Tíminn - 03.05.1986, Síða 13

Tíminn - 03.05.1986, Síða 13
Laugardagur 3. maí 1986 Tíminn 17 Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 4. maí 1986. Árbæjarprestakall Messa í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Organ- isti Jón Mýrdaí. Sr. Guðmundur Orn Ragnarsson. Áskirkja Barnaguðsþjóusta kl. 11. Börn úr barna- starfi Grensáskirkju koma í heimsókn. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Messa í Breiðholtsskóla kl. 14. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir messar. Sr. Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 14. Lesari Dagmar Gunnlaugsdóttir. Organisti Guðni P. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Messa kl. 11. Bænadagur. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þóri Stephensen. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Lesarar: Gunnar Pctersen frkv.stj. og Þóröur Eydal Magnússon prófessor. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Sunnudagur: Börnin fara í heimsókn til Áskirkju. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 10.40. Messa kl. 14. Aðalfundur Grensássóknar eftir messu. Biblíulestur þriðjudag kl. 20.30. Séra Halldór S. Gröndal. Llliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níels- son. Hallgrímskirkja Laugardag: Félagsvist í safnaðarsal kl. 15. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Aðalfundur Listvinafé- lags Hallgrímskirkju kl. 15.30. Messa kl. 17 þar sem kynntir verða nýir sálmar og sálmalög. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Landspítalinn Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kaffisala Kvenfélagsins verður í Domus Medica kl. 3. Kársnesprestakall Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Páisson. Langholtskirkja Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Pjétur Maack. Organleikari Jón Stefánsson. Fjáröflunarkaffi til eflingar minningar- sjóði frú Ingibjarar Þórðardóttur verður í safnaðarheimilinu kl. 15. Sóknarnefnd- in. Laugarneskirkja Messa kl. 14. Mánudag: Fundur í Kven- félagi Laugarnessóknarkl. 20. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Altarisganga. Fimmtudag: Uppstigningardag. Messakl. 14. Dagur aldraðra. Friðgeir Grímsson verkfræðingur prédikar. Halldór Vil- helmsson syngur einsöng. Öldruðunt boðið í kaffi eftir messu. Sóknarprestur. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11 árd. Ath. breyttan tíma. Einsöngvari Magnús Jónsson. Org- el og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Olafsson. Þriðjudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudag - Uppstingingardag: Guðsþjónusta kl. H. (Ath. breyttan tíma) Sr. Frank M. Hall- dórsson. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta, skírn og altarisganga kl. 14. Ræðuefni: Þar sem kærleikurinn á heima. Fríkirkjukórinn syngur. Söng- stjóri og organleikari Pavel Smid. Aðal- fundur safnaðarins að loknu embætti. Sr. Gunnar Björnsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 10.30. Rætt um vænt- anlegt vorferðalag. Guðsþjónusta kl. 14, á degi aldraðra í söfnuðinum. Að lokinni guðsþjónsutu býður kvenfélagið eldra safnaðarfólki til kaffisamsætis í Góð- templarahúsinu. Sr. Einar Eyjólfsson. Kirkja Óháða safnaðarins Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Heiðmar Jónsson. Séra Þórsteinn Ragnarsson. Eyrarbakkakirkja Messa kl. 13. Ferming. Sóknarprestur. Minningarkort Áskirkju Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ág- ústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742 - Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775 - Þjónustuíbúðir aldraðra, Dal- braut 27, Helena Halldórsdóttir, Norður- brún 1 - Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984 - Holtsapótek, Langholts- vegi 84 - Verslunin Kirkjuhúsið, Klapp- arstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 kl. 17.00-19.00 og mun kirkjuvörð- ur annast sendingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Samtók kvenna á vinnumarkaði Samtök kvennaá vinnumarkaði, Kvenna- húsinu, Hótel-Vík, Reykjavík hafa opna skrifstofu á þriðjudögum kl. 17.00-19.00 í Kvennahúsinu, Hótel Vík, efstu hæð. Vistinenn í Hátúni, með verk sín, ásamt forstöðukonu heimilisins, Steinunni Finnbogadóttur, frá vinstri eru Snæborg Þorsteinsdóttir, Steinunn, Hans Jónsson, Sólveig Þorsteinsdóttir og Helga Valtýsdóttir. Nú er í fyrsta sinn efnt til sýningar á þessum fallegu munum,, sem þarna eru unnir, undir einkunnarorðinu Máttur starfsins. Sýningin er opin laugard. 