Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 10
lOTíminn
Fimmtudagur 15. maí 1986
Fimmtudagur 15. maí 1986
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
ll!!!!!!!!!!!l!lll!!l!!!l!!l!!!!l!l!ll!l!!l!l!!lll!l!l!!!!!l!!!!!lil!í!l!!l!!!lll!!!l;:;'::il||!l!!lll!l! íþróttir ;:l!i!ll!!i!!!!!l!!l!!l!l!!!!!!!!l!!l!!!!l!!!!!!!!!!!!!i!!i!!lll!!!lll!!!!lll!l!!lini!i!!i!!!!l!!!l!l!i!!!!ll!l!!!i!!!!l!ll!lll!ii!!!l!!!!l!!ll!!!!!!l!!!l!l!ll!!lll!!!l!l!!!!!ill!!!!!l!llllli!!!!!il!!ll!!!lil!!l!l!!!l!lll!llll!!lllll!l!!!ll!l!ll!l !!!llll!!llll!l!lll!lllllilllllll!l!l!ll!llillllllll!!!!!llllll!ll!lllll!IUI!l!llllllllllllllilll
MOLAR
I *essir menn munu ailir leggja sitt af mörkum til þess að gera knattspyrnuna á Islandi sem skemmtilegasta í sumar.
Ian Ross þjálfari Vals er með íslandsbikarinn en hinir munu reyna að ná honum til sín. Á myndinni eru frá vinstrí:
Jón Hcrmannsson UBK, Kjartan Másson Víði, Hólmbert Friðjónsson ÍBK, Ingi Björn Álbertsson FH, Ásgeir
Elíasson Fram, Björn Ámason Þór, Gregorsz Bielatovicz IBV, Gordon Lee KR og Jim Barron IA.
Tímamynd Sverrir
Þriggja landa keppni i knattspyrnu:
Margir þekktir kappar
- munu leika á Laugardalsvellinum í lok mánaöarins
- Nokkrir atvinnumannanna veröa meö íslenska liðinu
Eins og áður hefur komið fram þá
verður þriggja landa keppni í knatt-
spyrnu hcr á landi í lok mánaðarins
þá koma lekkar og írar til landsins
og spila hér ásamt íslenska landslið-
inu. Leikirnir verða þann 25. maí en
þá spila Islendingar og írar, 27. maí
spila Tékkar og Irar og 29. maí spila
íslendingar og Tékkar.
Öll liðin verða með sína stcrkustu
mcnn nema hvað íslensku atvinnu-
mennirnir í Þýskalandi koma ekki til
leikanna - Það er að minnsta kosti
ólíklegt. írar koma með sitt sterk-
asta lið og eru í því margir frægir
leikmenn sem spila atvinnuknatt-
spyrnu í Englandi. Má. þar nefna
lcikmcnn eins og Chris Houghton
frá Tottenham, Mark Lawrenson og
Ronnie Whelan frá Liverpool, Kev-
in Moran, Paul McGrath og Frank
Stapleton frá Man. United, Kevin
Sheedy frá Everton, Liam Brady frá
Inter Mílanó á ftalíu og John Aldri-
dge frá Oxford.
Tékkneska liðið er ungt að árum
og leikmenn lítt þekktir hér á landi.
Þó kannast ef til vill einhverjir við
þá Jan Berger og Ladislav Vizek.
Tékkar komust ekki áfram úr sínum
riðli til Mexíkó cnda voru mótherjar
þcirra m.a. Svíar, Portúgalir og
V-Þjóðverjar.
í íslenska liðinu vcrða væntanlega
leikmenn á borð við Arnór Guðjóns-
en, Pétur Pétursson, Sigurð
Jónsson, Ragnar Margeirsson, Sig-
urð Grétarsson, Ómar Torfason,
Guðmund Þorbjörnsson og hugsan-
lega Janus Guðlaugsson. Af leik-
mönnum sem spila hér heima verða
væntanlega valdir þeir sent Itvað
best standa sig í fyrstu umferðum 1.
deildar.
Það ættu allavega að verða
skemmtilegir landsleikir sem boðið
verður uppá á Laugardalsvelli í síð-
ustu viku maímánaðar. Þá verða
þetta fyrstu landsleikir íslendinga
undir stjórn Sigi Held hins nýja
landsliðsþjálfara.
