Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 28. maí 1986 Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar: Efast um gildi náms- brautar á Akureyri Félag háskólamenntaðra hjúkrun- arfræðinga hefur lýst áhyggjum sín- um vegna fyrirhugaðrar námsbraut- ar í hjúkrunarfræði á háskólastigi á Akureyri. Á fundi sem félagið hélt í fyrrakvöld var samþykkt ályktun þar sem þeirri skoðun er lýst, að slíkt nám á Akureyri ef af yrði verði alfarið undir beinni stjórn Náms- brautar í hjúkrunarfræði í Háskóla fslands. Þá lagði fundurinn áherslu á að fagleg umsögn Námsbrautar í hjúkrunarfræði verði lögð til grund- valiar varðandi hugsanlcgt hjúkrun- arfræðinám á Akureyri. Á fundi hjúkrunarfræðinganna í fyrrakvöld var flutt erindi, sem nokkrir háskólamenntaðir hjúkrun- arfræðingar tóku saman, um hugsan- lega námsbraut á Akureyri og kcmur þar fram að þeir telja vafasamt að unnt verði að veita viðunandi kennslu á Akureyri þar sem aðstaða námsbrautarinnar hér í Reykjavík uppfylli ekki einu sinni þær kröfur sem gera verður til hennar. í erind- inu er t.d. bent á, að í dag er einn kennari fyrir hverja 60 nemendur í hjúkrunarfræðum, en samkvæmt staðli alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar á þetta hlutfall að vera 1 kennari á hverja 10 nemendur. Ásta Thoroddsen, sem sæti átti í undir- búningsnefnd fundarins og er stundakennari við námsbrautina sagði í samtali við Tímann í gær, að mikilvægt væri að hjúkrunarfræðing- ar önnuðust sjálfir kennslu í hjúkr- unarfræðum. Það væri útbreiddur misskilningur að læknar eða aðrir gætu gengið inn í kennslu í hjúkrun- arfræðum og benti hún á, að nú kenndu hjúkrunarfræðingar um 30 þús. kennslustundir á móti um 3800 stundum sem læknar kenndu. Þetta sýndi mikilvægi þess að farið yrði eftir faglegri umsögn hjúkrunar- fræðinga þegar ákvörðun er tekin varðandi hjúkrunarfræðinámsbraut á Akureyri. -BG Guðmundur Ólafsson rithöfundur tekur við verðlaunum sínum úr hendi Ólafs Ragnarssonar útgefanda. Tímamynd Pétur hraða um bæinn Götur Reykjavíkurborgar urðu vettvangur ævintýralegs eltinga- leikjar seint á mánudagskvöldið. Upphaf hans var að lögreglan þótt- ist sjá eitthvað varhugavert við aksturslag ökumanns á mótorhjóli vestur á Granda og hugðust lög- reglumennirnir stöðva ökumann- inn. En þegar lögreglubíllinn nálg- aðist knúði ökumaður mótorhjóls- ins bensíngjöfina í botn og reyndi að hrista lögreglubifreiðina af sér. Lögreglan hóf þegar eftirför og innan tíðar bættust fleiri lögreglu- bifreiðar í hópinn. Leikurinn barst niður í kvos og upp í Þingholt og sinnti ökumaður mótorhjólsins hvorki stöðvunarskyldu, einstefnu eða rauðum umferðarljósum og alltaf fylgdu nokkrir lögreglubílar á eftir. Leiðin lá síðan niður Eiríks- götu, yfir Snorrabraut og eftir Flókagötu. Þegar þarna var komið sögu voru lögreglubílarnir orðnir 6 eða 7 samkvæmt upplýsingum lögreglunnar mældist hraði mótor- hjólsins þegar mestur var um 140 kílómetrar á klukkustund og hafa lögreglubifreiðarnar varla verið á miklu minni ferð. Eltingarleikurinn endaði síðan við Bólstaðarhlíð þegar ökumaður mótorhjólsins ók utan í bílskúrs- vegg og stöðvaðist stuttu eftir það. Þegar lögreglan kom á vettvang var honum þegar varpað inn í lögreglubíl. Ökumaðurinn reynd- ist 15 ára piltur, próflaus og á lánshjóli. Er mikil mildi að ekki fór ver, einhver þátttakandi í eltingar- leiknum hefði getað slasast og sömuleiðis vegfarendur sem leið áttu um vettvang eftirfararinnar. -gse Gjaldþrotaskipti Blóma og ávaxta: Eignir nema 10% af kröf um Búnaðarbankinn stærsti kröfuhafinn Virkar kröfur í gjaldþrotabú Blóma og ávaxta eru nú orðnar um Austurrísk vörukynning á Hótel Esju: 24 fyrirtæki kynna vörur - og leita að umboðsmönnum á Islandi f dag, hefst austurrísk vörukynn- ing að Hótcl Esju og stendur hún í tvo daga frá kl. 10.00 til 18.00. Það eru 24 austurrísk