Tíminn - 24.05.1986, Side 1

Tíminn - 24.05.1986, Side 1
RAUÐI KROSSINN hefur ákveðið að hefja söfnun vegna flóða í Perú sem valdið hafa því að 100 þúsund manns hafa flúið heimili sín. Búist er við að neyðarástand ríki á flóðasvæðunum, sem eru í námunda við vatnið. Titicaca, í 6 mánuði, en á þessu svæði búa aðallega bláfátækir indiánar. Þeim, sem vilja styðja RKÍ, er bent á að gírónúmer hans er 90000-1. STÁLFÉLAGIÐ var tekið til gjald- þrotaskipta hjá bæjarfógeta Hafnarfjarðar í gær og var um leið aflýst nauðungarupp- boði sem átti að fara fram á eignum félaosins innan skamms. Kröfur í þrotabú Stálfélagsins nema um 15 milljónum og er stór hluti þeirra erlendur. HREINSUNARDAGUR er í Reykjavík í dag • í ýmsum hverfum en undanfárnar helgar hefur verið efnt tii hreinsunardaaa í fjölda hverfa í Reykja- vík. í dag verður hreinsað til í Bakka og Stekkjahverfi, Grafarvogi, Hvassaleitis- skólahverfi, Skóga og Seljahverfi, Grjóta- þorpi, Fossvogshverfi og Vesturbæ syðri. Hreinsunardeild Reykjavíkur veitir alla þá aðstoð sem hún megnar og útbýtir m.a. ókeypis pokum og flytur rusl á haugana. RÁÐHERRAFUNDUR EFTA verður haldinn í Reykjavík 4.-5. júní oq sitja fundinn ráðherrar sem fara með málefni EFTA í aðildarlöndunum sex. Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra mun stjórna ráðherrafundinum í fjarveru Matthíasar Bjarnasonar viðskiptaráð- herra. SÍMASKRA 1986 er komin út og verður afhent símnotendum næstu daga gegn afhendingu seðla sem póst- lagðir hafa verið. Upplag skrárinnar er 130 þúsund eintök og er hún 720 blaðsíð- ur. í skránni eru fleiri götukort af stærri kaupstöðum og bæjum áður. INGI BJÖRNSSON hefurverið ráðinn framkvæmdastjóri Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar og tekur hann við af Finnboga Jónssyni. Jón var áður rekstrar- ráðgjafi hjá félaginu. STORMÓT í pílukasti hefst í Klúbbnum í dag klukkan ellefu og verður fram haldið á morgun. Það er Klúbburinn og verslunin Útil íf sem standa fyrir þessari keppni og hafa grafið upp sextán bestu pílukastara landsins, bæði íslendinga og eins menn úr bandaríska hernum á Keflavikurflugvelli. Vegleg verðlaun eru í boði og því ekki ólíklegt að menn vandi sig við kastið. Keppt verður á sviðinu og er áhorendum boðið aö fylgjast meo keppninni endurgjaldslaust. FIMM MILLJÓNIR BRETA drekka vafasamt kranavatn sem kemur frá ám menguðum af efnaúrgangi. Þetta var haft eftir talsmönnum Grænfriðunaa- samtakanna sem hyggjast nú gangast fyrir nákvæmri rannsókn á ástandi breskra áa. KRUMMI Hann hefur farið felulitina, þessi Laugaveginum. Félagsmálaráðherra úrskurðar um kæru Kópavogs á hendur Reykjavík: Fossvogsbrautinni frestað í fimm ár - og framkvæmdir ekki hafnar nema með samþykki beggja aðila Alcxander Stefánsson félags- málaráðherra ákvað í gær í sam- ráði við skipulagsstjórn ríkisins að fyrirhuguðum framkvæmdum við Fossvogsbraut skuli frestað í fimm ár, og þess freistað að ná sam- komulagi milli Reykjavíkur og Kópavogs um framtíðarlausn á því máli. Ákvörðun ráðherra kemur í kjölfar kæru Kópavogs á Aðal- skipulag Reykjavíkur en þar er gert ráð fyrir hraðbraut um Foss- vogsdalinn, sem mun m.a. fara yfir land í eigu Kópavogs. Það land á hins vegar samkvæmt aðalskipulagi bæjarins að vera