Tíminn - 24.05.1986, Page 9

Tíminn - 24.05.1986, Page 9
Laugardagur 24. maí 1986 Tíminn S BÓKMENNTIR lllllllllllll 11 Dagur ljóðsins Dagur ljóðsins er sunnudaginn 25. maí. Þá minnist Rithöfundasamband íslands þess með upplestri og ýmsum öðrum hætti að ljóð eru enn ort á íslandi. Það hefur verið mikið ort hérlendis í rúm ellefu hundruð ár. Og enn er ort, þótt á stundum hafi látið hærra í Ijóðinu en nú um stundir. En þrátt fyrir harða samkeppni, sem það heyr í dag við aðra fjölmiðlun, þá mun reynslan sýna að ljóðið reynist seint auðdrepið. Liðsmenn þess leynast furðu víða, og það fer sínu.fram þótt hægt sýnist miða. Það hefur býsna mikið af ljóðabókum komið út nú undanfarið, og trúlega meira en margur gerir sér grein fyrir. Hér á Tímanum urðum við okkur úti um góðfúslegt leyfi tíu Ijóðskálda, sem öll gáfu út bækur í vetur sem leið, til að velja eitt lítið ljóð úr hverri þeirra og birta það hér. Skilgreiningar eða útlistanir á þessum ljóðum eiga ekki heima hér enda talar gott ljóð best fyrir sig sjálft. En við þökkum skáldunum greiðasemina, og lesendur biðjum við vel að njóta. Ljóðið lifir nefnilega enn góðu lífi í landi hér. - esig Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: I landslagi minninganna í landslagi minninganna svíkurðu jafnan lit. Þú ert blindari en myrkrið hrœddari en óttinn svikulli en ótryggðin. Þú ert deginum Ijósari en líf þitt hvergi neitt sem hönd á festir. í landslagi minninganna leggurðu oft á flótta. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Jarðljóð, Fjölvaútgáfan, Reykjavík, 1985. Gunnar Dal: Virðing Sýndu œskunni virðingu. Hún á eftir að ná lengra en þú inn í óþekkta framtíð. Sýndu þeim virðingu sem sigla skipi sínu inn í sólarlagið. Vertu örlátur á dýrustu gjöfina sem kostar ekki neitt: Sýndu fólki virðingu. Gunnar Dal: Undir skilningstrénu, Ljóð 85, Víkurútgáfan, Reykjavík, 1985. Hjörtur Pálsson: Til þess ligg ég andvaka Til þess ligg ég andvaka að ég megi skynja angist maðks sem ég treð undir fæti. Til þess ligg ég andvaka að hin forna gáta tíma og rúms sætti mig við hið óskiljanlega. Til þess ligg ég andvaka að undan steininum sem hvílir á brjósti mínu spretti lifandi vatn. Hjörtur Pálsson: Haust í Heiðmörk, Iðunn, Reykjavík, 1985. Jakob Jónsson frá Hrauni: Bátur í logni Lítill bátur í logni björtu þrýstir sér fast í fjarðarins spegilflöt. Hvít eru ský á skálar botni, glitrar sól í glæru djúpi, mætast himnar tveir við hafsins brún. Hvílir bátur smár í heimi miðjum. Jakob Jónsson frá Hrauni: Heiðríkjan blá, Fjölvaútgáfan, Reykjavík, 1985. Jóhann Hjálmarsson: Þögn Það var þögn í húsinu eins og eftir langa nótt við dánarbeð. Morgunninn opnaði hægt augun. Oddhvöss birtan flœddi inn. Óstýrilátur geisli lék við mynstur steinsins. Enginn var dáinn, aðeins það af okkur sem deyr hverja nótt. Jóhann Hjálmarsson: Ákvörðunarstaður myrkrið, Almenna bókafélagið, Ljóðaklúbbur, Reykjavík, 1985 Jónas Friðgeir Elíasson: Trú Áður fyrr var auðn og tóm og andlegt myrkur. En í dag er allt svo breytt og ég er virkur, andi Guðs og elska Drottins er minn styrkur. Jónas Friðgeir Elíasson: Vængbrotin orð, Fjölvaútgáfan, Reykjavík, 1985. Kristinn Reyr: Aðflug Niður í gljúfur nálægra skýja sprettir Faxinn úr spori og þá sem langormur liggi á lýsigulli í kvosinni milli Keilis og Esju en þar aðeins þar bíður mín borg og bólstaður kœr hér einmitt hér. Kristinn Reyr: Gneistar til grips, Letur hf., Kópavogi, 1985. Stefán Sigurkarlsson: Kvöld Sólin renndi sér skáhallt á landið hvít, óttaslegin hús með glóandi þök röðuðu sér upp við sjónhring, að baki svifu fjöll óumræðilega fjólublá um stund þar til þau brunnu upp í sólarbálinu. Stefán Sigurkarlsson: Haustheimar, Hörpuútgáfan, Akranesi, 1985. Þorgeir Þorgeirsson: þegar maður hugsar þegar maður hugsar sér fugl hugsar fuglinn sér til hreyfings ef loftið er tært hvernig líst þér á það þá hugsar maður sér nýjan fugl þegar sá gamli er horfinn og nýjan og nýjan nógur er fuglinn 1980 Þorgeir Þorgeirsson: Kvunndagsljóð og kyndugar vísur, Forlagið, Reykjavík, 1986. Þuríður Guðmundsdóttir: Klukkan sjö að morgni Enn sofa þau húsin bílarnir liggja fyrir utan fram á lappir sínar eins og tryggir varðhundar tilbúnir að urra og gelta af gleði þegar húsbóndi þeirra birtist Þuríður Guðmundsdóttir: Það sagði mér haustið, Skákprent, Reykjavík, 1985.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.