Tíminn - 24.05.1986, Side 4
4 Tíminn
Blómahúsið - þar ræktar Elfrid viðkvæmari skrautblóm.
Úr garðinum, þar sem eru á fjórða hundrað tegunda. Hann stendur í blóma
mest allt sumarið.
Úr stóra gróðurhúsinu -
hér bera suðræn aldintré ávexti.
Dalatangi
Skrúðgarður við ysta haf
Það er mjög erfitt að rækta fallegan garð í útkjálkabyggðum
við sjó, það útheimtir mikla þolinmæði og nákvæmnisvinnu.
A Dalatanga er þó hægt að sjá hvað hægt er að gera ef viljinn
og þolinmæðin er til staðar. Það er hreint ótrúlegt hvað hefir
verið gert við erfiðar aðstæður.
Aðspurð svaraði Elfritl Pálsdóttir
á Dalatanga að á garðinum hefði
hún byrjað strax þegar hún kom að
Dalatanga fyrir 18 árum. Þá hafði
hún mcð sér nokkuð magn af af-
leggjurum og fór strax að huga að
hvar væri best að hafa garðinn. Eftir
nokkurn tíma fann hún út að best
væri að hafa garðinn á milli íbúðar-
húsanna tveggja sem eru á staðnum
og líka fyrir sunnan annað húsið.
Elfrid lcnti í alls konar vandræð-
um fyrstu árin, sagði hún að það
hefði orðið að skifta alveg unt mold
í blómagarðinum, þar sem moldin
þar var aðallega fjörugrjót og leir-
mold. Gömlu moldinni var allri
keyrt í burt en tekin var svarðarmold
úr gömlum vcggjum og gömlum
skítahaugum, þar saman við var
blandað sandi. Þetta var allt saman
mjög ntikil vinna. Síðan þurfti að
tína saman stóra steina til að mynda
skjól fyrir sumarblóm. Það tók
nokkur ár að finna út hvar hver
planta átti heima og kostaði það
mikla flutninga fram og aftur. Uti-
blómin hjá Elfrid eru tlest þessi
algengustu og reynir hún alltaf ein-
hverjar nýjar tegundir á hverju ári.
Seinast þegar hún taldi tegundirnar
í garðinum voru þær á milli þrjú og
fjögur hundruð.
Þegar mikið saltrok hefur verið,
sem skeður nokkuð oft á stað eins
og Dalatanga, verður Elfrid að þvo
saltið af öllum plöntum úti, rtema
grænmetinu sem staðsett er lengra
frá sjónum. Nú seinast hefur hún
reynt í 4 ár með brekkuvíði og viðju,
sem hefur gengið sæmilega.
Fyrst var girt með venjulegri tún-
girðingu, en þar sem það dugði
skammt var girt með bárujárni til að
skapa skjól. Núna nýlega fékk svo
Elfrid trégirðingu í kring um
garðinn.
Aukið við |
Stóra gróðurhúsið fékk Elfrid fyrii !
10 árum og þá byrjaði hún strax að !
reyna sig áfram með ávaxtatré og
fær hún nú orðið þó nokkuð magn
af ávöxtum á hverju ári. Þar eru nú
eplatré, perutré, plómutré,
kirsuberjatré og stikkilsber, sem öll
hafa borið ávexti. Vínberjaplöntur
er hún líka með, en þær hafa enn
ekki borið ávexti þar sem þær eru of
utan að þar er forræktað grænmeti.
Blómahúsið fékk Elfrid svo fyrir 6
árum og þar ræktar hún margai
tegundir blóma eins og rósir, dalíur,
aster, ýmis sumarblóm og aðrar
viðkvæmari tegundir.
Elfrid byrjar að sá strax í janúar
fyrir seinvöxnunt sumarblómum eins
og stjúpum og svo tómötum sem líka
þarf að sá svo snemma. Er hún að
við að sá fram í apríl. Fyrst byrjar
hún að rækta undir ljósum, en þegar
hún plantar út fara plönturnar í
upphitað gróðurhús og seinast út í
kalt hús til að venja þær við smám
saman.
„Þetta er til augnayndis bæði fyrir
mig og aðra og gott fyrir sálarlífið.
Síðan er gaman að koma með nýtt
grænmeti og ávexti á borðið," sagði
Elfrid að lokum.
ungar. Svo eru líka í húsinu hindber, Gamli vitinn - nú á að endurbæta þennan gamla vita, sem er einn af elstu
jarðarber, tómatar og gúrkur fyrir vitum á landinu.
Laugardagur 24. maí 1986
ÚTLÖND
FRETTAYFIRLIT
MOSKVA — Ómönnuð
geimflaug, fyrirmynd nýrrar
kynslóðar af Soyuz geimförun-
um, tengdist sovésku geim-
stöðinni MIR í gær.
BEIRUT - Að minnsta kosti
fimm manns létust og 72 aðrir
særðust þegar bílsprengja
sprakk í verslunarstræti í borg-
arhluta kristinna manna í Beir-
út í gærmorgun. Strætið var
fullt af fólki sem hafði komið
snemma til að versla.
LEICESTER,Enaland
Breskur dómari lagði á nýjan
leik fram ákæru á hendur
þremur sikhum þess efnis að
þeir hefðu skipulagt ráðabrugg
um að myrða Rajiv Gandhi
forsætisráóherra Indlands.
Ákæran hafði áður verið látin
niður falla vegna lögfræðilegra
vankanta.
I The ~bor. n (li-termlrwt(on to tieW In tti* tnce of oúvervllv
NÝJA JÓRVÍK - Margrét
Thatcher forsætisráðherra
Bretlands sagði í viðtali að
Vesturlönd ættu að framleiða
efnavopn til að hræða sov-
ésk stjórnvöld og fá þau til
samninga um stöovun á fram-
leiðslu þessara vopna og eyð-
ingu efnavopnabirgða.
HONIARA — Hætta á
hungri bíður nú íbúa Salomón-
eyja eftir hinn ógurlega hvirfil-
vind sem geisaói i þessu
Kyrrahafsríki um síðustu helgi.
Alls er vitað um 96 manns sem
létu lífið í hvirfilvindinum og
skemmdir eru geysilegar.
TEHERAN — Ali Khamenei
forseti írans neitaði fréttum um
að íranar myndu draga her
sinn til bakafrá íröksku hafnar-
borginni Faw við botn Persa-
flóa ef (rakar færu frá íranska
landamærabænum Mehran.
RÓM — Útflutningur Líbýu-
manna til ítaliu jókst um 40%
á árinu 1985. Líbýa varð þar
með eitt helsta viðskiptaland
ftalíu.
. LUNDÚNIR - Helstu bank-
| arBretlands-Lloyds, Barclays
og Midland - fóru að dæmi
National Westminster bankans
og lækkuðu grunnlánavexti
sínaumhálftstigniðurí 10%.
ISLAMABAD - Yfirvöld í
Pakistan og Afqanistan gáfu í
skyn að viðræounum i Genf
um lausn á deilunum í Afgan-
istan myndi líklega Ijúka án
þess að komist yrði að sam-
komulagi um brottför sovéskra
herja frá landinu.
LUNDUNIR — Whitelaw lá-
varður, varaforsætisráðherra
Bretlands, flaug til Moskvu á
undan breskri þingmanna-
sendinefnd með boð frá Mar-
gréti Thatcher um að bresk
stjórnvöld vildu bæta samskipti
sín við Sovétstjórnina.