Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. maí 1986
IIIIIH MINNING
Tíminn 15
Sigrún Stefánsdóttir
Fædd 14. október 1898
Dáin 5. maí 1986.
I dag er til moldar borin ástkær
tengdamóðir mín eftir árslanga sjúk-
dómslegu.
Þegar ungt fólk dregur sig saman
er því lítt í huga að það er að
tengjast öðrum ættum og stofna til
tengsla við fjölda fólks. Fyrir mér
var þetta strax ótvírætt og ánægju-
legt. Sumarheimsókn og dvöl að
Eyjardalsá í Bárðardal þar sem Sig-
rún tengdamóðir mín fæddist árið
1898, hófst strax í tilhugalífinu og
varð fastur liður ekki síst þegar börn
okkar hjónanna voru fædd. Þar
bjuggu þá systkini hennar Jón og
Guðný, sem ég þekkti stðan ætíð
sem Jonna frænda og Gýju frænku.
Anna systir þeirra varð einnig Anna
frænka. Hún var þá kennari á Laug-
um en dvaldi lengstum að Eyjardalsá
á sumrum. Foreldrar þeirra systkina
voru Stefán Jónsson og Anna Jóns-
dóttir sem þar bjuggu áður. Löngu
látnar voru tvær systur, Aðalbjörg
og Jónína.
Á næstu bæjum við Eyjardalsá og
víðar í sveitinni bjuggu nær- og
fjarskyldir frændur. Betri og elsku-
legri móttökur í fjölskyldufaðm en
verðandi tengdamóður, systkina
hennar og frændgarðs var ekki hægt
að hugsa sér. í Bárðardal fékk ég að
kynnasl traustu þingeysku bænda-
samfélagi sem færði mig nær upp-
runa mínum, ættaður úr sýslunni en
fæddur og uppalinn í öðrum lands-
hlutum. Minningar mínar frá þess-
um heimsóknum eru mér dýrmætur
fjársjóður. Eldri börn okkar hjóna
eiga ljúfar minningar frá þessum
árum og enn er talað um leikfélagana
Mósa, Lubba og Gráloppu. Tengslin
við þetta samfélag urðu enn nánari
þegar mér veittist sú ánægja að
vinna fyrir vinsælan héraðslækni
þeirra suntrin 1964 og 1965. Eftir að
hafa flutt til Vesturheims til frekara
náms, var unnt að halda sambandinu
við með stöku sumarheimsókn.
Þegar fór að halla undan fæti hjá
Jóni og Guðnýju fluttu til þeirra
Baldur Vagnsson frændi þeirra og
kona hans Sæunn Gestsdóttir og
tóku við búrekstri. Guðný lést árið
1971 meðan við dvöldum enn vestan
hafs og auðnaðist okkur ekki að
fylgja henni til grafar. Þau hjónin
veittu Jóni góða umönnun þar til
hann varð að leggjast inn á sjúkra-
húsið á Húsavík, þar sem hann
dvaldist síðasta árið. Jón lést í júní
1974. Ættingjar hans og sveitungar
Fölmenntu að útför hans sem fór
fram hjá Ljósavatnskirkju á fögrum
sumardegi. Undirbúningurhafðifar-
ið fram ineð dyggilegri aðstoð ætt-
ingja og vina í héraði einkum Bald-
urs og Jóns Hermannssona á Hvarfi.
Fyrir mér er þessi látlausa virðulega
jarðarför enn sú þjóðlegasta athöfn
sem ég hef lifað. Reisnin yfir þessari
jarðarför og einlægni þeirra sem
fylgdu Jóni síðasta spölinn er ólýsan-
leg. Þannig vildi ég verða kvaddur.
Hafi búið í ntér alheimsborgara-
dramb eftir tæplega 8 ára dvöl er-
lendis læknaðist það a.m.k. að hluta.
Af systkinum 6 frá Eyjardalsá er nú
aðeins Anna eftir, búsett á Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri.