Houston vann Lakers
Boston Celtics og Milwaukee
Bucks spiluðu sinn fyrsta leik í
úrslitakeppni Austurdeildarinnar í
NBA körfuknattleiknum í fyrrinótt.
Leikið var í Boston Gardens og
sigraði heimaliðið nokkuð létt 128-
96.
Þá léku L.A. Lakers og Houston
Rockets sinn annan leik í úrslitum
Vesturdeildarinnar og sigruðu
Houston Rockets 112-102. Þar með
hafa liðin unnið sinn leikinn hvort.
Halldór til Þróttar
Halldór Pálsson markvörður, sem
leikið hefur með KR í knattspyrn-
unni undanfarin ár, er genginn til
liðs við Þrótt frá Neskaupstað. Hall-
dór mun án efa styrkja hið unga lið
Þróttar í 3. deildarslagnum í sumar.
Halldór lék með KR-ingum gegn
Liverpool hér um árið og tókst þá
vinskapur með honum og Bruce
nokkrum Grobbelaar. Hefur hann
haldist síðan.
Það var hinn nýi þjálfari Þróttar
sem fékk Halldór yfir í félagið. Sá er
Magnús Jónsson sem áður gerði
garðinn frægan með KR og Víking-
um.
Sigurður Jónsson er einn okkar atvinnumanna sem spila mun í þriggja land;
keppninni. Hann spilar með Sheffield Wednesday í Englandi.
Hi-C golfmótið á Suðurnesjum:
Úlfar sigraði
Opna Hi-C mótið fór fram hjá
Golfklúbbi Suðurnesja 10. maí síð-
astliðinn. 103 keppendur slógu kúl-
urnar samtals 9190 sinnum. Úlfar
Jónsson GK vann án forgjafar, spil-
aði völlinn á pari eða 72 höggum.
Annar var Sigurður Sigurðsson GS
á 75 höggum og Sveinn Sigurbergs-
son GK í þriðja sæti á 76 höggum.
Með forgjöf sigraði Friðrik Jónsson
á 65 höggum annar varð Högni
Gunnlaugsson á 66 höggum og þriðji
Vilberg Þorgeirsson á 66 höggum
allir úr Golfklúbbi Suðurnesja.
Aukaverðlaun voru veitt á öllum
par 3 holum. Kristín Þorvaldsdóttir
GK var næst holu á 1. braut 2,75m,
þá var Marteinn Guðnason GS á 8.
braut 1,61 m. Á 12. braut var Pétur
Ingi Arason GS næstur aðeins 0.27
m frá og á þeirri 14. var Bjarni
Andrésson GG 1,43 m.
Verksmiðjan Vífilfell gaf öll verð-
laun sem voru glæsileg.
■ ítölsku liðin Verona og AC
MQanó hafa ákveðið að skiptast
á leikmönnum. Mílanó mun láta
Verona hafa Paolo Rossi ásamt
töluverðu af lírum í skiptum fyrir
Giuseppe Galderisi. Báðir þessir
leikmenn eru í landsliðshópi ítala
fyrir HM í Mexíkó í lok mánaðar-
ins.
■ Pólverjar unnu þýska 1. deild-
arliðið Frankfurt 5-1 í æfingaleik
fyrir HM. Þeir Tarasiewicz (2),
Boniek, Zgutczynski og Prusik
skoruðu fyrir Pólverjana í fyrra-
dag. Pólverjar eiga eftir að leika
gegn Dönum á morgun áður en
þeir halda til Mexíkó.
■ Nú sendur yfir fjögurra liða
mót í Tokyo í Japan. Þar keppa
knattspyrnuliðin Werder Bremen
frá Þýskalandi, Palmeiras frá
Brasilíu ásamt landsliði Japans
og Alsír. Werder vann Japan 2-0
og Palmeiras vann Alsír 4-2 á
opnunardegi mótsins. Burgsmull-
er og Neuharth skoruðu fyrir
Bremen.
■ Aganefnd UEFA (Evrópu-
knattspymusambandsins) hefur
ákveðið að láta fara fram nýja
rannsókn á ólátunum scm urðu
fyrir leik Waregem og Kölnar í
UEFA-keppninni í knattspyrnu
fyrir nokkru. Lætin urðu til þess
að Köln fékk ekki að spila á
heimavelli sínum í úrslitunum
gegn Real Madrid þar sem áhang-
endur liðsins voru sakaðir um
ólætin. Nú hefur ýmislegt komið
í Ijós sem segir að Waregam hafi
verið jafn sekt og mun því málið
rannsakað á ný. Sú rannsókn
verður ekki fyrr en í júní vegna
HM.
