Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. maí 1986
Tíminn 9
Kennarasamband íslands um hugmyndir um styttingu skólaskyldunnar:
Aukinn kostnaður
fyrir foreldra
Engin atvinnutækifæri bíöa unglinga er hætta námi 13 ára gamlir
Kennarasamband íslands hefur
sent frá sér ályktun þar sem gerðar
eru nokkrar athugasemdir við um-
mæli Sverris Hermannssonar,
menntamálaráðherra, um styttingu
skólaskyldu um tvö ár.
í henni segja kennararnir m.a. að
stytting skólaskyldunnar dragi úr
almennri menntun í landinu og ung-
lingar komi til með að standa frammi
fyrir afdrifaríkri ákvörðun á við-
kvæmu þroskastigi. Þeir nemendur
sem hugsanlega hættu námi væru
helst þeir sem erfiðast eiga uppdrátt-
ar í skólunum og engin atvinnutæki-
færi væru fyrir þessa unglinga á
þrettánda ári. Nær væri að koma á
fót stuðningskennslu með þátttöku
atvinnuveganna en að henda þessum
unglingum út úr skóla.
Kennararnir telja einnig að stytt-
ing skólaskyldunnar sé aðför að
jafnrétti til náms þar sem eftir skóla-
skyldu verða nemendur sjálfir að
greiða fyrir kennslubækur og því
kæmi það harðast niður á efnaminni
fjölskyldum. Kennarasamband fs-
lands varar því við öllum hugmynd-
um um styttingu skólaskyldunnar og
telur þær stórt skref aftur á bak.
-gse
Nýskipaðir sendiherrar
Fjórir nýskipaðir sendiherrar afhentu forseta íslands trúnaðarbréf sín í
dag, að viðstöddum Matthíasi Á Mathiesen utanríkisráðherra. Þeir eru:
Sendiherra Japans, hr. Akira Yamato; sendiherra Nicaragua, dr. Ricardo
Pasos Marciaq; sendiherra írlands, hr. Liam Rigney og sendiherra
Alþýðulýðveldisins Kóreu, hr. Chon Yong Jin.
Sendiherrarnir þáðu síðan boð forseta Islands að Bessastöðum ásamt
fleiri gestum.
Sendiherra Japans hefur aðsetur í Osló, sendiherra írlands í Kaup-
mannahöfn en sendiherrar Nicaragua og Alþýðulýðveldisins Kóreu í
Stokkhólmi.
Selfoss:
Félagsmiðstöð
opnuð í haust
- í kjallara Gagnfræðaskólans
í byrjun september er stefnt að því
að opna félagsmiðstöð í kjallaranum
í Gagnfræðaskólanum á Selfossi.
„Það hefur vantað athvarf fyrir þá
unglinga sem ekki hafa haft áhuga á
íþróttum, því það þurfa allir að hafa
einhverja aðstöðu þar sem þeir geta
verið saman með sín áhugamál,"
sagði Ólöf Thorarensen félagsmála-
stjóri Selfossbæjar í samtali við
Tt'mann. Ólöf sagði að starfsemin
myndi verða í umsjá tómstundaráðs
og forstöðumanns en hún mótaðist
alltaf af unglingunum sjálfum.
Tíminn ræddi einnig við Þórunni
Björnsdóttur 16 ára Selfossbúa og
sagði hún um núverandi ástand:
„Þetta er alveg glatað." En Þórunni
líst vel á tilkomu félagsmiðstöðvar-
innar og telur að unglingar muni
koma þangað til að spjalla o.s.frv.
og vonaðist hún til þess að félagsmið-
stöðin yrði opin flest kvöld í viku.
Vonandi getur þessi nýja félags-
miðstöð leyst Ársel, ferðamanna-
verslun KÁ á Selfossi af hólmi, því
eitt helsta afdrep unglinga á Selfossi
hefur verið þar hingað til, hafi þeir
viljað fara út og hitta kunningja.
Sveinn Helgason Selfossi/ABS
Tölvunám -
hvaðernúþað?
Sunnudaginn 1. júní nk. mun
Skýrslutæknifélag íslands gangast
fyrir kynningu á tölvunámi í húsnæði
Verslunarskólans við Ofanleiti, milli
kl. 14.00 og 18.00.
Þar munu flestir aðilar, sem bjóða
upp á tölvunám í einhverju formi
útlista starfsemi sína. Kynningin
mun taka til allra fræðslustiga, allt
frá grunnnámi til háskólamenntunar
og gefst gestum þar kostur á að ræða
við sérmenntaða tölvufræðinga.
Kynningin er ætluð öllum aldurs-
hópum, og hentar ekki síst fólki á
vinnumarkaði er hefur áhuga á að
kynnast tölvum.
Sýningin er sem sagt öllum opin
og aðgangur er ókeypis.
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS
KYNNING Á
TÖLVUNÁMI
Allt Irá namskeiðum til háskótanams.
Tölvunotkun getur verið til góðs eða
ills, en staðgóð menntun er undir-
staða þess að menn geti metið þar á
milli.
Sigurbjörn Narfason, Digranesskóla, Kópavogi að leggja af stað í hjólrciðaþrautir. Hann varð í fyrsta sæti með
248 stig í Reykjavíkurriöli.
Hjólreiðakeppni grunnskóla
Eins og undanfarin ár efndi Um-
ferðarráð í samvinnu við lögreglu
og menntamálaráðuneytið, til
spurningakeppni um umferðarmál
meðal 12 ára nemenda í grunnskól-
um landsins.
Um 4000 börn hófu keppnina
semframfóríapríl. Þeirnemendur
Úrslit ráöast í haust
sem stóðu sig best öðluðust rétt til
þátttöku í undanúrslitum hjól-
reiðakeppni sem var tvíþætt, ann-
ars vegar góðakstur og hins vegar,
hjólreiðaþrautir. Keppt var á Ak-
ureyri og í Reykjavík, og alls
mættu 96 börn til leiks.
Alls áunnu sér 17 ungmenni rétt
til þátttöku í úrslitakeppninni er
halin verður í haust, en þar verður
keppt um vegleg verðlaun. Allir
sem þátt tóku í keppninni fá senda
viðurkenningu fyrir aðild sína í
mótinu.
Samvinnuskólinn á Ibiza-strönd
Fjörutíu manns, sem útskrifuðust
úr Samvinnuskólanum að Bifröst
sleikja nú sólskinið á Ibiza-
ströndum. Hópurinn hélt utan þann
Léttara andrúmsloft, en fyrir loka-
prófin. Bjór og sól. Er hægt að biðja
um það betra? Tímamynd: Finnbogi
sjöunda maí, og var ferðinni fyrst
heitið til London. Þaðan lá leiðin í
sólina og sæluna á Ibiza. Þetta er
kærkomin tilbreyting eftir innilokun
sem samfara er lokaprófum.
Ferðasjóður þeirra Bifrestinga var
öflugur eftir veturinn. Allir fengu
greidda fría ferð, og dágóða upphæð
í gjaldeyri að auki. Fjármagn það
sem notað var til ferðarinnar fékkst
í gegnum jólablað skólans, happ-
drætti sem efnt var til og einnig var
rekin verslun í skólanum.
Það er árviss viðburður að út-
skriftarárgangur frá Bifröst fari er-
lendis til fyrir ferðasjóð sem safnast
hefuráskólaárinu. Voneráhópnum
til baka, frá sólarströndum um mán-
aðamótin.
“ ES