Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 6
Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aöstoöarf réttastjórí: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guömundur Hermannsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Traustfylgi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun DV sem birtist í gær um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur í ljós að fylgi Framsóknar- flokksins hefur aukist verulega frá síðustu könnun blaðsins. Pví ber að fagna. Þess ber þó að gæta að skoðanakannanir sem þessar hafa marga galla og ber engan veginn að líta á þær sem heilagan sannleika, en þó gefa þær vísbendingu uni fylgi flokkanna. Þá þarf að hafa það í huga að það hefur löngum sýnt sig að Framsóknarflokkurinn hefur ávallt komið verr út úr skoðanakönnunum en í kosningum. Ástæður fyrir því eru m.a. þær að framsóknarfólk er lítið fyrir að gefa upp hug sinn ekki síst þegar skoðanakannanirnar eru fram- kvæmdar af pólitískum andstæðingum þess. Má þvt hiklaust ætla að fylgi flokksins sé niun meira-en kemur fram í skoðanakönnun DV. Fað kemur landsmönnum ekkert á óvart þótt stuðning- ur við Framsóknarflokkinn sé mikill og vaxandi. Flokkur- inn hefur farið með forystu í núverandi ríkisstjórn og sýnt í verkum sínum ábyrgð og festu sem landsmenn kunna að meta. Aðrir pólitískir flokkar telja sig geta komist upp með handahófskennd vinnubrögð sem oft og tíðum samrýmast engan veginn stefnu þeirra og markmiðum. Kjósendur sjá í gegn um slíkan vef og missa fljótt traust á þeim stjórnmálaöflum sem þannig vinna. Mikilsvert er fyrir Framsóknarflokkinn að hlutur hans verði stór í komandi sveitarstjónarkosningum. Framsóknarflokkurinn hefur haft veruleg áhrif á sveitar- stjórnarmál, bæði innan Alþingis sem og hjá sveitarfélög- um sem allt land. Senn líður að kosningum og nauðsynlegt að fylgismenn flokksins leggist á eitt um að styrkja stöðu hans. Aðrir flokkar kappkosta nú sem áður að berja á Framsóknarflokknum. Hann er annar stærsti flokkur landsins og því beinir íhaldið spjótum sínum gegn honum. Þrátt fyrir samvinnu þessara flokka í ríkisstjórn er reginmunur á stefnu Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Annars vegar er óheft frjálshyggja og dýrkun á peningavaldi en hins vegar er sú stefna Framsóknarflokks- ins að manngildið beri að meta ofar auðgildi Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur, umbótasinnaður félagshyggjuflokkur. Hann er fyrst og fremst íslenskur stjórnmálaflokkur sem vaxið hefur upp úr íslensku þjóðlífi. Þrátt fyrir það að fylgi hans dali um tíma hefur það sýnt sig að undirstaðan er traust og stendur djúpum rótum. Það veldur framsóknarmönnum nokkrum áhyggjum hversu lítill hlutur Framsóknarflokksins virðist vera í Reykjavík. Ekki eru mörg ár síðan flokkurinn hafði á að skipa þremur fulltrúum í borgarstjórn og hafði hann þar veruleg áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn reynir nú að koma í veg fyrir áhrif annarra flokka á stjórn borgarinnar. Með það að markmiði samþykktu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að borgarfulltrúum skyldi fækkað úr 21 í 15. Sú ákvörðun er bæði ólýðræðisleg og lýsir best afturhaldssjónarmiðum sem innan Sjálfstæðisflokksins fá að þróast. Benda má á að borgarfulltrúar voru 15 árið 1908 og telja því sjálfstæðismenn að sáfjöldi geti staðið óbreyttur enn í dag. Mikilsvert er að kjósendur geri sér þetta ljóst, og þá hættu sem í því felst að einn flokkur ráði alfarið höfuðborginni. Varast ber öfgar hvort heldur þær eru til vinstri eða hægri. Öflugur flokkur sem dregur úr öfgum er nauðsynlegur. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það að hann einn getur haft hemil á þeim, hvort heldur er í landsmálum eða sveitarstjórnarmálum. Þetta veit fólkið í landinu og því stendur Framsóknarflokkurinn traustum fótum. 