Tíminn - 21.05.1986, Side 20

Tíminn - 21.05.1986, Side 20
ÖRty Akureyri GUÐRUN EINARSDÓTTIR skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokks- ins við borgarstjórnarkosningarnar 31. maí 1986. EFLUM TENGSL HEIMILA OG SKÓLA. T Ttminn Miðvikudagur 21. maí 1986 Bætur til mjólkurframleiðenda: Bænduráriðusvæðum fá viðbót á kvótann - og allir fá 25% af verði umframmjólkur Mjólkurframleiðendur munu fá fjárhagslegan stuðning til að mæta þeim áföllum sem takmarkaður full- virðisréttur þeirra hefur í för með sér. Er þar annarsvegar um að ræða verðábyrgð vegna aukins fullvirðis- réttar á þremur svæðum sem orðið hafa illa úti vegna riðu undanfarin ár og bændur því hvattir til að auka mjólkurframleiðslu tímabundið, og hinsvegar viðbótargreiðsla vcgna mjólkur umfram fullvirðisrétt en inn- an búmarks og gildir þetta fyrir alla mjólkurframleiðendur á landinu. Riðusvæðin sem um ræðir eru á svæðum mjólkursamlaganna á Djúpavogi, Norðfirði og Patreks- firði og þýðir það mjólkuraukningu um 307 þúsund lítra samanlagt. Útgjöld Framleiðnisjóðs landbúnað- arins verða tæpar 7,7 milljónir af þessum sökum. Svæði þessi komu mjög ilia út úr skiptingu fullvirðis- réttar vegna þess að búmark var í miklu ósamræmi við framleiðslu þeirra. Framleiðnisjóður mun greiða 10% af grundvallarverði mjólkur fyrir alla umframmjólk og er það bundið því skilyrði að mjólkursamlögin hafi staðið bændum skil á a.m.k. 15% af grundvallarvcrði fyrir þá mjólk., Bændur fá því 6,25 krónur greiddar fyrir hvern umframlítra en þurfa af því að greiða rúma krónuí flutnings- og sjóðagjöld. Talið er líklegt að bændur telji það borga sig að leggja umfram- mjólkina inn á þessum kjörum því mjólk er ódýrari í frameiðslu eftir því sem líður á verðlagsárið. Einnig er markaður fyrir nautakjöt mjög þröngur. Mjólkursamsalan og Fram- leiðsluráð töldu nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða til að mjólkursamlögin gætu annað eftir- spurn eftir mjólk þegar líða tekur á verðlagsárið. Þegar var búið að framleiða tæp 68% mjólkur innan fullvirðisréttar í apríl. Þessar aðgerðir, sem staðfestar voru af landbúnaðarráðherra í gær, voru ákveðnar til að koma til móts við það óhagræði sem bændur urðu fyrir vegna þess hve seint reglugerð- in um skiptingu framleiðslunnar kom. ABS Hæsta sveitin fékk tæpt tonn Tæpt tonn var afli fengsælustu sveitarinnar á sjóstangaveiði- móti sem haldið var fyrir utan Vestmannacyjar um helgina. Sveit Boga Sigurðssonar frá Eyjum veiddi alls 906,3 kíló og fékk að launum farandbikar sem Flugleiðir gáfu. I sveitinni voru auk Boga Jón Svansson, Lárus Einarsson og Örn Andreasson. Alls tóku 82 keppendur þátt í mótinu í blíðskaparveðri og því voru eðlilcga allir í sólskinsskapi að sögn Péturs Steingrímssonar sem sá um mótið. Þetta er mesta þátttaka í sjóstangaveiðimóti frá upphafi. Heimamenn voru sigursælir á mótinu og hirtu flest öll verðlaun- in. Aflahæstu einstaklingar í kvenna- og karlaflokki voru bæði úr Eyjum, Gunnar Snorrason (349,7 kg) og Esther Óskarsdóttir (298,2 kg). Sá sem stærsta fiskinn fékk var Friðleifur Stefánsson úr Reykjavík, 21,1 kílóa lúðu og Friðleifur veiddi einnig flestar teg- undir eða 9. Andri Páll Sveinsson fékk síðan flesta fiska eða yfir 200. Verðlaun fyrir stærstu fiska af hverri tegund fengu: Hannes Ein- arsson fyrir 16,3 kg þorsk. Ing- veldur Gísladóttir fyrir 4,8 kg ýsu, Örn Andreasson fyrir 10,3 kg ufsa, Birgir Rögnvaldsson fyrir 6,3 kg löngu, Pétur Ármannsson fyrir 2,7 kg keilu, Magnús Magnússon fyrir 1,9 kg karfa, Jóhann Þor- steinsson fyrir 1,8 kg lýsu, Aðal- björg Bernódusdóttir fyrir 400 gr. síld og Ásgeir Þorvaldsson fyrir 400 gramma kola. Alls veiddust 13.686,1 kíló í mótinu. Aflahæsti báturinn var Andvari með 270,5 kg meðalvikt á stöng. Það voru stundum hörð átök við fiskana á sjóstangaveiðimótinu í Éyjum, og hendur veiðimannanna voru bláar og bólgnar að mótinu loknu. Nýi Fokker Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Tímamynd