Tíminn - 15.05.1986, Side 13

Tíminn - 15.05.1986, Side 13
Tíminn 13 Fimmtudagur 15. maí 1986 ^■■iVEKNI OG FRAMFARIR Ótrúlegt en satt í>að hljómar ótrúlega en það eru til lausnir á orkuvandamálum heims- ins. Lausnir sem eru fræðilega séð réttar, tæknilega séð framkvæman- legar og jafn raunhæfar í áætlun og þær sem nú er beitt. En þær hafa einn annmarka, þær hafa ekki verið reyndar áður. En lausnin er uppsetn- ing risastórra sólorkusafnara út í himingeimnum, önnur er lagning málmleiðslna umhverfis jörðina og nýta þannig segulsvið jarðar til að mynda rafmagn í leiðslunni. En sú sem menn hafa mest spáð í er kölluð „Orkugirðing“. Orkugiröing Hér er um að ræða einskonar girðingu úr málmi sem nýta rnyndi vindinn og aðdráttaraflið. Reyndar er girðingin allverulega frábrugðin þeim sem við eigum að venjast, hún á nefnilega að vera 9600 kílómetrar að lengd og 90 metra há. Svæðið sem hún legði undir sig væri þá í kringum 100 ferkílómetrar. Orkan Væri nóg í einni slíkri orkuveitu til að miðla 20 milljón manna byggð. Það eru nokkur ár síðan Alvin nokkur Marks kom fram með þessa hugmynd og sérfræðingar því búnir að spreyta sig á því að finna galla hennar. En þar sem að hún er byggð á lögmálum eðlisfræðinnar er erfitt að finna meinbug á henni, sér í lagi þegar sú tækni sem þarf til byggingar hennar er vel þekkt og í notkun við byggingariðnað og almennan málm- iðnað. Grunnlögmál rafeðlisfræði er undirstaða hugmyndarinnar: „And- stæðar hleðslur leita til hvor annarr- ar“. Girðingin er uppbyggð af burðar- stólpum sem bera uppi þétt net holra málmleiösla sem hafa örfín göt. Þar sem að málmurinn er sólginn í raf- hleðslurnar í vatninu þá er vatnið plúshlaðið miðað við málminn. Þeg- ar að vindurinn myndar hárpípukraft í götum málmleiðslanna ber hann burt vatnið. Vatnið fellur svo á jörðina og þar sem að það er plús- hlaðið miðað við málm girðingarinn- ar þá leitar það aftur til hennar. Þannig myndast lokuð hringrás sem nýta má umframorku frá. En vatnið nýja sem komið er í leiðslurnar hefur þá verið borið upp í tanka á efsta hluta girðingarinnar, í formi vatnagufu, með aðstoð sólarhitunar- búnaðar. Hér er allt sem til þarf, það er að segja allt sem til þarf en ekki það sem gæti bæst við. Spennumunur milli raks lofts við girðinguna og girð- íngarinnar sjálfrar gæti leitt til eld- inga úr heiðskfru loftinu, óhreinindi Tugir kflómetra á lengd og yfir 100 metrar á hæð. Slík fuglabjörg yrðu án vafa til þess að breyta viðhorfum manna til orkumyndunar og áhrífa á náttúruna. ættu létt með að loka götunum, málmurinn hefði allt til ryðmyndun- ar; súrefni, vatn og rafmagn, plús og mínus rafskaut. En hugmyndin er samt það góð að nokkur fyrirtæki hafa séð sér hag í því að athuga útfærslur á smágerðum girðingum, í þeirri von að finna vísbendingar um áreiðanlegri og þekktari útfærslur. Gervitunglið mun hanga neðan í geimskutlunni og vera bæði notað sem rannsóknarbúnaður og rek- akkeri fyrír rafbcrandi leiðslu. Reynist kenningin um rafmymdun í leiðslunni rétt er búist við að slíkum búnaði verði komið fyrír í gervi- tunglum og ferjum framtíðarinnar. Geimskutlur með rekakkeri Svo kann að fara að geimskutlur og geimstöðvar verði knúnar af raf- magni frá sólarorkunemum og rek- akkerum. Það hefur allt bent til þess að ein