Tíminn - 24.05.1986, Qupperneq 17

Tíminn - 24.05.1986, Qupperneq 17
Laugardagur 24. maí 1986 Tíminn 17 MINNING llllllllllllllllllllllll lllilllillllllllii llllllllli 11 María Guðmundsdóttir frá Mýrarkoti í Grímsnesi Fædd 5. júlí 1893. Dáin 19. apríl 1986. María Guðniundsdóttir, frá Mýr- arkoti í Grímsnesi, var til moldar borin á Selfossi 19. apríl sl. María fæddist að Dufþekju í Hvolhreppi 5. júlí 1893. Foreldrar hennar voru vinnuhjú í Dufþekju. María ólst upp með móður sinni. 1902 eru þær mægður komnar út á Eyrarbakka, en unglingsárin var María lengstum í Þorlákshöfn. Þetta voru góð ár, enda minntist María þeira með hlýhug. Þorlákshöfn var á þessum árum mikil verstöð. Fólk kom víða að í verið. Hnyttin tilsvör Maríu, næman skilning og tilfinningu fyrir fslenskri tungu, má áreiðanlega rekja til ár- anna í Þorlákshöfn. Óteljandi eru vísurnar, sem hún hafði yfir og orðatiltæki, sem nú falla í gleymsku. Gömul ljóðabréf úr Þorlákshöfn og af Eyrarbakka varðveitast, þó að María hafi kvatt þennan heim. Það var okkur eftirlegukindum velmegunarinnar ómetanlegt að fletta upp í íslandssögunni í spjalli við Mössu. Hún var t.d. 3ja ára, þegar Suður- landsskjálftinn reið yfir 1896. María minntist „jarðskjálftabamanna“, sem voru flutt suður undan hörmungun- um. Þeirra beið óvissa. Sjálf hefur María sjálfsagt um margt verið heppin í þjóðfélagi þess tíma. Ein með móður sinni og ávallt hjá góðu fólki. María giftist Kristjáni Hannesyni 1920. Kristján var þá í Klausturhól- um í Grímsnesi. Með þeim Maríu og Kristjáni tókust miklir kærleikar, sem ekkert fékk grandað - nema hinsta kallið. Kristján lést árið 1973. María og Kristján bjuggu í Mýrar- koti í Grímsnesi 1920-1961, en þá fluttust þau á Selfoss. Maríu Guðmundsdóttur kynntist ég fyrst fyrir nokkrum árum. Milli okkar var hálf öld í árum. Það leyndist engum, að María var skarpgáfuð, hugumstór kona. Alla tíð bjó hún við lítillæti hins vegmóða vegfaranda. Mýrarkot í Grímsnesi mun aldrei hafa verið kostajörð. Þar var í búskapartíð Maríu og Kristjáns allt með um- merkjum snyrtimennsku, og laust við búmannsraunir. María prjónaði og heklaði fyrir margan sveitungann. María var trygglynd, en hún var ekki allra. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og vildi ekki vera upp á aðra komin. Hún vildi t.d. sjá um sig sjálfa löngu eftir að krafta hafði þrotið að mestu. María var stolt. Hlutskipti Maríu hefðt vtssulega orðið annað, ef hún hefði haft tæki- færi til að ganga menntaveginn og notið þeirrar framfærslu, sent býðst í dag. Hún ólst upp á „röngum" tíma, var barn réttindalítilla vinnu- hjúa - fór á milli í vist og bjó síðan lengst af við takmörkuð kjör á kostalítilli jörð. Almúga þessa lands buðust ekki betri kjör. Kynslóð Maríu eignaðist hins veg- ar auðæfi, sem engri annarri kynslóð mun hlotnast. Hjartsláttur alda- mótakynslóðarinnar slær öcar en nokkurrar annarrar. Það er ekki ofsögum sagt að telja 20. öldina mesta umbrotaskeið íslandssögunn- ar. Við getum farið hraðfari um atvinnusögu þjóðarinnar í einni og sömu kynslóðinni. Með leifturhraða úr tæknifrumstæðu