er t.d. Alexander Khalifman fyrrum Evrópumeistari unglinga og einn mesti vonarpeningur Sovétmanna um þessar mundir. Þekktasti skák- maðurinn í hópnum var Alexander Beljavskí en svo merkilegt er það með þennan Alexander að honum gengur fremur illa á mótum innan Sovétríkjanna en stendur sig manna best þegar út fyrir landamærin er komið. Það er t.d. hæpið að hann verði á næstu árum settur út úr Olympíuliði Sovétmanna því hann var í raun maðurinn á bak við árangur sovésku sveitarinnar í Þess- alonikíu. hlaut 8 vinninga úr 10 skákum og lagði margan snjallan kappann að velli. Þó mótinu sé lokið þá hef ég einungis stöðuna eftir níu umferðir af 17: 1.-2. Balashov og Lerner 6 v. 3.-4. Khalifamn og Cheschkovskí 5 Vi v. 5.-7. Elingorn,, Bareew og Malant- sjúk. 5. v. hver. Beljavskí var í stórum flokki manna með 4 Vi v. Þrátt fyrir yfirburðastöðu Sovét- manna á skáksviðinu er þó langt í land með að skákþekking sé að- gengileg jafnvel sterkustu mönnurn þeirra. Skákbækur koma út í hlægi- lega fáum eintökum og blöð og tímarit eru af furðulega skornum skammti. Vinnubrögð Sovétmanna eru því dálítið önnur en skákmanna á Vesturlöndum sem gleypa í sig skákefni í miklum skömmtum raun- ar misjöfnum að gæðum. Sovéska meistaramótið verður því oft vett- vangur fræðilegrar umfjöllunar í ein- stökum byrjunarafbrigðum. Slavn- eska vörnin hefur um margra ára skeið verið í stöðugri mótun á meist- aramótum þar eystra. Þekktar eru t.d. skákir Kasparovs á meistara- mótinu 1981/82 þarsemað byrjunar- leikir féllu nákvæmlega eins í tveim- ur skákum hans allt fram í 30. leik. í eftirfarandi skák tekst hvítum eink- ar vel upp að finna veikleika í margþvældu afbrigði hinnar slavn- esku varnar: Hvítt: Lputian Svart: Gurewitsch Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 Rbd7 9. Rh4 Bg4 10. f3 Bh5 (Annað framhald er 10. - Rd5 11. fxg4 Dxh4 12. Df3 en þar þykja möguleikar hvíts heldur betri eins og fjölmargar skákir hafa sýnt fram á.) 11. g4 Bg6 12. e4! (Hvítur hefst þegar handa við að ræsa peðafylkinguna. Svartur gerir nú sennilega best í því að leika 12. - 0-0 en teflir í anda þeirra sem segja að sókn á miðborði skuli svarað með gagnatlögu á miðborði. En engin regla er einhlít.) 12. ... c5?! 13. g5 Rg8 14. f4! (Má mikið vera ef svartur á vörn eftir þennan leik. Ógæfuleg staða svarta riddarans á g8 skiptir þar mestu máli.) 14. ... Rb6 15. Ba2 Bxc3 (Dapurleg ákvörðun, en engu betra var 15. - Dxd4f 16. Dxd4 cxd4 17. Rb5 sem hótarbæði 18. Rc7-og 18. f5) 16. bxc3 Bxe4 17. f5! (Svartur er ofurseldur atlögu hvíts.) 17. ... Dd7 18. fxe6 fxe6 19. De2 Bd5 20. Dh5t g6 21. Rxg6! - Svartur gafst upp. Framhaldið gæti orðið 21. - hxgó 22. Dxh8 0-0-0 23. De5 með hótuninni 24. Bf4. Innihurðir Norskar spjaldahurðir úr furu Verð 8.400.- kr. HabO heildverslun, s.26550 Bauganesi 28,101 Reykjavík LATTU Iíiiianii EKKl FLJÚGA FRÁ ÞÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 Xil leigu Efri hæð hússins Snorrabraut 54 er til leigu. Hús- næðið er um 315 fermetrar að stærð og er innréttað sem skrifstofuhúsnæði. Frábær staður - góð bílastæði. Tilboð óskast send skrifstofu vorri fyrir 30. apríl n.k. Osta- og smjörsalan sf. Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.