Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 1
SIGURÞÓR Guðmundsson, fv.
aðalbókari Hafskips, hefur verið leystur úr
gæsluvarðhaldi hálfum mánuði áður en
gæsluvarðhaldsúrskurður hans rann á
enda. Rannsókn málsins miðar vel áfram
hjá rannsóknarlögreglunni og fer gagna-
söfnun fram jafnhliða yfirheyrslum. Enn
hefur enginn starfsmaður Útvegsbankans
verið kallaður til yfirheyrslu.
MAGNÚS JENSEN, skiP
Grænlandsverslunarinnar er nú hér á
landi í sinni fyrstu reglubundnu flutnings-
ferð milli (slands og Grænlands. Skipið
mun koma þrisvar sinnum til Islands í
sumar á áætlunarferðum sínum, en það
siglirá rútunni Grænland, Álaborg, ísland,
Grænland . Meðal þess sem skipað var
um borð í skipið í gær voru ýmiss konar
veiðarfæri, fiskikassar og sement.
BÆJARSTJÓRNIN á Akureyri
samþykkti á fundi sínum í gær tillögu frá
bæjarráði þess efnis að kennurum með
kennsluréttindi verði greiddur flutnings-
styrkur úr bæjarsjóði og liðkað verði til um
húsnæði handa þeim ef þeir flytjist til
Akureyrar. Flutningsstyrkurinn nemur kr.
12 þúsund ef viðkomandi kennari flytur
innan Norðurlands, en 20 þúsund frá
öðrum landshlutum. Jafnframt var ákveð-
ið að bærinn auglýsi nú þegar eftir
leiguhúsnæði sem síðan veroi framleiat
þessum kennurum. Aðspurður sagði
Helgi Bergs bæjarstjóri að þetta húsnæði
yrði ekki niðurgreitt, en gripið hafði verið
til þessa ráðs til að reyna að laða
réttindakennara til bæjarins.
JON PALL Sigmarsson aflrauna-
maður er ekkj lengur í keppnisbanni eins
og lyfjanefnd ÍSÍ úrskurðaði hann i, þegar
hann mætti ekki í lyfjapróf í fyrra. Bæjar-
þing Reykjavíkur úrskurðaði að lyfjanefnd
hefði ekki lögsögu yfir meðlimum Kraftlyft-
ingasambandsins. Lyfjanefnd hyggst
áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar.
TRYGGINGASKÓLANUM
var nýlega slitið og prófskírteini afhent
þeim 43 nemendum sem luku prófi þaðan
í vetur. T ryggingaskólinn hefur verið starf-
ræktur síðan 1962 og er það Samband
íslenskra tryggingafélaga sem starfrækir
hann. Fræðslan er veitt í formi námskeiða
á sviði vátrygginga og vátryggingarekstr-
ar og fræðslufunda um afmörkuð efni.
Fjöldi prófskírteina frá því Tryggingaskól-
inn var stofnaður er nú orðinn 601.
KARLINN í tunglinu heitir nýr
skemmtistaður fyrir unglinga sem nýlega
var opnaður að Skemmuvegi 34a í Kópa-
vogi. Opið verður á föstudögum frá klukk-
an 22 og fram eftir nóttu fyrir unglinga á
aldrinum 16-20 ára. Eftir dansleiki munu
rúturganga í helstu hverfi Reykjavíkurog
Kópavogs, svoog í nágrannabyggðalögin
ef þörf krefur.
LOÐNUVEIÐAR má hefja þann
20. júlí í sumar, samkvæmt ákvörðun
sjávarútvegsráðuneytisins. Skipting
heildarloðnukvótans verður með sama
sniði og undanfarin ár, eða að 67%
kvótans skiptist jafnt niður á skipin en
33% verður útdeilt í hlutfalli við burðar-
getu þeirra.
Fyrst um sinn verða loðnuveiðar bann-
aðar sunnan við 68°N, en það er gert til
að vernda smáloðnu á svæðinu. Fylgst
verður með ástandi á svæðinu og það
opnað ef stærð loðnunnar þar leyfir.
Loðnukvótinn í sumar veður 800 þúsund
tonn, en að loknum frekari rannsóknum í
haust verður ákvörðun tekin um viðbótar-
kvóta. ABS
ÞORSTEINN Pálsson tók nýlega
fyrstu skóflustunguna að 190m2 eininga-
húsum að Sólheimum í Grímsnesi. f
hvoru húsi er rúmgóð vistarvera fyrir 6
vistmenn auk lítiilar starfsmannaíbúðar.
Styrktarsjóður Sólheima stendur að bygg-
ingu húsanna. Arkitektar eru Árni Friðriks-
son og Páll Gunnlaugsson.
