Tíminn - 03.05.1986, Síða 3

Tíminn - 03.05.1986, Síða 3
Laugardagur 3. maí 1986 Tíminn 3 Rekstur Þörungavinnslunnar á Reykhólum að stöðvast: „Yrði ríkasti maður á íslandi eftir 6 ár“ - ef ég ætti Þörungavinnsluna, segir framkvæmdastjórinn Rekstur Þörungavinnslunnar á Reykhólum mun stöðvast nú á næst- unni, ef ríkisstjórnin grípur ekki í taumana. „Við höfum verið að bíða eftir því að eitthvað gerðist í málum Þörungavinnslunnar af hálfu iðnað- arráðherra og fjármálaráðherra, en síðan Albert tók við stöðu iðnaðar- ráðherra hefur akkúrat ekkert gerst og engar viðræður hafa átt sér stað milli heimamanna og ríkisstjórnar- innar um að koma rekstri Þörunga- vinnslunnar í hendur heimamanna, en það var sú leið sem Sverrir Hermannsson fyrrverandi iðnaðar- ráðherra var byrjaður á. Hann var búinn að fá heimild í lögum frá Alþingi til þess að koma þessum hlutum heim og saman á vormánuð- um 1985, en frá því í haust hefur allt stoppað," sagði Kristján Þór Kristj- ánsson framkvæmdastjóri Þörunga- vinnslunnar. Hjá Þörungavinnslunni hafa unn- ið 20-25 manns allt árið, en á sumrin hafa bæst við 8-10 manns og sláttu- menn eru um 30-50 að sögn Kristjáns. Þeir sem hafa haft fasta Grænlenska verslunarfélagið: Siglir milli fs- lands og Grænlands Grænlenska verslunarfélagið eða Grönlands Handel, sem áður var Hin konunglega Grænlands- verslun, hefur ákveðið að hefja áætlunarflutninga með skipi milli fslands og Grænlands. Vörur sem fluttar verða frá Grænlandi til ís- lands munu koma í gegnum Ála- borg, en vörur frá íslandi fara síðan beint til Grænlands. Fyrsta reglubundna ferðin frá Reykjavík verður farin um miðjan maí og síðan verða ferðir frá Reykjavík áttundu hverja viku. Viðkomuhöfn í Grænlandi verður Maniitsoq rétt ‘norðan við Nuuk, en þaðan verður vörunum dreift um allt landið. Umboðsmaður á íslandi er Þor- valdur Jónsson skipamiðlari og sagði hann í samtali við Tímann í gær að með þessum ferðum væri verið að kanna grundvöllinn fyrir áætlunarsiglingum á þessari leið. Ef vel gengi kæmi til álita að fleiri skipum yrði bætt við á þessari leið, en fyrirhugað er að Ms. Magnús Jensen sjái um flutningana til að byrja með. -BG atvinnu við Þörungavinnsluna missa því atvinnu sína og ekki eru horfur á að takist að útvega þeim aðra vinnu. „Með þessu er verið að leggja byggðina og fyrirtækið í eyði,“ sagði Kristján. Hann sagðist harrna það að þetta væri dæmi um að nýiðnaður með íslenskum hráefnum og ís- lensku hugviti væri lagður í rúst. „Heimamenn hafa lagt á það áherslu, að fengju þeir að taka við rekstri Þörungavinnslunnar, án þess að taka þær langtímaskuldir sem hvíla á henni gætu þeir rekið hana með hagnaði - eða eins og ég sagði við einhvern - ef ég ætti Þörunga- vinnsluna yrði ég sennilega ríkasti niaður á íslandi eftir 6-8 ár,“ sagði Kristján. - ABS Þórður Jónsson og Jóhann Einvarðsson afhenda fyrir hönd Lions-hreyfing- arinnar 17. m.kr. til kaupa á línuhraðli Landspítalans. Tímamynd-Svcrrir Lions gefur línuhraðal Sl. miðvikudag afhenti Þórður Jónsson fjölumdæmisstjóri Lions- hreyfingarinnar á íslandi Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðismálaráð- herra. ávísun að upphæð 17 millj. kr. til kaupa á línuhraðli til krabba- meinslækninga. Hallgrímur Snorra- son hagstofustjóri sem er formaður yfirstjórnar mannvirkjagerðar á Landspítalalóð, veitti ávísuninni síðan viðtöku fyrir hönd Landspítal- ans. Línuhraðall þcssi er sambærilegur við önnur tæki til geislalækninga sem til eru í dag. cn mun nákvæmari. Því mun meðferð verða árangursrík- ari og hliðarverkanir niinni. Verð hraðalsins er um 35 millj. kr. með uppsetningu og varahlutum, og mun ríkissjóður standa í ábyrgð fyrir greiðslu þeirra upphæðar sem á vantar. - Þeini 17 millj. kr. sem nú voru afhentar, var safnað af Lionsfélög- um í apríl í l'yrra, er þeir gengu í hús og seldu rauðar fjaðrir. Áætlað er að tækið verði tilbúið til notkunar