bændasamfélag- inu í tölvuvædda borgarsambúð. Af íbúum landsins.sem fæddust um eða fyrir aldamótin síðustu, eru um 3 þúsund enn á lífi. Saga þjóðar- innar er ekki bara eitthvað sem var. Þctta fólk hefur sjálft verið í aðal- hlutverkunum. Við búumaðverkum þessarar kynslóðar. Það er okkar að varðveita og hlúa að. Samfylgdin með þessu fólki er okkur dýrmæt. Við í Ártúni þökkum samfylgdina með Mössu. Þorlákur H. Helgason. FRÍMERKI III llllllllll: FRÍMERKI Að þessu sinni ætla ég að taka fyrir þá þjónustu sem í raun er veitt á Frímerkjasölu Póststjórnar. Myndin nteð þessum orðum er af því hvernig pöntunarblað þaðan gæti litið út. Þá á ég vitanlega við, að í fyrsta reit væri mynd af því efni sem hægt væri að panta. Þar mætti nota staðlaðar myndir, en ekki nýjar með hverri útgáfu. Ef við svo skoðum fyrsta reitinn, þá yrði þar einungis eitt frímerki. Næst kæmi svo mynd af pari frí- merkja. Ef við síðan skoðum næstu reiti til hægri, þá er hægt að panta merkin stimpluð eða óstimpluð. Sér- stakar útgáfur eða almennar útgáfur, þ.e.a.s. notkunarmerki á almennan póst. Fellur mér það orðalag betur. en „brúksmerki". Næst tökum við svo fyrir pantanir á fjórblokkum og það svona ná- kvæmlega vegna fjögurra atriða. 1 Neðsta blokk til vinstri í frönsku prentuninni er kölluð númera blokk. í þeirri svissnesku er hún aftur á móti efst til vinstri. Neðsta blokkin til hægri í frönsku prentuninni er svo fjórblokkin með prentunardegi merkjanna. Efsta blokkin til hægri gefur tækifæri á fjórblokk með sér- stökum viðhengjum í frönsku prent- uninni, en er venjuleg fjórblokk í þeirri svissnesku. Svo er hér hægt að nota reitinn sem heitir Annað fyrir sérpantanir. Þannig getur sá sem pantar t.d. pör, skilgreint hvort merkin eiga að vera hlið við hlið eða annað fyrir ofan hitt. Svo er líka með þessu möguleiki á því að panta fjórblokkasamstæðu, eða þá heilar arkir og fá þetta allt. Enn er svo hægt að panta smáark- ir, þegar þær koma út og svo vitan- lega allt þetta á útgáfudagsbréfum. Þá eru sérstimplanir, hliðarstimpl-', arnir, árssamstæðurnar, hin sérstöku kort sem koma nú orðið út með hverri útgáfu og svo annað sem til fellur eins og frímerkingarmiðar. Nú gætir einhver verið farinn að hugsa, en hví þá allt þetta? Því er fljótsvarað af minni hálfu. Það felst svona mikil breidd í því að safna íslenskum frímerkjum. Mögu- leikarnir eru svona margir, og við- komandi þarf ekki að vera neinn sérfræðingur til þess. Allt þetta má kaupa á pósthúsinu, eða með áskrift beint frá Frímerkjasölunni. Þar kaupir þú líka frímerkin á nafnverði. I Ekki þarf að ætla að óstimpluðu merkin lækki í verði. En vilji við- komandi bíða þess að fá stimpluðu merkin síðar á lægra verði, þá getur hann það vitanlega. Með þessu tel ég mig hafa gert grein fyrir auðlegð þeirri sem felst í því að safna frímerkjum, auk þess að gera grein fyrir fjölbreytni ís- lensku frímerkjaflórunnar. Reynsl- an sem ég hefi að baki, er að vísu aðeins 50 ár. Læt ég svo þessum þáttum lokið. Sigurður H. Þorsteinsson Mynd einstök merki NotuÁ Ninnar.e rki Flöldi Anna^^" enotu-*' Almenn merki Pör