Tíminn - 24.05.1986, Síða 7
Tíminn 7
Laugardagur 24. maí 1986
Þorlákur Oddsson:
Framsókn til framfara
I komandi bæjarstjórnarkosn-
ingum í Hafnarfirði eiga kjósendur
þar völ á 8 listum. Þessi fjöldi
framboða hefur vakið athygli allra
sem með pólitík fylgjast bæði í
Hafnárfirði sem og annars staðar.
Þeir sem bjóða nú fram í Hafnar-
firði eru Alþýðuflokkur, Fram-
sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur,
Alþýðubandalag, Kvennalisti,
Óháðir borgarar, Frjálst framboð
og Flokkur mannsins.
Hver listi og flokkur hafði sinn
háttinn á að velja frambjóðendur á
listann og urðu menn misjafnlega
hritnir af þeim vinnubrögðum og
niðurstöðum þeirra. I einum þess-
ara flokka. Sjálfstæðisflokknum,
varð sprenging og í framhaldi af
henni kom fram sér framboð Einars
Th. Matthísen en honum höfnuðu
Sjálfstæðismenn á lista sinn. Einar
hefur reynt að halda sjálfstæði sínu
innan síns flokks og skýtur það
nokkuð skökku við að honum skuli
vera hafnað þar af mönnum sem
gjarnan kenna sig við frelsi og
frjálshyggju.
Þegar rætt er um frjálshyggju er
ekki úr vegi að vitna í orð tveggja
aðstoðarráðherra Sjálfstæðis-
flokksins í tímariti nýlega. Þar
skýrðu þeir frjálshyggjuna á þann
veg að hún væri frelsi til athafna og
nær að nefi þínu, frelsi til að hafa
hluti öðruvísi og margbreytilegri
svo framarlega að það skaði ekki
Á síðasta misseri hefur
verið straumur ungs
fólks til liðsinnis við
flokkinn og ber fram-
boðslistinn þess glögg
merki. í 3.-5. sæti er
ungtfólksemertilbúið
að hleypa ferskum
hugmyndum inn í
bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar og ekki veitir af.
næsta mann. Sú hefur ekki orðið
raunin á frjálshyggjunni i Hafnar-
firði og bið ég konur og menn að
íhuga það. Framboð D-Iista og
F-lista eru ekki framboð frelsis og
framfara.
Það er klofningur í Sjálfstæðis-
flokknum. Þar berjst menn svo
heiftarlega um völd að eftir því er
tekið. Vonandi kasta kjósendur
ekki atkvæði sínu á glæ með því að
ljá þannig öflum liðsinni sitt, -
öflum sem eyða orku sinni í inn-
byrðis deilur um völd.
Kvennalistinn er hópur fólks
sem óskar eftir jafnrétti kvenna á
við karlmenn. Nær væri fyrir þann
hóp að nota orku sína og athafna-
þrá innan flokkanna. Verið vel-
komin til liðs við B-listann. Þar
ríkir jafnrétti og félagshyggja.
„Óháðir" bjóða nú líklega fram
í síðasta sinn ef marka má fram-
boðslista þeirra. Altént höfðar
hann ekki til ungs fólks og gæti
slagorð sem „aldrei í samstarf með
D-listanum“ passað þeim svo
„óborganleg" er uppstilling listans.
Flokkur mannsins er óskrifað
blað og engar líkur til að hann
komist frekar á blað.
Alþýðubandalagið er staðnað í
eigin hugmyndafræði. Ferskleiki
er enginn aðeins gamlar hugmynd-
ir.
Alþýðuflokkurinn trúir áróðrin-
um í sjálfum sér að uppsveifla sé í
flokknum. Ég bendi á að í próf-
kjöri þeirra nú var 30% minni
þátttaka en 1982, - ansi skondin
uppsveifla það!
Hjá Framsóknarflokknum er al-
gerlega nýtt fólk í efstu fimm
sætum ef undan er skilið að í fyrsta
sæti er maður sem var í fjórða sæti
listans við síðustu kosningar.
Á síðasta misseri hefur verið
straumur ungs fólks til liðsinnis við
flokkinn og ber framboðslistinn
þess glögg merki. í 3.-5. sæti er ungt
fólk sem er tilbúið að hleypa fersk-
um hugmyndum inn í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar og ekki veitir af.
Á margan máta má glæða Hafn-
arfjörð meira lífi en nú er gert. Ég
bendi á að ferðamannaiðnaður er
enginn. í miðbænum er ekkert líf
að sjá á kvöldin eða um helgar. Sú
var tíðin að höfuðborgarbúar
flykktust hingað til upplyftingar á
leiksýningar, tónleika og sitthvað
annað til menningarauka. Meiri-
hluti bæjarstjórnar hefur lítið sem
ekkert stutt við bakið á þeim
félögum sem starfa á þessum
sviðum. Þessu vilja Framsóknar-
menn breyta fái þeir til þess styrk
bæjarbúa.
