Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 4
WAI.TER CRONKITE
m VAN
JOHNSON
JUNI HAVOC
KIRK DOUGLAS
4 Tíminn
IQflfi' Arhnepptra
,^00, buxnaklaufa!
Margar skemmtilegar sögur hafa
verið sagðar af ýmiss konar óförum
fólks í samskiptum sínum við
rennilása og er skemmst að minn-
ast vandræða sem leikhússgestir
lentu í á liðnum vetri og sagt var
frá í blöðunum.
En þó að sögurnar geti verið
skemmtilegar í frásögnum eru ekki
allir jafneindregnir aðdáendur
rennilása þegar þeir hafa sjálfir
lent í stímabraki við þá, jafnvel
þegar verst hefur staðið á. Breti
einn, John Holmes, prentari í
Yorkshire hefur gert það að bar-
áttumáli sínu að árið 1986 verði
helgað hnepptum buxnaklaufum! í
sambandi við það hyggst hann
setja upp sýningu á safni nokkru í
nánd við heimili sitt.
„Ég hef svo sem ekki sjálfur lent
í klónum á rcnnilási en það hefur
oft komið fyrir mig að hann hefur
runnið niður þó að ég hafi ekki
tekið eftir því. Það hefur hins
vegar annað fólk gert,“ segir hann.
Hann hefur gert könnun á því
hvar hægt sé að fá tilbúnar buxur
með hnepptum buxnaklaufum og
þær séu hvergi á boðstólum nema
á hermannafatnaði, enda segir
hann skýringuna á því augljósa.
„Hvernig færi fyrir hermanni sem
lenti í vandræðum með rennilásinn
sinn t miðri orustu?" segir hann.
John segir hreint ekkert hafa á
móti rennilásum sem slíkum, enda
hafi verið augljóst frá upphafi að
þeir myndu grípa um sig eins og
reynsla margra hefur sýnt. Renni-
lásar eigi hins vegar ekkert erindi
á þann mikilvæga stað, buxna-
klaufina. Það sýni best sá mikli
Niður með rennilásana - upp með tölumar, er eitt slagorð John Holmes
sem hefur gert hnepptar buxnaklaufar að baráttumáli sínu.
fjöldi karla sem hafi orðið að leita
til slysavarðstofa til að fá aðstoð
við að skilja þá frá rennilásum sem
ekki vilja sleppa taki sínu.
Buxnaframleiðendur halda því
fram að allt frá því á árunum
1950-1960 hafi viðskiptavinir ekki
litið við öðru en rennilásum á
þessum viðkvæma stað, en í ljósi
baráttu Johns, sem enn á eftir að
herðast, eru sumir þeirra farnir að
endurskoða þetta álit sitt.
Gregory Peck átti afmæli nú S.apríl. Hann fæddist í La
Jolla í Kaliforníu. Betty Furness fæddist í New York 3.
jan. 1916, grínleikkonan Martha Raye (Margie Yvonne
Reed) á sjötugsafmæli 27. ágúst í sumar, hún er fædd í
Butte í Montana. Fréttaskýrandinn ogsjónvarpsmaðurinn
Walter Cronkite er líka fæddur í Montana, 4. nóv. í St.
Joseph. Kirk Douglas (sem reyndar heitir Issur Daniel-
ovitch) fæddist 9. des. í Amsterdam N.Y. Van Johnson
(þekktur hér áður sem „Doctor Kildaire“) fæddist í
Newport R.I. 20. ágúst. June Havoc er fædd í Seattle
þetta merkilega ár og Jackie Gleason (sem við sáum
nýlega í sjónvarpinu í „Smoky and the Bandit“) er
Brooklynbúi og fæddur 26/2. Olivia De Haviiland (sem
margir muna úr „Á hverfanda hveli," en þar lék hún
Malanie) verður líka sjötug í ár, því hún er fædd 1. júlí í
Tokyo í Japan. Keenan Wynnersvofæddur27. júlí 1916.
GREGORY PECK
ÍIIMIÍT
JACKiE GLEASON
OLIVIA De HAVILLAND
KEENAN WYNN
Sjáið bara unga fólkið
sem verður sjötugt í ár!
Fimmtudagur 15. maí 1986
ÚTLÖND
MOSKVA — Sovéskt dag-
blað birti grein þar sem kvartað
var yfir að læknalið það sem
hjúkraði fórnarlömbum kjarn
orkuslyssins í Tsjernóbíl hefði
ekki haft viðunandi útbúnað til
að sinna verkum sínum. I gær-
dag var beðið eftir ávarpi
Mikhails Gorbatsjov þar sem
búist var við að Sovétleiðtog-
inn ryfi þögn sína gagnvart
kjarnorkuslysinu.
HÖFÐABORG — Hópur
sendimanna frá Breska sam-
veldinu reyndi að finna leiðir til
samkomulags milli hvítu minni-
hlutastjórnarinnar I Suður-Afr-
íku og svartra skæruliða er
berjast gegn henni. Á sama
tíma gengu þúsundir svert-
ingja berserksgang í heima-
löndum sínum til að sýna hug
sinn.
BAHREIN — Stjórnvöld í
írak sögðu heri sína hafa náð
á nýjan leik mikilvægum tindi
þar sem útsýni er yfir Haj
Omramdalinn á landamærum
ríkjanna tveggja nálægt Persa-
flóa. írönsk yfirvöld sögðu heri
sína aftur á móti hafa skotið
niður sjö írakskar herþyrlur og
banað 200 hermönnum íraka.
JAKARTA — Heimatilbún-
um eldflaugum var skotið að
sendiráðum Japans og Banda-
ríkjanna i Jakarta á Indónesíu
og sprengjasprakk í bíl nálægt
kanadíska ræðismannasetr-
inu. Engin slys urðu á
mönnum.
• RÓM — Dagblaðið „La Rep-
ublica" í Róm sagði innanrík-
isráðherra Evrópubandalags-
ríkjanna hafa athugað leyni-
skjal þar sem libýsk stjórnvöld
eru ásökuð um að hafa veitt
aðstoð til skæruliðahópa á N-
írlandi, Ítalíu og í baskahéruð-
um Spánar.
TEL AVIV — ísraelar héldu
sjálfstæðisdag sinn, þann 38. í
röðinni, hátíðlegan. Chaim
Herzog forseti varaði þó lands-
menn sína við aukinni misklíð
innan gyðingaríkisins.
OSLÓ — Hin nýja ríkisstjórn
Noregs hefur boðist til að vinna
.með OPEC (Samtökum olíu-
framleiðsluríkja) í því skyni að
fá olíuverð upp á nýjan leik.
Stjórnin hefur þó sett það sem
skilyrði að þau þrettán ríki sem
aðild eiga að OPEC dragi öll úr
olíuframleiðslu sinni.
i
BRUSSEL - Belgísk
stjórnvöld sáu fram á nýjar
væringar á vinnumarkaðinum
í gær en þá undirbjuggu verka-
lýðsfélög aðgerðir til stuönings
aðgerðum járnbrautarstarfs-
manna sem reiðir eru vegna
nýrra sparnaðarráðstafana
ríkisstjórnarinnar.
MADRID — Spánskir stjórn-
málaflokkar lögðu fram fram-
bjóðendalista sína fyrir þing-
kosningarnar þann 22. júní
næstkomandi. Andstæöingar
hins ráðandi sósíalistaflokks
virðast þó ekki líklegir til stór-
ræða í kosningunum vegna
umtalsverðra innanhúss-
deilna.