Tíminn - 24.05.1986, Síða 5

Tíminn - 24.05.1986, Síða 5
Laugardagur 24. maí 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND llll! III INDLAND: ROSTURSAMTI PUNJABHÉRAÐI Spennan milli sí hefndaraðgerðir Nýja Delhi-Reutcr Átökin í Punjabhéraði á Indlandi mögnuðust í gær þegar átta síkhar voru særðir með hnífstungum og ungir hindúar gengu berserksgang í helgustu borg síkha. Atvik þessi áttu sér stað í Amritsar þar sem samtök hindúa höfðu boðað til verkfalls til að mótmæla drápun- um á níu hindúum og tveimur síkh- um síðastliðinn miðvikudag. Pað voru öfgasinnaðir síkhar sem að morðunum stóðu. Drápin hafa enn aukið á spennuna milli síkha og hindúa, sem er minni- hlutahópur í þessu héraði á Norður- Indlandi, og er nú aukið lið lögreglu og öryggisvarða á vakt í Amritsar til að koma í veg fyrir átök milli hópanna tveggja. Ekki gat þó lögreglan komið í veg fyrir hnífabardagann í gærmorgun þar sem fórnarlömbin voru meðal annarra flutningaverkamenn á leið heim úr vinnu og mjólkurpóstur að sinna störfum sínum snemma dags. íbúar í Amritsar sögðu árásirnar í gær sýna að sumir hindúar hefðu misst þolinmæðina gagnvart ofbeld- isaðgerðum síkha og hefðu nú í fyrsta skipti svarað fyrir sig. Morðin síðasta miðvikudag sem öfgasinnað- ir síkhar stóðu fyrir voru ein þau verstu í ofbeldisaðgerðum þeirra er kostað hafa 230 mannslíf í Punj- abhéraði síðustu 12 vikurnar. Annað atvik sem sýndi reiði minnihlutahóps hindúa var þegar ungir hindúar gengu berserksgang um stræti Amritsar, eyðilögðu bíla og brutu rúður í verslunum. Lögregl- unni tókst þó fljótlega að dreifa hópnum. kha og hindúa magnaðist eftir hindúa í gær Síkhar við Gullna hofið, sinn helgasta haft sig í frammi að undanförnu. Ofgasinnaðir síkhar hafa mjög hert aðgerðir sínar eftir að yfirvöld héraðsins, sem í eru hófsamari menn úr hópi síkha, sendu lögreglu inn í Gullna hofið til að handtaka leiðtoga aðskilnaðarsinna er lýst höfðu yfir sjálfstæðu síkharíki, Khalistan, í Norður-Indlandi. Mörg fórnarlamba öfgasinnaðra síkha, sem berjast fyrir sjálfstæðu síkharíki, hafa verið hindúar og hafa margir þeirra flúið Punjabhérað á undanförnum vikum. Ekki er þó aðeins óttast um hindúa í Punjabhér- aði heldur hafa indversk stjórnvöld einnig áhyggjur af því að síkhar sem búsettir eru annars staðar á Indlandi en í Punjabhéraði verði beittir of- beldi af reiðum hindúum. Slíkt ofbeldi gæti valdið því að síkhar á Indlandi flykktust til Punj- stað. Öfgasinnaðir síkhar hafa mjög abhéraðs á meðan hindúar hyrfu þaðan, einmitt það sem öfgasinnaðir síkhar í Punjab hafa í huga. Livingstone í Afríku: Samskipti Kúbu og Nicaragua: Mikil og blómleg Hundruð kúbanskra hernaðarsérfræðinga þjálfa her Sandinis Lima-Reutcr Nú eru alls um 800 kúbanskir hernaðarsérfræðingar í Nicarag- ua og einir 600 tækniráðgjafar til að aðstoða við varnir og uppbygg- ingu landsins. Þetta var haft eftir Rafael Rodriguez varaforseta Kúbu sem nú er á ferðalagi um lönd Suður-Ameríku. Rodriguez sagði fréttamönn- um í Lima, höfuðborg Perú, að hernaðarsérfræðingarnir kú- bönsku þjálfuðu hermenn hinnar vinstrisinnuðu Nicaraguastjórnar aðallega í vopnanotkun. Peir