Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.05.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn r Laugardagur 3. maí 1986 llllllllllliilllllllllllllll NEYTENDASÍÐAN Heitir ávaxtaeftirréttir Þaö cru fáir sem ekki eru hrifnir af heitum ávaxtaeftirréttum og þær eru líklega óteljandi uppskriftirnar að eplatertum. Hér kemur líka ein en hún er óvenjuleg að því leyti að eplin eru fyrst soðin á pönnu í sykurlegi sem verður smám santan að karamellu. Hin upskriftin er af heitum ávöxtum og er mjög góð með þeyttum rjóma eða ís. Eplaterta % bolli kalt smjör 2 bollar sykur 10-12 stór matarepli Tertudeigið: 2 bollar hveiti Vi bolli smjör 1 eggjarauða 3 msk. flórsykur Vi tsk. salt 3-5 msk. kalt vatn Það er nauðsynlegt að nota þykkbotna pönnu þegar verið er að undirbúa þessa tertu. Pannan þarf líka að þola það að fara í ofn svo það er best að nota pottpönnu. Skerið smjörið í þunnar sneiðar og dreifið jafnt yfir botninn á pönnunni. Stráið sykrinum yfir smjörið. Afhýðið eplin, skerið þau í tvennt og takið kjarnaitúsin úr þeim. Raðið þeim þannig í pönnuna að þau standi upp á endann í röð, fyrst meðfram köntunum á pönnunni og síðan iinnan í henni þangað til þau fylla hana. Sjóðið þau við meðalhita án þess að hræra í á meðan í um það bil 30^45 mínútur eða þangað til sykurinn verður að Ijósbrúnni karamellu. Búið til tertudeigið: Sigtið hveitið á borð eða í skál og búið til holu í miðjuna. Þar í er sett smjörið, eggjarauðan, sykurinn, saltið og 3 matskeiðar af vatninu. Hrærið þessu saman með fingrunum þangað til deigið er eins og gróft rasp, bætið við meira vatni ef með þarf. Pressið deigið í bolta á hveitistráðu borði og hnoðið í um það bil mínútu eða þangað til það er orðið mjúkt en klístrast ekki við hendurnar. Kælið í ísskáp í um það bil 30 mínútur. Breiðið það síðan út í hring sem er um það bil 1 cm meira í þvermál heldur en pannan. Látið eplin kólna þangað til það rýkur ekki iengur úr þeim eða um það bil 5 mínútur. Leggið deigið ofan á eplin svo þau séu alveg þakin og skerið frá allt aukadeig. Bakið við 210° C heitum ofni í um það bil 15-20 mínútur eða þangað til deigið er orðið fallega brúnt. Takið pönnuna úr ofninum og látið tertuna kólna í 5 mínútur. Berið tertuna frant volga með þeyttum rjóma eða ís ef vill. Heitir ávextir V<\ bolli smjör' '/i bolli púðursykur rifið hýði af 1 appelsínu Va bolli appelsínusafi Vi tsk. múskat 1 Iítil dós plómur, síaðar 1 stór dós ferskjur í sneiðum, síaðar 2 bananar í sneiðum Va bolli romm (má sleppa) Hitið saman í litlum potti smjör, sykur, hýði, appelsínusafa og múskat þangað til smjörið er bráðnað og allt hefur blandast vel saman. Blandið saman ávöxtunum í 1 Vi-2 lítra ofnfast mót. Hellið smjörblöndunni yfir ávextina. Bakið án loks í 170° C heitum ofni í um það bil 20 mínútur eða þangað til allt &r orðið vel heitt og fatið að sjóða. Velgið rommið og hellið yfir ávextina, kveikið í því ef vill. Þetta er mjög gott með þeyttum rjónta eða ís. Uppskriftin nægir handa 8 manns. Það kennir margra grasa á sýningunni í Laugardalshöll um matreiðslu, brauð- og kökugerðarlist og sælgætisgerð. Fullt hús matar: Vörn gegn skaðsemi tóbaks: Dagana 9.