Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 9
Óánægja meðal kennara í Fjölbraut á Suðurnesjum: Nokkrir kennarar voru yfirborgaðir Menntamálaráðuneytið borgaði brúsann Eigendur JMJ, Guðný Jónsdóttir og Ragnar Sverrisson í nýju húsakynnun- Tmamynd: HÍA Fimmtudagur 15. maí 1986 Akureyri: JMJ STÆKKAR UM HELMING Mikil ólga er nú meðal kennara Fjölbrautaskóla Suðúrnesja vegna misréttis sem þeir telja sig beitta í launamálum. Hefur kennarafélag skólans sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ákveðinn hópur kennara innan skólans hafi verið yfirborgaður allt frá árinu 1978. Þetta séu kennarar við Flugliðabraut og nemi upphæðin um 1.170 kr. á hvern kennsludag. Yfirborganir þessar séu í formi ökutækjastyrks sem greiðist að hálfu af sveitarfélögunum á Suður- nesjurn og að hálfu af menntamála- ráðuneytinu. Segja kennarar að margsinnis hafi verið farið fram á við skólanefnd F.S. að hún greiddi ferðakostnað sem næmi rútufar- gjaldi fyrir aðra kennara sem búa á Reykjavíkursvæðinu, en því hafi ætíð verið hafnað. Hafi því verið borið við að Flugmálastjórn greiddi fyrir ferðir flugliðabrautakennara og heyrði þetta mál því ekki undir valdsvið skólanefndar. Þetta hafi síðan ekki reynst rétt. Að auki telur Kennarafélag F.S., sbr. greinargerð frá 18. apríl '86, að umræddir flugliðakennarar fái greiddar fleiri stundir í viku en þeir kcnni í raun og veru. Krefjast kennarar þess að þessi mismunur verði leiðréttur. Kennarafélagið og skólanefnd munu væntanlega funda um málið nk. fimmtudag, en ekki munu allir bjartsýnir um að sættir náist. Heyrst hefur að 4 kennarar F.S. íhugi uppsögn sína vegna þessa máls. Herradeild JMJ á Akureyri var formlega opnuð s.l. laugardag í nýrri og gerbreyttri niynd. Verslunin helur stækkað athafnasvæði sitt unt helming, og er nú í ríflega 200 fm2 húsnæði. Jafnframt hefur öllu fyrir- komulagi verið gjörbreytt og innrétt- ingar endurnýjaðar að kröfum nú- tíma verslunarhátta. Hcrradeild JMJ hefur um árabil boðið uppá karlmannafatnað, en með endur- skipulagningu og stækkun verslunar- innar mun vöruúrval stóraukast. Eigendur verslunarinnar eru hjónin GuðnýJónsdóttirog RagnarSverris- son, en auk þeirra eru 4 starfsmenn. Ragnar sagði að allur undirbún- ingur og vinna væri unnin af akur- eyskum fagmönnum. Teiknistofan Form sá um hönnun og skipulagn- ingu. Kótó sf. sá um smíði og uppsetningu innréttinga, en Máni sf. um annað tréverk. Finnur Magnús- son skar og slípaði spegla er prýða verslunina, og fjöldi annarra iðnað- armanna kom hér við sögu. -PHH. Hitaveita Akureyrar: Hagnaður um 96 milljónir Hitaveitan er þó rekin meö raunverulegu tapi segir Helgi M. Bergs bæjarstjóri Hagnaður Hitaveitu Akureyrar nam á síðasta ári um 96 milljónum króna. Tap hitaveitunnar árið þar á undan var aftur rúmar 160 mill- jónir svo að hér er um umskipti að ræða við fyrstu sýn. Að sögn Helga M. Bergs bæjarstjóra á Akureyri er hitaveitan þó rekin með raun- verulegu tapi, þótt um jákvætt greiðsluflæði sé að ræða nú í fyrsta sinn. Halli hitaveitunnar á undanförnum árum stafar af því að erlend lán sem hitaveitan hefur þurft að taka til þess að halda rekstri sínum gangandi eru flest í Bandaríkjadollurum og staða doll- ars hefur verið góð gagnvart ís- lensku krónunni þar til nú á síðasta ári en þá veiktist staða dollars aftur gagnvart ísl. krónunni og það er einmitt því að þakka að hitaveitan kemur út með hagnaði nú. Að sögn Helga mun verða hægt að reka hitaveituna í ár án þess að taka ný lán til þess að standa undir rekstrinum. Helgi sagði að á undanförnum árum hefði ýmislegt verið gert til að gera rekstur hita- veitunnar hagkvæmari, m.a. hefur vatn verið sparað og nú síðustu ár hefur vatnsyfirborð á vatnsvinnslu- svæðum Hitaveitu Akureyrar verið að hækka í stað þess að lækka. Þá voru mælar settir upp í húsum á Akureyri síðastliðið sumar sem komu í veg fyrir að vatn sem fer inn í húsin fari yfir ákveðið hámark, og varmadælukerfi hafa verið sett upp til þess að vinna varma úr bakrennslisvatni til þess að setja inn í framrennslið aftur. ABS ,-á AFRIKU-X HLAUPHD HLAUPIKAPP VIÐ TIMANN SÖLUFÓLK ÓSKAST Til sölu á merki Afríkuhlaupsins Merkin veröa afhent í dag, fimmtudag og á morgun föstudag frá kl. 18:00 til 20:00 í öllum kirkjum og safnaðarheimilum í Reykjavík, Kópavogi, Garð- abæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit. Merki Afríkuhlaupsins Söluverð kr. 100 Sölu lýkur laugardaginn 24. maí og verður þá tekið við peningum og óseldum merkjum á sömu stöðum frá kl. 13:00 til 15:00. Sölulaun eru 10 krónur á merki. STUTTERMABOLIR AFRÍKUHLAUPSINS Stuttermabolir með merki Afríkuhlaupsins fást á eftirtöldum stöðum: íþrótta- vöruverslanir, íþróttafélög og bensínstöðvar OLÍS í Reykjavík og nágrenni. Verð kr. 300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.