gefa einnig ráð hvað varðar almennt þjóðaröryggi. Að sögn Rodriguez eru kú- bönsk stjórnvöld reiðubúin til að kalla hernaðarsérfræðingana heim ef stjórnin í Managua fer fram á slíkt og ef það auðveldar samningaviðræður í Mið-Amer- íku. Á tímabili voru alls um þrjú þúsund skólakennarar, frá Kúbu, aðallega konur, í Nicaragua. Nokkurra vikna viðskiptabann af hálfu stórveldanna og stjórnin í Suður-Afríku fellur AMNESTY INTERNATIONAL: Mannréttindi fótum troðin í Ekvador Lundúnir-Reuter. Mannréttindasamtökin Amnesty International segjast hafa sannanir fyrir því að yfirvöld í Ekvador séu á nýjan leik farin að notast við pynd- ingar á föngum í stórum stíl. Samtökin, sem aðsetur hafa í Lundúnum, birtu fréttabréf í gær þar sem segir að enn á ný væru mannréttindi ekki virt í landinu. Eftir að hernaðaryfirvöld létu af stjórn landsins árið 1979 og ný borgaraleg stjórn tók við varð nokk- ur breyting til batnaðar í mannrétt- indamálum í þessu Suður-Ameríku- ríki. Fórnarlömb pyndinganna voru sögð vera allt frá smáþjófum til stúdenta sem grunaðir hafa verið um :samvinnu við skæruliða í landinu. Amnesty skýrði sérstaklega frá tveimur mönnum sem handteknir voru í fyrra og pyndaðir. Annar var barinn, brenndur með sígarettum, dreginn upp úr köldu vatni og gefið . rafmagnsstuð. Hinn fékk að finna fyrir svipuðum óskemmtilegheitum og mannvonsku. Stjórnvöld í Ekvador hafa neitað ásökunum Amnesty og segja að í tveim fyrrnefndum málum hafi rannsókn farið fram samkvæmt lögum. Harare-Reuter Með viðskiptabanni á Suður-Afr- íku gætu Bretland, Bandaríkin og Vestur-Þýskaland knésett stjórn Suður-Afríku á nokkrum vikum. Þetta var haft eftir einum helsta vinstrisinnaða stjórnmálamanninum í Bretlandi í gær. Ken Livingstone, fyrrum leiðtogi bæjarráðs Stór-Lundúnasvæðisins, en það ráð hefur nú verið lagt niður, sagði fréttamönnum í gær að Mar- grét Thatcher forsætisráðherra Bret- lands og Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti stæðu í vegi fyrir að af slíku viðskiptabanni gæti orðið. Bretland, Bandaríkin og V-Pýska- land eru helstu viðskiptalönd Suður- Afríku og fjárfestingar þeirra þar nema nokkrum milljörðum dollara. Livingstone sagði að ef flokkur sinn, Verkamannaflokkurinn, ynni næstu kosningar í Bretlandi yrði algjöru viðskiptabanni á Suður-Áfr- íku komið á hið snarasta. „Rauði Ken„ eins og hann er oft nefndur er nú í Zimbabwe og sækir KINA: Bolasala bönnuð Peking-Reuter. Sala á mest selda skyrtubolnum í Shanghai, sem lítur út eins og bandaríska þjóðflaggið, hefur ver- ið bönnuð af borgaryfirvöldum er segja bolina ekki hæfa þjóðernis- sinnuðum Kínverjum. Dagblað eitt í Shanghai skýrði frá þessu og sagði embættismenn hafa lagt bann við sölunni eftir að 30 þúsund bolir höfðu verið seldir. Að sögn embættismannanna var sölubannið lagt á vegna þess að bolirnir „höfðu slæm áhrif á þjóð- félagið". Blaðið bætti við að skyrturnar hefðu verið bannaðar vegna þess :að mörgum finnst þeir sem þær keyptu vera að dýrka vestræna menningu á ódýran hátt og vera þjóð sinni til skammar. þar ráðstefnu sem haldin er í tilefni Afríkudagsins sem er á morgun. Botham hinn breski reykti gras: Þetta