í ársbyrjun 1987, og veröur það sett upp í K-álmu Landspítalans. - PHH Sex skip hafa stöðvast Næsti sáttafundur á sunnudag Sex skip hafa nú stöðvast vegna verkfalls undirmanna á kaupskipum sem staðið hefur síðan á miðviku- dag. Engar viðræður hafa verið í gangi síðan á þriðjudag „hvorki úti í horni né hjá sáttasemjara,“ eins og Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur orðaði það í samtali við Tímann í gær. Sáttasemjari hefur boðað deiluaðila til fundar kl. 13 á sunnudag. Kröfur undirmanna eru þær að grunnkaup verði hækkað úr 20 þús- I und krónum á mánuði í 27 þúsund krónur og að álag á yfirvinnu verði hækkað úr 60% upp í 80%. Að sögn Guðmundar Hallvarðs- sonar hafa forsendur fyrir grunn- kaupsútreikningum breyst á síðustu árum og samfara fækkun háseta á skipunum hefur fjöldi þeirra sem eru á vöktum aukist hlutfallslega. Þannig er t.d. aðeins cinn dagmaður á dekki á flestum skipum, scm skilar 48 tíma vinnuviku cn hinir þrír sem eru á vöktum skila 56 tímum. Skipin sem stöðvast hafa eru: Lagarfoss sem stöðvaðist í Straums- vík, Reykjafoss í Reykjavík, Skeiðs- foss á Akureyri, Jökulfell í Reykja- vík, Skaftafell á Sauðárkróki og Kyndill II í Reykjavík. Verkfalls- ■ menn hafa þann háttinn á, að skip sem koma til landsins losa út vörurn- ar áður en þau stöðvast. Þau skip sem koma í heimahöfn eru losuð og síðan færð til og lagt til þess að rýma fyriröðrum skipum. Ekkierþórýmt fyrir erlendum leiguskipum með út- lendum áhöfnum. Mun fleiri skip munu stöðvast strax eftir helgitia ef dcilan leysist ekki. - BG Austur- evrópskur matur bannaður I gær tók gildi bann við innflutn- ingi á matvælum, hverju nafni sem þau nefnast, frá Sovétríkjunum, Póllandi, Tékkóslavíu, Búlgaríu, Ungverjalandi og Rúmeníu. Þetta bann er sett til þess að hindra að matvæli sem menguð eru af geislavirkum efnum berist til landsins, þar sem mikil geislavirkni hefur mælst í þessum löndum eftir kjarnorkuslysið við Kænugarð. Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Hollustuvernd ríkisins heimild til að veita undanþágur frá banninu, ef sannað þykir að matvælin hafi ekki orðið fyrir geislun. Bann þetta gildir um óákveðinn tíma. - gse Árfara-slysiö: . Hávaði á hljóðrita Hlustað hefur verið á hljóðrita í Árfara, vél Flugleiða sem fór út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli fyr- , ir nokkrum mánuðum. Að sögn formanns flugslysanefnd- arheyrist þegarflugmaðurvélarinn- ar spyr. „Hvað er þetta?“ en ærandi hávaði heyrist á hljóðritanum og yfirgnæfir hann vélardyn vélarinnar. Þetta endurtekur sig í þrígang. Flug- maðurinn sagðist halda að sprungið hefði á vélinni og hætti við flugtak. Ekki er vitað hvað þessi hávaði táknar, en líkur hafa verið leiddar að því að vélin sé að fara í poll, en gífurleg rigning var þennán dag.-ES Íl4d ÍSLKNSKH Ttl>:< \i)A8MA V rétti Tímamynd-Sverrír Frá fundinum á Lækjartorgi 1. maí Fámennt 1. maí, en kraftur í konum Óvenju fámennt var á baráttu- og hátíðasamkomu verkalýðsins í Reykjavík í ár. Lögðu ræðukonur þar áherslu á að varnarsigur hefði unnist í síðustu kjarasamningum en voru þó engan veginn ánægðar með núverandi ástand mála. Margir kenndu leiðindaveðri um dræma þátttöku þó fleira hjálpi þar eflaust til. Veldur þar ekki síst að mörgum finnst þessar samkomur fremur tilgangslitlar, þar sem bar- áttan hefur orðið æ fyrirferðar- minni á kostnað lítt spennandi skemmtiatriða. Samtök kvenna á vinnumarkaði héldu sérfund á Hallærisplani og lögðu ræðukonur áherslu á 30 þús. kr. lágmarkslaun strax í dag og hvöttu til baráttu um að hafna síðustu kjarasamningum. Flutti sönghópurinn Lóurnar þar braginn „Skuldabankann" (við lag Gleði- bankans) við góðar undirtektir. Að sögn Birnu Þórðardóttur, sem flutti ávarp samtakanna á fundin- um, var samkoman vel heppnuð og fjöldi fundarmanna um 500 þegar flest var. - P.H.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.