Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. maí 1986 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Úrslitaleikurinn í Evrópukeppni bikarhafa: Yf irburðir Kiev - Sovéska liðið yfirspilaði Atletico Madrid algjörlega Það er óhætt að segja að það hafi geislað leikgleðin af leikmönnum sovéska liðsins frá Kiev er þeir hreinlega löbbuðu yfir Spánverjana frá Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Dynamo Kiev sigraði í leiknum 3-0 og hefði sá sigur getað orðið stærri - slíkir voru yfirburðir Sovétmannanna. Það eru 11 ár síðan Kiev varð síðast Evrópu- meistari og þá var einn af leik- mönnunum sem spilaði í gær líka með. Það var Oleg Blokhin. Hann spilaði vel í gær og gerði eitt mark- anna. Kiev opnaði leikinn vel og eftir fimm mínútur skoraði Zavarov fal- legt mark eftir að þeir sovésku höfðu tætt Spánverjana í sig. Þannig var staðan í hálfleik en hefði getað verið 2-3 mörk gegn engu fyrir Kiev. Spánverjarnir voru með hávaða í Stórsigur IA Önnur umferðin í Litlu Bikar- keppninni hjá kvenfólkinu var leikin umsíðustuhelgi.UBKog Stjarnan skildu jöfn án marka, ÍA vann FH 10-0 og ÍBK vann Aftureldingu 5-1. byrjun síðari hálfleiks og áttu ein tvö þokkaleg færi. Síðan tóku þeir sov- ésku leikinn í sínar hendur og voru miklu betri. A 85. mínútu kom fallcgasta markið en Blokhin skoraði eftir mjög skilningsríka sókn Kiev- manna. Á lokaminútunni bætti síð- an Ycvtushenko við þriðja markinu. Fram í úrslit Guðmundur Steinsson skoraði sigurmark Fram í viðureigninni við Val í undanúrslitum Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu á fimmtudags- kvöldið. Markið kom á síðustu mín- útu leiksins. Fram er því í úrslitum. Hreinsun hjá Val Eins og kunnugt er, verður Knatt- spyrnufélagið Valur 75 ára 11. maí n.Íc. og þá mun verða mikið um dýrðir á Hlíðarenda. t tilefni þessa hefur verið ákveðið að efna til sérstaks hreinsunardags á laugardaginn kemur, þann 3. maí n.k., og heitir aðalstjórn félagsins á félagsmenn að koma og taka þátt í hreinsun á félagssvæðiriu. Byrjað verður kl. 9.30 og verða verkfæri og ruslapokar á staðnum. Kveðjuleikur Ossie Ardiles: Oleg Blokhin skoraði gott mark i'yrir Kiev í yfirburðarsigri liðsins á At. Madrid í Evrópukeppni bikarhafa í gær. Zico var f rábær Snilli Maradona Brasilíski töframaðurinn í knatt- spyrnunni, Zico, lék með brasilíska - er Tottenham vann Inter Mílanó fyrir fullu húsi Aðdáendur Tottenham og sér- staklega Ossie Ardiles, litla Argent- ínumannsins sem spilað hefur með liðinu í sjö ár með hléum, mættu í hópum á White Hart Lane til að horfa á kveðjuleik kappans. Totten- ham mætti þá Inter Mílanó og sigraði 2-1. Ardiles spilaði aðeins með í átta mínútur en varð þá að fara af velli vegna meiðsla. Meiðsl þessi hafa háð honum í mörg ár. Það kom þó ekki að sök. Félagi Ardiles og sam- herji, Diego Maradona mætti til leiksins og spilaði á miðjunni með Tottenham. Hann sýndi frábæra samvinnu við Glen Hoddle og fór á kostum í leiknum. Hvað eftir annað sýndi hann snilldar tilþrif og plataði leikmenn Inter uppúr skónum. Leiðrétting Hræðileg mistök áttu sér stað hér á íþróttasíðu á miðvikudaginn. Þar var sagt frá keppni í pílukasti og mótið sagt fslandsmeistaramót. Það er alrangt. Mótið var einungis kynn- ingarmót en ekki Islandsmót. íslandsmótið fer fram með haust- inu og eru pílukastmenn um allt land beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Á White Hart Lane voru vel yfir 30 þúsund áhorfendur og sáu þeir Falco ná forystu fyrir Tottenham en Liam Brady jafnaði. Clive Allen skoraði sfðan sigurmarkið undir lok leiksins. NBA-karfan Í NBA-körfuknattleiknum í Bandaríkjunum er staðan nú þessi í úrslitakeppninni að Lakers hafa unnið fyrstu tvo leikina gegn Dallas og Houston hafa unnið fyrstu tvo gegn Denver. í Austur- deildinni eru 76ers og Bucks jöfn 1-1 en Boston hefur unnið báða gegn Atlanta. landsliðinu að nýju eftir meiðsl cr liðið