Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 16
Vinnustaðafundur Frambjóðendur Framsóknarflokksins i Reykjavík eru fúsir til að mæta á vinnustaðafundi og aðra fundi þar sem borgarmál eru til umræðu. Hafið samband við kosningaskrifstofu, síminn er 24400. Kosningastjóri. Kosningar - sjálfboðaliðar Kosningastarfið er komið í fullan gang. Alltaf má bæta við sjálfboða- liðum. Hringið eða lítið inn og látið skrá ykkur til starfa í síma 24480 -17020- 19495. Kosningastjóri. Kjörskrá Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. Upplýsingar um kjörskrá er að fá að Rauðarárstíg 18, sími 24480. Kosningastjóri. Hafnarfjörður Kosningaskrifstofa Hverfisgötu 25, verður opin virka daga frá kl. 14.00 til 18.00 og 20.30 til 22.00. Komið og ræðið málin. Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Seltirningar Kosningaskrifstofa B-listans er að Eiðistorgi 17 2. hæðsímar615214, 615441 og 616380. Skrifstofan er fyrst um sinn opin kl. 17.00 til 19.00 virka daga og 15.00 til 19.00 laugardaga og sunnudaga. Framsóknarfélag Seltjarnarness. Kópavogur Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Kópavogi að Hamraborg 5 verður opin daglega frá kt. 14-22. Sími 41590. Keflavík Skrifstofa Framsóknarflokksins að Austurgötu 26 verður opin mánu- daga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00 og frá kl. 20.00 til 22.00 en þá verða frambjóðendur flokksins til viðtals. Fulltrúaráðið. Garðabær Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2, verður opin fyrst um sinn alla daga kl. 17-19, sími 46000. Margar hendur vinna létt verk, kaffi á könnunni. Framsóknarfélag Garðabæjar Grindavík Kosningaskrifstofa Framsóknarfélags Grindavíkur hefur verið opnuð að Suðurvör 13. Kosningasímar 8410 og 8211. Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, Sími 8022 og Svavar Svavars- son, sími 8211. ' Aðalþjónustan verður í síma 8211 fyrst um sinn. Suðurland Kosningaskrifstofa fyrir allt kjördæmið verður opin að Eyrarvegi 15 Selfossi allan maí mánuð frá kl. 15.00-19.00 virkadagasími 99-2547 og hafið samband. Allir velkomnir. Akranes Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Sunnubraut 21 verður opin fyrst um sinn alla virka daga kl. 20.30-22.00, um helgar frá kl. 14-18 sími 2050. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin á Akranesi. Reykjavík Kosningaskrifstofa framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningar er að Rauöarárstíg 18. Áhugafólk, sem vill taka þátt í kosningastarfi hafi samband í síma 24480. Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að líta inn og ræða málin. Heitt á könnunni. Framsóknarféiögin. Utankjörstaðakosning Opnuð hefur veriö skrifstofa vegna utankjörstaðakosningar að Rauðarárstíg 18, sími 24480. Beinir símar fyrir kjördæmin eru: 15467 fyrir Austurland - Norðurland eystra - Norðurland vestra og Vestfirði. 15788 fyrir Vesturland - Suðurland - Reykjanes og Reykjavík. Hafið samband við skrifstofuna. Framsóknarflokkurinn. 16Tíminn Fimmtudagur 15. maí 1986 llllllllllllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ■ II lllllllllll :i| : . • i ggjgj f Álafosskórinn: Sóngskemmtun í Hlégarði Álafosskórinn heldur sína árlegu söng- skemmtun í Hlégarði föstudaginn 16. maí kl. 21.00. Á efnisskrá eru lctt lög úr ýmsum áttum, við undirleik hljómsveitar. 1 hléi verður boðið upp á kaffi og glæsilegt hlaðborð, einnig verður ttskusýning, þar sem sýningarflokkur kórsins kynnir fram- leiðsluvörur Álafoss hf. Forsala aðgöngumiða er í Héraðsbóka- safni Kjósarsýslu. Kórinn átti 5 ára starfs- afmæli í október sl. Af því tilefni var ákveðið að ráðast í útgáfu hljómplötu, og er upptökum nýlokið á 14 lögum. Þess má geta að á seinni hluta söngskemmtunar verður kynning á nokkrum lögum af þessari hljómplötu. Kórinn mun fara í tónleikaferð vesturum haf, til Bandarfkj- anna í júlí nk., þar sem hann mun koma fram í Washington D.C., Cambridge, Princeton og New York. Stjórnandi kórs- ins cr Páll Helgason. Hljómsvcitina skipa: Páll Helgason píanó, Hans Jensson ten- órsaxófon, Guðjón Ingi Sigurðsson trommur og Ómar Axelsson bassi. Sumarferð Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar fer sumar- ferð sína þriðjudginn 28. maí. Lagt verur af stað frá Háteigskirkju kl. 18.00 (6 síðd.). Pátttaka tilkynnist í síðasta lagi laugard. 