Tíminn - 24.05.1986, Síða 19

Tíminn - 24.05.1986, Síða 19
Laugardagur 24. maí 1986 Tíminn 19 „Fischer-taktar“ Kasparovs sem sigraði Miles 51/2 : 1/2 „Eins og að tef la við ófreskju“ - sagði Tony Miles eftir hrakfarirnar „Þetta er eins og að tefla við ófreskju,“ sagði vonsvikinn og niðurbrotinn enskur stórmeistari, Tony Miles eftir einvígið við heims- meistarann Garrí Kasparov sem lauk í Basel í Sviss sl. miðvikudags- kvöld. Lokatölur urðu 5lA:Vi. Með- ferð Kasparovs á Miles minnir á þá daga sumarið 1971 þegar Bobby Fischer skelfdi skákheiminn með sigrum yfir Taimanov og Larsen. Lokatölur þá urðu 6:0! Kasparov hefur lítið teflt eftir að hann vann heimsmeistaratitilinn af Karpov í nóvember á síðasta ári. Hann tefldi sex skáka einvígi við Jan Timman stuttu eftir sigurinn og vann 4:2, en hefur ekki tekið þátt í opinberri skákkeppni síðan. Til stóð að hann yrði meðal þátttakenda á skákmót- inu í Brussel í mars/apríl en þangað fór hinsvegar Anatoly Karpov og vann frækilegan sigur, hlaut 9 vinn- inga af 11 mögulegum og vann þar sex síðustu skákir sínar. Það var tímaritið „Basler Zeit- ung“ sem stóð fyrir einvíginu en lengi var leitað af mótshaldara fyrir upphitunareinvígi Kasparovs. Skáksamband íslands var þar inni í myndinni. Einvígið vakti mikla at- hygli í Sviss og hefur skákin ekki fengið jafn mikla pressu í annan tíma, því um 40 fréttamenn fylgdust með því. Pá létu áhorfendur sig ekki vanta. Eins og vænta mátti þá var tafl- mennska Kasparovs á öðru og hærra plani en mótstöðumannsins. Rétt eins og í einvígjum Fischers sem drep- ið var á var mótstaðan mest í upphafi en undir lokin hreinlega rúllaði Kasparov Miles upp. Hann vann þrjár fyrstu skákirnar en í fyrstu tveimur missti Miles af góðum möguleikum og sá ekki sólina eftir það. Allt það sem hann hafði upp úr krafsinu var lítilfjörlegt jafntefli í fjórðu skákinni. Kasparov hefur ekki tekið þátt í venjulegu skákmóti síðan 1983 er hann sigraði með yfirburðum á stór- mótinu í Bugonjo. Ef frá eru skilin einvígi hans í áskorendakeppninni við Kortsnoj og Smyslov hefur hann undirbúið sig fyrir baráttuna við Karpov með fjölmörgum æfingaein- vígjum. Hann vann Robert Hubner 41ó:lló, Ulf Andersson 4:2, Jan Timman 4:2 og loks Miles 516:16 og hefur í þessum 24 skákum hlotið 18 vinninga eða 75% vinningshlutfall. Hér fylgja að lokum tvær síðustu skákir einvígisins. í fyrri skákinni endurbætir Kasparov vel þekkt af- brigði í slavneskri vörn og þeirri síðari annað afbrigði í slavneskri vörn en nú með svörtu! 5. cinvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Tony Miles Slavncsk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. Bg5 dxc4 6. c4 1)5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5 10. Bxg5 Rbd7 11. g3 (Þetta langa og flókna afbrigði slavn- esku varnarinnar sem í raun og veru nýbyrjað varð fyrst vinsælt fyrir tilverknað Mikhael Botvinnik fyrr- um heimsmeistara. Kasparov er ár- eiðanlega sá skákmaður sem þekkir það best og hefur teflt margar frægar skákir út frá þessari stöðu. Það verður því að teljast fífldirfska af hálfu Miles að gefa kost á því.) 11. .. Da5 (Nýjasta framlagið. Áður var leikið 11. - Bb7 12. exf6 c5 13. d5 Db6 eða 13. - Re5.) 12. exf6 h4 13. Re4 Ba6 14. Df3 0-0-0 15. b3! (Talið best. Áður var leikið 15. Bg2 en svartur á snjalla leið sem færir honum sennilega betri stöðu 15. - c3! 