útivistarsvæði. Alexander Stefánsson sagði í samtali við Tímann í gær, að nefnd sem báðir aðilar ættu aðild að væri starfandi um það hvernig best yrði staðið að tengingu umferðar milli byggðarlaganna. Hann sagðist leggja þunga áherslu á að endanleg ákvörðun um þetta yrði tekin með samkomulagi beggja sveitarfélag- anna. Því yrðu fimm ár tekin í að skoða málið, en í millitíðinni yrði öllum framkvæmdum frestað, nema samkomulag næðist fyrr. Ráðherra tilkynnti bæjarstjórn Kópavogs úrskurð sinn vegna kær- unnar síðdegis í gær, en síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir kosning- ar var haldinn í gærkvöld. Kristján Guðmundsson bæjarstjóri Kópa- vogs sagði í samtali við Tímann að bréfið yrði tekið á dagskrá bæjar- stjórnarfundarins og afstaða tekin til þess hvort fresta beri öllum framkvæmdum við Fossvogsbraut í fimm ár. „Það sem við erum fyrst og fremst óánægðir með, er að einu sveitarfélagi, hvort sem það heitir Reykjavík eða eitthvað annað, geti liðist að skipuleggja inn í annað sveitarfélag án þess að hafa til þess samþykki viðkomandi sveitarfé- lags. Það var það, sem við vorum að biðja um að yrði dregið til baka, í okkar kæru. í bréfi ráðhcrra er kveðið skýrt á um það að ekki komi til framkvæmda við Fossvogs- braut nema með samþykki beggja aðila og við höfum marg lýst því yfir að við séum andvígir lagningu brautarinnar. Þannig, að þar höf- um við þó ákveðið neitunarvald,“ sagði Kristján að lokum. Bréf ráðherra var síðast á dagskrá bæjarstjórnarfundarins og var ekki komið til umræðu þegar Tíminn síðast frétti. -BG Fegurðardrottning íslands 1986 Gígja Birgisdóttir var kjörin og krýnd feguröardrottning íslands 1986. Keppnin fór fram á Broadway og þar fór krýningarathöfnin fram um miðnætti. límamynd: Pétur Hafskipsmálið hjá rannsóknarlögreglunni: Sjöundi maðurinn kominn Var yfirheyrður v fram á kvöld í gær Árni Árnason, fv. fjármálastjóri Hafskips, kom til landsins síðdegis í gær og var þegar færður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni. Árni er sjöundi maðurinn sem átti að handtaka á þriðjudags- morgun þegar rannsóknarlögregl- an gerði rúmrusk hjá nokkrum yfirmönnum Hafskips og færði þá til yfirheyrslu. Hann var yfirheyrð- ur fram á kvöld í gær og þegar Tíminn fór í prentun hafði rann- sóknarlögreglan enn ekki ákveðið hvort hún krefðist gæsluvarðhalds- úrskurðar yfir honum. Rannsókn Hafskipsmálsins mið- ar vel áfram hjá rannsóknarlög- reglunni og í gær voru nokkrir aðilar yfirheyrðir auk þeirra sem nú sitja í gæsluvarðhaldi. Mikil gagnavinnsla fer fram samhliða yfirheyrslunum og rannsókn þessa máls nær allt aftur til ársins 1980. Hnífamaður á hlaupum Ungur maður klæddur skræpóttum buxum og grænni blússu dró upp hníf í verslun við Laugaveginn í gær og otaði honum að afgreiðslustúlku. Um tíma leit svo út að hér væri um vopnaðan ræningja að ræða, en svo var ekki því fljótlega gafst maðurinn upp á að finna framhald á atferli sínu og sá sér þann kost vænstan að grípa til fótanna .Það þurfti hann líka að gera því lögreglan komst brátt á snoðir um mann- inn og reyndi að veita honum eftirför. En honum tókst að forða sér og er nú enn leitað. Ekki er vitað hvað maðurinn vildi með hnífinn. - gse

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.