17. maí til Unnar í síma 687802 og Oddnýjar í síma 82114 og gefa þær nánari upplýsingar. Fíladelfíusöfnuðurinn 50 ára í tilefni 50 ára afmælis Fíladelfíusafn- aðarins verða margar hátíðarsamkomur og messur. Sérstakur afmæligestur safn- aðarins, verður Alfred Lorenzen, for- stöðumaður Elim kirkjunnar í Kaup- mannahöfn. Hann hefur áður komið hingað til lands. Guðsþjónusturnar mcð Alfred Lorenz- en hefjast á fimmtudagskvöld 15. maí kl. 20.30 í Fíladelfíu, Hátuni 2. Verða þær svo áfram föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Á hvítasunnudag verður kvöld- máltíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Kl. 16.30 verður guðsþjónusta í Völvufelli 11. Al- menn hátíðarguðsþjónusta verður svo um kvöldið kl. 20.00 í Fíladelfíu, Hátúni 2. Annan hvítasunnudag kl. 11.00 verður útvarps-guðsþjónusta, kór kirkjunnar syngur og ræðumaður verður þá Einar J. Gíslason. Um kvöldið kl. 20.00 verður svo almcnn guðsþjónusta með skírnarat- höfn. Neskirkja - sauðburðarferð Sauðburðarferð að Skarði laugard. 17. maí. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13.00 stundvíslega. Hallgrímskirkja starf aldraðra Fyrirhuguð er tveggja daga ferð til Vestmannaeyja ásamt safnaöarfólki úr Laugarnessókn. Lagt verður af stað laug- ardagsmorgun 14. júní með flugvél og komið heim sunnudagskvöld með Herjólfi. Panta þarf far í þessa ferð fyrir föstudagskvöld í síma 39965 eða 34516. GEÐHJÁLP - félagsfundur Félagsfundur verur haldinn fimmtud. 15. maí kl. 20.00 í félagsmiðstöð Geð- hjálpar að Veltusundi 3b, við Hallæris- plan. Félagsfundurinn er opinn öllum félagsmönnum, sem og öðrum áhuga- mönnum. Almennar umræður verða um starfsemi Geðhjálpar og kynntar verða leiðbeining- ar fyrir þá sem taka vakt í opnu húsi. Breytingar á „opnu húss tímum“ í júní, júlí og ágúst verða auglýstar á næstunni. Stjórnin Hagnýting tölva á bókasöfnum Námsstefna um hagnýtingu tölva á bókasöfnum verður haldin á Hótel Esju þriðjud. 20. maí n.k. Námsstefnan er haldin á vegum Bókavarðafélags íslands, Bókasafnsfræðideildarinnar í H.Í., Endurmenntunarnefndar H.Í., Félags bókasafnsfræðinga og Tölvuncfndar Byggingarlist - myndlist Hlidviðhlið Nýlega var opnuð í Ásmundarsal sýn- ing á hugmyndasamvinnu myndlistar- manns og arkitekts. Að sýningunni stend- ur Norræna myndlistabandalagið og kynnir samvinnu myndlistarmanns og arkitekts að tillögum á endurbótum á Grimsta, sem er ein af útborgum Stokkhólms. Þátttakendur er myndlistarmaður og arkitekt frá hverju Norðurlandanna. Frá íslandi sýna Magnús Tómasson myndlist- armaður og Magnús Skúlason arkitekt. Sýningin stendur til 29. maí og er opi.n daglega kl. 14.00-19.00. Fundur um opinberar listskreytingar með þátttöku fulltrúa myndlistarmanna og arkitekta í Listskreytingasjóði ríkisins verður haldinn 29. maí. Kynntur verður nýr bæklingur með upplýsingum um List- skreytingasjóð ríkisins. bókasafna. Hún er opin öllum sem áhuga hafa á tölvunotkun og bókasöfnum. Á dagskrá verða stutt erindi um gagnabanka og tölvunet og tölvunotkun á islenskum bókasöfnum. í tengslum við námsstefnuna verður kynning á DOBIS/LIBIS sem er alhliða tölvukerfi fyrir bókasöfn á vegum SKÝRR. Þátttakendur eru beðnir á skrá sig á skrifstofu Háskólans, sími 25088, ' fyrir 14. maí. Þátttökugj. 300 kr. Happdrætti Foreldra- og kennarafélags Safamýrarskóla Dregið hefur verið í happdrætti Foreldra- og kennarafélags Safamýrar- skóla. Vinninga skal vitja í Safamýrar- skóla, Safamýri 5 frá kl. 9-16 alla virka daga. