Tíminn - 24.05.1986, Side 24

Tíminn - 24.05.1986, Side 24
meÓVISA ææsSSBESSSKsðíSI ALFREÐ ÞORSTEINSSON skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins við borgarstjornarkosningarnar 31. maí 1986. AUKUM STUÐNING VIÐ ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN í BORGINNI. X-B Laugardagur 24. mai 1986 Ung nu i Nord fær aö liggja og rykfalla í kjallara Norræna hússins í Reykjavík því Norræna félagiö neitar aö dreifa bókinni. Tímamynd Pétur. Danska æskulýössambandið gaf út bókina „Ung nu i Nord“: Stálu kaf la úr bók- inni „Ekkert mál“ Norræna félagiö vill ekki dreifa bókinni Danskur ráögjafi einbeitir sér að íslandsmarkaðinum: SELUR MÖRGUM SÖMU HUGMYND Sumt vonlaust en annað hefur reynst ágætlega Iðntæknistofnun hefur sent sveit- arstjórnum bréf þar sem hún óskar eftir því að þær gefi upplýsingar um hvort þær hafi átt viðskipti við Danann Knut Gravab og hvers eðlis þessi viðskipti hafi verið. Þetta er gert vegna gruns um að Daninn, sem er sölumaður hjá danska ráðgjafa- fyrirtækinu Scankey, hafi selt mörg- um sveitarstjórnum sömu hugmynd- ina til að bæta atvinnuástand í sveit- arfélögunum. Knut þessi Gravab hefur starfað hérlendis til margra ára eða allt frá því að tók að harðna á dalnum í verktakaiðnaðinum og Scankey sneri sér að ráðgjafaþjónustu fyrir þróunarlönd. Hann hefur ferðast á milli byggðarlaga og boðið mönnum úrval af áætlunum, s.s. að bleiu-, gardínustanga- og kertaverksmiðj- um, og þegar menn hafa fundið eitthvað sem þeim líst vel á selur Gravab þeim ráðgjöf, finnur vélar, lcitar tilboða og gerir markaðsáætl- anir. Sumt hefur tekist vel, eins og límtrésverksmiðjan að Flúðum, kertaverksmiðjan í Vestmannaeyj- um og álpönnuverksmiðjan á Eyrar- bakka, en annað hefur farið ver, eins og gardínustangaverksmiðjan á Stokkseyri og Búðardalsleir í Búð- ardal. Einnig hefur Gravab orðið vís að því að selja mörgum aðilum sömu hugmyndina. Útreikningar hans þykja heldur ekki vera ábyggilegir og hann gengur oft út frá forsendum sem ekki eru til staðar. Hann reiknar oftast með mjög góðri markaðshlut- deild og gerir þá ráð fyrir að stjórn- völd muni setja einhverjar hömlur á innflutning samskonar vöru. En þó svo það eigi vel við í flestum þróun- arlöndum, stenst það illa í landi sem er í fríverslunarsambandi Evrópu. Iðntæknistofnun hefur gengið illa að afla sér upplýsinga unt ferðir Danans þar sem þeir sem keypt hafa af honum hugmyndir sitja sem fast- ast á þeirri gullkistu og vilja helst engum segja frá. -gse. Þúsund eintök af bókinni „Ung nu r Nord“, sem danska ; æskulýðsam- bandið gaf út liggja og rykfalla í kjallara Norræna hússins í Reykja- vík. Bókin var gefin út í tilefni af ári æskunnar í fyrra og inniheldur efni frá öllum Norðurlöndunum. Bók- inni var aldrei dreift á íslandi vegna þess að birtur var kafli í bókinni, úr bók Njarðar P. Njarðvík ög sonar hans Freys, „Ekkert mál“ án sam- þykkis höfunda. „Æskulýðssambandið danska var seint á ferðinni, að huga að íslensku efni og birtu kafla úr bókinni „Ekk- ert mál“ án samráðs og leyfis höf- undanna. Með kaflanum var birt kynning sem er röng. Þegar við vissum af þessu hjá Norræna félag- inu þá höfðum við strax samband við höfundinn og höfum verið í nánu sambandi við hann síðan. Við tókum þá ákvörðun að dreifa ekki bókinni fyrr en næðist fullt samkomulag milli danska æskulýðssambandsins og höfundanna," sagði Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Norræna félagsins í samtali við Tímann. Ekki hefur enn náðst samkomulag milli höfunda og danska æskulýðs- sambandsins. Sighvatur Björgvins- son vildi taka það skýrt fram að ástæðan fyrir því að Norræna félagið dreifi ekki bókinni, er sú að félagið telur sig ekki hafa heimild fyrir því að dreifa henni, þar sem ekki liggur fyrir samþykki höfunda um birtingu á kaflanum úr bókinni „Ekkert mál“. Hætt var við dreifingu á bókinni á Álandseyjum, Færeyjum og að hluta til í Finnlandi. Önnur félög á Norðurlöndum dreifðu bókinni. Um framgang danska æskulýðs- sambandsins sagði Sighvatur. „Ég tel danska æskulýðssambandið hafa staðið sig mjög illa í þessu máli.“ -ES. Verður Byggðastofnun flutt til Akureyrar? w Akvörðun verður tekin fljótlega HÍÁ-Akureyri Fljótlega verður tekin ákvörðun um það hvort Byggðastofnun, sem nú er staðsett í Reykjavík, verður flutt norður til Akureyrar. Yfirmenn stofnunarinnar eru nú að vega og meta skýrslu sem Hagvangur vann um „kosti og galla staðsetningar stofnunarinnar á Akureyri". Skýrslan hefur verið kynnt bæjar- ráði Akureyrar, og í kjölfar þess skoraði ráðið á stjórn Byggðastofn- unar, að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Akureyrar, og stíga þar með stórt skref í byggðamálum. Að sögn Helga M. Bergs bæjarstjóra á Akureyri var það samdóma álit bæjarráðs, að ekkert kæmi frant í skýrslunni sem benti til þess að Byggðastofnun þurfi að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hi ns vegar eru fjölmörg atriði, sem frant koma í skýrslunni er beinlínis mæla með því að Byggðastofnun verði staðsett á Akureyri, og undir þau tökum við heilshugar. Það hlýtur að vera aug- ljós kostur að stofnun sem þessi verði staðsett úti á landsbyggðinni, þ.a. við þurfum ekki að sækja alla þjónustu til Reykjavíkur, auk þess sem þetta skapar ný atvinnutækifæri. Gervihnettir og mönnuð geimför hafa verið send út í geiminn, og þeim náð þaðan aftur, þ.a. ég sé ekki að það sé neitt stórmál að staðsetja stofnun þessa hér á Akureyri. Þetta flokkast miklu fremur undir fram- þróun og stuðlar að jafnvægi í byggð landsins, sagði Helgi að lokum. LHVRl’UegH^ Þæreru meiriháttargóðarnýju Goðapylsumar á grillið eð’í pottinn og svo líka í veislumar og bragðið þaðhrífur já minnamánúsjá. 'Xl'K iSM&xl' (~wAB l'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.