Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 3
Miövikudagur 28. maí 1986 Tírninn 3 Höföum 1.761 milljónar tekjur af erlendum feröamönnum: Eyddum 3.916 milljónum á ferðalögum erlendis Tckjur íslendinga af erlendum ferðamönnum námu um 1.761 milljón króna á síðasta ári. Það gerir að meðaltali um 18 þús. krónu tekjur af hverjum þeirra rösklega 97 þús. útlendinga sem hingað lögðu leiðsínaárið 1985. Reiknaðámeðal- gengi ársins 1985 varð 25% aukning á tekjum af erlendum ferðamönnum frá árinu 1984, þ.e. mun meiri tekju- aukning en sem nam fjölgun ferða- manna. Þótt fjöldi íslenskra ferðamanna til útlanda sé nánast sá sami og erlendra ferðamanna hér á landi vantar þó mikið á að tekjurnar af útlendingunum hér standi undir út- gjöldum af ferða- og dvalarkostnaði Islendinga erlendis. Samkvæmt töl- um Seðlabankans um þjónustujöfn- uð eyddum við Islendingar um 3.916 milljónum króna á ferðalögum okk- ar erlendis á síðasta ári, sem var um 14% aukning að raungildi milli ára. Hver þeirra tæplega 96 þús. íslend- inga sem utan fór hefur því eytt um 41 þús. krónum að meðaltali í út- löndum. Þótt tekjur flugfélaganna í milli- landaflugi hafi aukist um rúmar 904 millj. króna (23%) milli ára - reikn- að á meðalgengi 1985 - jukust út- gjöldin þó enn meira eða um 1.156 millj. króna (36%). Niðurstaðan varð því sú, að nettótekjur flugfélag- anna urðu 252 milljónum kr. lægri árið 1985 en árið 1984. Heildarútgjöld íslendinga vegna samgangna við útlönd námu 8.695 millj. kr. á árinu 1985 (þar af 4.364 millj. v. flugvél.), en heildartekjurnar 9.974 millj. kr. (þar af 4.865 m. kr. v. flugfél.). Nettótekjur af samgöng- um voru því 279 millj. kr., eða 42 millj, kr. minni en 1984. Þá má geta þess að nettótekjur íslendinga af varnarliðinu minnkuðu milli ára úr 3.543 millj. í 3.122 millj. á síðasta ári, eða um 421 millj. króna. - HEI Rannsókn á fölsuðu 100 dollara seðlunum: Seðlarnir sendir úttil rannsóknar Öðrum manninum sleppt úr haldi og óvíst hvort krafist verður framlengingar á gæsluvarðhaldi hins Annar tveggja manna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fölsuðum 100 dollaraseðlum hefur nú verið látinn laus úr haldi. Að sögn rannsóknarlögreglunnar var hans þáttur í þessu máli einungis sá að Utankjörstaðaatkvæöagreiösla: Þú kýst ekki eftir á. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla er nú í fullum gangi. Mikilvægt er að fólk drífi sig sem allra fyrst að kjósa því atkvæðin þarf að senda í viðkom- andi kjördæmi áður en kjörfundi lýkur. Tíminn hafði samband við nokkrar kosningaskrifstofur B-list- ans og spurði hvernig atkvæða- greiðsla gengi. f Reykjavík höfðu 1940 manns kosið á mánudagskvöld og svo virð- ist sem menn séu að ranka við sér nú allra síðustu daga að sögn Sigrúnar Sturludóttur kosningastjóra. Bryn- dís Garðar'sdóttir í Hafnarfirði sagði að á mánudag hefðu 300 manns kosið þar á skrifstofunni. Jón Arn- þórsson kosningastjóri á Akureyri sagði að 163 hefðu þegar kosið á mánudagskvöld og í Kópavogi höfðu 269 manns kosið. í gærkvöldi, að sögn Katrínar Oddsdóttur kosninga- stjóra. Hún sagði að á skrifstofunni væri opið allan daginn fyrir þá sem vildu koma og spjalla og einnig gætu menn komið og horft á kosninga- þáttinn frá því á sunnudaginn s.l. á videó. -ABS Götumynd - ný plata frá Hálft í hvoru Gísli Helgason hefur „Ástarjátningu“ Hálft í hvoru hefur sent frá sér hljómplötuna Götumynd. Lögin á plötunni eru flest eftir liðsmenn hljómsvéitarinnar, en þeir eru Gísli Helgason, Herdís Hallvarðsdóttir, Guðmundur Benediktsson og Hannes Jón Hannesson. Hljóm- sveitin var stofnuð 1981 og er því 5 ára um þessar mundir. Á blaðamannafundi þar sem hin nýja hljómplata var kynnt, afhentu liðsmenn hljómsveitarinnar Hálft í hvoru, Gísla Helgasyni gullplötu af Ástarjátningu, plötu sem Gísli gaf út í fyrra til styrktar bókaútgáu á blindraletri hér á landi og hefur nú selst í um 6000 eintökum. Á þeirri plötu létu tónlistarmenn vinnu sína fengið