Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Kaupfélag Borgfiröinga á síðasta ári:
Veltan jókst um 32%
en tap varð á rekstri
Stóraukinn fjármagnskostnaður var aðalorsök tapsins
Kaupfélag Borgfiröinga í Borg-
arnesi hélt aðalfund sinn fyrir
skömmu. Á fundinum kom fram að
heildarvelta félagsins á síðasta ári
varð 1320 milljónir króna og jókst
um 32% frá árinu á undan.
Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri
sagði okkur að búvöruþátturinn hjá
félaginu hefði ekki gengið illa á
síðasta ári. Félaginu hefði tekist að
skila fullu verði fyrir mjólkina til
bænda, og þokkalega hefði gengið
að gera upp fyrir sauðfjárafurðir.
Rekstrarútkoman varð þannig að
félagið var gert upp með 22 milljón
Leikhópurinn Leikbrúðuland með farangurinn, sem vegur um 300 kfló, áður en lagt var af stað á alþjóðlegu
brúðuleikhúshátíðina í Póllandi. Frá vinstri eru Björn Guðmundsson Ijósamaður, Helga Steffensen, Bryndís
Gunnarsdóttir og Hallveig Thorlacius. Þórhall Sigurðsson vantar á myndina. Tímamynd Petur
Leikbrúðuland til Póllands
- sýnir Tröllaleiki á alþjóðlegri hátíð
Brúðuleikhópurinn Leikbrúðu-
land fór í morgun áleiðis til Pól-
lands til að taka þátt í alþjóðlegri
brúðuleikhúshátíð þar. Leik-
brúðuland mun sýna Tröllaleiki á
hátíðinni en það verk fékk meðal
annars fyrstu verðlaun á brúðuleik-
húshátíð í Júgóslavíu s.l. haust.
í leikhópnum eru Bryndís Gunn-
arsdóttir, Helga Steffensen, Hall-
veig Thorlacius og Þórhallur Sig-
urðsson. Björn Guðmundsson sér
um lýsingu og leikhljóð. Leik-
brúðuland hefur áður farið erlendis
með þessa sýningu og er Pólland
sjötta Evrópulandið sem fær að sjá
Tröllaleiki.
Brúðuleikhúshátíðin í Póllandi
hófst 15. maí og stendur yfir í tvær
vikur.
Nýja útvarpshúsið lekur:
ENGIN FRETT
ÞÓ ÞAK LEKI
- meðan húsið er í byggingu, segir Ármann Örn Ármannsson verktaki
Pegar er í Ijós komið að gúmídúk-
ur sem búið var að ganga frá á mörg
hundruð fermetra flötu þaki nýja
útvarpshússins heldur ekki vatni
þannig að þakið var farið að loka, að
því er staðfest fékkst hjá Herði
Vilhjálmssyni, fjármálastjóra Ríkis-
útvarpsins. Hefur því verið ákveðið
að ryðja möl, sem búið var að setja
ofan á dúkinn, í burtu og leggja
ákveðið plastefni ofan á gúmídúk-
inn. „Ég er sannfærður um að sú
endanlega meðferð sem nú er verið
að ganga frá mun duga,“ sagði
Hörður.
Hörður tók fram að engar
skemmdir hafi hlotist af þessum
leka. Fylgst hafi verið með þakinu á
þann hátt að komið hafi verið fyrir
„lekarörum" niður úr, sem verði
áfram. Þannig sjáist ef einhversstað-
ar sleppi dropi í gegn.
Að sögn Harðar er það verktakinn
sem verður að bera allan kostnað af
plastdúknum og frágangi hans, en
þar væri um einhverjar milljónir að
ræða.
„Það var ákveðið að nota ákveðið
efni og síðan ákveðið að endurbæta
það með öðru efni. Þetta er að ske
hjá okkur á hverjum degi í þessum
byggingariðnaði, að meðan hús eru'
í vinnslu þarf að lagfæra eitt og
annað miðað við íslenskar aðstæður
og af öðrum orsökum og þetta er eitt
þeirra dæma. Það er eins og gengur
og gerist í svona verkum að ákveðnir
hlutir standast ekki. Það er því engin
frétt að þak leki meðan verið er að
vinna verkið - yrði fyrst frétt ef
húsið er ekki í lagi þegar það er
fullbúið," sagði Ármann Örn Ár-
mannsson í Ármannsfelii sem er
verktaki Útvarpshússins.
Ármann sagði Ijóst að flötu þökin
hafi verið mikið vandamál á íslandi
og séu fjölmörg dæmi um það.
Algerlega flöt þök á húsum tclur
hann lausn sem almennt ætti að
forðast. Menn eru þó enn að hanna
slík þök.
„Það hefur þó tekist í sumum
tilvikum að gera flöt þök þétt,“ sagði
Ármann, sem kvaðst geta nefnt
dæmi um eitt á 20 ára gömlu húsi -
Ármúlaskólanum - sem aldrei hefði
lekið. Spurður hverju það væri að
þakka svaraði hann: „Fyrst og fremst
góðri steypu og frágangi." _ HEI
króna halla. Ólafur sagði í samtali
við Tímann að þetta tap stafaði fyrst
og fremst af fjármagnskostnaði
félagsins, en hann varð 66 milljónir
á síðasta ári, samanborið við 35
milljónir árið 1984.