er alls ekki krikket - segja yfirvöld leiksins og hafa ákært þennan frægasta og umdeild- asta íþróttamann þeirra Breta Lundúnir-Reuter Breska Krikketsambandið setti fram fjórar ákværur gegn stjörnu- leikmanninum Ian Botham nú í vikunni eftir að hann hafði viður- kennt að hafa reykt marijúana oftar en einu sinni. I tilkynningu yfirvalda þjóðarleiks þeirra Breta var Botham sagður hafa sett svartan blett á íþróttina eftir að hafa skrifað grein í blaðið „Sunnudagspóstinn" (Mail on Sund- ay). Þar sagðist Botham hafa notað marijúana í nokkur skipti. Krikketsambandið ákærði Botham, einn frægasta og umdeild- asta íþróttamann Breta, fyrir að hafa notað marijúana, fyrir að hafa játað það, fyrir að hafa neitað því áður og fyrir að hafa skrifað greinina án þess að ráðfæra sig við yfirvöld leiksins. Botham er óumdeilanlega einn besti krikketleikari heims en svo getur farið að hann verði settur í Imigt keppnisbann verði hann fund- inn sekur. Boddíhlutir- bretti Mazda 323 ’80, vérð 3.600, Mazda323 ’81, verð 3.800, Datsun 120Y 78, verð 4.400, Datsun 180 78, verð 6.200, Volvo 144, verð 4.500, Volvo 244 '80, verö 6.400, Honda Civic 79, verð 3.400, Honda Civic '80—’82, verð 5.100, Honda Civic ’82—'84, verð 5.100, Honda Accord 77—'80, verð 4.600, Alfa Sud '80, verð 3.900, Colt '80—’82, verö 4.800, Cherry 79— '81, verð 4.900, Corolla 20, verð 4.700, Corolla 30, verð 4.900, Corolla 70, verð 5.300, Carina 79— '81, verð 5.500, Citroén GS, verð 3.900, Citroén CX, verö 4.700, Fiat 127, verð 1.240, Fiat 128, verð 1.780, Fiat 131, verð 2.200, Fiat 132, verð 4.500, Fiatl25P, verð 4.400, Fiat Ritmo, verð 2.400, Fiat Uno, verð 2.300, Lada 1200, verð 2.200, Simca 1100, verö 2.600, Simca 1508, verð 3.300, Saab96, verö 3.200,' Saab 99, verð 3.600, BMW 316, verð 5.100, Peugeot 504, verð 4.600, Peugeot 505, verö 5.800, Autobianchi 112, verð 2.800, Escort 75, verö 3.900, Golf’77-’83,verö 3.700, Jetta ’80-’83,verö 4.100, Renault4,veröl.640, Renault5,verðl.750, Opel Rekord, verð 4.800, Opel Kadett, verö 4.000, Mercedes Benz 230, verð 8.600 o.fl. gerðir. Geriö verösamanburð. Ath. Þessir hlutir eru framleiddir á Italiu. G%varahlutir Simar 36510 og S3744 Vélaeigendur: TAKIÐ EFTIR!!! Eigum fyrirliggjandi eöa útvegum meö stuttum fyrirvara eftirfarandi x Alla helstu varahluti fyrir Caterpillar og Komatsu vinnuvélar. x Beltakeöjur og aöra undirvagnshluti í állar gerðir • beltavéla. x Slitstál, skerablöö og tannarhorn fyrir jaröýtur og veghefla. x Riftannaodda fyrir jaröýtur. x Spyrnubolta og skerabolta allar stæröir. x Stjórnventla og vökvadælur fyrir 12/24 volta kerfi. x Slitplötur og aöra varahluti í mulningsvélar. x Hörpunet allar stærðir fyrir malarhörpur. x Færibönd og varahluti í færibönd. x Drifkeöjurogfæribandakeöjur fyrir verksmiöjur og landbúnaöarvélar. Einnig fyrir lyftara, vökvakrana, rafstöövar, loftpressur, götusópa, dráttarvélar og flutningatæki. ALLT Á EINUM STAÐ: Og við teljum niður veröbólguna hraðar en margir aðrir. VÉLAKAUP HA= Sími 641045 Góða skapið má ekki gleymast heima undir nokkrum kring- B|UlylFEmw, umstæðum. Urád

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.