sigraði Júgoslava í vináttuleik 4-2 í Brasilíu í fyrradag. Zico brást ekki aðdáendum sínum og gerði hann þrennu í leiknum. Fyrst skor- aði kappinn er hann stýrði knettin- um í netið eftir skot Branco. Þá skoraði hann úr víti og loks einlék hann í gegnum vörn Júkkana og skoraði auðveldlega. Júkkarnir komust yfir 2-1 í leiknum en það dugði ekki. Zico sýndi fallega takta í leiknum og greinilegt að Brassarnir verða að hafa stjörnu í sínu liði til að hafa sjálfstraust. Nú er Zico stjarnan. Kampakátir bikarmeistarar FH-inga í 2. flokki eftir 20-16 sigur á fR í úrslitaleik á miðvikudagskvoldlð. PJálfari liðsins er Þorgils Óttar Mathiesen. Týmamynd: Péiur. MOLAR ¦ Miklar líkur eru á því að franska liðið Auxerre sem spilar í 1. deild knattspyrnunnar þar í landi, kaupi pólska markaskorar- ann Andrzej Zgutczynski frá pólsku meisturunum Gornik Zabrze. Hann varð markahæsti leikmaðurinn í pólsku knatt- spyrnuni í vetur og hefur leyfi frá liði sínu til að skrifa undir samn- ing við Auxerre. Enn eiga þó pólsk kanttspyrnuyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir þann samning. ¦ Hollendingar og Skotar gerðu jafntefli án marka í vináttulands- leik í knattspyrnu í vikunni. Leik- ið var í Hollandi og voru Skotar án margra fastamanna sinna. Leikurinn var jaf'n og steindauð- ur. ¦ Landsliðsmarkvörður Þjóð- verja, Harald Schumacher, þarf að fara í uppskurð sem fyrst vegna meiðsla á magavöðva. Hann staðfesti þetta sjálfur í vikunni en tók jafnframt fram að hann yrði að fresta þessari aðgerð fram í desember, eða þegar vetrarfrí hefst í þýsku knattspyrn- uni. Tíminn fram að því væri það naumur vegna HM að fresta þyrfti aðgerðinni. Ef honum versnar hinsvegar þá gæti það haft áhrif á frammistöðu hans í HM. ¦ GKS Katowic sigraði deild- armeistarana Gornik í úrslitaleik pólsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í vikunni. Leiknum lauk 4-1 og gerði Furtok þrennu fyrir bikarmeistarana. ¦ Formaður enska knattspyrnu- liðsins Liverpool, John Smith, sagði á fundi í London í fyrradag að hann væri hlynntur því að allir úrslitaleikir í Evrópukeppnunum væru spilaðir heima og heiman. Þetta fyrirkomulag er á UEFA- keppninni en ekki hinum Evrópu- keppnunum tveimur. Smith sagði að ef spilaðir væru tveir úrslitaleikir væri minna hætta á því að til óeirða kæmi þar sem um nánast eingöngu heimamenn væri að ræða á heimaleik liðanna. ¦ Nokkrir leikir voru í sviss- nesku deildarkeppninni í knatt- spyrnu í vikunni. Baden tapaði fyrir Wettingen 1-2 en Luzern lék ekki. Staðan á topnum breyttist lítið. ¦ S-Kóreumenn hafa kallað á sinn besta leikmann ¦' knattspyrn- uiiiii, Kim Jong-Boo, og beðið hann um að snúa aftur til æfinga með landsliðinu fyrir IIM. Jong- Boo var rekinn úr liðinu fyrir vandræði er urðu vegna félaga- skipta hans. Var hann sakaður um óheiðarleika og óvirðingu við föðurlandi. Nú er hins vegar allt gleymt. ¦ Borgin Luzern ¦' Sviss hefur hætt við að sækja um að fá að halda vetrarólympíuleikana 1995 vegna mótmæla umhverfisvernd- arsinna þar um slóðir. ¦ í gær varð að fresta leik í júgóslavnesku knattspyrnunni vegna þess að áhangendur heima- liðsins höfðu barið flesta leik- menn' aðkomuliðsins fýrir leik. Aðdáendurnir voru vopnaðir kylfum og hm'fum. SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS _______ í HÁSKÓLABÍÓI NORRÆN TÓNLIST Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla Einsöngvari: Sigríður Gröndal, sópran Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur HELGARTONLEIKAR LAUGARDAGINN 10. MAÍ KL: 17.00 Efnisskrá Edvard Grieg: Landkjenning Chr. Sinding: Svíta fyrir fiðlu og hljómsveit Hugo Alfvén: Midsommarvaka Páll ísólfsson: Brennið þið, vitar Jón Ásgeirsson: Þjóðvísa Jean Sibelius: Finlandia Skúli Halldórsson: Pourquoi pas? Miðasala í bókaverslun Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í Istóni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.