Æviferil Sigrúnar rek ég ekki náið
en fyrir mér er hvað athyglisverðast-
ur dugnaður hennar við að afla sér
menntunar á þeim árum sem slíkt
voru forréttindi karlmanna. Fyrst
með námi í Gagnfræðaskólanum á
Akureyri þar sem hún lauk gagn-
fræðaprófi og síðar í Samvinnu-
skólanum þaðan sem hún lauk námi
meðal fyrstu íslenskra kvenna. Árin
1920-1922 dvaldi hún við nám í
Kaupmannahöfn. Frá 1923 til 1940
stundaði hún veitinga- og gistihúsa-
rekstur í Borgarnesi ásamt þáver-
andi eiginmanni sínum Vigfúsi
Guðmundssyni. Markverðast á at-
vinnuferli hennar mun þó ætíð verða
talin vinna hear að íslenskum heint-
ilisiðnaði. Hún var forstöðukona
íslensks heintilisiðnaðar frá 1951-
1967 og vann þar áfram í áratug eftir
að hún var komin á eftirlaunaaldur.
Fyrir störf sín að heimilisiðnaðar-
málum varhún sæmd Riddarakrossi.
Eftir að hún var hætt að vinna utan
heimilis síns tók hún þátt í leiðbein-
endastörfum í föndri og hannyrðum
fyrir „gamla fólkið" sjálf orðin hálf-
níræð.
Við hjónin fengum að hefja bú-
skap í íbúð hennar og meðan við
dvöldum þar í góðu samlyndi fædd-
ust 2 eldri börnin okkar hjónanna.
Ánægja hennar af barnabörnunum
var mikil. Meðan á dvöl okkar í
Vesturheimi stóð var hún dugleg við
heimsóknir til fjölskyldu sinnar þótt
hún væri komin á efri ár.
Þegar litið er til baka eru minnis-'
stæð mörg persónuleg atvik frá
fyrstu kynnum eins og óumbeðinn
þvottur og viðgerð á gömlu togara-
peysunni ntinni. Ég var hissa hvað
hún var hlýrri og liprari eftir það í
vetrarveðrum á Halamiðunt.
Ógleymanleg er einnig óvænt pen-
ingasending þegar ég fór á íþrótta-
námskeið erlendis að sumarlagi,
einkum þegar allar líkur voru þá á
að ekkert yrði úr frekara vinfengi
milli unga íólksins. Gleði hennar
þegar vel gekk á atvinnuferli mínum
var sönn, einnig var stuðningur og
hvatning einlæg þegar á móti blés.
Sigrún hafði mikla ánægju af ferða-
lögum hvers konar og við fjölbreytt-
ar aðstæður. Fyrstu sameiginlegu
ferðirnar voru útilegur og tjaldferða-
lög með okkur hjónununt og barna-
börnunum hér heima, en síðar í
þjóðgörðum Bandaríkjanna. Sann-
aðist vel hið fornkveðna „þröngt
mega sáttir sitja", þegar við dvöldum
sex saman í tjaldi. Ein síðasta sam-
eiginlega stórferðin var til Alta í
Norður-Noregi í fylgd með íslenska
landsliðinu í frjálsíþróttum í Kalott-
keppni. I minn hlut kom að vera
einn af fararstjórum. Eina leiðin til
að komast þangað með einhverri hag-
kvæmni var að Frjálsíþróttasam-
bandið tæki á leigu þotu með íþrótta-
hópinn sem var milli 50-60 manns og
fá annað cins af farþegum með. Þær
systur Anna og Sigrún tóku því
fegins hendi að slást í hópinn orðnar
háaldraðar. Ekki var það til að letja
Sigrúnu að dóttursonurinn var einn
keppenda. Minnisstætt var að sjá
þær systur fylgjast með og hvetja
íþróttafólkið unga. Ekki var það til
að minnka ánægju þejrra og stolt yfir
sigri íslands þegar í Ijós kom að
íþróttamaðurinn sem vann óvænt-
asta og besta afrekið var fjarskyldur
ættingi að norðan. Fyrirhuguð var
ferð til Evrópu sl. sumar með þeint
systrum, en veikindi Sigrúnar komu
í veg fyrir það.
Sigrún hélt góöri heilsu þar til hún
veiktist fyrir ári síðan. Fram til þcss
tíma bjó hún ein t íbúð sinni að
Skeggjagötu og annaðist jafnvcl
sameiginlcgt bókhald og fjárreiður
hússeigenda. Sá hún Iíka ætíð um að
í Álftamýri væru til kleinur með
kaffinu. Hátíðisstund vikunnar var
oftast sameiginleg helgarmáltíð. Þá
vorum við Sigrún vön að lyfta glasi
með smátári. Ég sakna margs að
henni genginni. Blessuð sé minning
hennar.
Tengdasonur.
