Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 3
. Laugardagur 24. maí 1986 Tíminn 3 Vefnaðar- verk frá Skálatúni í gær hófst á Gallerí Borg sýning á vefnaðarverkum vistfólks á Skála- túni. Eru öll verk á þessari sýningu til sölu, eins og tíðkst hefur á fyrri sýningum frá Skálatúni. Vefnaðurinn á Skálatúni er löngu orðinn þekktur hjá stórum hópi fólks, en samt sem áður eru ekki nægilega margir sem vita af þessari starfsemi. Með sýningunni á Gallerí Borg er fleirum gefinn kostur á að sjá hve listilega vel fólkið á Skálatúni vinnur og verða þar 25 veggteppi auk gólfmotta, sem gleðja munu augu sýningargesta. Sýninginstendurframtil26. maí. phh Góðar fréttir fvrir bílakaupendur! Viö höfum nú hafiö innflutning á hinum þekktu LANCIA bílum frá Ítalíu og af því tilefni höldum viö sýningu á þeim um helgina. LANCIA hefur jafnan verið talinn með vönduð- ustu bílum og eru þeir rómaðir um alla Evrópu fyrir íburð, þægindi og góða aksturseiginleika. Sýndir verða: LANCIA „SKUTLAN" Nýr og snaggaralegur 3 dyra bíll, sem hefur hlotið frábærar viðtökur í Evrópu. Hann er „lítill að utan — en stór að innan“ og býður upp á áður óþekkt þægindi og íburð í bílum af þessari stærð: Luxusinnréttingu með sérbólstruðum sætum og fullkomnu mælaborði og í dýrari gerðinni eru rafknúnar hliðarrúður og rafknúnar hurðarlæsingar (central lock). Verð frá kr. 258.000 LANCIA PRISMA Vandaður 4 dyra fólksbíll af millistærö með 1.6L vél 105 hö. DIN. rafmagnsrúðum, rafmagns- læsingum og öðrum luxusbúnaði. Verð frá kr. 439.000 Gerið ykkur dagamun, komið á sýninguna hjá okkur um helgina og skoðið það nýjasta í ítalskri bifreiðahönnun og tækni. BILABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23. REYKJAVIK BILASALAN H/F STRANDGOTU 53. AKUREYRI Þau ætla að spila og syngja fyrir Austfirðinga um helgina og í næstu viku. Níutíu ungmenni úr Kópavogi: Syngja og spila Níutíu ungmenni úr Skólahljóm- sveit Kópavogs og Kór Kársnes- og Þinghólaskóla leggja í dag af stað í tónleikalerð austur á firði. Fyrsti viðkomustaður verður á Höfn í Hornafirði á morgun, 25. maí klukk- an 16. Mánudagskvöld klukkan 20.30 verður sungið og blásið fyrir Norðfirðinga í Egilsbúð. Þaðan verður haldið til Eskifjarðar og hefj- ast tónieikar í Valhöll klukkan 20.30 á Austf jörðum á þriðjudagskvöld. Á Seyðisfirði verða tónleikar í Herðubreið mið- vikudagskvöld klukkan 20.30. Einn- ig verður spilað og sungið í Egil- staðakirkju á fimmtudagskvóld. Stjórnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir en stjórnandi Skóla- hljómsveitar Kópavogs er Björn Guðjónsson. Aðgangur á alla tón- leikana er ókeypis. Harpa hf. 50 ára: „Lifir önnur fimmtíu ár“ - segir Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Árið 1936 hóf Lárus Kjærnested störf hjá nýstofnuðu fyrirtæki er framleiddi málningu og bar nafnið Harpa. í fyrradag var hann heiðrað- ur fyrir 50 ára starf hjá fyrirtækinu og hlaut í því tilefni veggklukku að gjöf. Málningarverksmiðjan Harpa á sem sagt fimmtíu ár að baki, og „mun lifa önnur fimmtíu" að sögn Magnúsar Helgasonar stjórnarfor- manns og framkvæmdastjóra Hörpu h/f. Stofnendur fyrirtækisins voru sex, Pétur Guðmundsson, kaupmaður, Lúðvíg Einarsson, málarameistari, Óskar Gíslason, verslunarmaður, Sigurður Guðmundsson, bróðir Péturs, Ágúst Lárusson og Trausti Ólafsson. Trausti var prófessor í efnafræði og lagði til þekkingu á því sviði, enda sagði Magnús