Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 15. maí 1986
Sláturfélag Suðurlands hafði 51% veltuaukningu 1985:
Háir vextir og gengd-
arlaus verðsamkeppni
- ollu þó 28 milljóna rekstrartapi
Mikill vaxtakostnaður vegna
mikilla fjárfestinga og gengdarlaus
verðsamkeppni í sölu matvara eru
meginorsökin fyrir því að Sláturfélag
Suðurlands kom út með tæplega 28
ntilljóna króna rekstrarhalla á síð-
asta ári, að því er fram kom í ræðu
forstjóra, Jóns H. Bergs á aðalfundi
SS nýlega.
Velta félagsins á síðasta ári nam
tæpum 2.100 milljónum króna, sem
var 51% aukning frá árinu 1984.
Eftir 42,3 milljón króna afskriftir
var rekstrarhallinn 27,9 millj., eða
um 1,3% af heildarveltu. Hin mikla
veltuaukning milli ára - um 14%
umfram verðlagshækkanir - rakti
forstjórinn að verulegu leyti til meiri
fullvinnslu afurða hjá félaginu.
Mikil fjárfesting í nýjum vinnslu-
stöðvum fyrirtækisins hefur gert
miklar lántökur nauðsynlegar og
leitt af sér mikinn vaxtakostnað. Að
sögn stjórnarformanns, Gísla Andr-
éssonar, hefði félagið vissulega get-
að sýnt betri rekstrarafkomu með
því að starfa í gömlum og úreltunr
vinnslustöðvum, eins ogallt of marg-
ir geri enn í dag. En stjórnendur SS
séu þeirrar skoðunar að rétt hafi
verið stefnt og árangurinn muni
skila sér síðar.
Heildareignin Sláturfélags Suður-
lands voru skráðar á 1.214 millj.
króna í árslok 1985 og höfðu aukist
um 44% að bókfærðu mati milli ára.
Um 26% eigna eru fjármagnaðar
með eigin fé.
Starfsmenn SS eru alls um 1.230
þegar þeir eru flestir á haustin.
Unnin ársverk 1985 voru hins vegar
609, sem var 51 ársverks fækkun frá
1984.
- HEI
Síðasta úthlutun Úreldingarsjóðs:
22 skip fengu
127 milljónir
- af 130 milljón króna
eignum sjóðsins
l uttugu og tvö skip fengu í gær sagði Finnur Ingólfsson formaður
úthlutað um 127 milljónum króna úr sjóðsstjórnar í samtali við Tímann í
Ureldingarsjóði. Sjóðurinn var gær að það yrði nú gert. Síðar meir
gerður upp í gærdag og hefur nú verður tekin afstaða til þess hversu
verið aflagður. í sjóðnum voru um miklu fé verður varið til verndunar
130 milljónir króna. Uthlutanirnar sjóminja.
eru í formi styrkja. Alls bárust sjóðnum 22 umsóknir
Skýrt er kveðið á um það í lögum og fengu þær allar afgreiðslu á
hvað beri að gera við eftirstöðvar lokafundi stjórnarinnar í gær. Styrk-
sjóðsins eftir að endanlegt uppgjör irnir eru bæði til úreldingar fiski-
hefur farið fram. Ávaxta ber fé skipa og eyðingar.
sjóðsins á besta mögulegan hátt og - ES
Fundvísir félagar:
Taska með kúbeini
og eitri fyrir blaðlýs
í grunsamlegu afskiptaleysi í Öskjuhlíöinni
Þrír ungir menn, Ástvaldur Sig-
urðsson, Örvar Smárason og Ingvi
Pétur Snorrason, koniu á ritstjórn
Tímans í gær og tilkynntu um merk-
an fund. Þeir félagar höfðu rekist á
grunsamlega tösku í Öskjuhlíðinni,
sem innihélt kúbein, skæri, járn-
klippur, leðurhanska, lúffur og eitur
til að eitra fyrir blaðlúsum. Það þarf
ekki tortryggan mann til að finnast
þessir hlutir athyglisverðir þegar þeir
cru komnir saman á einn stað, og
enn síður ef þeir finnast í reiöuleysi
á víðavangi. Drengirnir ályktuðu
því fljótt að hér væri um fund að
ræða sem lögreglunni þætti forvitni-
legt að vita af. Það kom líka á daginn
að smiður nokkur hafði tilkynnt
tösku sína glataða, og kom lýsing
hans á hcnni heim og saman við þá
er drengirnir fundu. Þeir urðu að
vonum fegnir yfir að hafa hjálpað
smiðnum í vandræðum hans, en
samt örlaði á vissum vonbrigðum
hjá þeim, því drengirnir höfðu álitið
að meðlimur annarrar stéttar og
ólöghlýðnari hefði glatað töskunni á
leið sinni úr eða í vinnu.
Þeir Ástvaldur, Örvar og Ingvi
Pétur eru menn með eindæmum
fundvísir. Þeir hafa tvívegis áður
lagt leið sína á ritstjórn Tímans til að
tilkynna um þessa fundvísi sína; eitt
sinn fundu þeir veski við bílskúr í
Blönduhlíð og innihélt það meðal
annars verðmæta ávísun sem eigand-
inn varð svo glaðtir að endurheimta
að hann fékk þeim sinn hvorn tvö
hundruð kallinn að launum, og í
annað sinn fundu þeir félagar heila
búslóð í Öskjuhlíðinni og töldu að
hún hafi verið eftir einhvern róna
sem hafi ætlað að gera sig heima-
kominn í hlíðinni. - gse
Hinir fundvísu félagar; Ingvi Pétur Snorrason, Örvar Smárason og Ástvaldur
Sigurðsson. Á vökulli göngu sinni uni bæinn rekast þeir oft á eitthvað sem
samborgarar þeirra hafa glatað. rín.amynd-GE
Hluti grænlensku sendinefndarinnar, ásamt forsetum Alþingis. Moses Olsen er annar frá vinstri.