Kveðja frá Heimilisiðnaöarfélagi
Islands.
Þann 5. maí s.l. ándaðist á Hrafn-
istu í Hafnarfirði, Sigrún Stefáns-
dóttir, einn af ötulustu stuðnings-
mönnum Heimilisiðnaðarfélags Is-
lands um árabil og heiðursfélagi
þess.
Sigrún var Þingeyingur að ætt og
uppruna, fædd að Eyjadalsá í Bárð-
ardal, 14. októbcr 1898. llún hlaut
meiri skólamenntun cn algengt var
um ungar stúlkur á hennar aldri.
Hún stundaði nám í Gagnfræðaskóla
Akureyrar 1918, Samvinnuskólan-
um e.d. 1919-20 og Kunstflidskolan
í Kaupmannahöfn 1920-22.
Sigrún kenndi í Bárðardalsskóla-
hverfi 1918-19 og síðan hannyrðir í
Reykjavík 1948-52.
I mörg ár var það á stcfnuskrá
Heimilisiðnaðarfélags íslands að
koma á fót útsölu með heimilisiðn-
aðarvöru. Árið 1951 var verslunin
„Islenskur heimilisiðnaður"
stofnuð. Sigrún var ráðin fram-
kvæmdastjóri og gegndi því starfi
óslitið til 1967 og kom það því í
hennar hlut að móta verslunina.
Byrjunarörðugleikar voru miklir,
ófullnægjandi húsnæði og þröngur
fjárhagur en smá saman rétti versl-
unin úr kútnum og varð sá stuðning-
ur við félagsstarfið sem menn höfðu
gert sér vonir um.
Það var ómetanlegt lán fyrir
Heintilisiðnaðarfélagið að fá Sig-
rúnu til starfa. Hún var alin upp á
menningarheimili þarsent hún vand-
ist vönduðum og fjölbreyttum heim-
ilisiðnaði. Hefur sú þekking og
reynsla komið henni að góðu gagni
í vandasömu starfi.
Sigrún vann, af mikilli ósérhlífni
og þrautseigju, merkilegt brautryðj-
endastarf við að stuðla að góðri
framleiðslu og arðvænlegri sölu á
íslenskum heimilisiðnaði. En versl-
unin var stofnuð til að sinna þeim
markmiðum félagsins „að stuðla að
arðvænlegri sölu á íslenskum heimil-
isiðnaðarafurðum" eins og það er
orðað í fyrstu lögum þess.
Sigrún þekkti vel íslensku ullina
og hina mörgu og góðu eiginleika
hennar og vann að því að fá hana
unna á sem bestan og fjölbreyttastan
hátt. Hún lét m.a. taka ofan af
ullinni og vinna þellopa og band.Úr
þessu efni voru svo unnir margir
góðir gripir og seldir í versluninni. Á
fyrstu árum verslunarinnar var langt
í frá að íslenska ullin væri almennt
metin að verðleikum. Sú verðmæta-
aukning íslensku ullarinnar og Itinn
mikli ullariðnaður sem orðið hefur
til í landinu á síöuslu áratugum á í
rauninni tilveru sína að þakka því
áhugasama og þrautseiga fólki, eins
og Sigrúnu, sent aldrei missti sjönar
á ágæti íslensku ullarinnar.
Þrátt fyrir annasamt starf tók
Sigrún mikinn þátt í félagsstarfinu
innan Heimilisiðnaðarfélagsins.
Hún sótti norræn heimilisiðnaðar-
þing á vegum þess og kynnti þar
íslenskan heimilisiðnað með fjöl-
breyttum sýningum. Sat í stjórn
félagsins frá 1959-1973 og í stjórn
verslunarinnar í mörg ár eftir að hún
hætti störfum sem framkvæmda-
stjóri. Heimilisiðnaðarfélag íslands
og allirsem unna íslenskum heimilis-
iðnaði standa í mikilli þakkarskuld
við Sigrúnu Stcfánsdóttur fyrir störf
hennar og frantlag lil þeirra ntála.
Heiði dóttur hennar og öðrum
vandamönnum eru sendar innilegar
samúðarkveðjur.
Jakobína Giiðmund.sdóttir.
11 ERLENDAR BÆKUR 111 lllllllilllflllllllllillllllllll
Stæling á Hamsun
Johannes. Dag Risnes.
Aventura, Osló 1986.