Árni Bjama Nýr fokker til Flugleiða Ný flugvél bættist í flota íslend- inga í gær, Fokker sem Flugleiðir keyptu af Finnair og á að koma í stað Árfara sem „strandaði" á Suðurgöt- unni. Að sögn Kristins Halldórssonar hjá Flugleiðum er vél þessi um 20 ára gömul en Finnair keypti vélina frá Kóreu um leið og Flugleiðir keyptu sínar vélar þaðan. Flugleiða- menn kannast við gripinn því þeir gerðu á henni stórskoðun fyrir ekki svo ýkja löngu, og telja hana því vera í góðu ásigkomulagi. Vélin kemst þó ekki strax í gagnið hér því gera þarf á henni smávægi- legar breytingar til að uppfylla þau skilyrði sem flugmálayfirvöld hér setja. Markaðsverð á vélum af þessu tagi er um 2 milljónir dala eða rúmlega 80 milljónir króna. Kaupið fylgir vísitölunni - veröbólgan 8-8,5% á árinu Launanefnd aðila vinnumarkað- arins hefur komist að þeirri niður- stöðu að laun skuli hækka um 3,06% hinn 1. júní næstkomandi. Þetta þýðir að laun munu hækka jafn mikið og vísitala framfærslukostnað- ar hækkaði á tímabilinu janúar til 1. maí. Launanefndin, sem er skipuð tveimur fulltrúum frá vinnuveitend- um og tveimur frá ASÍ varð sammála um þessa niðurstöðu. 1 kjarasamn- ingunum frá því í febrúar var gert ráð fyrir að vísitalan hækkaði um 2,5% frá áramótum til 1. maí, en reyndin varð sú að hún hækkaði um 3,06% og fór því um 0,5% fram úr viðmiðunarmörkum. í greinargerð launanefndarinnar með þessari ákvörðun kemur fram, að umframhækkun vísitölunnar má að verulegu leyti rekja til lækkunar Bandaríkjadollars á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði, en það hefur aft- ur leitt til nokkurs gengissigs ís- lensku krónunnar. Þá kemur einnig fram í greinargerðinni að viðskipta- kjör hafa ekki versnað þrátt fyrir þetta gengissig, miðað við það sem reiknað var með, og stafar það af því að olíuverð hefur lækkað meira en gert var ráð fyrir. Lækkun dollars hefur þó valdið tekjutapi fyrir fisk- vinnsluna en lækkun olíuverðs hefur fyrst og fremst skilað sér til útgerðar- innar. Séu botnfiskveiðar og vinnsla skoðaðar í heild lætur nærri að tekjutapið vegna gengisbreytinga sé vegið upp af lækkun olíuverðsins. Þessi munur milli veiða og vinnslu er væntanlega til umræðu við ákvörðun fiskverðs sem væntanleg er á næst- unni. Þar sem ekki er fyyirsjáanleg stór- vægileg breyting á þjóðartekjum frá því sem gert var ráð fyrir og ekki heldur á stefnunni í peninga-, láns- fjár- og ríkisfjármálum, telur launa- nefndin meginmarkmið kjarasamn- inganna varandi verðlags- og kaup- máttarþróun enn vera í fullu gildi. Einn liður í starfi launanefndarinnar var að bera saman verðlagsspár þær sem lagðar voru til grundvallar kjarasamningunum og vísitöluna eins og hún varð í raun og veru. Nefndin hefur síðan gert endur- skoðaða verðbólguspá fyrir síðari hluta ársins og samkvæmt henni er áætlað að verðlagsbreytingar verði 1% umfram það sem gert var ráð fyrir í samningunum, eða að fram- færsluvísitalan hækki um 8-8,5% á árinu. -BG Hafnir á Stór- Reykjavíkursvæðinu: Keppastum Þó svo að nefnd sem vinnur á vegum sjávarútvegsráðuneytisins að könnun á hugsanlegum fisk- markaði hérlendis hafi nýverið hafið störf eru hafnaryfirvöld á Stór-Reykjavíkursvæðinu þegar farin að keppa um að fá markað- inn til sín. Reykjavíkurhöfn hef- ur sent nefndinni bréf þar sem henni er skýrt frá því að hugsan- legt sé að fá markaðinum aðstöðu í vesturhöfninni og óskað er eftir viðræðum við nefndina þess efnis. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa rætt um möguleika þess að bjóða nefndinni aðstöðu fyrir markaðinn þar, en ákvörðun um slíkt verðurtekin áfundi hafnar- nefndar seinna í vikunni. Sú höfn er hreppir markaðinn mun fá af honum miklar tekjur í formi hafnargjalda. Eins er lík- legt að tekjur hafnar sem er í nágrenni markaðarins muni drag- ast saman þar sem fiskiskip munu fremur landa þar sem markaður- inn verður. ' - gse

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.