Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 15. maí 1986 FRANSGÁRD FLAGJAFNARAR -■ W. - L '4 glaœSgy*"- Skekkjanlegir, hægt að snúa þeim við og bakka með landhjólum. Vinnslubreidd 2,50 metrar. Nauðsynleg tæki á hverju býli. KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 LESENDUR SKRIFA laðbera vantar / eftirtalin hverfi. Blaðberar óskast í Rjúpufell Torfufell Afleysingar í Holtin Mosfellssveit 31/5- 1/7 Iiniiiin SIÐUMULA 15 @686300 ÆÍS'o, ■11 Lögreglustöð á Dalvík Tilboð óskast í gólfsteypu og innanhúsfrágang í húsi lögreglustöðvar, Gunnarsbraut 4-6, alls ca. 110 m2 á einni hæð. Verkinu skal skila í tvennu lagi, 15. ágúst 1986 og 1. febr. 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Rvk. og hjá Kristjáni Baldurs- syni, Bakkahlíð 18, Akureyri gegn 1500,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykja- vík 3. júní 1986, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BOUGaWMJN: y 5'MI 26844 í heimsókn til annarra hnatta I. Draumfarir Eini hnötturinn utan jarðar, sem menn hafa getað ferðast til með farartækjum, er tunglið. Og ekki er alveg óhugsandi, að menn geti, á sama hátt, heimsótt einhverja aðra hnetti í sólhverfi voru, í einhverri framtíð, þegar tæknin hefur tekið nokkrum framförum, frá því sem nú er. Mundi þar helst koma til greina reikistjarnan mars, því hún er að ýmsu leyti eðlisskyldust jörðinni, þrátt fyrir miklu meiri fjarlægð frá sól, og því meiri kulda á yfirborði. Víst má telja, að ekki þróist vitlíf annarstaðar í sólhverfi voru en á jörðinni. Til þess eru aðstæður allar of andstæðar. En sól vor og sólhverfi er aðeins agnarlítill hluti alls þess sólna- og hnattaskara, sem vetrarbraut vor samanstendur af. Þar má því telja alveg víst að séu þúsundir og milljón- ir mannkynja, sent ntörg hver hljóta að vera á hliðstæðu eða miklu hærra þroskastigi, en mannkyn jarðar vorrar. Nú munu flestir halda, að tilgangs- laust sé að vera með hugleiðingar um líf á öðrum hnöttum fjarlægra sólhverfa; þær séu svo óralangt í burtu, að þaðan geti oss aldrei borist nokkur vitneskja. En er nú alveg víst, að þannig sé í pottinn búið frá náttúrunnar hendi? Er það í rauninni hugsanlegt að mannkynjum fjarlægra hnatta sé ó- kleift, að hafa sambönd og sam- skipti sín á milli? Væri ekki einmitt ennþá óhugsanlegra, að mannkyn alheimsins lifðu hvert út af fyrir sig, án sambands hvers við annað? Höf- um við jarðarbúar engin sambönd við lifendur annarra stjarna í fjar- lægum sólhverfum? Hefur okkur engin vitneskja borist, um líf þeirra og ýmsar aðstæður? Til þess að svara þessum spurning- um vil ég fyrst vitna í kenningar dr. Helga Pjeturs um sambandseðli lífsins; um eðli svefns og drauma, um eðli skyggni og fjarskynjana ófreskra manna: Allt líf jarðar vorrar byggist ein- mitt á sambandi þess við lífheima annarra stjarna alheimsins. Vegna þess sambands hefur lífið náð að koma hér fram og þróast. í svefni mögnumst vér aðsendri orku. Án þeirrar orku gætum vér ekki lífi haldið. Draumar eru samfara svefninum. Draumar eru sambandsskynjanir. Vér sjáum og skynjum í draumi. það sem vakandi maður sér og skynjar. Sá maður er „draumgjafi" vor. Og oftast er sá draumgjafi einhver íbúi annarra stjarna. Það er því eins og vér förum í „heimsókn" til annars hnattar, í hvert sinn, sem okkur dreymir. Og vér verðum margs vísari í þessum „heimsóknum" vorum um víða ver- öld alheimsins. Séu draumar vorir skýrir, þ.e. sé sambandið við „draumgjafa" vorn nægilega full- komið, sjáum vér greinilega ein- hvern hluta þess heims, sem draum- gjafinn, sambandsvera vor, hefur fyrir augum, þá stundina, sem oss er að dreyma. Óg vér sannreynum. að eitt og annað, sem vér skynjum í draumförum vorum, er annað en það, sem vér eigum að venjast á vorri jörð: Vér sjáum fólk með annað útlit, en nokkurt það fólk, sem byggir vora jörð; vér sjáum jurtir og dýr, sem að ýmsu leyti eru frábrugðin jurtum og dýrum jarðar vorrar; og oft sjáum vér í draumi stjörnuhimin, þar sem stjörnumerki eru ólík og allt önnur en þau, sem sjást héðan af jörð. Og þar sem slíkar sýnir geta ekki átt uppruna sinn á vorri jörð, er engin skýring líklegri en sú, að um sýnir sé að ræða frá öðrum hnetti. Sýnir ófreskra manna eru sama eðlis, en sá er aðalmunur, að þar er sjáandinn vakandi. Ef betur hagaði til, ef samband vort við íbúa annarra hnatta væri fullkomnara, mundu draumskynjan- ir vorar veita oss miklu meiri vitn- eskju um aðra hnetti og um það líf, er þar þróast. II. Hamfarir Þar sem lífsþróunin er lengra komin, og samstilling miklu