„Við vorum að vísu óheppnir með
nokkrar einingar,“ sagði Ólafur, „en
a.m.k. tveir þriðju hlutar af þessu
tapi er af fjármagnskostnaðinum
eingöngu. Það eru vaxtagjöld, verð-
bætur og gengismunur, og að vísu
koma einhverjar hækkanir á fjár-
magnstekjum á móti, en þetta ríður
baggamuninn í rekstrinum. Þá varð
einnig nokkurt tap á bílarekstri og
tveimur eða þremur verslunum, en
aftur á móti ganga aðrar verslanir,
og þar á meðal aðalverslanir okkar
hér í Borgarnesi, bærilega. Þá er
þess að geta að afskriftir félagsins á
síðasta ári voru hátt í 40 milljónir.“
Aðalfundurinn var að þessu sinni
með starfsamasta móti og margar
ályktanir voru samþykktar. Meðal
annars var ályktað sérstaklega um
áburðarverslun og greiðslukjör á
áburði. Einnigvarsamþykkt ályktun
þar sem hvatt er til eflingar á mark-
aðsleit fyrir búvörur.
- esig
Danslagakeppni
Hótel Borgar:
Við vínar*
krus og
vals og ræl
Besta gömludansa-
lagiö valið í sumar
Hótel Borg ætlar f sumar að
endurvekja danslagakeppni
SKT. Keppt verður í gerð dans-
laga sem hægt er að brúka við
vínarkrus, vals, ræl, tangó,
polka, skottís o.s.frv.
Danslagakeppni SKT naut
mikilla vinsælda á sínum tíma og
þar komu fram margir áður
óþekktir höfundar; s.s. Tólfti
september, Jenni Jóns, Svavar
Benediktsson. Ágúst Pétursson
o.fl. En eftir að þessi keppni
lagðist niður hafa höfundar sem
samið hafa lög við gömludansana
haft fá tækifæri til að koma lögum
sínum á framfæri.
En nú gefst tækifæri að nýju.
Skilafrestur er til 10. júlí í sumar
og mun dómnefnd skipuð þremur
tónlistarmönnum velja tuttugu og
fimm lög úr hópi innsendra laga.
Síðan munu fimm lög verða spil-
uð á hverju sunnudagskvöldi og
tvö þeirra halda áfram keppnf.
Undanúrslitin taka tvö sunnu-
dagskvöld og þá eiga að vera eftir
fimm lög sem halda áfram að
keppa til úrslita. f keppninni
sjálfri munu gestir Hótel Borgar
velja bestu lögin, og beita bæði
fótum og eyrum til að kveða upp
sinn dóm.
Verðlaun verða í boði; 50 þús.
kr. fyrir fyrsta sæti, 25 þús. kr.
fyrir annað og 10 þús. kr. fyrir
þriðja sætið. \
-gse
Tvö ný veitingahús opna í sömu vikunni í
V-Húnavatnssýslu:
Heimilislegur mat-
ur og velgjörningur
- Stefna kokksins í Veitingaskálanum í Víðigeröi
Nýtt veitingahús - Veitingaskál-
inn í Víðigerði í Víðidal - tók til
starfa um síðustu helgi og buðu
eigendurnir sveitungum sínum af
því tilefni til veislu þann 10. maí sem
var vel sótt. Þetta er 2. veitinga- og
gistihúsið sem opnað er í Vestur-
Húnavatnssýslu nú í maímánuði.
Seint á síðasta ári keyptu tvenn
hjón úr Reykjavík Valur Kristinn
Jónsson, Jóna Lóa Sigþórsdóttir,
Dagbjartur Már Jónsson og Jórunn
Jóhannesdóttir - húsnæði og rekstur
Halldórs Jóhannessonar í Víðigerði.
í febrúar sl. hófust þau handa um að
gjörbreyta húsakynnum og aðstöðu
allri sem lokið var á mettíma. Veit-
ingaskálinn í Víðigerði opnaði svo í
byrjun þessa mánaðar. En þar er nú
m.a. veitingasalur fyrir 50 manns, 8
tveggja manna gistiherbergi, ferða-
mannaverslun, bensínsála og bíla-
verkstæði.
Matreiðslumaður er Sigmundur
Jónsson, sem m.a hefur starfað sem
slíkur í Þýskalandi. Kvaðst.hann
ætla að leggja áherslu á heimilislegan
mat og velgjörning.
Auk þess að bæta alla möguleika
til móttöku fleiri ferðamanna gefa
hinir nýju veitingastaðir heima-
mönnum aukna möguleika til að
gera sér dagamun. Að sögn Hún-
vetninga fer það nú vaxandi - líka á
landsbyggðinni - að fjölskyldur í
sunnudagsbíltúrnum komi við og
kaupi sér kaffi, eða bregði sér út að
borða að kvöldi til. - HEI
Rannsóknastofnun landbúnaöarins:
Setjið ekki niður
matarkartöflur
- vegna hættu á hringroti
Á almennum markaði má ein-
göngu selja útsæði frá framleiðend-
um sem til þess hafa fengið leyfi
landbúnaðarráðuneytisins. Þetta er
samkv. reglugerð um sölu og dreif-
ingu á kartöfluútsæði sem sett var
24. febr. ’86 til þess að sporna við
hringroti. Leyfi til að selja útsæði
hafa 43 framleiðendur á Norðurlandi
og 5 á Suðurlandi.
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins vill eindregið hvetja ræktendur
til þess að setja ekki niður matar-
kartöflur, heldur annað hvort eigið
útsæði eða kartöflur sem seldar eru
sem útsæði, því matarkartöflur eru
seldar frá framleiðendum þar sem
sjúkdómurinn hefur fundist og þrátt
fyrir að kartöflurnar séu ósýktar og
fallegar útlits geta þær borið smit.
Ef einhverjir hafa nú þegar sett
niður matarkartöflur er mikilvægt
að ekki sé tekið undan þeim útsæði
á næsta ári.
ABS