Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn' Laugardagur 24. maí 1986 Samvinnuferðir-Landsýn: Að fara einhverntímann eitthvert í sól - fyrir 23.800 kr. í þrjár vikur Þeim er sem nokkurn veginn sama til hvaða lands þeir ferðast og hve- nær þeir leggja af stað bjóðast nú ferðir á sérstöku tilboðsverði hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Um er að ræða þriggja vikna ferðir með hóteli og morgunverði fyrir kr. 23.800. Eini ágallinn við slíkar terðir er sá að farþegarnir fá ekki að vita nema með átta daga fyrirvara hvert skal haldið og hvenær lagt í hann. Þetta er kannski ekki alveg eins ævintýralegt og það hljómar því staðirnir sem hugsanlega verður far- ið til eru bara þrír: Mallorca, Rho- dos og Rimini, og farþegar geta valið sér hálfsmánaðar tíma sem þeir kjósa að leggja af stað á. Samvinnuverðir-Landsýn veita upplýsingar um þessar ferðir sem þeir kalla „SL-SÓL" á söluskrifstof- um sínum. Fyrirtækið opnaði í gær útibú á Hótel Sögu, í nýju álmunni og verður þar veitt öll almenn ferða- þjónusta. Þessi söluskrifstofa er opn- uð réttum 10 árum eftir að húsnæði Samvinnuferða/Landsýnar í Austur- stræti 12 var tekið í notkun. Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða/Landsýnar í nýju útibúi fyrirtækis- ins í Hótel Sögu sem opnaði í gær. Starfsmenn útibúsins höfðu nóg að gera alveg frá því útibúið opnaði í gærmorgun kl. 8.00. (Tímamynd Pétur) SANNUR RYMINGARSALA [gpfC/MMA íH-húsinu, Audbrekku 9, Kópavogi. frá 485-1196 495 Góðarbarnaúlpur Herrasumarjakkar f rá 680 Herraskyrtur frá 250-498 Góðir og smart herrabolir 295-540 Herrabuxur frá 485 Herrasparibuxur 988 Herraskór í úrvali Jogginggallar 1490 Kvenbuxur frá 300 Kvenblússurfrá395 Jogging-jakkapeysur 1150 Teygjulök 358 Gardínuefni Stórísar 1,80 hæð 198 kr., 2,80 hæð 250 kr. Ýmisleg önnur efni í dúka eða gardínur frá ,69 m. Heitt kaffiákönnuxmi. NÝJAR VÖRUR DAGLEGA. Hér A erum við Opið virka daga frá kl. 10-19. Laugardaga frá kl. 10-17. Sunnudaga: Vörukynning kl. 2-5. V/SA H-húsið S. 44440. Jafnréttisnefnd Akureyrar kærir lögregluna: „Konur henta ekki til átaka" - segir yfirlögregluþjónninn á Akureyri „Málið er það, að hér er mikið af ungum og óreyndum mönnum. Ég vil halda því fullkomlega fram að þessir ungu menn séu betri til átaka en konur,“ sagði Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn í viðtali við Tímann í gær, vegna kæru sem borist hefur til Jafnréttisráðs á hendur lögreglunni á Akureyri. Jafnréttisnefnd Akureyrar hefur sent bréf til Jafnréttisráðs, þar sem óskað er eftir rannsókn á því hvort um sé að ræða brot á jafnréttislög- um, að umsóknum kvenna um störf hjá lögreglunni á Akureyri hefur verið hatnað. Afstaða Erlings yfirlögregluþjóns í þessu máli er mjög skýr eins og kemur fram hér að ofan. Hann sagði að málið hefði verið rætt lögreglumanna á meðal og það hefði verið auðheyu á lögreglu- mönnum að þeir vildu frekar hafa karlmann með sér í bílnum þegar vaktir væru staðnar, með það í huga að til átaka gæti komið. Fimm konur sóttu um starf hjá lögreglunni á Akureyri en var öll- um synjað. Engin kona starfar í lögreglunni á Akureyri. Það var stefna bæjarfógeta og yfirlögreglu- þjóns að ráða ekki konur í ár. Jafnréttisnefnd Akureyrar telur mikilvægt að komast að því hvort til grundvallar synjuninni um starfið liggi kynbundið mat á hæfni um- sækjenda. -ES Ásmundur og Reykjavík Sýning í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur Ásmundur Sveinsson var orðinn 52 ára gamali þegar fyrsta högg- myndin var sett upp eftir hann í Reykjavík. Það var árið 1945 og verkið var Barn og fiskur. Þá hafði hann áður, eða 1939 tekið upp á því að stilla nokkrum höggmyndum sín- um upp fyrir framan heimili sitt að Freyjugötu, og með því vakið óskipta athygli samborgara sinna. Þó margir hafi tekið þessari ný- breytni vel, mátti sjá þá umsögn í blaðinu Landvörn að verkin væru „vesældarlegur afkáraháttur og af- styrmi sjúklegrar hugsunar". Seinna vænkaðist þó hagur Strympu, og milli áranna 1955 og 1970 voru settar upp í Reykjavík einar fjórtán höggmyndir eftir Ásmund. Nú hefur stjórn Ásmundarsafns ákveðið, í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar, að efna til sýn- ingar er ber yfirskriftina „Reykjavík og list Asmundar Sveinssonar“. A sýningunni, sem verður opnuð nk. laugardag, getur að líta 18 högg- myndir, teikningar að lágmyndum og járnamyndum sem prýða opin svæði og byggingar í borginni. Að auki verður sýnd tillaga Asmundar að merki Reykjavíkurborgar sem var framlag hans í samkeppni er fram fór 1957. (Sem kunnugt er, var tillaga Halldórs Péturssonar valin ). Stjórn Ásmundarsafns vinnur nú að gerð myndbands um konuna í list Ásmundar, og er ætlunin að láta gera myndbönd um allar þær sýning- ar er upp verða settar í safninu. Að sögn Gunnars Kvaran, forstöðu- manns safnsins, fer þar einnig fram öflug rannsóknarstarfsemi á ævi- starfi myndhöggvarans. Sýningin verður opin daglega í allt sumar, milli kl. 10 og 17 dag hvern. phh Tillaga Ásmundar að merki Reykjavíkur frá 1957. Tímamynd: Pélur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.