meiri, en vér menn þekkjum, munu raun- verulegar heimsóknir eiga sér stað hnatta á milli. Um það vitna ótal Líkamningar hafa stundum komið fram á miðilsfundum. Hér er mynd af einum slíkum, sem fram kom á fundi hjá Einari Níelssen, hinum þekkta, danska miðli (f. 1894). slendingar gætu reist fyrstu stjörnusambandsstöð jarðar vorrar. - Hjá lífstefnumannkynjum annarra hnatta munu slíkar stöðvar vera þær bygging- ar, sem mest er vandað til og sem mest eru sóttar, enda þar hin bestu skilyrði til móttöku Ijómandi gesta frá fullkomnum lífstjörnum. - Myndin á að sýna eina slíka, sem gnæfir mót stjörnum skrýddum himni, þar sem einnig má sjá þrjú tungl á lofti, enda mun ekki óalgengt, að sumum jarðstjörnum fylgi fleiri en eitt tungl. frásagnir niiðla og annarra sjáenda. Eigi munu slíkar heimsóknir fara fram með vélrænum eða tæknilegum hætti, heldur líffræðilegum. Ham- farir eru það, sem þá eiga sér stað. Gestir frá annarri stjörnu koma frarn, þeir líkamast, verða áþreifan- legir, eins og aðrir viðstaddir. Séu gestirnir frá æðra þroskastigi, þar sem góðvild og fegurð og máttur er guðlegs eðlis, njóta allir viðstaddir magnanar og styrks meiri en ella. Hjá mannkynjum á framfaraleið, munu slíkar heimsóknir teljast eftir- sóknarverðari en allt annað. Víða á hnöttum alheimsins munu vera reist mikil og vegleg hús, stjörnusam- bandsstöðvar, þar sem þúsundir manna geta komið saman, í þeim tilgangi, að veita móttöku hinum guðlegu gestum frá öðrum stjörnum og magnast af mætti þeirra, meðan á heimsókn þeirra stendur. Slíkar heimsóknir eru mikilsverðustu at- burðir hvers þess mannkyns, sem komið er á framfaraleið. Frásagnir miðla og annarra ó- freskra manna, af slíkum atburðum, eru margar, og tel ég alveg víst, að slíkar fréttir frá öðrum hnöttum séu í öllum aðalatriðum rétt hermdar, enda í fullu samræmi við það, sem gera má ráð fyrir, að eigi sér stað, þar sem rétt er stefnt og þar sem lífstefnan er orðin ráðandi. Einnig hér á jörð hafa heimsóknir átt sér stað, frá öðrum hnöttum, þótt á ófullkominn hátt sé, miðað við það, sem sumstaðar annarsstaðar gerist, þar sem mikilli fullkomnun hefur verið náð. Líkamningar hafa komið hér fram á miðilsfundum. Frægastur mun vera líkamningurinn Katie King, sem rannsakaður var nákvæmlega af hinum mikilsvirta vís- indamanni, William Crookes, snemma á þessari öld. Eru til Ijós- myndir frá þessum rannsóknum, sem sanna þetta. En fjölmargir aðrir hafa komið fram og verið rannsakað- ir. Allt eru þetta gestir frá öðrum hnöttum, sem tekist hefur, vegna sérstakra skilyrða, að koma hér fram um stundarsakir. Skilyrði til sambands við lengra komna lifendur á öðrum hnöttum þurfa að batna, hér á jörðu vorri. Og þau skilyrði mætti bæta, ef vilji væri fyrir hendi og skilningur nógu margra, á nauðsyn bættra lífsam- banda, við lengra komna íbúa annarra hnatta, og ef almennt væri vitað, hvað til þess þarf. íslensk þjóð gæti riðið hér á vaðið og reist fyrstu raunverulegu stjörnusambandsstöð- ina, sem byggð yrði hér á jörðu, með samstilltu átaki margra manna. Ef slík samstaða næðist, mundi þar verða upphaf meiri tíðinda og betri, en orðið hafa á öllum öldum áður. Slík framkvæmd mundi marka algjör. tímamót í sögu íslenskrar þjóðar og síðan, í sögu alls heimsins, því þegar í ljós kæmi árangur slíkrar framkvæmdar, mundu aðrar þjóðir ekki lengi láta sinn hlut eftir liggja. Aukin magnan frá lífheimum ann- arra hnatta, mundi breyta hinu illa ástandi, sem nú ríkir á jörðu vorri, svo að hér skapaðist sá heimur friðar og farsældar, sem svo lengi hefur verið vonast eftir. Ingvar Agnarsson. Skógarhögg/mannúðar leysi við hænsnarækt f Tímanum 22. apríl sl. er góð grein og eftirtektarverð eftir Gunn- þór Guðmundsson, fyrrverandi bónda, þar sem hann ræðir um landsins gagn og nauðsynjar en eink- um um málefni sveitanna. Mig langar að gera fyrirspurn um tvö atriði. 1. Gunnþór talar um, að hér sé eggjaframleiðsla að mestu í höndum örfárra stórframleiðenda, en að í Danmörku séu slík bú bönnuð af mannúðarástæðum. Ég vil spyrja: Er farið hér ómannúðlega með hæn- urnar í þessum stórbúum, og í hverju er þá sú illa meðferð fólgin? 2. Gunnþór talar um að hér á landi gangi mjög á skógana m.a. vegna skógarhöggs. - Ég vil spyrja: Eru til slíkir skógar hér á landi, að þar sé stundað skógarhögg? Vegna þess að hér er um að ræða mjög athyglisverð atriði, og sem miklu máli skipta þætti mér mikils- vert að Gunnþór (eða einhver annar) gæfi hér á nánari skýringar. Ingvar Agnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.