Að skrifa eins og Hamsun, er
einskonar undirtitill, eða frekar
undiralda þessarar bókar. Þannig er
litið á hana sem framlag til umræðu
og skrifa á undanförnum árum, um
skáldskap Hamsun, þar sem hann er
ýrnist hafinn til skýjanna, eða liggur
undir áfellisdómi.
Dag Risnes tekur hér fyrir efnið
úr sögunni Victoría, eftir að hún er
látin, „Úr ástarsögu” er annað nafn
bókarinnar. Markmið hans er að
skrifa framhaldið eins og Hamsun
hefði gert það, og því fléttar hann
inn í bókina fjölda Hamsun mynda,
þ.e.a.s. manniýsingum og aðstæðum
sem hann lýsir á sama hátt og haldið
er fram að Hamsun mundi hafa gert.
Eftir stendur spurningin: Hefir þetta
tekist? Þeirri spurningu verður að
vísu ekki svarað nema að því leyti,
að stíll hans og frásagnarmáti er
ágæt stæling á Hamsun. Hvernig
Hamsun hefði skrifað liggur vitan-
lega með honum í gröfinni. Ritun
bókarinnar er eftir réttritunarreglum
1907, en þó með breytingum seinni
tíma. Til hvers? Er hún ekki skrifuð
fyrir lesendur í dag?
Ef ekki væri allar þessar
hamsunsku vangaveltur í kringum
bókina, bæði frá hendi höf. og
útgefanda, væri þetta nokkuð góð
bók aflestrar.
Þetta minnir mig óneitanlega á
þegar íslenskir höfundar eru að
berjast við að stæla Laxness.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Kosningaskrifstofa
Framsóknarflokksins
Rauðarárstíg 18
Kosningastjóri er Sigrún Sturludóttir sími 17020 og 24480 skiptiborð.
Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að líta inn og ræða málin - Alltaf heitt á könnunni
Góðfúslega hafið samband við hverfastjórnir í síma 17199 - 19390 - 19495.
Háaleitishverfi
Guðný Laxdal
Drápuhlíð 35
Rúnar Guðmundsson
Grænuhlíð 19
Magdalena Thoroddsen
Miklubraut 74
Melahverfi
Þórarinn Einarsson
Grenimel 47
Dóra Ólafsdóttir
Aragötu 13
Guðrún Flosadóttir
Seilugranda 2
Austurbæjarhverfi
Siguröur Ingólfsson
Vífilsgötu 19
Steinþór Þorsteinsson
Þórsgötu 26
Ingibjörg Helgadóttir
Bergþórugötu 8
Fossvogs, Bústaða-
og Breiðagerðishverfi
Áslaug Brynjólfsdóttir
Kjalarlandi 7
Arnór Valgeirsson
Seljugerði 2
Þóra Þorleifsdóttir
Aðallandi 5
Bakka- og Stekkja-
hverfi
Guðfinnur Sigurðsson
Skriðustekk 13
Sigurður Hólm
Hjaltabakka 8
Margrét Jörundsdóttir
Hólastekk 5
Seljahverfi
Gissur Jóhannsson
Staðarseli 6
Ingólfur Jónsson
Seljabraut 74
Gísli Albertsson
Seljabraut 52
Álftamýrarhverfi
Sverrir Meyvantsson
Álftamýri 40
Jónína Jónsdóttir
Safamýri 51
Edda Kjartansdóttir
Álftamýri 56
Langholtshverfi
Margeir Daníelsson
Langholtsvegi 147
Snorri Sigurjónsson
Skipasundi 45
Sigríður Jóhannsdóttir
Ljósheimum 16
Laugarneshverfi
Þorsteinn Ólafsson
Bugðulæk 12
Elín Gísladóttir
Sundlaugarvegi
Þór Jakobsson
Hraunteigi 21
Árbæjarhverfi
Hreinn Hjartarson
Hraunbæ 138
Helgi S. Guðmundsson
Dísarási 14
Guögeir Ágústsson
Malarási 5
Fella- og Hólahverfi
Ólafur A. Jónsson
Asparfelli 10
Höskuldur B. Erlingsson
Vesturbergi 50
Finnbogi Marínósson
Vesturbergi 10
Miðbæjarhverfi
Pétur Sturluson
Bankastræti 11
Jón Börkur Ákason
Brávallagötu 18
Ágúst Elvar Almy
Hringbraut 71