tilraunin sem framkvæma á um áramótin ’87-’88 með geimskutl- unni, verði einnig nýtt til athugana á straummyndum íleiðslum sem born- ar eru gegnum segulsvið jarðarinnar. Tilraunin er sambland á könnun á eðli og efnasamsetningu efstu laga lofthjúps jarðar. Til þess að fram- kvæma hana verður lítið gervitungl látið síga úr geimskutlunni þar til það er meira en 15 kílómetrum nær jörðu en geimskutlan. Til þess að leiðslan slitni ekki þarf hún að vera úr Kevlar kapli, en Kevlar er kannski best þekkt sem efnið f skotheldu vestunum. í Kevlar kapalinn verður lögð rafleiðandi lögn og ef kenn- ingarnar um raforkumyndun í lögn- inni, vegna hreyfingar í .gegnum segulsvið jarðar, reynast réttar er gert ráð fyrir að slíkum útbúnaði verði komið fyrir í geimferjum og geimstöðum framtíðarinnar. TÓNLIST Dóra Reyndal söng Mánudaginn 5. maí söng Dóra Reyndal, sópransöngkona, í Norr- æna húsinu en Vilhelmína Ólafsdótt- ir, píanóleikari, var við hljóðfærið. Húsfyllir var. Efnisskrá var all-metn- aðarfull: fyrst Liederkreis (ljóða- flokkur) op. 39 eftir Schumann, þá La courte paille (Stutta stráið) eftir Poulenc, og loks Quatre chansons de jeunesse (Fjórir æskusöngvar) eftir Debussy. Liederkreis Schumanns er oftast viðfangsefni karlasöngvarar þótt söngkonur fáist við hann stundum, en ekki á sú tónlist þó vel við rödd og flutningsmáta Dóru Reyndal. Til þess skortir hana dramatískan þunga, en rödd hennar er fremur mjó og há, með „kóloratúr-ein- kenni", og furðu fim í ýmissi söng- akróbatík. Enda tókst Dóru miklu betur upp í frönsku lögunum, sem eru létt og gamansöm og mjög skemmtileg. Textaframburður Dóru Reyndal er með mjög miklum ágæt- um, og raunar furðulega skýr miðað við svo háa rödd. Annars fylgdu allir textar með efnisskránni, á frummál-1 inu og í þýðingum eftir Þorstein Gylfason og Halldór Hansen, en svo mun þjóðþrifafyrirtæki þcirra Rut L. Magnússon og Kristínar Svein- björnsdóttur fyrir að þakka, að allar slíkar þýðingar, sem á annað borð eru til, eru nú aðgengilegar metnað- arfullum hönnuðum tónleikaskráa. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt Vilhelmínu Ólafsdóttur knýja slag- hörpu fyrr, en hún lék af hinu mesta öryggi og innlifun, og ti( stórrar fyrirmyndar var hve vel undirbúnir og æfðir tónleikar þeirra Dóru og Vilhelmínu voru. Sig.St. Ávinnsluherfi: Þrautreynd við íslenskar aðstæður Mjög hagstætt verð Til í stærðum 3,0 og 4,2 m vinnslubreidd KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í frágang norðurhlutalóðar við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Barónsstíg 47. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 28. maí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkju««gi 3 — Sími 25800 Auglýsinsadeild hannar auglýsinguna fýrir þig Okeypis þjónusta Frá þjóðgarðinum á Þingvöllum Tjaldsvæðin verða opnuð 2. júní. Þjóðgarðsvörður. t Faðir okkar Ingvar Magnússon bóndi, Hofsstöðum lést þann 13. maí. Útförin auglýst síðar. Ingólfur Ingvarsson Julíus Ingvarsson Ingunn Ingvarsdóttir Helga Ingvarsdóttir t Útför móður okkar Kristínar Óladóttur Frá Stakkamýri sem lést að Droplaugarstöðum 6. maí fer fram hjá Fossvogskirkju föstudaginn 16. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Börnin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.