■Nú eru taldar litlar líkur á því
að Zico, stjarna Brasilíumanna í
knattspyrnunni, verði með í HM
í Mexíkó vegna meiðsla. Zico
sagði við fréttamenn í gær að
batahorfur væru ekki góðar og
hann væri aðeins byrjaður að
skokka en gæti ekkert reynt á sig.
Brasilíumenn hafa orðið fyrir
hverju áfallinu á fætur öðru
vegna meiðsla og síðast í fyrradag
slasaðist Dirceu illa á hné og er
hugsanlega úr leik.
■Austria Vín sigraði í bikar-
keppninni í Austurríki um daginn
er liöið sigraði knattspyrnuerki-
fjendurna Rapid Vín í úrslitaleik
með sex mörkum gegn fjórum
eftir framlengingu. Staðan eftir
venjulegan leiktíma var 3-3. Lið-
in berjast nú hatrammlega um
austurríska meistaratitilinn og er
Austria tveimur stigum á undan
Rapid er nokkrar umferðir eru
eftir.
■Búlgarski fjaðurviktar-lyft-
ingamaðurinn Naum Shalaman-
ov setti heimsmet í snörun er
hann reif upp 145,5 kg. á Evrópu-
meistaramótinu í A-Þýskalandi.
Hann átti sjálfur fyrra heimsmet-
ið sem var 145 kg.
■Franski landsliðsmaðurinn
Jean-Pierre Papin hefur skrifað
undir samning við 1. deildarliðið
Marseilles ■ Frakklandi. Hann
hefur spilað með bikarmeisturun-
um í Belgíu, Club Brugge í eitt
ár. Hann skoraði m.a. tvö mörk
í bikarúrslitaleik knattspyrnunn-
ar í Belgíu.
■ Búlgarir eru nú í óða önn að
undirbúa sig fyrir HM í knatt-
spyrnu. Búlgarir spiluðu vináttu-
leik gegn þýska 1. deildarliðinu
Keisersleutern í síðustu viku og
töpuðu 0-2. Olli leikur þeirra
vonbrigðum. Búlgarir eru með
ítölum, Argentínu og S-Kóreu í
riðli í Mexíkó.
■Hamburg og Berlín Blau-Weiss
tryggðu sér sæti í 1. deild v-þýsku
knattspyrnunnar á næsta ári. Þau
koma í stað Saarbrucken og
Hannover. Fortuna Köln á einnig
möguleika á að komast í 1. deild
en til þess verður liðið að vinna
Borussia Dortmund í tveimur
leikjum í þessum mánuði.
Gunnar tilÍBK
Gunnar Þorvarðarson hefur
verið ráðinn þjálfari ÍBK í Ur-
valsdeild kröfuknattleiksins fyrir
næsta ár. Hreinn Þorkelsson,
sem þjálfaði liðið í vetur, mun
spila með IBK og hugsanlega
Gylfi bróðir hans sem þjálfaði
Reyni Sandgerði í vetur.
Alþjóðlegt golfmót
á Akureyri í sumar
Alþjóðlegt golfmót, Artic open, verður haldið á
Akureyri 28. og 29. júní n.k. Sú nýbreytni verður höfð á
að keppt verður á nóttunni og þykir erlendum golfleikur-
um afar merkilegt að slíkt skuli vera framkvæmanlegt.
Forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar eiga því von á
mörgum erlendum keppendum á mótið. Af öðrum
stórmótum má nefna sveitakeppni unglinga sem haldin
verður í fyrsta skipti í sumar, sveitakeppni 2. deildar, og
Coca Cola mótið, sem er opið stigamót. í september eru
væntanlegir félagar úr ævintýraklúbb í Chicago til að leika
golf. í fyrra voru menn úr þessum sama klúbb á ferð um
heiminn til að leika á hæsta, lægsta, nyrsta og syðsta
golfvelli í heimi. Þeir komu m.a. við á Akureyri, þar sem
nyrsti 18 holu golfvöllur í heimi er staðsettur.