Grænlenskir þingmenn heimsækja ísland:
Samvinna þjóðanna
báðum nauðsynleg
- aö mati sendinefndarmannanna jörðu í Grænlandi, í samvinnu við
Sendinefnd frá Landsþingi Græn-
lands hefur gist ísland undanfarna
daga í boði Alþingis. Hélt nefndin
blaðamannafund sl. miðvikudag til
að kynna sjónarmið sín varðandi
samskipti landanna.
Voru sendinefndarmenn, sem
undanfarna daga hafa rætt við ráða-
menn og skoðað land og þjóð, á einu
máli um að samskipti landanna væru
fýsileg og nauðsynleg og að þau
þyrfti að auka.
í sendinefndinni eru fulltrúar
þeirra þriggja flokka sem sitja á
grænlenska þinginu, en sent kunnugt
er fékk Grænland heimastjórn árið
1979.
Siumut-flokkurinn, sem er sosíal-
demokratiskur flokkur og vinstri
flokkurinn Inuit Ataqatigiit, (I.A.)
mynda meirihlutastjórn, en Atassut-
flokkurinn scm er borgaralegur, er í
stjórnarandstöðu. Ferðin hingað til
lands er kurteisisheimsókn, þar sem
Grænlendingar þurfa enn að bera
allar ákvarðanir er varða utanrík-
ismál undir Dani.
Töldu Grænlendingarnir að auka
mætti samskipti þjóðanna á sviði
fiskveiða, verslunar og menningar-
mála, og nefndu áð hugsanlega
mætti nýta þau auðæfi er finnast í
íslenskan iðnað.
Henriette Rasmussen sagði að
flokkur hennar, I.A., hefði áhuga á
aukinni samvinnu landanna um
friðarmál og að ræða stöðu landanna
innan NATO. Var Moses Olsen,
sjávarútvegs- og iðnaðarráðherra frá
Siumut-flokknum henni sammála
í því að smáþjóðir þyrftu að móta
sér skýra stefnu í friðarmálum. Þá
sagðist hann halda að ef tækist að
koma á samvinnu íslands, Græn-
lands og Færeyja unt verndun fiski-
stofna, yrði það til að efla stöðu
þessara ríkja á alþjóðavettvangi.
PHH
Samtök foreldra um vímulausa æsku fá gjöf:
Sambandið gaf
100 þúsund kr.
Búnaðarsamband Kjalarnesþings:
Kona kosin á Búnaðar-
þing í fyrsta skipti
Samband íslenskra samvinnufé-
laga afhenti í gær nýstofnuðum sam-
tökum foreldra um vímulausa æsku
100 þúsund krónur að gjöf og afhenti
Erlendur Einarsson forstjóri full-
trúum samtakanna gjöfina.
Erlendur sagði við afhendinguna
að þessi fjárstuðningur væri aðeins
örlítill þakkarvottur frá Sambandinu
til þeirra sem nú eru að vinna
tramúrskarandi starf til að sporna
við vímuefnaneyslu ungmenna í
landinu. Af fáu hefðu menn meiri
áhyggjur en vaxandi neyslu eiturefna
og gegn henni yrði að vinna með
ölluni tiltækum ráðum.
Bogi Arnar Finnbogason formað-
ur undirbúningsnefndar samtakanna
þakkaði gjöfina og sagði það gleði-
legt að stærstu fjöldasamtök í land-
inu hefðu orðið með þeim allra
fyrstu til að rétta Samtökum foreldra
fyrir vímulausa æsku hjálparhönd.
Bogi Amar Finnbogason tekur við
100 þúsund króna gjöf frá Erlendi
Einarssyni forstjóra Sambandsins.
Tímamynd Sverrir
Anna Bella Harðardóttir Hæk-
ingsdal í Kjós var kosin búnaðar-
þingsfulltrúi frá Búnaðarsamb. Kjal-
arnesþings nú fyrir skömmú. Þetta
er í fyrsta sinn sem kona er kosin
aðalfulltrúi á Búnaðarþing en áður
hefur kona setið sem varamaður á
Búnaðarþingi.
„Það er nauðsynlegt að konur hafi
rétt til ákvarðanatöku í búnaðarfé-
lögunum því þær hafa jafn mikilla
hagsmuna að gæta og karlarnir sem
oftast eru skráðir fyrir búunum.
Yfirleitt eru búin fjölskyldubú og
þess vegna er eðlilegt að þeir sem
vinna við búin og eiga allt sitt undir
þeim hafi ákvörðunarréttinn," sagði
Anna Bella, en hún hefur tekið þátt
í störfum búnaðarfélagsins í Kjós-
arsýslu síðan eiginkonur bænda
öðluðust rétt til að ganga í búnaðar-
félögin fyrir nokkrum árum síðan.
Áður þurftu konur að vera skráðar
fyrir búi til þess að geta gengið í
búnaðarfélögin. „Karlmenn í Bún-
aðarfél. Kjalarness eru mjög jafn-
réttissinnaðir þvf það voru allt karlar
sem kusu mig búnaðarþingsfull-
trúa,“ sagði Anna Bella.
ABS