6 Tíminn Laugardagur 3. maí 1986 GARRI Skyndiástir á Siglufirði l.maí Það var mikiö haft viö þá Sigl- fírðinga þann 1. maí. Þar töluðu tveir ræðumenn á sainkomu verka- lýðsfélaganna á staðnum og þeir ekki af lakari endanum. Þetta voru þeir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins og Jón Baldv- in Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins. Talaði hvor um sig í hálfa klukkustund. Bjuggust menn að sjálfsögðu við snörpum kappræðum um þau ágreiningsefni í verkalýðs- og kjaramálum, þjóð- arsáttina, stefnu í efnahagsmálum og fl., sem aðskilur þessa flokka nú með skarpari skilum en oft áður. Eru þar meðal annars höfð i huga ágreiningsefnin, sem fram koniu á nýliðnu þingi, auk umniæla Jóns um efnahagsstefnu Alþýðubanda- lagsins allt frá þeim tíma er Jón skrifaði leiðara Alþýðublaðsins, en þá og síðar hel'ur hann kallað stefnu Alþýðubandalagsins hrein- an barnaskap og þjóðhættulega glötunarstefnu. En ræðumennirnir koniu heldur betur á óvart. Þeir voru ekki aðeins kurteisari hvor í annars garð en menn eiga að venjast. Þeir voru beinlínis mcð'fleðulæti hvor við annan, ef ekki hrein pólitísk ástaratlot. Þeir kváðust reiðubúnir að gleyma gömliim væringum og taka upp nytsainlegt samstarf í staðinn! Sameining í biðilshlutverkinu Auðvitað vöfðust þcssi skyndi- legu sinnaskipti flokksleiðtoganna nokkuð fyrir Siglfírðinguin. En hafa verður það í huga, að báðir eru þeir Jón og Svavar opinbcrir llillllll VÍTTOG Svavar og Jón Baldvin fallast í faðma. vonbiðlar íhaldsins, þótt einkuin Svavar telji þeð hinn niesta glæp, að Eramsókn skyldi leyfa sér að mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum, þegar þrautreynt var að önnur lciö var ekki fær til að lcysa þann vanda, sem Svavar Gestsson átti einna stærstan þátt í að skapa. Annars veröur gaman að fylgjast með því, hvernig Svavari tekst að tileinka sér stefnu Jóns Baldvins í efuahagsmálum og hvcrnig Jóni tekst að fella sig við stefnu Al- þýðubandalagsins í öryggis- og utanríkismálum Ekki má rasa um ráð fram Vcrð á frystum sjávarafurðuni liefur hækkað verulcga á útflutn- ingsmörkuðum íslcndinga á þessu ári og licfur átt ásamt ohuverö- lækkuninni inestan þátt í þeirri bjartsýni um bættan hag þjóðar- innar með hlutfallslega minni greiðslubyrði af crlcndum skuldum, hraðminnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Útflutningur á ísfíski í gámum hcfur nær fímnifaldast á rúmuin tveimur 'árum, en það sem mcstu skiptir er að þessi gániafískur hefur selst á miklu hærra verði en frystur, og á sumum físktegundum á marg- földu verði miðaö við það verð, sem frystihúsin greiða, og þar við bætist að kostnaður við sölu gáma- físksins er miklu lægri en við frysta fískinn og þar með miklu meiri afrakstur þjóðarbúsins af sölu hans en þcim frysta. Þessi þróun hefur haft það í för með sér, að hráefni til frystihús- anna, sem cru burðarás atvinnulífs í ijölmörgum sjávarplássum landsins, hefúr sums staöar verið af skornum skammti með tilheyrandi kjararýrnun fyrir það fólk, sem í frystihúsunum vinnur, en það er í hópi hinna lægst launuðu á vinnu- markaðinuni. Þessi snögga breyting og háa verð á gámafíski stafar af því að á þessu ári hefur afli víða brugðist og eftirspurn hcfu því aukist stórlega með samsvarandi verðhækkun. Þetta gefur breyst og í því sam- bandi má nefna að fyrir aðeins þremur áruni var verð á gámafíski aöeins 67% af fob-verðmæti freðfisks. Við höfum með dugnaði og ærnu fé og fyrirhöfn tryggt okkur meö góða og trausta markaði fyrir fryst- ar sjávarafurðir einkum í Banda- ríkjunum, þar sem íslenskur fískur selst hæsta verði. Það yrði óbætan- legt tjón, ef viö drægjum svo úr framboði á físki til þessa markaðar að við gætum ekki fullnægt traust- uin viðskiptasamböndum okkar þar og aðrir, t.d. Kanadamenn, yfírtækju þennan mikilvæga mark- að okkar. Þess vegna verður að fara hér að með fyllstu gát með langtimahagsmuni byggðarlaga og þjóðarbús að leiðarljósi. Hér þarf að fínnast það jafnvægi, sem trygg- ir góða afkomu okkar og öryggi markaöa okkar í franitíðinni. - Garri. „BJARGRAÐASJODUR BYGGINGARMANNA“ F.kki verður betur séð en að verkamannabústaðastjórnir ým- issa bæjarfélaga séu komnar í harða samkeppni við þær stéttir háskólamanna sem (af rætnum tungum) eru sagðar hvað iðnastar við að skapa vandamál í stað þess að leysa þau. Frægt er dæmið um nokkur 5-6 milljón króna ósejjanleg raðhús sem bæjarstjórn Sauðárkróks situr nú uppi með vegna þess að lægst launuðu barnafjölskyldurnar þar hafa - af eðlilegum ástæðum - ekki handbæra nær hálfa aðra milljón til að snara í útborgun