Áhaldahús bæjarins og Rafveit-
an búa við mjög þröngan kost og
væri hægt að hýsa þessar stofnanir
á einum stað, t.d. í verkunarhúsi
BÚH á Hvaleyrarholti. I staðinn
mætti e.t.v. nýta hús rafveitunnar
sem æskulýðsheimili, eða til tón-
listarkennslu.
Útgerðarbærinn Hafnarfjörður
má muna sinn fífil fegri. Áherslu
þarf að leggja á að þar rísi nú inn
- og útflutningshöfn með góðri
tollafgreiðslu. Smábátar þurfa
betri aðstöðu og þá sem hafa
atvinnu af smábátaútgerð þarf að
aðstoða við að koma upp fiskmark-
aði í miðbænum.
Starf aldraðra er lítið sem ekkert
á vegum bæjarins enda ekki á
stefnuskrá meirihlutans að stuðla
að félagshyggju.
Heilsugæslan er í ómögulegu
húsnæði og þarf þar úr að bæta.
Hér hafa nokkur atriði verið
nefnd sem ég teldi að þyrfti að laga.
Framsóknarflokkurinn þarf ekki
krafataverk til fylgisaukningar eins
og G.Á.S. oddviti kratanna full-
yrðir í D.V. 7. maí, en hann þarf
á liðveislu bæjarbúa að halda. Ég
skora á kjósendur að kjósa breyt-
ingu til batnaðar, bæjarbúum til
handa. Kjósið B-lista Framsóknar-
flokksins.
Þorlákur Oddsson.
Formaður F.U.F. Hafnarfirði
Kópavogur er eina bæjarfélagið á Stór-Reykjavíkursvæðinu með vinstri meirihluta:
- segja Skúli Sigurgrímsson og Guðrún Einarsdóttir sem skipa tvö efstu sætin á lista framsókinarmanna
Fjórír efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. Frá vinstrí eru
Guðrún Einarsdóttir, Skúli Sigurgrímsson, Einar Bollason og Elín Jóhanns-
dóttir.
Kópavogur er eina bæjarfélagið
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þar
sem sjálfstæðismenn hafa ekki
meirihluta. Kópavogur hefur líka
nokkra sérstöðu á þessu sama
svæði hvað varðar félagslega upp-
byggingu. Tíminn tók tali tvo efstu
menn á lista Framsóknarflokksins
til bæjarstjórnarkosninganna í
Kópavogi, þau Skúla Sigurgríms-
son og Guðrúnu Einarsdóttur.
- Hvað hyggist þið gera í félags-
málum á næsta kjörtímabili?
„Við ætlum að halda áfram því
félagsmálastarfi sem við erum byrj-
uð á. Við ætlum að endurskoða 10
ára áætlunina frá 1981 um upp-
byggingu dagvistarheimila, sem
miðar að því að 70% barna tveggja
til sex ára eigi kost á dagvistun, því
að á síðasta kjörtímabili voru 4
nýjar dagvistarstofnanir teknar í
notkun og þar með er búið að
fullnægja þörfum nær allra barna
sem þurfa á vistun að halda hálfan
daginn. Hingað til hafa eingöngu
forgangshópar fengið vistun fyrir
börnin allan daginn en því ætlum
við að breyta þannig að allir eigi
rétt á vistun allan daginn. Við
teljum líka að það fyrirkomulag
sem er á dagheimilum í Kópavogi
sé mun betra heldur en víða ann-
arsstaðar, vegnajress að deildirnar
cru blandaðar. A hverri deild eru
börn frá tveggja til sex ára, þannig
að deildin er fremur eins og syst-
kinahópur heldur en stofnun. í
Kópavogi eru líka hlutfallslega
fleiri lærðar fóstrur heldur en í
Reykjavík.“
- En hvað ætlið þið að gera fyrir
aldraða ?
„Það sem hefur einkennt félags-
málastarf í Kópavogi er félagsstarf
aldraðra. Nú erum við með á
prjónunum að leigja sambýli fyrir
aldraða sem ekki eru færir um að
sjá um sig sjálfir að öllu leyti. Þar
yrði veitt alhliða þjónusta eins og
á elliheimilum.
Þá ætlum við að koma á stofnun
dagvistun fyrir aldraða sem þurfa á
umönnun að halda á daginn en
geta búið heima hjá ættingjum cða
einir. Framtíðaráætlun hjá okkur
er síðan sú að bærinn reki dvalar-
heimili aldraðra á miðbæjarsvæð-
inu. Þar yrðu hjónaíbúðir, ein-
staklingsherbergi og sjúkrarúm,
líkt og DAS rekur í Hafnarfirði.
Þetta dvalarheimili myndi leysa af
hólmi sambýlið sem aðeins yrði til
að leysa vandann til bráðabirgða."
- Hvað ætlið þið að gera í
skipulagsmálum bæjarins?