-18. maí n.k. efnirNem- endafélag Hótel og veitingaskóla Islands til 10 daga matvælasýningar í Laugardalshöll. Sýningin berheitið Matarlist ’86, og er án efa stærsta sýning sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi. Um 40 fyrirtæki taka þátt í sýningunni, þar á meðal stærstu matvælafram- leiðslufyrirtæki landsins. Sýningin verður bæði í anddyri og sal Laugardalshallarinnar. Fram- leiðendur munu sýna vörur sínar í sérstökum básum og gestum verður gefinn kostur á að bragða á þeim, auk þess sem matvæli verða til sölu á sérstöku kynningarverði. Meðal annars verður komið upp litlum' mörkuðum, þar sem grænmeti, ávextir, kjöt, brauð og mjólkurvörur verða seldar á hagstæðu verði. 1 miðjum sal Laugardalshallarinn- ar verður komið fyrir palli, þar sem nemendur Hótel- og veitingaskól- ans, margir fremstu matreiðslu- meistarar landsins auk þekktra er- lendra matreiðslumeistara munu sýna listir sínar. Þá munu íslenskir og erlendir bakarameistarar sýna brauð- og kökugerðarlist, ásamt sælgætisgerð. Takið þátt í verðlaunasamkeppni gesta um lambakjötsrétti. Vegleg verðlaun í boði. Þjónar munu sýna hvernig lagt er á borð, allt frá hversdagsborði upp í veisluborð. Þá verða mörg veitinga- hús með kynningu á rekstri sínum. í tilefni sýningarinnar verður gefin út bókin „Handbók sælkerans“, sem hefur að geyma margvíslegt efni um matreiðslu og vín, auk frásagna af siðum og venjum tengdum mat og drykk. Bifreiðastöð íslands veitir afslátt á fargjöldum meðan á sýningunni stendur og gildir farmiði jafnframt sem afsláttarmiði á sýninguna. Flugleiðir gefa einnig kost á helg- arpökkum fyrir landsbyggðafólk þær tvær helgar sem sýningin stendur. Matarlist ’86, er liður í 200 ára afmælishátfð Reykjavíkurborgar. Loks má geta þess, að á sýning- unni verður efnt til verðlaunakeppni meðal gesta um lambakjötsrétti. Veitt verða vegleg verðlaun. Munnstykki sem draga úr skaðsemi sígaretturey ki nga Nýlega hófst hér á landi sala sígarettumunnstykkja af gerðinni TAR-GARD, sem ætluð eru til að draga úr skaðsemi reykinga á þann hátt, að megnið af tóbakstjörunni verður eftir í munnstykkinu í stað þess að fara niður í lungu reykinga- manna. TAR-GARD munnstykkin eru gagnsæ, svo reykingafólk getur fylgst með því hversu ntikil tjara berst úr hverri sígarettu, og að sögn hafa áhrif þess auðveldað mörgum að hætta að reykja. í fréttatilkynningu frá innflytjend- um segir: „Uppgötvun TAR-GARD tjöru- síunnar byggist á lögmáli ítalska eðlisfræðingsins Venturis, sem var uppi á 18. öld. Reykurinn dregst gegnum örmjótt op og síðan er hraði hans aukinn upp í urn það bil 300 km á klst. Þá rekst reykurinn á haft sem stöðvar tjöru og nikótín, reykurinn fer síðan frani hjá haftinu og út í gegnum munnstykkið án þess að þessi meðferð hafi áhrif á bragð hans.“ Hver TAR-GARD sía dugar fyr- ir 35-40 sígarettur og þær eru seldar fimm saman í pakka, sem kostar 135 kr. Innflytjandi er ÍSPRÓ. en það er Söluþjónustan í Kópavogi sem ann- ast dreifingu. Hér á landi eru um það bil 700 útsölustaðir sem selja tóbak. Inn- flytjendur síunnar vonast til að selj- endur tóbaks bjóði reykingafólki upp á þessa vörn gegn skaðsenti tóbaksins. Þegar reykingafólk sér tjöruna úr hverri sígarettu, sem eftir verður í gagnsæju munnstykk- inu, auðveldar það mörgum að hætta að reykja. MATARLIST ’86 Tíu daga veislustemmning í Laugardalshöllinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.