auk þess að taka að sér afborganir af nær 4 millj. eftirstöðvalánum. Embættismenn á Sauðárkróki segjast í þessum efnum eiga sér „vandamálabræður" í fjölmörgum bæjarfélögum á landinu. Vegna sín og þeirra hafa þeir nýlega samið ákalls- og bænabréf til stjórnvalda um að þau geri „sér- stakar ráðstafanir" til að koma þeim úr klandrinu. Skyldi nú einhver ætla að þessi raunasaga hafi orðið öðrum verka- mannabústaðastjórnum, bæjar- stjórnum og Húsnæðisstofnun víti til varnaðar. Sú virðist þó aldeilis ekki raunin á. Dugandi byggingarmeistari í einu okkar grónari sjávarplássa ákvað í fyrra að skapa sér og öðrum byggingarmönnum á staðn- um atvinnu með því að byggja 4 glæsileg parhús með öllum þægind- um og innbyggðum bílskúrum. Þótt fólki fari fækkandi þar á staðnum eins og víðar á lands- byggðinni taldi hann víst að geta freistað einhverra til að kaupa. Nær heilu ári síðar hafði honum hins vegar ekki tékist að selja eitt einasta þessara húsa - ekki vegna þess að þau væru ekki nógu stór og glæsileg - nei fólki þótti of dýrt að kaupaþaufyriráó. milljón króna. Enda hægt að kaupa á staðnum jafnvel ágætis einbýlishús fyrir 2-3 millj. af þeim sem eru að flytjast brott í allsnægtafaðm Davíðsborg- ar. En yfirvöld á staðnum dóu ekki ráðalaus. Úr því skipstjórar, bankastjórar eða læknirinn höfðu ekki ráð á „villunum" (eða töldu aðra kosti sér hagstæðari) var heillaráðið að láta Byggingarsjóð verkamanna fjármagna þær fyrir fátæklingana á staðnum. Húsnæð- isstofnun hefur nú nýlega lagt blessun sína yfir hugmyndina. Svo brá nú við, um hús þessi sem enginn hafði viljað kaupa á frjáls- um markaði á nær heilu ári, að hátt í 30 umsóknir bárust á örfáum dögum þegar þau voru auglýst sem væntanlegar „verkamannahallir". Ekki verður betur séð en að þarna hafi enn einn ganginn verið ákveðið að nota Byggingarsjóð verkamanna sem „Bjargráðasjóð byggingarmanna". Skyldi sú ekki einnig hafa verið raunin á varðandi 240 fermetra raðhúsin á Króknum 1983 og í ýmsum fleiri tilvikum? Koma þar m.a. upp í hugann orð Eyþórs Þórðarsonar á fundi Lands- sambands lífeyrissjóða nýlega, hvar hann sagði að í bréfum Hús- næðisstofnunar til sjóðanna þar sem falast var eftir meira fjármagni frá þeim hafi það gjarnan verið notað sem hvati, að aukið lánsfé kæmi m.a. til góða við að halda uppi og auka atvinnu byggingar- manna í landinu. Svipað kom fram þegar félags- málaráðherra var nýlega spurður um ástæður þess að stjórnir verka- mannabústaða hafi nær ekkert not- fært sér heimildir til kaupa á notuð- um íbúðum inn í kerfið, þó þær fáist víða á um helmingi byggingar- kostnaðarverðs. Jú, vandaBtíúið var það, að bæjaryfirvöld vilji fremur byggja (sem stærst og dýrast) til að fá fjármagnið að sunnan og skaffa byggingarmönn- um atvinnu á staðnum. Þegar hagsmunir „Bjargráða- sjóðs byggingarmanna“ krefjast, má stinga undir stól lagafyrirmæl- um um að íbúðir í verkamannabú- stöðum skuli vera einfaldar að allri gerð og hóflegar að stærð og verði haldið niðri m.a. með samkeppnis- útboðum. Eiga þá láglaunafjölskyldur ekki rétt á að búa í mannsæmandi íbúðum eins og aðrir? - spyr sjálf- sagt einhver, Jú vissulega - helst allar. Það sýnist á hinn bóginn ofrausn - og ekki leið að því marki - að sjóður (með takmarkað fjármagn) sem ætlað er að fjár- magna félagslegar íbúðir, sé í stór- um stíl notaður til þess að byggja yfir lítinn hluta láglaunafólksins stærri og dýrari lúxusíbúðir en meirihluti launþega í landinu hefur nokkur efni á að byggja yfir sjálfan sig. Með lúxusíbúðum er hér ekki aðeins átt við sérbýlishús. Nægir að minna á að fermetraverð í verkamannaíbúðum í Kópavogi í fyrra var allt að 25% hærra en í fjölbýlishúsum sem tvö byggingar- samvinnufélög byggðu þar á sama tíma. Skýringin sem fékkst á þess- um mikia verðmun var sú að miklu meira væri í verkamannabústaða- íbúðirnar borið í búnaði og frá- gangi öllum. Verð 4ra herbergja íbúða í þessari verkamannablokk er nú rúmlega 4,5 millj. króna framreiknað - og um 800 þús. krónum hærra en á jafn stórum íbúðum í Byggungblokk við hlið- ina. Verðmunurinn á 2-3 slíkum íbúðum dygði til að leysa húsnæð- isvanda einhverrar einstæðu móð- urinnar í Kópavogi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.