Reikningar Granda hf.:
Ekki lagðir fram
fyrir kosningar
Borgarstióri neitaði borgarráðsmanni um reikningana á fundi borgarráðs í gær -
Þröstur Ólafsson þegir líka
Á borgarráðsfundi í gær neitaði
Davíð Oddsson borgarstjóri
Kristjáni Benediktssyni borgar-
ráðsmanni um að fá reikninga
Granda hf. fyrir þann tíma, sem
fyrirtækið starfaði á síðasta ári.
Sagði borgarstjóri beiðnina of seint
fram komna og lýsti jafnframt yfir
að reikningarnir yrðu lagðir fram á
næsta borgarráðsfundi, sem verður
haldinn á þriðjudaginn kemur, eft-
ir kosningar.
Eins og fram kom í Tímanum í
gær var aðalfundur Granda hf.
haldinn 16. maí s.l., en ekkert
hafði verið greint frá honum í
fjölmiðlum fyrr, og stjórnarfor-
maður Granda hf., Ragnar
Júlíusson, hafði neitað að staðfesta
það við blaðamann Tímans, og
einnig Kristján Benediktsson, að
fundurinn hefði verið haldinn.
Kristján Benediktsson lagði
fram bókun þar sem hann mót-
mælti ákvörðun borgarstjóra.
Borgarstjóri lýsti því yfir að fram-
kvæmdastjóri Granda hf. myndi
skýra reikningana fyrir borgarráðs-
mönnunt á þriðjudaginn, en hann
er nú staddur erlendis.
„Ef fulltrúar eigenda vilja ekki
gefa út upplýsingar, þá er það á
þeirra ábyrgð, ég tel það ekki vera
mitt hlutvcrk," sagði Þröstur
Ólafsson stjórnarmaður í Granda
hf. í gær. JGK
Davíð Oddsson borgarstjóri neit-
aði Kristjáni Benediktssyni um
reikninga Granda. Borgarfulltrúar
fá ekki að skoða þá fyrir kosningar.
Tímamynd Sverrir
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar H.Í.:
Steingrímur vinsælastur
sem forsætisráðherra
- þegar 1116 manns voru spurðir hver úr hópi íslenskra
stjórnmálamanna ætti að vera forsætisráðherra
Steingrímur Hermannsson nýtur
mikils trausts sem forsætisráðherra,
ef marka má þjóðmálakönnun
Félagsvísindastofnunar. Borin var
fram spurningin „Hver úr hópi
íslenskra stjórnmálamanna vildir
þú helst að væri forsætisráðherra?"
29,4% prósent af þeim sem tóku
afstöðu vildu Steingrím helstan
sem forsætisráðherra. 18,3% vildu
Jón Baldvin fékk atkvæði 9,8%
þeirra sem afstöðu tóku.
Þorstein Pálsson helst sem forsætis-
ráðherra. 9,8% vildu Jón Baldvin
Hannibalsson. Aðrir stjórnmála-
menn fengu minna fylgi.
Úrtakið var 1500 manns á aldrin-
um 18-80 ára, en þar af svöruðu
1116. „Veit ekki“ sögðu 390 eða
34,9%. „Enginn" sögðu 90 eða
8,1%. „Neita að svara“ sögðu 57
eða 5,1%.
Þorsteinn Pálsson fékk atkvæði
18,3% þeirra sem afstöðu tóku í
þjóömálakönnuninni.
Þegar litið er til kynskiptingar,
meðal þeirra sem tók afstöðu,
kemur í Ijós að Steingrímur hefur
mikið fylgi meðal kvenna. 36%
kvenna vilja Steingrím Hermanns-
son helst sem forsætisráðherra og;
25% karla. Þorstein Pálsson vildu I
15% kvenna og 21% karla. Jón
Baldvin Hannibalsson og aðrir
voru með minna fylgi.
Við aldursskiptingu kemur í ljós
að Steingrímur Hermannsson nýt-
ur mests fylgir meðal yngsta hóps
kjósenda, eða 32% þeirra sem
tóku afstöðu á aldrinum 18-24 ára.
Þessu var þveröfugt farið með
Þorstein Pálsson, en hans fylgi er
mest meðal elstu hópa kjósenda,,
frá 45 ára til áttrætts.
Meðal þeirra sem tóku afstöðu, |
hlaut Steingrímur áberandi meira1
fylgi úti á landsbyggðinni en í
Reykjavík og Reykjanesi, eða
37% úti á landi á móti 21% í
Reykjavík og 31% á Reykjanesi. í
Reykjavík voru jafn margir sem
vildu Steingrím Hermannsson og
Þorstein Pálsson sem forsætisráð-(
herra eða 21% þeirra sem tóku
afstöðu.
- ES/BG
Flestir þeirra sem tóku afstöðu
vilja Steingrím sem forsætisráð-
herra, eða 29,4%.