að fyrir- tækið hefði alltaf getað stært sig af því að hafa unnið flestar „uppskrift- ir“ að framleiðslu sinni, innanhúss. Undantekning eru Spread-satin málningarvörur, en uppskriftir að þcim féllu í hendur Hörpu h/f, er fyrirtækið keypti málningarverk- smiðjuna Atlantis árið 1978. Þó Harpa h/f, hafi verið fyrsta málningarverksmiðjan á landinu leið ekki á löngu þar til hún fékk sam- keppni. Árið 1937 var fyrirtækið Litir og Lökk h/f stofnað af stórum hópi málarameistara og kaupmanna. Það gerðist síðan 1943 að Oddur Helgason útgerðarmaður, bróðir Magnúsar núverandi frkjvstj., keypti það fyrirtæki. Árið 1946 sam- einuðust fyrirtækin, og Litir og Lökk h/f var lögð niður. Magnús Helgason og fjölskylda eignaðist síðan tæp 60% í fyrirtækinu árið 1961, og hefur Magnús síðan þá gegnt störf- um stjórnarformanns og fram- kvæmdastjóra. Starfsemi Hörpu h/f hefur frá upphafi að mestu farið fram að Skúlagötu 42. Að sögn Magnúsar er það húsnæði orðið of lítið og passar þar á ofan ekki inn í nýtt skipulag við Skúlagötuna. Hefur Hörpu verið Magnús Helgason frkvstj. (t.v.) hefur starfað 25 ár hjá Hörpu h/f, en Lárus Kjærnested verkstjóri á þar 50 ár að baki. (Tímamynd-Pétur) úthlutað 8000 nr lóð á mótum Vest- urlandsvegar og Gufunesvegar. Bjóst Magnús við, að lóðin yrði tilbúin undir afhendingu á árinu og þyrfti bygging að vera frágengin þremur árum síðar. Sagði hann að öll framleiðsla og lagerpláss yrði flutt þangað. Sagði Magnús að rannsóknarstarf- semi hefði alltaf verið öflug innan fyrirtækisins, og meðal nýjunga mætti nefna ætigrunn fyrir þakmáln- ingu, vatnsþynnanlegt viðarlakk og vatnsfælu, en það væri málning sem héldi raka utan veggja, en leyfði þó veggnum að „anda“. I gær hélt Harpa h/f síðan upp á 50 ára afmælið með gilli á Hótel Borg, og var þangað boðið starfs- fólki ungu sem öldnu, viðskiptavin- um og velunnurum. Er vonandi að allir hafi skemmt sér hið besta. - phh SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Vistfólk á Skálatúni við listsköpun. Nú á Akranesi, Selfossi og í Reykjavík Sunnudaginn 25. maí stendur Rit- höfundasamband íslands fyrir degi ljóðsins. Er þetta annar dagur ljóðsins, en mun sá fyrri hafa tekist með fádæmum vel svo hvergi hafi fundist hnökrar á. Vakti dagur ljóðs- ins hinn fyrri athygli í Ijóðinu sem lifandi þætti í íslensku samfélagi, samofinn starfi þjóðarinnar og tungu. í ár verður jrráðurinn tekinn upp að nýj u og verður fólki á þremur útvöldum stöðum gefið færi á að njóta samvista undir ljóðalestri. Staðirnir eru: Akranes, nánar til- tekið Bókasafn Akraness, og hefst þar lestur kl. 14.30. Þar lesa Vilborg Dagbjartsdóttir, Pjetur Hafstein Lárusson og Matthías Magnússon. Selfoss, lestur hefst kl. 14.30 í Tryggvaskála. Skáld, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Gunnar Harðarson, Bergþóra Ingólfsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. í Reykjavík verður safn- ast saman í Iðnó, kl. 14.00 og hefst þá lesturinn. Thor Vilhjálmsson, Jón úr Vör, Þorgeir Þorgeirsson, Þóra Jónsdóttir, Ólafur H. Símonar- son, Einar M. Guðmundsson, Geir- laugur Magnússon, Jóhamar, Gyrðir Elíasson og ísak Harðarson lesa. Auk þess verður lesið úr verkum Vigdísar Grímsdóttur og Þuríðar Guðmunds- dóttur. _ phh Reykjavík og á Akureyri laugardag og sunnudag frá kl. 1 -6 Tekst skáldum að endurtaka leikinn? DAGUR LJÓÐSINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.