„Yfirlýst markmið okkar fram-
sóknarmanna er að fara hægt í að
þenja út bæinn, en snúa okkur
frekar að því aðfegra eldri hverfin.
Bærinn er mjög ungur og byggjst
mjög hratt upp og því var margt af
vanefnum gert. Mesta áherslan þá
var lögð á þarfir skólanna og m.a.
þess vegna urðu göturnar á eftir.
Við teljum hins vegar að núna hafi
skapast svigrúm til að fullgera
gatna- og gangbrautakerfið á næstu
átta árum. Við viljum ekki sjá
Fossvogsbraut. Við teljum Foss-
vogsdalinn betur nýttan undir úti-
vistarsvæði heldur en hraðbraut
með öllu sem því tilheyrir."
- Nú eru margir sem þurfa að
sækja vinnu úr bænum, ætlið þið
að breyta því?
„Kópavogur á gott land frá Fífu-
hvammi og suöur af bænum í átt að
Breiðholti. Þarverðuratvinnuupp-
bygging. Allt verður gert til þess að
laða fyrirtæki þangað, þannig að
atvinnutækifæri verði fyrir álíka
marga vinnufæra og búa í bænum.“
„Við Ieggjum áherslu á að Fram-
sókn stendur málefnalega mjög vel
að vígi og við erum því nijög
bjartsýn á úrslit kosninganna. Við
leggjum mikla áherslu á að Kristj-
án Guðmundsson verði áfram
bæjarstjóri því hann hefur staðið
sig með prýði í því starfi og einnig
því að byggja upp Félagsmála-
stofnun Kópavogs en það gerði
hann áður en hann varð bæjar-
stjóri. Við göngum umfram allt
jákvæð og hress til kosninganna og
hvetjum allt félagshyggjufólk í
bænum til að kjósa B-listann.“
-ABS
Sigríður Ellertsdóttir, 4. maður á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði:
Ungt fólk þarf lóðir á skikkanlegu verði
Næst komandi laugardag verður
kosið til sveitarstjórna um allt land.
í Hafnarfirði þar sem ég bý og býð
mig fram í 4. sæti á lista Framsóknar-
flokksins eru 8 listar í framboði svo
möguleikar kjósenda eru margir.
Mig langar til að beina nokkrum
orðum til Hafnfirðinga í tilefni kosn-
inganna.
Framsóknarflokkurinn ætlar sér
stóran hlut í Hafnarfirði. Við fram-
bjóðendur erum reiðubúnir til að
takast á við þau verkefni sem nýrrar
bæjarstjórnar bíður. Við sjáum að
mörgu þarf að breyta og við viljum
leggja okkur fram um að bæta úr þar
sem þörf er á.
Ég vil nefna sem dæmi húsnæðis-
mál unga fólksins hér í bæ sem eno
eins og þið vitið í mesta ólestri. Hvar
getum við unga fólkið fengið lóð á
skikkanlegu verði? Slíkar lóðir eru
ekki til í Hafnarfirði. Við getum
fengið einbýlishúsalóðir í Setbergs-
landi þær eru allt of dýrar og okkur
ofviða.
Bæjarstjórn þarf að gefa ungu
fólki kost á lóðum þar sem það getur
byggt sér íbúðir í fjölbýlishúsum eða
raðhúsum og þannig stuðlað að far-
sælu fjölskyldulífi ungs fólks.
Ég vil benda í þessu sambandi á
framtak Byggingarsamvinnufélags
Hafnfirðinga sem framsóknarmenn
Sigríður Ellertsdóttir.
áttu stærstan þátt í að var stofnað.
Þar hefur fólki tekist að byggja sér
íbúðir á verði sem það ræður við.
Við framsóknarmenn viljum stuðla
að því að slíkum framkvæmdum
verði haldið áfram.
Ég vil sérstaklega hvetja allt ungt
fólk í Hafnarfirði til að kynna sér
stefnuskrá okkar framsóknarmanna.
Þar kennir margra grasa og meðal
annars leggjum við mikla áherslu á
lóðamálin eins og ég nefndi hér að
framan. Þá leggjum við áherslu á
frekari uppbyggingu námsbrauta í
Flensborg. Þrátt fyrir allt tal núver-
andi meirihluta bæjarstjórnar hefur
Flensborgarskóli verið í fjársvelti og
þar með er stuðlað að því að ungling-
ar héðan þurfi að sækja skóla til
Reykjavíkur sem þeir annars gætu
sótt í Hafnarfirði.
Við bendum á að berjast þarf af
alefli gegn hvers konar fíkniefna-
notkun og á því sviði þarf að auka
fræðslu og aðrar fyrirbyggjandi að-
gerðir, einkum meðal barna og ung-
linga.
Góðir Hafnfirðingar. Ef þið veitið
okkur stuðning í kosningunum á
laugardaginn kemur munum við
framsóknarmenn leitast við að sinna
þessum málefnum sem þarf að vinna
að í Hafnarfirði.