Arsenal hefur ráðið George Graham sem framkvæmda-
stjóra félagsins. Graham var áður leikmaður með Arsenal
og spilaði m.a. með árið 1971 er Arsenal vann bæði deild
og bikar. Graham hefur verið framkvæmdastjóri hjá
Millwall í 2. deild og gengið nokkuð vel. Hann kom m.a.
liðinu úr 3. deild í þá aðra. Graham á að baki 12 landsleiki
með Skotum en hann er 41 árs.
Arsenal réð Graham
Afríkuhlaupið þann 25. maí n.k.:
Milljónirmanna
um allan heim
- munu hlaupa og leggja sitt af
Undirbúningur fyrir Afríkuhlaupið sem fram
fer hér á landi sem og í um 50 öðrum löndum
þann 25. maí næstkomandi gengur vel. Búið er
að dreifa um átta þúsund barmmerkjum til
íþróttafélaga í Reykjavík og í dag verður dreift
á milli 15 og 20 þúsund merkjum á höfuðborg-
arsvæðinu. Merkin verða afhent við allar kirkj-
ur og safnaðarheimili í Reykjavík, Mosfells-
sveit, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Þá
hefur verið dreift stuttermabolum í allar helstu
íþróttavöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu svo
og á bensínstöðvar OLÍS. Þá verða þessir bolir
og merkin til sölu í öllum stærstu bæjum
landsins og þar sem haldið verður Afríkuhlaup
25. maí.
Nú er víst að hlaupið verður í um 160 borgum
í um 50 löndum og verða milljónir manna
þátttakendur í þessu hlaupi sem er til styrktar
Afríkuhjálpinni og er reyndar angi af Live
Leikir
U J T
11 2 4
2
2
5
2
4
2
0
1
4
Leikir
U J T
10 0 3
7 0 6
7 15
6 2 5
6 16
6 0 7
4 2 6
12 9
85
84
82
72
72
69
64
62
55
35
Stig
68
64
60
58
47
45
44
22
Enska knattspyrnan:
mörkum til Afríkusöfnunarinnar
Aid-fjáröflunardæmi Bob Geldof. Hann mun
sjálfur hlaupa með ás.amt fjölda frægra íþrótta-
manna og stjarna víðsvegar í heiminum. Þá
munu forsetar og forráðamenn fjölda þjóða
taka þátt í hlaupinu. Uppákomum í sambandi
við hlaupið verður sjónvarpað um allan heim
og verður aðalstundin þegar komið verður með
kyndil að húsi Sameinuðu þjóðanna í New
York og tendraður eldur þar. Kyndill þessi
verður tendraður í flóttamannabúðum í Súdan
í Afríku og verður hlaupið með hann í gegnum
fjölda landa í átt að SÞ-húsinu í NY.
Meðal þeirra stjarna sem munu taka þátt í
hlaupinu eða styðja það á einhvern hátt eru
íþróttamenn eins og Platini, Maradona, Willie
Banks, Bryan Robson, William „fsskápur"
Perry og Carl Lewis. Þá má nefna stjömur á
borð við Lindu Gray, U2, Vangelis, Glendu
Jackson, Eddy Grant, Danska ballettinn og
Ben Kingsley.
Þeir eru harla ólíkir þessir frægu
kappar. Michael Platini (að neðan)
er léttleikandi knattspyrnumaður en
William „ísskápur“ Perry er 150 kg
og nýjasta stjarna Bandaríkjamanna
(til hliðar) í ameríska fótboltanum.
Báðir munu þó lcggja sitt af mörkum
í Afríkuhlaupinu.
Deildarkeppnin í keilu:
Spennan magnast
- aðeins ein umferð eftir og allt í járnum ennþá
Það er fjör í liðakeilunni þessa daga. Nú þegar aðeins ein umferð er eftir, eiga 3 lið möguleika
á Islandsmeistaratitlinum í keilu með forgjöf. Aðeins 3 stig skilja efsta liðið, KEILUVINI, frá
KEILUBÖNUM, sem eru í 3. sæti. Keilubanar hafa lengst af leitt 1. deildina, en eftir 0-8 tap
fyrir ÞRESTI eru þeir nú í 3. sæti.
GÆJAR OG PÍUR munu að öllum líkindum verða eitt af 2 neðstu liðunum sem falla niður í
2. deild næsta haust. P.L.S. er einnig í fallhættu en þurfa þó aðeins eitt stig til að tryggja sér
áframhaldandi veru í 1. deild.