gullplötu fyrir í té endurgjaldslaust og nú hafa verið pöntuð tæki til blindraleturs- bókagerðar fyrir andvirði um einnar milljónar króna. Halldór Rafnar formaður Blindra- félagsins tók við gullplötunni fyrir hönd Blindrafélagsins og þakkaði hann Gísla gott starf, sagði þetta dæmi um að hann tæki upp á furðu- legustu hlutum, plötuna hefði hann gefið um leið og hann gifti sig og stofnaði bú en þá þyrftu menn yfirleitt á peningum að halda fyrir sjálfa sig. Nú síðast væri Gísli svo tekinn upp á því að sjá, en bað hann blessaðan að fara ekki að sjá svo vel að hann yrði rekinn úr félaginu. ABS Gísli Helgason tekur hér við gullplötu Ástarjátningar úr hendi Guðmundar Benediktssonar. (Tímamynd: Pétur) dreifa seðlunum hérlendis gegn þóknun. Hinn maðurinn situr enn í gæsluvarðhaldi og vildi rannsóknarlögreglan ekki gefa upp þátt hans í málinu. Falsaðir 100 dollara seðlar sem komið hafa fram hérlendis hafa verið sendir utan til rannsóknar og er verið að ganga úr skugga um hvort þeir séu sömu gerðar og hliðstæðir falsaðis seðlar erlend- is. Niðurstöðu þeirrarrannsókn- ar er að vænta innan tíðar. Gæsluvarðhald mannsins sem enn situr í haldi rennur út í dag og mun rannsóknarlögreglan taka ákvörðun um hvort hún krefst framlengingar varðhalds- ins seinna í dag. - gse Sólin sleikt í laugunum Sóldýrkendur, sem margir hverjir höfðu lagt sundskýluna á hilluna síðasta haust, geta nú farið að dusta rykið af sólbaðsgallanum, því sumarið er komið. Tímamynd: Gísli Egill. Hæstiréttur kveður upp dóm í Grettisgötumálinu: Dæmdur fyrir að hafa orði manni að bana Kona dæmd fyrir að hafa ekki leitað þolanda hjálpar Hæstiréttur kvað upp dóm í svo- kölluðu Grettisgötumáli stuttu fyrir helgi. Þar var Viðar Björnsson, 38 ára gamall heimilisfastur að Ferju- bakka 10, fundinn sekur um að hafa orðið valdur að dauða Sigurðar Breiðfjörðs Ólafssonar og gert að sæta fimm ára fangelsisvist. Einnig var kveðinn upp dómur yfir Sólrúnu Elísdóttur, 30 ára gamalli til heimilis að Ferjubakka 10, og var hún fundin sek um að hafa ekki leitað Sigurði hjálpar og gert að sæta þriggja mánaða fangelsisvist. Til frádráttar fangelsisvist kemur gæsluvarð- haldsvist Viðars frá 24. febrúar 1985 og tíu daga gæsluvarðhald Sólrúnar. Forsaga þessa máls er að þann 22. febrúar 1985 sátu þau Viðar, Sólrún og Sigurður að drykkju að heimili Sigurðar að Grettisgötu 19b, en þar höfðu Viðar og Sólrún haft aðsetur um nokkurn tíma. Er líða tók á kvöldið grunaði þau Viðar og Sól- rúnu að Sigurður hefði falið fyrir þeim áfengisflösku og veitist þá Viðar að Sigurði með hrottalegum hætti.í fyrstu var Sigurður uppistand- andi en féll undan atlögu Viðars upp að vegg í rúm sitt. Þar sló Viðar Sigurð mörg þung högg í andlit, á enni, nef, kinn og höku, svo Sigurð- ur hlaut opin kjálkabrot beggja megin, alvarlega höfuðáverka og meðvitundarleysi. í millitíðinni hafði Sólrún fundið áfengisflöskuna og ákváðu þau Við- ar að hafa sig á brott, án ráðstafana til bjargar Sigurði. Þau hcldu til húss við Laugaveg þar sem þau héldu áfram drykkju. Um hádegi næsta dag fóru þau síðan aftur á Grettisgötu 19b og komu þá að Sigurði í sömu stelling- um og þau höfðu skilið við hann kvöldið áður. Þau reyndu að fá hann til að drekka kardimommudropa og gáfu honum asmalyf og hjartatöflur, en það gekk ekki. Þau reyndu einnig að nudda Sigurð og hlusta en hann reyndist kaldur viðkomu. Þau héldu nú aftur í íbúðina við Laugaveginn og að einhverjum tíma liðnum hringdi Sólrún í sjúkrabíl og tilkynnti um fársjúkan mann í íbúð við Grettisgötu. Þegar sjúkraflutningamenn komu að Sigurði reyndist hann látinn og rannsóknarlögreglan var látin vita um grunsamlegt dauðsfall. Daginn eftir voru Viðar og Sólrún handtekin á slysavarðstofu Borgar- spítalans og færð til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Dómur í málinu var kveðinn upp í sakadómi 6. nóvember 1985 og síðan skotið til Hæstaréttar. -gse

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.