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. 2362 6. 869 2. 1678 7. 761 3. 327 8. 661 4. 1510 9. 1654 5. 123 10. 420 Hvítasunnuferðir Útivistar (16.-19. maí) 1. Þórsmörk - Frábær gistiaðstaða í Útivistarskálanum Básum. Gönguferðir við alla hæfi. Fararstjóri: Bjarki Harðar- son. 2. Skaftafell-Öræfi - Gist í nýja félags- heimilinu Hofi, Öræfum. Möguleiki á snjóbílaferð á Vatnajökul. Gönguferðir í þjóðgarðinum o.fl. Fararstj.: Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. 3. Skaftafell-Öræfajökull - Gist að Hofi. Að hluta sameiginleg ferð nr. 2. Fararstj.: Reynir og Egill. Fundur um ferðina á fimmtudag kl. 20.00. 4. Snæfellsnes-Snæfellsjökull - Gist að Lýsuhóli. Jökulganga og gönguferðir um fjöll og strönd. Stutt sigling um Breiðafjarðareyjar. Sundlaug og heitur pottur. Fararstj.: Kristján M. Baldurs- son. 5. Króksfjöröur-Reykhólasveit Svefnpokagisting að Bæ. Nýjarferðaslóð- ir. Fararstj. Kristinn Kristjánsson. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1. símar 14606 og 23732. Heymar- og talmeinastöð íslands: Sérfræðingur á ferð um Norðurland vestra Einar Sindrason háls-, nef- og eyrna- læknir ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð á Norðurlandi vestra dagana 26. maí - 30.maí n.k. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Siglufjörð 26. maí Sauðárkrók 27.maí Blönduós 28. maí Skagaströnd 29. maí Hvammstanga 30. maí Tekið á móti tímapöntunum á viðkom- andi heilsugæslustöð og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. Selfossbúar Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að Eyrarvegi 15. Komið og ræðið málin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Fermingarmessur í Skálholts- prestakalli á hvítasunnudag 1986 í Torfastaðakirkju kl. 11.00: Dagný Rut Grétarsdóttir, Syðri-Reykjum, Biskupstungum. Rúnar Þór Guðmundsson, Fellskoti, Biskupstungum. í Skálholtskirkju kl. 13.30: Hákon Páll Gunnlaugsson, Brekkugerði, Biskupstungum. Ólafur Ágúst Ægisson, Litla Fljóti, Biskupstungum. Særún Harðardóttir, Hvítárbakka, Biskupstungum. í Haukadalskirkju kl. 16.00: Bragi Óskarsson, Hamraborg 4, Kópavogi. Sunnudaginn 1. júní í Torfastaðakirkju kl. 14: Ágúst Sæland Stígsson, Stóra-Fljóti, Biskupstungum. Fermingarbörn í Fáskrúðsfjarð- arkirkju á hvítasunnudag 18. maí kl. 10.30: Stúlkur: Andrea Oddný Þráinsdóttir, Búðavegi 48 Björg Guðmundsdóttir, Hliðargötu 42 Harpa Pálmadóttir, Skólavegi 88a María Vilborg Ragnarsdóttir, Hamarsgötu 18 Oddrún Ósk Pálsdóttir, Túngötu 1 Svala Guðmundsdóttir, Hamarsgötu 9 Svava Skaftadóttir, Búðavegi 37a. Drengir: Björn Kristinn Bjarnason, Ljósalandi Guðmundur Bergkvist Jónsson, Hlíðargötu 16 Óli Daníel Helgason, Álfabrekku 7 Róbert Arnar Stefánsson, Skólavegi 10 ' Trausti Geir Hreinsson, Álfabrekku 4. Fermingarbörn í Hvanneyrar- kirkju hvítasunnudag kl. 14. Áslaug Ella Gísladóttir, Miðfossum Helga Margrét Þórhallsdóttir, Hvanneyri Ragnhildur Helga Jónsdóttir, Ausu, Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Hvanneyri, Pétur Rúnar Grétarsson, Hvanneyri Sveinn Óðinn Ingimarsson, Hvanneyri. Ferming í Gaulverjabæjarkirkju á hvítasunnudag kl. 14. Jósef Geir Gunnarsson, Hólshúsum Stefán Helgason, Vorsabæ 2. Fermingarmessur á hvítasunnu: Ferming í Hólmavíkurkirkju á hvítasunnudag kl. 10.30 Fermd verða: Guðbjörg Ósk Hjartardóttir. Geirmund- arstöðum Herdís Rós Kjartansdóttir. Skólabraut 14 Rakel Daðadóttir, Vitabraut 3 Sigurbjörn Jónsson, Borgarbraut 19 Þröstur Áskelsson, Hnitbjörgum Ferming í Drangsneskapellu, hvítasunnud. Id. 14.00 Fermd verða: Anna Heiða Jónsdóttir, Holtagötu 3 Ingibjörg Helga Theodórsdóttir, Kvíabala 6 Sigurmunda Hlín Ásbjörnsdóttir, Kví- abala 1 Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, Kvíabala 7 L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.