í 2. deild vann MÁNASKIN SIGGA FRÆNDA, STENSLA 6-2 og hafa þeir því tryggt sér
sæti í 1. deild næsta haust. Nýliði í 2. deild, Guðmundur B. Harðarson sem leikur með
MÁNASKINI SF náði um helgina hæstu skor í sériu, 531.
Guðjón Garðarsson í Teppabandinu átti einnigstórleik
er hann náði 523 seríu. Það dugði Teppabandinu þó ekki
því þeir töpuðu 0-8 fyrir Bjórmönnum. Teppabandið á
ennþá möguleika á að komast upp í 1. deild, en til þess
verða þeir að vinna Keilustrumpana, sem þeir mæta
næstu helgi, minnst 6-2.
Þess skal einnig getið að næstu helgi mun 1. deildin
keppa degi fyrr, eða á laugardaginn kl. 11 og 2. deildin
sama dag kl. 15. Leikir Stig
Staðan i 1. deild.
Keiluvinir
Víkingasveitin
Keilubanar
Þröstur
Glennurnar
Fellibylur
Kaktus
P.L.S.
Gæjar og píur
Hólasniglar (hætt)
2. deild:
Mánaskin Sigga frænda
Keilustrumpar
Teppabandid
Bjórmenn
Keilir
Gúmmígæjar
Dúkpjötlur
Stenslar
Heimsmeistarakeppnin í Mexíkó:
Sanchez kominn heim
Völler með tvö
V-Þjóðverjar geta svo sannarlega
glaðst þessa dagana. Stjarna þeirra í
knattspyrnunni, Rudi Völler, er
kominn á skrið. Þjóðverjar unnu
Hollendinga í vináttulandsieik í gær-
kvöldi 3-1 og gerði Völler tvö mark-
anna í fyrri hálfleik en Hergert
skoraði þriðja markið á lokamínútu
leiksins. Schip skoraði fyrir Hol-
lendinga.
Luzern vann
Heil umferð var leikin í svissnesku
knattspyrnunni í fyrradag og sigraði
Luzern f sínum leik og er nú komið
í 3.-4.sætið í deildinni. Baden tapaði
á heimavelli. Staða efstu liða:
Neuchatel ....... 27 17 5 5 72 24 39
Young Boys....... 26 15 8 3 58 23 38
Grasshopper...... 26 13 8 5 47 25 34
Lucerne.......... 26 13 8 5 48 37 34
Aðalfundur HKRR
Aðalfundur HKRR (Handknatt-
leiksráðs Reykjavíkur) verður hald-
inn á Hótel Esju þann 15. maí (í
dag) og hefst hann kl. 20,00. Á
fundinum verður m.a. fjallað um
niðurfellingu húsaleigu auk venju-
legra aðalfundastarfa.
Þjóðarhctja Mcxíkana í knatt-
spyrnu, Hugo Sanchez, kom til
heimalands síns f lok síðustu viku og
voru viðtökur slíkar að minnti á
trúarathöfn. Mcxíkanar líta á Sanc-
hez sem hálfgert goð en hann hefur
verið markahæsti leikmaður á Spáni
í tvö ár. Sanchez sem spilar með
Real Madrid, meiddist í viðureign
Real og Köinar í UEFA-keppninni ■
vikunni og er nú í hvíld. Hann sagði
á blaðamannafundi að hann þyrfti
að taka sér frí í cinhvern tíma en
vonaðist til að geta spilað ■ HM. Það
er einkennandi fyrir knattspyrnuna ■
Mexikó og reyndar S-Ameríku að
liðum reyndist nauðsynlcgt að hafa
eina stjörnu, sem allir geta trúað á,
til að vel gangi. Sanchez er hetja og
dýrlingur Mexíkana.
Shreeve rekinn
Enska knattspyrnuliðið Tott-
enham Hotspur hefur rekið
framkvæmdastjóra félagsins Pet-
er Shreeve. Hann hcfur verið
með liðið í tæp tvö ár en ekki náð
þeim árangri sem búist er við hjá
jafn stóru félagi og Spurs. Þá
hefur aðstoðarmaður hans, John
Pratt cinnig verið látinn fara.
Shreeve var aðstoðarmuður
Keith Burkinshaw fyrrum stjóra
félagsins og hefur verið hjá Tott-
enham í 12 ár.
-Ssgsís'
ÖX^ 0a