3. maí og sunnud. 4. maí kl. 14.00-22.00 í húsakynnum Dagvistar Hátúni 12. For- stöðukona þar er Steinunn Finnbogadótt- Sýning Sjálfsbjargar: Máttur starfsins Sýning verður haldin laugard. 3. maíog sunnud. 4. maí á vinnu heimilisfólks í Dagvist Sjálfsbjargar, en dagvistin er heintili fyrir fatlað fólk, sem býr eitt, eða dvelur ntikið eitt á heimili og hefur brýna þörf fyrir aðstoð og öryggi. Heimilisfólkið er á ýmsum aldri og er þarna gott samfélag. Dagurinn líður við lestur blaða og bóka, söng og hljóðfæraleik, sund og sjúkraþjálfun - að ógleymdri handa- Við opnun sýningarinnar laugard. kl. 14.00 leika þeir feðgar Jónas Þórir Dag- bjartsson og Jónas Þórir Þórisson á fiðlu og píanó. Sunnud. 4. maí syngur Elísabet Erlingsdóttir einsöng og leikur Málfríður Konráðsdóttir með á píanó. Enginn að- gangseyrir. Kaffi á boðstólum. Bandalag jafnaðarmanna - Happdrætti Dregið hefur verið í happdrætti Bandalags jafnaðarmanna og komu vinningar á eftirtalin númer. 8243 - 511 - 400 - 6889 - 2310 - 4844 - 483 - 4850 - 1423 - 2525 - 4085 - 9660 - 5918 - 3517 - 1371 - 1544 -3911. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 21833. Bandalag jafnaðarmanna Lausar stöður Við Sjónstöð íslands, Hamrahlíð 17, eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða yfirlæknis í hálft starf. Sérfræðings- réttindi í augnlækningum er skilyrði 2. Staða umferliskennara. Menntun á sviði þjálf- unar í umferli (mobility) og athafna daglegs lífs (A.D.L.) er skilyrði. 3. Staða sjónþjálfa. Menntun sem synpedagog er skilyrði 4. Staða sjónfræðings (optiker). Menntun og reynsla í starfi er skilyrði. 5. Staða augnsmiðs. Menntun og reynsla í starfi er skilyrði. Staða yfirlæknis veitist frá 1. júlí 1986, að fenginni umsögn Stöðunefndar. Aðrar stöður veitast frá 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 27. maí nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 27. apríl 1986. Ræstingarfólk Óskum eftir að ráða ræstingarfólk til starfa hjá fyrirtækinu. Nánari upplýsingar gefur ræstingarstjóri í Sam- bandshúsinu við Sölvhólsgötu frá kl. 13.00 til 16.00 mánudag og þriðjudag.(Ekki í síma) SAMBANDISL. SAM VINNUFELAG A STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A laðbera vantar / eftirtalin hverfi. Blaðberar óskast í Skerjafjörð, Ástún, Grundir Kópavogi, Tangahverfi Mosfellssveit, Beykihlíð Reykjavík. Upplysingar gefurafgreiðsla. Tírniim SIÐUMULA 15 686300 Deildarstjóri Byggingarvöru Verslunardeild Sambandsins óskar að ráða deild- arstjóra til að veita forstöðu byggingarvöruheild- sölu Sambandsins. Deildin hefur með höndum innkaup og sölu á öllum almennum byggingarvörum frá erlendum fram- leiðendum. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra Sambands- ins er veitir nánari upplýsingar, ásamt aðstoðar- framkvæmdastjóra Verslunardeildar. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. SAMBAND ISL.SAMVINNUFELAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Hjólaskófla Tilboð óskast í Hough hjólaskóflu H-65 C (2,75 Cy) árgerð 1976, sem verður á útboði þriðjudaginn 6. maí kl. 12-15 að Grensásvegi 9. Á sama útboði verður strætisvagn (IHC) fyrir 36 farþega, árgerð 1974. Sala varnarliðseigna Ólafsvíkurkaupstaður auglýsir eftir fóstru til starfa á leikskóla Ólafsvíkur. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Allar nánari upplýsingar veittar hjá bæjar- stjóra í síma 93-6153. Bæjarstjórinn á Ólafsvík Til sölu búvélar Massey Ferguson 135 og New Holland 370 bindivél og Heuma múgavél. Vélarnar eru lítið notaðar og vel með farnar. Nánari upplýsingar í síma 93-5354.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.