Notu* Minnamerki A.nnaA. merkna 'inotu'*' /-lmenn Fiórblokk Not'U'f Minnamerki AnnaÓ. Ne£ra v/hor ínotu-*' Almenn Fiórblokk :Iotu«f Minnamerki Annaá Neöra Il/hor n (Jnotuf' Almenn Fjórblokk Motuft “innamerki Anna* Je^ra V/horn ðnotuf' Almenn Fiórblokk NotuA Minnamerki Anna*. JeÁra H/horn ónotuÁ A lmenn 3ans tæ^a NotuA Minn ane rV:i AnnaA fjórblokka ínotuf) Alrrenn Heilar Nota^ar Minnare rk i. AnnaA. arkir ónota^ar Almenn Smáarkir Nota*ar Minnamerki Anna*. ðnota^ar. F.D.C. Notaft Minnamerki AnnaA. binstök mer ki Alm.enn F.D.C.heilJ ar samstæÁi Notaft r Minnamerki AhriáA. Almenn F.D.C.neAra Notað Minnamerki Anna* hæpra hprn Almenn F.D.C.neóra Nota-*' Minnanerki "AnnáA. ' vinstra hor n Almenn F.D.C.efra Nota<*> Minnamerki AnnaA. næpra horn Almenn T.D.C.efra NotaA Minnamerki ÁríháAT vinstra hor n Alr.enn Serstimnlar NotaÁ Minnanerki Anna*. Almenn HilAar- MotaÓ Minnamerki AnnaA stimplar. Almenn Arssett Notað ö 11 me rk i AnnaA. Onotaó Serstök kort. AhhaA. Annað. Vegavinnuskúrar til sölu Til sölu eru ýmsar gerðir af vegavinnuskúrum og eru þeir tii sýnis við áhaldahús Vegagerðar ríkisins, samkvæmt eftirfarandi skrá: NafnGerð Stærð Staðsetning bil m2 HT1 íbúðarskúr 8 (12) Hvammstangi HT2 íbúðarskúr 8 (12) Hvammstangi HT3 íbúðarskúr 8 (12) Hvammstangi HT4 íbúðarskúr 8 (12) Hvammstangi BL1 Eldhús 11 (16) Blönduós BL2 Forstofa 7 (10) Blönduós BL3 íbúðarskúr 7 (10) Blönduós BL4 Snyrting 8 (12) Blönduós SK1 Snyrting 8 (12) Sauðárkrókur SK2 Snyrting 8 (12) Sauðárkrókur Sk3 Eldhús 12 (12) Sauðárkr. án innr. SK4 Eldhús/geymsla 12 (17) Sauðárkrókur SK5 Matsalur 12 (17) Sauðárkrókur AK1 Verkstjóraskúr 7 (10) Akureyri (skemmdur) AK2 Verkstjóraskúr 8 (12) Akureyri AK3 íbúðarskúr 8 (12) Akureyri HÚ1 íbúðarskúr 8 (12) Húsavík V01 íbúðarskúr 8 (12) Vopnafjörður RE1 Eldhús 11 (12) Reyðarfjörður RE2 Eldhús 11 (12) Reyðarfjörður RE3 Forstofa 5 ( 7) Reyðarfjörður RE4 Forstofa 5 ( 7) Reyðarfjörður RE5 Forstofa 5 ( 7) Reyðarfjörður RE6Snyrting 8 (12) Reyðarfjörður RE7 Snyrting 8 (12) Reyðarfjörður RE8 íbúðarskúr 8 (12) Reyðarfjörður EG1 íbúðarskúr 8 (12) Egilsstaðir Gera skal tilboð í skúrana í því ástandi sem þeir eru og skulu kaupendurtaka við þeim ásýningarst- að. í tilboðum skal tilgreina tilboðsnúmer þeirra skúra, sem boðið er í (sjá skrá, t.d. HT1 eða RE1 o.s.frv.). Tilboð skulu berast skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðaren mánudaginn 9. júní 1986 n.k. fyrir kl. 11:00 f.h., merkt: „Útboð nr. IR-3205/86 - Vinnuskúrar“ og verða þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóð- enda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Hey til sölu Upplýsingar í síma 99-1940 og 93-5407. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar Ástu Gísladóttur, Mið-Kárastöðum. Guðrún Benediktsdóttir, Hómfríður Benediktsdóttir, Guðný Lilla Benediktsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa Karls Magnússonar, Þórsgötu 13. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks deildar 3B, Landakotsspítala, fyrir frábæra umönnun. Þóra Björnsdóttir Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.