fyrirtæki sem sýna þar vörur sem þau óska eftir að selja umboðsaðilum á ís- landi. Verslunarfulltrúi Austurríkis Dr. Wilfried Mayr efndi til blaða- mannafundar ásamt fulltrúa sínum sem starfar í Noregi af þessu tilefni og mun aöila se hann aðstoða þá íslensku n áhuga hafa á að efla verlsunarviðskipti milli landanna, hvort heldur um er að ræða inn- eða útflutning. Mayr sagði á fundinum, að mjög ánægjulegt væri til þess að vita hversu margir íslendingar væru búnir að uppgötva Austurríki sem ferðamannaland bæði á vetrum og á sumrin og hann sagðist vona að umboðsaðilar á íslandi myndu í auknum mæli uppgötva Austurríki sem traust viðskiptaland, m.a. vegna þess hversu gjaldmiðill landsins væri stöðugur og vegna þess að austur- rískar vörur væru í háum gæða- flokki. Viðskiptasamband íslands og Austurríkis hefur eflst mikið undan- farin ár og hefur innflutningur frá Austurríki verið m.a. vefnaðarvör- ur, föt, járn- og málmvörur, sportvörur og vélar ýmiss konar. Það sem íslendingar hafa flutt út til Austurríkis hefur aftur á móti verið fiskur og fiskafurðir, efna- iðnaöar- vörur og kísilgúr svo eitthvað sé nefnt. Fyrstu þrjá mánuði ársins jókst innfluimingur austurrískra vara til íslands um tæp 21%. -ABS ' þrjátíu milljónir, en þar af eru um 24 milljónir samþykktar kröfur. Skiptaráðendur búsins telja að eign- irnar séu rétt undir þremur milljón- um svo ljóst er að fyrirtækið hefur ekki átt fyrir nema um 10% af skuldum sínum. Forgangskröfur, laun og launatengd gjöld nema rúm- um sjö hundruð þúsundum kr. svo ljóst er að þær greiðast að fullu og að auki um tvær milljónir upp í aðrar kröfur. Það telst vera mjög lágt hlutfall að fyrirtæki eigi ekki eignir nema upp í 10% af lýstum kröfum, þó dæmi þess þekkist áður. Búnaðarbankinn á stæsta hlutann af kröfunum í þrotabúið en hann getur sótt að ábyrgðarmönnum að þeim lánum. „Ef ekki verður búið að fangelsa þá,“ sagði Magnús Nordal, skipta- ráðandi þrotabús Blóma og ávaxta þegar Tíminn innti hann eftir því í gær. - gse Eltingarleikurinn endaöi er ökumaöur mótorhjólsins ók á vegg i Bólstaðarhlíð og slapp hann ómeiddur þrátt fyrir glæfralegan akstur. Timamynd: Svcrrir Lögreglan veitir ökumanni mótorhjóls eftirför á 6 bílum: Á140 km/klst. íslensku barnabókarverðlaunin: Emil og Skundi hlaut hnossið Fyrsta bók höfundar Guðmundur Ólafsson rithöfundur og leikari, með meiru, hlaut í gær fyrstu verðlaun sem veitt eru, úr Verðlaunasjóði íslenskra barna- bóka, fyrir bók sína Emil og Skundi. í dómnefndaráliti segirm.a.: „Sagan er vel samin og skemmtileg. Per- sónusköpun er góð, söguhetjan trú- verðug og bregst við vandamálum á rökréttan hátt. Söguþráður er spennandi og umhverfi allt rótfast í íslenskum veruleik.“ Emil og Skundi er fyrsta bók höfundar, en Guðmundur sagðist hafa lesið bókarkafla jafnóðum og þeir urðu til fyrir börn sín og haldið verkinu áfram eftir að hafa blessun þeirra á efninu. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka var stofnaður á síðasta ári, í tilefni sjötugsafmælis Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar. Fjölskylda Ármanns og Bókaútgáfan Vaka lögðu fram stofnfé sjóðsins, 200.000 kr., en megintilgangur sjóðsins er að stuðla að auknu framboði íslensks úrvals lesefnis fyrir æsku landsins. Mun sjóðurinn í þeim tilgangi efna árlega til sagnakeppni. Fyrstu stjórn Verðlaunasjóðs ís- lenskra barnabóka skipa Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Ármann Kr. Einarsson, rithöfundur og Sigrún Klara Hannesdóttir, lektor. Auk þess voru valin í dómnefnd Hildur Hermóðsdóttir, bókmenntafræðing- ur, Eðvarð Ingólfsson rithöfundur og Halldóra Jónsdóttir, formaður nemendafélags Hlíðaskóla. Hún er fulltrúi lesenda barna- og unglinga- bóka, en grunnskólar landsins munu tilnefna fulltrúa í dómnefnd sjóðsins til skiptis. phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.