16. Rxc3 Rb8! ásamt t.d. 17. Re2 b3t 18. Rc3 Hxd4 19. Be3 Ba3! en þannig tefldist skák Timmans og Pinter á millisvæðamótinu í Mexíkó í fyrra.) 15. .. cxb3 16. Bxa6t Dxa6 17. Dxb3 Db5 18. Hcl! (Þetta er endurbót Kasparovs á skák þar sem hvítur lék 18. 0-0-0. Fram- hald hvíts er virkara því hvíti kóng- urinn stendur í raun ágætlega á el.) 18. .. Rb6 19. Be3 a5 20. Dc2 Kb7 21. De2! (Með góðri samvisku getur hvítur boðið drottningaruppskipti því hann á peði meira.) 21. .. Dd5 (En Miles víkur undan og við það kemst hvíti kóngurinn í öruggt skjól. Frumkvæðið er kyrfilega í höndurn hvíts.) 22. f3 Rd7 23. 0-0 Bh6 24. Hf2! Kb6 25. a3! (Opnar stöðuna. Svarta taflinu verð- ur ekki bjargað úr þessu.) 25. .. Hb8 26. axb4 axb4 ■ ■1 4| lllli 1 i 111 i 101 i| I M\ il m | & IBI 1111't m B IHI B 27. Bxh6 Hxb6 28. Dd2! - Tvöfalt uppnám heitir þetta á træðipiáli. Drottningin hótar bæði hróknum og peðinu á b4 og með tveimur peðum minna er staða svarts vonlaus. Miles kaus því að gefast upp. 6. cinvígisskák: Hvítt: Tony Miles Svart: Garrí Kasparov Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. e4 c5 10. e5 cxd4 11. Rxb5 Rg4 12. Da4 Rgxe5 13. Rxe5 Rxe5 (Þetta er allt saman þekkt úr fræðun- um og raunar hefur 11. - Rg4 verið talinn heldur ónákvæmur leikur og að betra sé að leika 11. - Rxe5. Alfræðibókin mælir hér með 14. Rc7t en telur þó þann leik sem Miles velur full brúklegan) 14. Rd6t (14. Rc7t er í hærra áliti hjá alfræði- bókinni sem gefur upp framhaldið 14. - Ke7 15. Rxa8 Rxd3t 16. Ke2 Re5 17. Db4t Ke8 18. Dbóoghvítur hefur betur. Sennilega hefur Kaspar- ov ætlað að endurbæta þetta afbrigði með 17. - Kf6 í stað 17. - Ke8 því nú má svara 18. Db6 með 18. - Dd5!, með ógnandi stöðu. En þetta er aðeins getgáta.) 14. .. Ke7 15. Rxc8t Kf6! (Hér er enn ein endurbót Kasparov komin. Alfræðibókin gefur upp 15. - Hxc8 og vitnar í skákina Spasskí - Novotelnov frá 1961 en þar varð framhaldið: 16. Bxa6 Ha8 17. Db5 f6 18. 0-0 Hb8 19. Dxe5 fxe5 21. Bg5t og hvítur náði betri stöðu.) 16. Be4 Hxc8 17. h4 h6 (Svartur á f litlum erfiðleikum með að bandafrásérhótuninni 18. Bg5t) 18. 0-0 (Það kann vel að vera að Miles hafi bundið vonir sínar við hinn athygl- isverða möguleika 18. Bg5t hxg5t 19. hxg5t Kxg5 20. Hxh8 en flækj- urnar eru svörtum hagstæðar: 20. - Hc4! 21. Db3 Bb4t 22. Dxb4 Dxh8 23. Dd2t Kf6 og nú dugar 23. Df4t ekki vegna 23. - Ke7 t.d. 24. Dxe5 Dhlt 25. Kd2 Dxal 26. Dg5t Kd7 og svartur vinnur.) 18. .. Hc4 19. Ddl (Það er erfitt að benda á betri leik. 19. Db3 er einnig svarað með 19. - d3.) 19. .. d3! 20. Hel (20. f3 var e.t.v. skárra þó hvíta staðan sé ekki fögur.) 20. .. Hxcl! (Vel útreiknuð og falleg leikflétta) 21. Hxcl d2 22. Hfl (Þvingað) 22. .. Dd4! (Nú tapar hvítur liði.) 23. Hc2 Dxe4 24. Hxd2 Bc5 25. Hel Dxh4 26. Dc2 Bb4 27. Hxe5 Bxd2 28. g3 Dd4 29. He4 Dd5 - og hér lagði Miles niður vopnin. Glæsileg skák hjá Kasparov og enn eitt dæmið um frábæra byrjanaþekk- ingu hans. Á því sviði á hann sér engan jafnoka. Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík Bjóðum eldri borgurum til kaffidrykkju í Þórscafé sunnudaginn 25. maí kl. 15. Húsið opnar kl. 14.30 Þrúður Margeir Baldvin Halldór Stutt ávörp flytja: Sigrún Magnúsdóttir, Þrúður Helgadóttir og Margeir Daníelsson Elín Sigurvinsdóttirsyngur og Baldvin Halldórsson leikari lesupp Stjórnandi: Halldór E. Sigurðsson frv. ráðherra B-LISTINN f REYKJAVÍK Elfn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.